Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
Skoðun DV
Spurning dagsins
Lestu mikið?
Linda Sigurjónsdóttir nemi:
Nei, ég les bara námsbækur
í skótanum.
Elín Ösp Guðmundsdóttir nemi:
Já, frekar mikiö. Ég /as síöast fyrstu
bókina meö ísfólkinu.
Hafþór Hlynsson:
Nei, yfirleitt ekki en síöasta bók
sem ég ias var Gauragangur
og hún var ágæt.
Snæbjört Snævarsdóttir,nemi:
Já, mjög mikiö. Uppáhaldsbókin mín
er Mobbi og ég hef lesiö hana oft.
Óli Pétur Benediktsson nemi:
Já, ég les mjög mikiö af bókum í
skólanum en mér finnst skemmtiieg-
ast aö lesa dagblöðin.
Atli Stefánsson nemi:
Nei, mér finnst leiöinlegt aö lesa.
Séríslensk umferð-
✓ •
aromenmng
Undanfarin ár
hef ég oftsinnis
ekið níutíu
manna bifreið til
mannflutninga
um götur Reykja-
víkur. Ósjaldan
hafa þá orðið á
vegi mínum öku-
menn með mjög
svo undarlega
hugsun og sér-
staka framkomu
sem virðist einnig mjög einkenn-
andi fyrr íslenska umferðarmenn-
ingu. íslenska, segi ég, þar sem ég
hef einnig margsinnis ekið um
þvera og endilanga Evrópu, og tel
mig eiga af reynslunni talsvert við-
mið af ökumönnum meginlandsins
annars vegar og íslenskum öku-
mönnum hins vegar.
Úti í Evrópu er það svo að ef öku-
maður þarf nauðsynlega að flýta sér
og gefur merki um það - og fer eftir
settum reglum af kurteisi og með
því að sýna varkárni - taka aðrir
ökumenn tillit til hans og greiða
jafnvel götu hans. Hér á íslandi er
þessu öðruvísi farið. Ef einhver þarf
að hafa hraðann á, taka fram úr eða
biður um réttinn til þess er við-
kvæði annarra ökumanna eitthvað
á þessa leið. Hvað liggur þér á? Vert
þú ekkert að ýta við mér. - Og gera
jafnvel í því að hindra fór hans.
Þetta er afskaplega óþroskað og
ómenningarlegt viðhorf og fram-
koma. - Alveg séríslenskt.
Eitt sinn ók ég stórri farþegabif-
reið fullri af farþegum eftir Miklu-
brautinni í Reykjavík þegar ungur
ökumaður beygir inn á akbrautina
af hliðargötu beint í veg fyrir hina
stóru bifreið mína. Þar sem ég var á
Einar lngvi
Magnússon
skrifar:
I umferðarkraðakinu
„Skipt þú þér ekkert af því hvaö ég geri. “
„íslensk umferðarmenning
ber vott um mjög lágan
vitsmunaþroska og sýnist
mér á öllu að það þurfi að
mennta fólk í mannlegum
samskiptum í umferðinni
en ekki eingöngu að kenna
því að aka bU. “
sextíu kílómetra hraða blikkaði ég
ljósum til ökumannsins og lét vita
af því að hann sé í vegi fyrir mér að
ástæðulausu. Hann brást hinn
versti við og sendi mér flngurinn i
gegnum opinn gluggann, að amer-
ískum smábófasiö. Og þegar ég
blikkaði hann aftur snögghemlaði
hann bifreið sinni beint fyrir fram-
an mig. Þarna lá við stórslysi.
Svona er nú umferðarmenningin á
lágu plani hér á landi. Það er jafnan
viðkvæðið hjá íslendingum: Vert þú
ekkert að skipta þér af þvi hvað ég
geri. Jafnvel þótt hann sé að brjóta
lög. íslensk umferðarmenning ber
vott um mjög lágan vitsmunaþroska
og sýnist mér á öllu að það þurfi að
mennta fólk í mannlegum samskipt-
um í umferðinni en ekki eingöngu
að kenna því að aka bíl.
Berufjörður - algjör paradis
Rósa Guömundsdöttir
skrifar frá Berufiröi:______________
Góðir íslendingar! - Hvar erum
við eiginlega stödd í hraða nútíma
okkar þjóðfélags? Mér er nú ekkert
sérdælis farið að lítast á þetta allt,
að við séum orðin svo upptekin af
eigin skuldum og fégræðgi að við
sjáum ekki hvað er að gerast i
kringum okkur.
Ég gleðst nú yfir því að loks fengu
varðskipin okkar eitthvað að gera.
Og þótt fyrr hefði veriö! Það var nú
alveg tímabært að láta gamalt sót og
annað þess konar hressilega gusta
um æðar varðskipanna, blása út og
leyfa Norðmönnum ekki að haga sér
likt og þeir gerðu. Hef ég sterklegan
grun um að á Færeyjamiðum og
„Ég er ekkert sérlega spennt
fyrir laxeldi í Berufirði
nema þá að því leyti að það
sé pottþétt og öruggt að það
skapi heimafólki vinnu við
það og að laxeldið verði
ekki annars konar starf-
semi til trafala..."
kannski víðar haíi Norðmenn verið
að leika þann sama leik og þeir
gerðu hér nú.
Það er að mörgu að huga þegar
litið er út fyrir íslenska landhelgi og
okkar þrönga heilabú. - Við virð-
umst íljót að gleyma en verða fljótt
upptekin, kannski bara af einu
hroðamáli, nú eða þá gluggapóstin-
um.
Ég er ekkert sérlega spennt fyrir
laxeldi í Berufirði nema þá að því
leyti að það sé pottþétt og öruggt að
það skapi heimafólki vinnu við það
og að laxeldið verði ekki annars
konar starfsemi til trafala á einn
eða annan hátt, t.d. varðandi ferða-
þjónustu, líkt og sjóstangaveiði eða
umferðar annarra smærri báta.
Sé Noregur ekki nógu stór fyrir
fjárfestingar þeirra, þá það. En
Berufjörður er alla vega algjör para-
dís, hvernig sem á hann er litiö, og
er auk þess fullur af fiski fyrir af
öllu tagi, svo og fugli.
Garri
Hverjum klukkan glymur
Þjóðleikhúsævintýri Arna Johnsens hefur nú
náð þeim hæðum aö hann er farinn að íhuga að
segja af sér þingmennsku enda fátt orðið um fina
drætti fyrir þennan söngglaða Vestmannaeying
og leiðtoga sjálfstæðismanna í Sunnlendinga-
fjórðungi. Það sem gerir útslagið er að yfirfor-
inginn Davíð Oddsson hefur talað og skilgreint
Árna sem munaðarleysingja í flokknum. Það er
nú orðið greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætl-
ar ekki að taka ábyrgð á Árna og láta þetta
vandræðamál allt saman spilla fyrir ímynd og
fylgi. Davíð Oddsson hefur gengið fram fyrir
skjöldu og sagt að ekki sé hægt annað en að
rannsaka til hlítar allar kjaftasögurnar um spill-
ingu hjá Áma Johnsen vegna þess að Árni hafi
sjálfur sýnt að hann sé ekki traustsins verður.
Eftir að hafa lýst því yfir að hvorki hann né al-
menningur geti treyst því að Árni segi satt þegar
hann ber á móti sögusögnum beinir Davíð orð-
um sínum til Árna og segir að Árni verði sjálfur
að meta hvort hann telji traust ríkja milli sín og
kjósenda. Sé slíkt traust ekki fyrir hendi - sem
Davíð telur augljóslega ekki vera - þá beri Árna
að segja af sér þingmennsku.
Skýr skilaboð
Eiginlega geta skilaboðin ekki verið skýrari.
Árni mun ekki fá neina hjálp frá flokknum i
þessu máli. Enda hafa aðrir forystumenn flokks-
ins komið fram eftir yfirlýsingu Daviðs og ítrek-
að þessi sömu skilaboð. Þannig sagði Björn
Bjarnason í DV í gær að hann hefði verið búinn
að brýna fyrir Árna að fara nú eftir settum regl-
um og menntamálaráðherra kannast ekkert við
að hafa látið Árna fá prókúru til að eyða og
spenna úti um allan bæ í nafni Þjóðleikhússins.
Ummæli Björns hljóma svolítið eins og um-
kvörtun frá foreldri sem vill afsaka sig vegna
framkomu bams með þvi að krakkinn gegni
bara ekki nokkrum sköpuðum hlut. Svipaða
sögu er að segja um Sigríði Önnu Þórðardóttur,
formann þingflokksins, hún segir það einfaldlega
ekki tímabært að tjá sig um hvort Árni verði
sviptur trúnaðarembættum sínum fyrir þing-
flokkinn - hún telur það hins vegar augljóslega
koma vel til greina.
Er enginn eyland?
Og þessu til viðbótar eru stjórnarandstaðan og
fjölmiölar Áma erfið en þar er ekki að finna
neinn skilning á mistökum hans. Þvert á móti
virðist andinn vera sá að Árna beri að axla póli-
tíska ábyrgð og viðurkenna að trúnaðarbrestur
hafi orðið milli hans og kjósenda. Árni stendur
því einn i þessu stríði - það er enginn sem styð-
ur við bakið á honum. Ernest Hemingway átti
sér uppáhaldstilvitnun í John Donne um að
„enginn maður væri eyland einhlítur sjálfum sér
- sérhver maður væri brot meginlands“. Þessi
speki var hins vegar sönn fyrir daga Árna. í dag
kemur í ljós að Árni er eyland, einhlítur sjálfum
sér. Davíð hefur meinað honum að vera brot
meginlands. Hann er orðinn að pólitískum holds-
veikissjúklingi í eigin flokki! Hann þarf ekki að
spyrja hverjum klukkan glymur
- hún glymur afsögn hans. G3ITÍ
Austurstræti
Fátt um fína drætti í almennri þjónustu.
Seint er opnað
Halldóra Sigurðardóttir skrifar:
Mér finnst ótækt að miðbærinn
skuli drabbast niður svo sem raun
ber vitni. Ég var á ferð þarna einn
morguninn fyrir skemmstu, þetta var
hálftíu að morgni og ég ætlaði að fá
mér kaffi. Aðeins einn slikur veit-
ingastaður er í allri Kvosinni fyrir
utan Hótel Borg þar sem hægt er að fá
sér morgunkaffi er Café Paris og
hann var yfirfullur. Þarna eru tveir
aðrir veitingastaðir, Kaffibrennslan
og Atlantic bistro bar, en hvorugur
opnar fyrr en undir hádegi. Hefði
maður þó haldið að Atlantic, sem er
„bistro" og nýr og flott staður, byði
upp á kaffi og „croissant" o.fl. að
morgninum eins og tíðkast erlendis. í
miðborginni eru fá veitingahús fyrir
aðra en nætuhrafna. Þar opnar seint
og illa, þau fyrirtæki sem enn hjara..
Óverðskuldað lof
Brynjólfur Brynjðlfsson skrifar:
Ég heyrði í útvarpi, að íslendingar
hefðu fengið lof í einhverjum rann-
sóknarlista yfir stjórnmálaspillingu
og var hún talin minnst á íslandi. Ég
held að einhver yfirsjón hafi orðið
hjá þeim sem að þessari rannsókn
stóðu, því taka hefði átt lífeyrissjóð
stjórnmálamanna og kvótann sem
þeir skömmtuðu sér með í reikning-
inn. Spilling er því fyrir hendi í ís-
lenskri pólitík ekki síður en annar-
staðar. Stjórnmálamenn hafa verið
ósínkir á fjármuni ríkisisins til þess
að að útbúa skrifstofur og aðstöðu
fyrir sig. Ég álít að kostnaðurinn við
stjórnsýsluna ein og sér sé spilling.
Árnamál „æjuð“ út
Hafsteinn Guðmundsson hringdi:
Nú eru Árnamál
Johnsens alþingis-
manns efst á baugi.
Þau eru áfellisdóm-
ur, ekki bara fyrir
hann, heldur
marga aðra þing-
menn. Þar má m.a.
nefna dagpenginga
sem þeir halda eft-
ir, að utanlands-
ferðum loknum. Og
á raunar við um
marga aðra í opinberum stöðum. Að-
eins einn þingmaður, svo vitað sé,
finnur sig ekki í því að eigna sér dag-
peninga sem hann er með afgangs í
vasanum eftir utanlandsferðir og gef-
ur þá til mannúðarmála. Sá þingmað-
ur er i þingflokki sjálfstæðismanna.
Ég held hins vegar að Árnamál verði
einfaldlega „æjuð“ út eins og ég kalla
það; Æ, hann er nú ágætis drengur, æ
er þetta ekki bara dómgreindarleysi.
Og: hann hefur nú gert margt gott fyr-
ir Eyjamenn. Og svona...
Þjóðhátíðarflug?
Jófrí&ur hringdi:
Ég las nýlega um að Flugmálastjórn
hygðist nú kynna áætlun sína um
hvernig staðið yrði að eftirliti með
flugumferð til Eyja um verslunar-
mannahelgina. Þama var það kallað
„þjóðhátíðarflug", að ferja krakkask-
arann og unglingana til þessarar
mestu sukkhátíðar landsmanna. Þetta
er sko að mínu viti ekkert þjóðhátíð-
arflug. Þetta er hrein hörmung og hel-
vísk tilraunastarfsemi með mannslíf.
Enginn ábyrgður fyrir neinu - ein-
ungis happa- og glappaferðir.
Árni Johnsen
alþm. - Styrkist
sem þingmaöur?
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.