Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Page 13
13
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
DV
Ljósmyndir og hellaristur til sýnis í Kaupmannahöfn í sumar:
Frá himni og jörð
Myndlistarsýningin sem dregur aö sér flesta
gesti þessa dagana í Kaupmannahöfn er Ijós-
myndasýning og heitir Jöröin séö aö ofan, 120
myndir frá ríflega 80 löndum heimsins, teknar úr
flugvél af Frakkanum Yann Arthus-Bertrund.
Þetta eru glannalega flottar myndir, geysilega
stórar og unnar af frábœrri tœkni og list, en lík-
lega yrðu gestirnir samt ekki eins margir og raun
ber vitni ef sýningarstaöurinn vœri aflokaöri.
Þaö eykur sem sé áreiðanlega á vinsældir
sýningarinnar að hún er úti undir beru lofti og
alveg ókeypis inn. Hún er meira að segja á ein-
um fjölfarnasta stað borgarinnar, Kóngsins
Nýja torgi, ekki langt frá búllunni Hvids
Vinstue þar sem Jónas drakk og allir Islend-
ingar síðan í minningu hans. Myndimar eru
limdar upp á fleka sem gestir ganga á milli og
mesta hættan sú að maður missi af einhverri
alveg óvart. Ef maður er hræddur um það er
hægt að draga skó af fótum sér og stíga upp á
geysimikið heimskort sem breitt er út á sýn-
ingarsvæðinu og þar sem má sjá myndirnar í
póstkortastærð limdar inn á sinn heimshluta.
Þar má til dæmis sjá að fimm myndir eru frá
íslandi á sýningunni og alveg þess virði að fara
aðra yfirferð ef maður hefur misst af einhverri
þeirra.
Sýning með boðskap
Mynd Sisse Brimberg
Úr National Geographic af sérkennilegri trúarathöfn á íslandi.
Mynd af hesti
Úr Lascaux-hellinum í Frakklandi.
fýlulega meðlimi hljómsveitarinnar Who. Það
er gaman fyrir áhugamenn um þetta timabil að
skoða þessar myndir þó að ekki sé sýningin
stór. Til dæmis getur maður varla skilið nú
hvað þótti svona voðalegt og byltingarkennt
við þessa prúðu og huggulegu drengi; eiginlega
hefði þurft myndir af „venjulegum" strákum
með til að undirstrika muninn á klæðnaði og
hárgreiðslu.
Þessi sýning er í Fotografisk Center á
Gammel Strand og stendur til 19. ágúst.
Frá árdögum mannkyns
Aðalsýningin í danska þjóðminjasafninu í
sumar heitir Dögim mannsandans (Dawn of
the Human Spirit/ Paa sporet af mennesket) og
stendur til 9. september. Þetta er afar tæknileg
sýning með talandi brúðum, endurgerðu lands-
lagi í básum, kvikmyndum og upplýsingum á
gagnvirkum tölvum og henni er ætlað að svara
spurningunni um hvað það sé sem gerir mann-
inn að manni. Svarsins er einkum leitað I
myndlist, enda eru myndir - hellaristur - elstu
skýru merkin sem við höfum um manninn sem
vitsmunaveru. 1 sýningarbásum má sjá eftirlík-
ingar af skreyttmn hellisveggjum, líkön af
fornaldarmönnum og dýrunum sem þeir
veiddu og teiknuðu. Ungum gestum getur
brugðið hastarlega í brún þegar dýr þessi fara
óvænt að hreyfa sig!
Það sem heillar á þessari sýningu er þó ekki
tæknin heldur myndirnar fomu sjálfar, veiði-
dýrin sem rist voru á vegg fyrir allt að fjörutíu
þúsund árum og eru enn lifandi og þokkafull
þó að fyrirmyndimar hafi verið útdauðar ár-
þúsundum saman. Sjaldan er fólk á þessum
myndum og það merkilega er að það er aldrei
eins raunsæilega teiknað og dýrin. Á básunum
má skoða skreytta klettaveggi frá Frakklandi
(Lascaux og Chauvet), Noregi, Kína, Ástralíu,
Suður-Afríku og Ameriku, og í glerskápum eru
skreyttir gripir frá mörgum löndum og ýmsum
tímum.
í textum er aðaláhersla á trúarlegt gildi þess-
ara mynda og virðist það samkvæmt greinum
í sýningarskrá vera ráðandi skoðun mann-
fræðinga nú að teikningamar tengist töfra-
mönnum og trúarathöfnum en tilgangurinn
hefur sjálfsagt endanlega verið sá að lokka að
veiðidýrin. Lifið var ekki auðvelt á ísöld frek-
ar en nú. Silja Aðalsteinsdóttir
Yann Arthus-Bertrand vill hafa ókeypis inn
á sýningar sínar vegna þess að hann er ekki
bara að sýna fólki flottar myndir heldur hefur
hann boðskap að flytja. Hann er að mynda
ástand jarðar til að sýna hvernig það er nú og
bjóða komandi kynslóðum upp á samanburðar-
efni. í texta með myndunum er auk þess víða
sagt frá þróun undanfarið; til dæmis fáum við
að vita í texta með brjálæðislegri mynd af
bleikum flamenkófuglum við Nakumvatn í
Kenía hvað þeim hefur fækkað gríðarlega und-
anfarin ár vegna mengunar - og þó er eins og
þeir myndi heila heimsálfu þarna á myndinni.
Áhrifamikil er myndin af sorphaugunum við
Mexíkóborg sem ljósmyndarinn segist hafa
fengið mörg hatursbréfin fyrir.
Draugaborg nærri Tsjemobyl í Úkra-
ínu er líka óhugnanleg, skriðdreka-
kirkjugarður íraka i Kuveit, sprengju-
flugvélakirkjugarður í Arisona og
fleiri og fleiri.
Enn þá fleiri myndir gleðja þó með
óvæntri fegurð og fögnuði lífsins,
rauðir ibisfuglar á flugi í Venesúela,
litríkir teppa-, bómullarefna- og fiski-
markaðir í fjarlægum löndum, akasíu-
tréð í Tsavo-þjóðgarðinum sem allar
dýraslóðir liggja til, mergð af brosandi
íbúum Fílabeins-
strandarinnar á
mynd sem sýnir vel
hvað það er miklu
sniðugra að mynda
hópa að ofan, þá
verða öll andlit jafnstór og
skýr en ekki bara fremsta
röðin.
Sýning Yann Arthus-
Bertrand var sett upp í Par-
ís í fyrra og dró að sér tvær
og hálfa milljón gesta. Þar
að auki er hægt að fá hana í
bók á frönsku og ensku. Sýn-
ingin á Kóngsins Nýja torgi
stendur til 12. september.
„Jónsmessubál" og
poppstjörnur
Á Þjóðminjasafninu
danska hangir uppi sýning á
Ein frábærra loftmynda hundrað nýlegum úrvals-
eftir Yann Arthus-Bertrand sýnir hluta af Þjórsá. Aörar ístandsmyndir myndum úr tímaritinu
eru af Mælifelli viö Mýrdalsjökul, Lakagígum, Bláa lóninu og súlubyggö National Geographic og eru
mt
í Eldey.
Þeir þóttu ótrúlega hættulegir..
The Rolling Stones 1964.
margar þeirra sláandi vel
heppnaöar. En myndin frá
íslandi olli íslenskum gest-
um nokkurri furðu. í texta
með henni stóð að á henni
væru íslendingar að halda
upp á Jónsmessuna sam-
kvæmt fomum helgisiðum
en á myndinni eru nokkrir
menn að skvetta olíu á log-
andi timburvegg sem minn-
ir helst á brennandi fjölbýl-
ishús. Kunnugir þóttust þar
kannast við bálköstinn í
Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyj-
um...
Þriðja ljósmyndasýningin
sem ástæða er til að geta um
er á myndum breska ljós-
myndarans Davids Wed-
gebury frá árunum upp úr
1960 af poppstjörnum þess
tíma sem margar eru
gleymdar nú en aðrar enn
þá frægari! Þarna má til að
mynda líta Mick Jagger og
Davy Jones - sem seinna
kallaði sig David Bowie -
unga og sakleysislega, frítt
og madonnulegt andlitið á
Marianne Faithful á ryk-
bleikum grunni og heldur
___________________Menning
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Davíð opnar heima-
síðu Bókavörðimnar
í dag kl. 15 mun
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra opna
heimasíðu Bóka-
vörðunnar að Vest-
urgötu 17. Bókavarð-
an er bókaverslun
og menningarsetur,
sem selur bækur á
öllum aldri heima og
erlendis. Bókakostur vörðunnar er sí-
breytilegt val 100-150 þúsund eintaka -
auk blaða og tímarita sem eru ótelj-
andi. I dag verður tæknin sumsé tekin
í þjónustu menningarsetursins með
opnun heimasíðunnar og ætlar forsæt-
isráðherrann, sem sjálfur hefur skrifað
sögur, að vera viðstaddur og taka
fyrstu skrefin á Netinu.
Bragi Kristjónsson, forseti Bóka-
vörðunnar, og sonur hans, Ari Gísli,
eru þekktir fyrir drengskap og blíð-
lyndi sem beinist einkum að bókaorm-
um sem leita sér andlegrar næringar.
Það er mikil huggun i hretviðrum lífs-
ins að vita að í framtíðinni verður
einnig hægt að nálgast þá netleiðis.
Lúðrasveit og
laumureykingar
Hvað eiga
laumureykingar,
jólaball hjá frimúr-
urum, hjónalíf, síð-
asta kvöld Keisar-
ans, lúðrasveit og
brúarsmiði sameig-
inlegt?
Þetta eru við-
fangsefni þriggja
nýrra íslenskra
kvikmynda sem
sýndar verða hjá kvikmyndaklúbbnum
Filmundi á morgun kl. 20. Hér er um
að ræða nýja tegund kvikmynda sem
fengið hefur nafnið Hentumyndir. í
hentumyndum eru raunverulegir at-
burðir settir í óvenjulegt samhengi og
þannig fengin ný sýn á lífið og tilver-
una. Hversdagslegur atburður, eins og
að leika golf með konunni sinni, fær
sérstæða merkingu þegar honum er
blandað saman við umræðu um
laumureykingar. Á sama hátt verður
einkennilegur blær á lúðrasveitartón-
leikum þegar þeir eru skoðaðir með
hliðsjón af flugnahnýtingum.
Fyrsta myndin sem sýnd verður er
Kyrr eftir Árna Sveinsson. Þar er
brugðið upp sérstæðri mynd af mann-
lífi og stofnunum við Hlemm. Önnur
myndin heitir Friður, en hún fjallar
um venjulegt fjölskyldulíf og
laumureykingar. Leikstjóri hennar er
Pétur Már Gunnarsson. Þriðja myndin
heitir Lúðrasveit og brú, en þar er
fylgst með störfum hljómsveitarstjóra
og tónskálds annars vegar og brú-
arsmiðs hins vegar. Höfundur hennar
er Böðvar Bjarki Pétursson.
Kristeva ósátt við
einfaldanir
Julia Kristeva er þekktust í Frakk-
landi sem eiginkona hins fræga rithöf-
undar, Philippe Sollers. í Bandarikjun-
um er hún hins vegar þekkt að eigin
verðleikum, dáð af mörgum fyrir
kennslu og rannsóknir á kynferði og
sálgreiningu, en einnig alræmd vegna
skoðana sinna á fjölmenningarsamfé-
laginu.
Kristeva er ekki eini franski hugsuð-
urinn sem hefur meiri áhrif á stúdenta
og fræðimenn í Bandaríkjunum en í
heimalandi sínu. Þessi var einnig saga
Jacques Lacan, Michel Foucault og
Jacques Derrida.
Frá The New York Times berast þær
fréttir að fræðikonunni finnist hún
rangtúlkuð og misskilin af bandarísk-
um aðdáendum sínum sem hafa hamp-
að henni sem helsta gúrúnum í femín-
isma og fjölmenningarfræðum. „Marg-
ir kollegar mínir í Bandaríkjunum
hafa tekið hugmyndir mínar, einfaldað
þær, afskræmt og litað þær pólitískri
rétthugsun,“ segir Kristeva og er ekki
skemmt. „Ég ber ekki kennsl á verk
mín lengur."
Þeir sem eru kunnugir verkum
Kristevu, undrast ekki að fræðimenn
reyni að einfalda það sem hún skrifar.
Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að
segja að hún sé snillingur, en gersam-
lega óskiljanleg, meðan aðrir láta sér
nægja að segja að verk hennar séu ekki
mjög „lesendavæn".