Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
43
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Gr»n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafrsn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö: ísafoidarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Löggjafinn leikur sér
Árna Johnsen ber að segja af sér þingmennsku. Hann
hefur með öllu fyrirgert trausti sínu sem löggjafi í land-
inu. Átakanlegt hefur verið að horfa á gerðir þingmanns-
ins síðustu daga og orð hans hafa fallið svo i verði að vart
verður við annað jafnað. Fyrsti þingmaður Suðurlands
hefur þegar orðið uppvís að því að ljúga og stela frá þjóð-
inni og miðað við það sem þegar er komið fram mun rann-
sókn næstu vikna á furðulegri umsýslu þingmannsins
vart styrkja imynd hans og orðspor.
Sorglegt hefur verið að sjá hvað þingmaðurinn hefur
lagst lágt í gerðum sínum á undanförnum mánuðum og
enn lægra eftir að upp um málið komst á síðum DV á
föstudag. Þessi björgulegi maður hefur þar freistað alls til
að bjarga eigin skinni. Það er enda eftirtektarvert að lesa
um þær einkunnir sem þingmaðurinn gefur syndum sín-
um. Þar er ýmist um klaufaleg mistök að ræða eða mis-
skilning og í versta falli segir hann gjörðir sínar ekki vera
til fyrirmyndar. Iðrun er ekki áberandi.
Fyrsti þingmaður Suðurlands segir að ósannsögli sín
gagnvart kjósendum um meðferð á opinberu fjármagni sé
ekki þess eðlis að hann þurfi að segja af sér þingmennsku.
Þegar öll járn standi á mönnum reyni þeir ósjálfrátt að
vikja sér undan og mál sitt sé „nú ekki alvarlegt“. Hvað í
ósköpunum er maðurinn að meina? Hvernig má það vera
að þingmaður þjóðarinnar tali með þessum hætti? Árna
finnst brot sitt ekki vera alvarlegt brot, hvað þá stóralvar-
legt! Og svona menn setja öðrum lög.
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást
hárrétt við máli Áma Johnsens á mánudag. Þar talaði
maður af siðferðisstyrk og yfirvegun. Hann sagði þing-
manni sínum hafa orðið stórlega á og ef hann stæði í hans
sporum myndi hann segja af sér þingmennsku. Davíð tal-
aði enga tæpitungu á mánudag. Hann benti vini sínum og
samverkamanni vinsamlegast á að samband þingmanns
og kjósenda snerist bara um traust. í reynd hefði Davíð
ekki þurft að segja meira á mánudag.
Árni Johnsen hefur um margt verið óvenjulegur þing-
maður í störfum sínum fyrir íslensku þjóðina á undan-
förnum hálfum öðrum áratug. Hann er sér á báti. Enginn
efast um vinnusemi hans og einstakt lundarfar. Kappsemi
hans er við brugðið. Nú er komið í ljós að forsjáin var lít-
il sem engin. Hann hefur skarað eld að eigin köku svo um
munar og rænt kjósendur sina. Hann hefur ekki einasta
eyðilagt samband sitt við kjósendur heldur og minnkað
tiltrú fólks á Alþingi.
Ámi hefur ekki farið leynt með það að hann er fyrir-
greiðslupólitíkus af gamla skólanum. Hann er í pólitík til
að stýra flæði fjármagns. Hans pólitik er að mæta á stað-
inn og skrifa brú. Hann vill Vestmannaeyjum vel og sömu-
leiðis dreifðum byggðum Suðurlands. Hann hefur vissu-
lega legið undir ámæli fyrir að fara geyst í þessari fyrir-
greiðslu en flestir hafa séð í gegnum fingur við hann og
talið hann traustsins verðan; fénu hafi alltént verið varið
til góðra verka. Nú er komið í ljós féð fór líka stystu leið.
íslenska þjóðin hefur blessunarlega verið laus við mikla
spillingu í opinberu starfi. Stjórnmálamenn eru vissulega
kunnir fyrir að koma sér og sínum þægilega fyrir og
nokkrir þeirra sýna litla forsjá í fyrirgreiðslunni en
hreinn og klár þjófnaður þeirra á almannafé heyrir til al-
gerra undantekninga.
Mál Árna Johnsens kallar á breytta stjórnsýslu. Lög-
gjafinn á ekki og má ekki vera að leika sér í framkvæmda-
sýslu. Hann á að setja lög. Góð lög. Og fara eftir þeim.
Sigmundur Ernir
r>v
Skoðun
Gætir Hafró þorskstofnsins?
Þorskstofninn er ekki aö
hruni kominn, fullyröir Einar
Hjörleifsson, sjávarlíffræðing-
ur hjá Hafrannsóknastofnun-
inni, í hádegisútvarpinu 13.
júlí. Hann viðurkennir að 25%
aflareglan sé áhættusöm og
þurfi að endurmetast. Einnig
að 190 þús. tonna aflamark á
þessu fiskveiðiári kunni að
leiða til of mikillar sóknar í
uppvaxandi árganga en vill þó
ekki taka svo djúpt í árinni að
segja að við séum komin á
hættusvæði varöandi þorsk-
stofninn.
Fráleitir framreikningar
Samkvæmt ástandsskýrslunni (tafla
3.1.6) var meðalstofninn i fyrra ekki
nema um 300 þús. tonn. Taflan sýnir
stærri stofn í ár en þær tölur, þ.e. töl-
urnar sem aflareglan er byggist á, eru
eins og fullyrðing nafna míns bara út í
loftið. Þær þurfa að endurmetast ár-
lega. Þetta reiknirugl er búið að vera
sérlega áberandi í skýrslunni síðastlið-
in 3 ár. í þeim sýna tölur ársins stækk-
un upp á samtals 41,8 þús. tonn en á
þeim þremur árum hefur veiðistofninn
minnkað um tvo þriðju! Það verður
ekkert afgreitt með þeim
orðum einum að skekkjur
geti haft tilhneigingu til að
vera í sömu átt í nokkur ár
í röð. Þetta er villa fremur
en skekkja.
Framreikningarnir sem
aflareglan byggist á að hálfu
eru jafhvel enn fráleitari.
Stofn næsta árs hefur verið
ofmetinn eða a.m.k. sóknin
í hann vanmetin undan-
tekningarlaust i meira en 22
ár. í ástandsskýrslum Hafró
er stofninn yfirleitt alltaf að
stækka. Líka þegar stofn-
mælingin sýnir svart á hvítu að hann
er að minnka. Hver ber ábyrgö á þess-
um reikningum?
Samkvæmt stofnmælingunni (mynd
2.1.6, og sýnd hér) mældist veiðistofn-
inn í ár um 20% minni en i fyrra. Það
þýðir þá um 240 þús tonn. Samkvæmt
núgildandi aflareglu má taka 30 þús.
tonnum minna í ár en í fyrra, þ.e. 205
þús. tonn. Sé gert ráð fyrir að aðeins
15% týnist, t.d. vegna brottkasts, verð-
ur veitt 241 þús. tonn af þorski i ár.
Hámark heimskunnar
Stærð árganganna 2000 til 2003 er
Lífeyrissjóðir
Stjórn Landsvirkjunar hefur á
undangengnum árum verið svo upp-
tekin við að undirbúa risavaxin
virkjanaáform á Austurlandi að fyr-
irtækið reynist alls óviðbúið að
mæta óskum stærstu viðskiptavina
sinna, ÍSAL og Norðuráls, um aukin
orkukaup.
Vaxandi likur eru á að Orkuveitu
Reykjavikur og Orkuveitu Suður-
nesja takist að skáka Landsvirkjun
í samkeppninni um orkusölu til
álfyrirtækjanna, en ljóst er að göm-
ul álver geta borgað hærra verð en
ný og því með ólikindum að fylgjast
með lánleysi Landsvirkjunar í orku-
sölumálum.
Þáttur stjórnmálamanna
Stjómmálamenn á íslandi ráða
„Vaxandi líkur eru á að Orkuveitu Reykjavíkur og
Orkuveitu Suðumesja takist að skáka Landsvirkjun í
samkeppninni um orkusölu til álfyrirtœkjanna en Ijóst
er að gömul álver geta borgað hœrra verð en ný
og því með ólíkindum að fylgjast með lánleysi
Landsvirkjunar í orkusölumálum. “
samkvæmt stofnmæling-
unni (tafla 3.1.10) hratt
minnkandi og ólíklegt er
að nýliðunin verði mikil
eftir það því hrygningar-
stofninn er í sögulegu
lágmarki og minnkandi
og golþorskum hefur
verið nánast útrýmt.
Stofninn árið 2000 á líka
eftir að endurmetast
niöur á við í næstu
ástandsskýrslu. í ljósi
þessa þá ekki bara kann
það að vera of mikil
sókn að veiða 241 þús.
tonn úr 240 þús. tonna
stofni. Það er of mikil
sókn, og mundi vera allt
of mikil sókn, þó að
framtíðarhorfur stofns-
ins væru miklu bjartari
en nú eru. Þetta er
fimmföld kjörsókn, út-
rýmingarsókn. Slík sókn
er ekki aðeins viður-
styggileg villimennska,
hún er hámark heimsk-
unnar og efnahagslegt
sjálfsmorð.
Síðan aflareglan var
HAFRANNSÓKNASTOFNUN FJÖLRIT NR. 80
Nytjastofnar sjávar
2000/2001
Aflahorfur fiskveiðiárið
2001/2002
Ástandsskýrsla Hafró. - Stofninn alltaf aö stækka?
,,Samkvæmt ástandskýrslunni var meöalstofninn í
fyrra ekki nema um 300 þús. tonn."
tekin upp er búið að
veiða eða leyfa veiðar
á 350 þús. tonnum
fram yfir hana, fyrir
utan þau ca 500 þús.
tonn sem týnst hafa
(mest á árunum 97-98)
og færa verður til bók-
ar svo stofnreikning-
arnir stemmi við stofn-
mælinguna. Hafró
verður að gera það,
fmna reiknivilluna,
leiðrétta stofnreikning-
ana og draga afla-
markstillögu sína til
baka.
Aflareglan mun lík-
lega koma stofninum
vel niður fyrir 200 þús.
tonn á næsta ári og á
þar næsta ári niður
undir 100 þús. tonn. Ég
vil ekki aðeins taka
svo djúpt í árinni að
segja að við séum kom-
in á hættusvæði varð-
andi þorskstofninn. Ég
víl segja að hrun þorsk-
stofnsins blasi viö.
Einar Júlíusson
og álbræðsla
greinilega ferðinni þegar
kemur til þess að taka
ákvarðanir um virkjanir
og staðarval. Þá er ekki
spurningin um hag-
kvæmni eða bestu lausnir,
heldur hvað þjónar best
pólitískum hagsmunum á
hverjum tíma.
Glórulausri áætlun um
risavirkjun (á íslenskan
mælikvarða), þar sem til
stendur að fórna yfir 100
fossum og valda gífurleg-
um náttúruspjöllum, auk
óhemju mengunar sem
óhjákvæmilega mun hljótast af risa-
álbræðslu, þar sem yfirlýstur meg-
intilgangur er að laga atvinnuá-
stand 8000 manna byggðar meö 300
milljarða fjárfestingu, má einna
helst líkja við að fara með fallbyss-
ur til rjúpnaveiða!
Einkaframtakiö
Hvemig er komið málum á ís-
landi, ef fulltrúar einkaframtaksins
taka höndum saman við steinrunna
framsóknarforkólfa og knýja fram
þessa dæmigerðu „sovétlausn“ fyrir
austan? Finnur Ingólfsson, fv. iðnað-
arráðherra, hamraði á því að til þess
að tryggja hagvöxt á íslandi á kom-
andi árum bæri lífsnauðsyn til að
fjárfesta sem næmi 20-25 milljörðum
á ári næstu 10 árin, en það væri um-
fang fyrirhugaðra virkjana og ál-
versframkvæmda eystra.
Til þess að ekki skapist ofþensla í
hagkerfinu, meðan á þessum og
væntanlegum stækkunum álver-
anna hjá Norðuráli og ISAL stendur,
verður væntanlega að fresta öllum
meiri háttar framkvæmdum. Verður
það hlutskipti einkafram-
taksins á íslandi að sitja
með hendur i skauti næstu
10 árin meðan verið er að
byggja virkjun og álbræðslu
eystra sem allar líkur eru á
að munu stórskaða þjóðina
til framtíðar litið?
Lífeyrissjóðirnir
Því verður ekki trúað að
óreyndu að fulltrúar lífeyr-
issjóða landsmanna láti
hafa sig til að fjárfesta í ál-
bræðslu eystra þrátt fyrir
gylliboð um 16-20% arð.
Einfalt er að sýna fram á að þrátt
fyrir glannalegar áætlanir Lands-
virkjunar um að álverð haldist
óbreytt að raungildi næstu 60 árin
(1530 Bandaríkjadalir) væri í besta
falli mögulegt að greiða einungis ca
1,50 kr/kwst. sem er langt undir fyr-
irsjáanlegu kostnaðarverði raforku
frá Kárahnjúkavirkjun.
Þessi fáránlega áætlun Lands-
virkjunar stríðir bæði gegn þróun-
inni sl. 100 ár, þar sem verðgUdi áls
hefur fallið um 1 1/2-2% á ári að
meðaltali, auk þess sem helstu sér-
fræðingar heims, þ.m.t. Robin Ad-
ams, gera ráð fyrir áframhaldandi
lækkun álverðs og þar með raforku-
verðs til framtlðar litið. Það væri
því hörmulegt af lífeyrissjóðunum
að hrapa að því óráði að fjárfesta í
þessari framkvæmd sem jafnvel þó
að gæti tímabundiö skilað lifeyris-
sjóðunum arði myndi fyrr eða síðar
leiöa af sér ómældan skaða fyrir
Landsvirkjun og þar meö stórskaða
eigendur lífeyrissjóðanna, almenn-
ing í landinu.
Sveinn Aðalsteinsson
Sveinn
Aöalsteinsson
viöskiptafræöingur,
einn stofnenda Um-
hverfisvina.
Markaðssetning
0„Hingað til hefur
markaðssetning á ís-
lensku konunni verið
með viðvaningslegum
hætti. Þar má nefna
nokkrar aumar síður i
Playboy-blaði og aðeins
litlar klausur sem ýja að lauslyndi ís-
lenskra kvenna í ferðamannabækling-
um. Bissness-konurnar eru búnar að
taka málin í sínar hendur og stefna til
sigurs af mikilli hugsjón, nú verða sko
engin vettlingatök þvi „ómótstæðileg
fegurð og óheft eðli íslenskra kvenna"
verður plastað, pakkað, fryst og selt
ásamt íslenska fiskinum. Djásnið í
krúnunni er að þær íslensku konur
sem eiga eftir að vinna keppnina þurfa
. ekki lengur að vinna fyrir sér á meðan
á háskólanámi stendur því vinningur-
inn hjá Ungfrú ísland.is er háskóla-
styrkur. Framtíð Háskólans er björt,
gráu jakkafatakarlarnir munu víkja
fyrir súludansmeyjum og kynþokka-
fullum fegurðardrottningum."
Hildur Fjóia Antonsdóttir HPbriet.is
Heilagt torg
„Nýtt miðbæjarskipulag gerir ráð
fyrir þéttingu götumyndar á kostnað
opinna eða auðra svæða sem fyrir eru.
Núna er skipulagið farið að komast í
framkvæmd eins og sjá má á
Thorsplani og íslandsbankahúsinu
gegnt Einarsbúð. í hugum margra
Hafnfirðinga hefur Thorsplanið fengiö
nánast heilagan sess. Nú hefur
Landsbankinn og héraðsdómur hafið
byggingu á húsnæði fyrir starfsemi
sína á þessum miðpunkti bæjarins.
Sumir hafa talið að nýbyggingin muni
ná yfir allt planið en svo mun ekki
vera þvi eins og sjá má á mynd hér til
hægri verður byggingin ekki svo stór.“
Guömundur H. Guömundsson
@200&20.is
Spurt og svarað___I hvað stefnir á íslenska fasteignamarkaðnum 1
Ingibjörg Þórðardóttir,
fasteignasali hjá Híbýlum
Hrœðsluáródur
hafði áhrif
„Það hefur verið talsverð hreyf-
ing á fasteignamarkaðnum eftir
að húsbréfin hækkuðu og töluvert
um fyrirspurnir. Það hefur hleypt lífi í markaðinn.
Það var í gangi ákveðinn hræðsluáróöur í byrjun
aprílmánaöar og fram í maí sem dró úr fasteigna-
viöskiptunum. Það hefur mikið að segja að há-
markslán tO kaupa á húsbréfum hefur verið hækk-
að og það er keðjuverkandi og veldur því að hjólin
snúast hraðar. Svo eru einhverjir smeykir þar sem
vísitalan er að hækka og aðrir varkárir og hugsa
sig betur um. Flestir vita í dag að hlutirnir reddast
ekki lengur einhvern veginn, vilja sjá fyrir endann
á því að kaupin gangi snurðulaust fyrir sig.“
Jón Kr. Sólnes,
fasteignasali á Akureyri
Eðlilegt jafhvœgi
að nást
„Það mun nást eðlillegt jafn-
vægi á þessum markaði á þessu
ári. Það sem bendir helst til
þess er að það hefur aukist framboð af fasteign-
um enda var umframeftirspum, sérstaklega á
höfuðborgarsvæðinu, allt síðasta ár. Á lands-
byggðinni, sérstaklega á Akureyri, hefur verið
jöfn og góð eftirspurn og á einstaka þéttbýlis-
stöðum hefur verið eftirspurn umfram framboð.
Þegar líður á áriö ætla ég aö það verði jöfnuður
en auðvitað getur oröið niðursveifla á ákveðn-
um tegundum fasteigna ef það er umframfram-
boð á atvinnuhúsnæði. Það tekur alltaf ákveð-
inn tíma að jafna sig.“
Jóna Dóra Karlsdóttir,
bœjarfulltrúi í Hafnarfirði
Endurspeglar
efnahagsástandið
„Ég held að þessi þróun haldi
áfram og hún endurspeglar efna-
hagsástandið í landinu, þvi mið-
ur. Með samdrætti fer fasteignaverð vonandi að
lækka en ég sé mörg teikn á lofti um það að við
séum að sigla inn í svipað ástand og fyrir tíu
árum þegar framboð af fasteignum var mun
meira en eftirspurnin. Þessara áhrifa mun auð-
vitað gæta einnig úti á landsbyggðinni, jafnvel
ekki síður. Það er því ekki að renna upp nein
„gósentíð" fyrir þá sem þurfa að selja fasteignir
á næstu misserum. Uppsveiflan í efnahagslífinu
hefur fljótlega áhrif á fasteignamarkaðnum,
einnig þegar gæta fer niðursveiflu."
ísólfur Gylfi Pálmason
alþingismaður
Markaðurinn
leitar jafnvœgis
„Það var mikil þensla á ákveðnu
tímabili á höfuðborgarsvæðinu en
nú er komin niöursveifla. Það stefn-
ir i það að hlutirnir leiti jafnvægis, í þessu tilfelli fast-
eignamarkaðurinn, og ég sé fyrir mér að það muni
gerast í auknum mæli fram til áramóta. Ég hef það
ekki á tilfinningunni að það stefni í einhverja lægð.
íbúðir voru seldar á einhverjum klukkutímum hér
áður, sú tíö er liðin. Það er mun eðlilegra að þessir
hlutir gangi hægar fyrir sig. Þetta mun leita í svipað-
an farveg á landsbyggðinni, t.d. er töluvert byggt á
Selfossi og eitt og eitt íbúðarhús í byggingu á smærri
stöðum sem ekki var fyrir um tíu árum. Nú getur fólk
í flestum tilfellum selt húsin sín.“
$ Útgáfa húsbréfa hefur dregist saman á síöustu misserum vegna þverrandi eftirspurnar eftir húsnæöi á höfuöborgarsvæöinu frá árinu 1999.
60 milljarða tjón
á þjóðartekjum
Enn á ný hefir sjávarútvegsráöu-
neytið verið misnotað til útgáfu á
nýrri skýrslu til að blekkja almenn-
ing í landinu um eöli og framkvæmd
fiskveiðanna við landið. Að þessu
sinni ber skýrslan heitið: „Skýrsla
nefndar um samanburð á núverandi
starfsumhverfi sjó- og landvinnslu,
maí 2001“. Augljós tilgangur þessar-
ar skýrslu er sá að blekkja almenn-
ing um fyrirkomulag veiðanna og
gæta hagsmuna sjóvinnslunnar til
veiða og vinnslu í stórum vinnslu-
skipum.
Er þetta gert í því yfirskini að ver-
ið sé að hindra brottkast á fiski við
veiðarnar. Eins og fyrr er þetta al-
gjör blekking og því nauðsynlegt að
menn geri sér nokkra grein fyrir
raunverulegu ástandi fiskveiðanna
hér nú. Hér er þó aðeins fjallað um
þorskveiðamar enda skipta þær
mestu.
Minnkandi þorskveiði
og seiðadráp
Með lítils háttar einfoldun má
segja að heildarþorskveiðin við ís-
land hafi verið um 450.000 tonn ár-
lega í um 30 ár eftir stríðið. Vegna
skuttogaravæðingar veiöanna á sjö-
unda áratugnum hélst árleg veiði
álíka mikil þótt veiðar erlendra tog-
ara hættu við lok þorskastríðs-
insl967. Með auknum fjölda öflugra
togskipa óx álagið á þorskveiðunum
en þrátt fyrir aukna veiðitækni og
sókn fóru veiðarnar síðan árlega
minnkandi. Til að tryggja aðild sína
að stórútgerðinni og aðgang að veið-
unum lögðu framsóknarmenn til að
tekið yrði upp kvótakefi með úthlut-
un kvóta á hvert veiðiskip sem kom
til framkvæmdar 1984. Kvótarnir
voru síðan gerðir framseljanlegir
með lögum frá 1990 og þannig urðu
kvótarnir almenn verslunarvara þar
sem fáar stórar útgerðir hafa lagt
undir sig mestan hluta veiðanna og
fjöldi byggða er að leggjast í auðn
vegna kvótaleysis. Engan varðar
þótt fólkið sitji eftir atvinnulaust og
með verðlitlar og óseljanlegar eignir.
Um 1992 var talið að hrygningar-
stofn þorsksins hefði minnkað úr um
1.5 milljón tonnum niöur í hálfa
milljón tonna eða í þriðjung og voru
kvótar skornir niður í um 150.000
tonn. Síðan hefur Hafró verið að
reyna aö byggja upp stofninn á ný
með aukinni vernd og lokun uppeld-
issvæða, en með takmörkuðum ár-
angri. Engin skýring er á því hvers
vegna mælingar sýna að stofninn
hafi nú á þessu ári minnkað um
helming frá mælingum síðasta
árs. í samræmi við ákvörðun Al-
þingis hafa kvótar verið minnk-
aðir úr 220.000 tonnum niður í
190.000 tonn eða um 30.000 tonn
sem Þjóðhagsstofnun telur að
muni rýra þjóðartekjur um 6
milljarða á næsta ári og telur
viðráðanlegt í hagkerfinu.
Framtíð stórútgerðarinnar
Miðað við stofnstærð hrygn-
ingarþorsks nú og nýtingarhlut-
falliö 25% ætti leyfilegt heildar-
magn kvóta fyrir þorsk að vera
um 150.000 tonn. Þetta er þriðjungur
þess sem aflaðist fyrir daga kvóta-
kerfisins. Það vantar 300.000 tonn i
vinnsluna sem samsvarar 60 millj-
arða skerðingu á þjóðartekjum ársins
samkvæmt áðurnefndum útreikning-
um Þjóðhagsstofnunar. Skýringarnar
eru aðeins tvær: seiðadráp og brott-
kast. Færeyingar hafa bannað allar
togveiðar og dragnótaveiðar innan
lögsögu sinnar og láta koma með all-
an afla að landi. Þeir hafa þannig
hvorugt. Aldrei hefur veiðst meiri
þorskur við Færeyjar en nú enda al-
mennt góðæri til sjávarins þar.
Eins og venja Sjálfstæðisflokkins
er hin síðari árin er ekki leitað úr-
lausnar vandamálsins heldur reynt
að fela það. Nú með aðstoð ofan-
greindrar nefndar. Nefndin segir
megintilgang sinn vera að koma í
veg fyrir brottkast. Tillögur hennar
eru hins vegar gagns-
lausar og stuðla aðeins
að framhaldi núver-
andi vanda. Nefndin
hefir leitað álits fjölda
aðila, aðallega í útgerð
og eru þar flestir
sótraftar af sjó dregnir
en birtir ekki niður-
stöður álitanna nema
að mjög takmörkuðu
leyti. Vinna nefndar-
innar er þannig gagns-
laus nema til blekking-
ar þeim sem vilja láta
blekkjast.
Það er mjög aðkallandi að teknar
verði upp aðferðir Færeyinga um að
banna allar togveiðar og þar með
taldar dragnótaveiðar á landgrunn-
inu þar sem eru uppeldisstöðvar
ungfisksins. Eðlilegast er að miða þá
við 50 mílna línuna sem fylgir í aðal-
atriðum landgrunninu. Vinnsluskip
og djúpveiðiskip verða þá að veiða
utan þessara marka og verður aö að-
laga veiðistjórnunina aö þessum
breyttu aðstæðum. Þetta er ekki sér-
lega sársaukafull aðgerð því að það
er búið að drepa niður mest af hryg-
ingarstofninum innan þessara
marka og engin framtíð biður áfram-
haldandi veiða vinnsluskipa innan
línunnar heldur aðeins aukið tjón
fyrir landið, fiskibyggðirnar og stór-
útgerðina sem rambar hvort sem er
á barmi gjaldþrots.
Önundur Ásgeirsson
„Það vantar 300.000 tonn í vinnsluna sem samsvarar
60 milljarða skerðingu á þjóðartekjum ársins sam-
kvœmt áðumefndum útreikningum Þjóðhagsstofnunar.
Skýringarnar eru aðeins tvœr: seiðadráp og brottkast. “