Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Qupperneq 23
51
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001_______________________________
X>v Tilvera
Brolin 61 árs
Bandaríski
leikarinn James
Brolin fagnar 61.
afmælisdegi sín-
um í dag. Brolin
átti tvö mis-
heppnuð hjóna-
bönd að baki þeg-
ar hann kvæntist
stórstjörnunni
Börbru Streisand
fyrir þremur árum. Brolin á að baki
langan og oftast farsælan feril í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Síðast lék hann í kvikmyndinni
Trafílc sem hlaut mikið lof áhorf-
enda og gagnrýnenda.
Gildir fyrir fimmtudaginn 19. Júlí
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.t:
. Gamlar væringar, sem
1 þú hélst að ekki þyrfti
að hafa meiri áhyggjur
af, skjóta upp kollin-
um að nýju. Happatölur þínar eru
6, 9 og 32.
Fiskarnlr(19. febr.-20. marsl:
■Það er spenna í loftinu
og það má lítið út af bera
til að allt fari í bál og
brand. Þegar uppi er
staðið og málin skoðuð kemstu að því
að um var aðræða storm í vatnsglasi.
Hrúturinn (21. mars-19. aprill:
. Fjölskyldan krefst mik-
■JÍils af þér og þér finnst
þú ekki rísa undir
_ þeim kröfum að öllu
leyti. Þú veltir fyrir þér að leita
leiða til að auka tekjur þínar.
Nautið (20. april-20, mail:
Á vegi þínum verður
, ágjöm manneskja sem
rétt er að vara sig á.
Dagurinn verður í
héild fremur strembinn. Kvöldið
verður mun betra.
Tvíburarnir m. maí-2.1. iúni):
Þú hefur tilhneigingu
-til að vera of eftirgef-
anlegur við aðra og sjá
svo eftir því sem þú
hefúr gert. Félagslifið er fjörugt.
Happatölur þínar em 8, 21 og 36.
Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi:
Þú skalt halda óhikað
| áfram þeim verkefnum
' sem þú hefur verið að
vinna að undanfarið.
Einhver sem lætur í ljós efasemd-
ir er öfúndsjúkur.
Liónlð (23. iúlí- 22. ágústl:
. Samvinna ætti að skila
góðum árangri í dag.
Andrúmsloftið á
vinnustað þínum er
mun betra en verið hefur
undanfarið.
Mevian (23. áeúst-22. sept.i:
Am Þú verður að láta þér
/%VM skiljast að ekki em all-
^A^tir viðhlæjendur vinir.
^ ' Eitthvað sem þú áttar
þig ekki á liggur í loftinu.
Happatölur þínar em 2, 19 og 22.
Vogjn (23. sept.-23. okt.l:
i vipurarnir iz
V
Þú færð óljós fyrir-
mæli frá einhveijum
sem hefur ekki beint
yfir þér að segja en þér
fiiínst sem þú ættir að fara eftir
þeim.
Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.):
Greiðvikni er einn af
eiginleikinn þínum.
jiGættu þess að vera
Jekki misnotaður. Það
er alltaf til nóg af fólki sem vill
notfæra sér aðra.
Bogamaður (22. nóv.-21. desl:
|Nú er einkar hagstætt að
rgera viðskiptasamninga
| og þú ættir að notfæra
þér það ef þú ert í þeim
hugleiðingum. Ef rétt er á spilunum
haldið fer fjárhagur þinn batnandi.
steingeitin (22. des.-19. ian.l:
Sérviska þín getur
gengið of langt stund-
um og gert þér erfitt
fyrir á ýmsum
sviðum. Þú þarft að taka ákvörð-
un án þess að hugsa þig um.
Ekki heimsótt
gröf Díönu
Spencer lávarður, bróðir Díönu
heitinnar prinsessu, sagði fyrir stuttu
í viðtali við BBC-útvarpsstöðina að
Karl Bretaprins hefði ekki komið að
gröf eiginkonunnar einu sinni í þau
fjögur ár sem liðin eru síðan útförin
fór fram.
Spencer er ekki viss hvers vegna
Karl hefur ekki heimsótt gröfma.
Hann telur að Karl vilji ekki valda
fjölmiðlafári með heimsókn og leyfa
þannig Díönu að hvíla í friði. Spencer
segist engan kala bera í garð Karls
vegna þessa. Synir Karls koma
reglulega til grafarinnar
Kæröur fyrir
áreitni
Don Johnson er
kominn í habb
krappan eftir að
kona ákærði hann
fyrir að hafa áreitt
hana kynferðis-
lega. Atvikið átti
sér stað á vinsæl-
um sushibar í San Francisco í janúar
síðastliðnum og var kæran tekin fyrir
í seinustu viku.
Konan segir að Don hafi stöðugt
verið að reyna að káfa á sér og spurt
hvort brjóstin væru ekta. Hún fer
fram á skaðabætur.
Lögfræðingur Don segir konuna
hins vegar hafa búið söguna til þar
sem kærastinn hennar hafi verið fúll
yfir að hún sýndi Don áhuga.
DV+1YNDIR EINAR J.
Jolastemning í sumarblíðunni
Gluggagægir lagði leiö sína í Jólahúsið um helgina og var vel tekið á móti honum - ekki síst afyngstu kynslóðinni.
Jólahúsið í Kópavogi:
Gleðileg jól - í júlí
Jólaskraut á sumarútsölu
Þóra Gunnarsdóttir, eigandi Jólahússins, gefur sér tíma til aö líta til Ijós-
myndara á milli þess sem hún afgreiöir jólaskraut á sumarútsölu.
- jólastemning allan ársins hring
Jólin eru að öllu jöfnu ekki ofar-
lega í huga fólks á sumrin þegar
grasið er grænt og blómin spretta á
hverjum haug. Engu að síður lögðu
fjölmargir leið sína í Jólahúsið í
Kópavogi um helgina en það stóð
fyrir svokölluðum „Jóladögum í
júlí“. Þetta var í fyrsta sinn sem
slíkir dagar eru haldnir en að sögn
Þóru Gunnarsdóttur, eiganda Jóla-
hússins, er stefnt á að gera þetta að
árlegum viðburði. „Það eru allir að
auglýsa útsölur um þessar mundir
þannig að ég vildi vera með í því,“
segir Þóra en á jóladögum mátti fá
jólaskraut og aðra muni tengda jól-
unum á verulegum afslætti. Að
sjátfsögðu var boðið upp á jólaöl I
tilefni dagsins og Gluggagægir kíkti
í heimsókn, yngstu kynslóðinni til
ómældrar ánægju og gleði. Aðspurð
sagði Þóra að ekki hefði verið erfitt
að fá jólasvein á þessum árstíma.
„Hann sagðist annars hafa þurft að
baða jólaköttinn og fór því feginn að
heiman," segir Þóra.
Vildi að alla daga væru jói
I Jólahúsinu ríkir andi jólanna
allan ársins hring og segir í bæk-
lingi frá fyrirtækinu að það sé gert
til að „mæta þörfum hinna ólækn-
andi jólabarna". Að sögn Þóru eru
nóg að gera nánast allt árið ef und-
an eru skildir þrír fyrstu mánuðirn-
ir en þeir séu þá líka notaðir til að
sinna bókhaldi, handverki og öðru
slíku. Auk þess að selja innflutta
jólamuni leggur Jólahúsið einmitt
metnað sinn í að hafa á boðstólum
vandað íslenskt handverk og segir
Þóra aö útlendingar sæki sérstak-
lega í það. Útlendingar, einkum
Bandaríkjamenn og Norðurlanda-
búar, eru stór hluti viðskiptavina
Jólahússins að sögn Þóru. „Framan
af árinu er hlutfall íslendinga og út-
lendinga nokkurn veginn jafnt en
eftir verslunarmannahelgina er
eins og íslendingarnir taki viö sér,“
segir Þóra Gunnarsdóttir að lokum.
-EÖJ
STYRANLEGUR - BOR
BORARALLTAÐ 300metra
150 til 450mm
W OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR HF
NY NAM
www.ttsi.is
TÖLVUTÆKNISKÓLI
ÍSLANDS