Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 notaðw bílar Subaru Impreza turbo, árg. 2000, ek. 10 þ. km., 16" álf„ stærri spoiler, sverara púst. V. kr. 2.490.000 Nubira II SX Wagon, árg. 2000, ek. 32.000 km, ssk., álf., dökkar filmur, þakbogar, samlitur, Verð kr. 1.390.000. Ath. sk. á ódýrari. Porsche 968 Steptronic, árg 1992, ek. 138 þús. km, 240 ha„ Porsche-álfelgur, topplúga, loftkæling o.fl. Ath. 100% bílalán - Alvöru sportbíll!!! Musso E32, árg. 1997, ek.71 þ. km, ssk„ grænn, CD, 31" dekk. Verð 2.140.000. Ath. skipti á ódýrari. VW Polo, árg. 1995, ek. 91 þús. km, karrígulur, 5 gíra. Verð 420.000. Sparneytinn í skólann! Renault Twingo, árg.1998, ek. 54 þ. km, beinsk., 1300 vél, rafdr. rúður, álfelgur, Verð 560.000 - líka mjög sparneytinn í skólann. Chrysler Intrepid, árg. 2000, ek. 30 þús. km, 3,3 I, 224 ha, ssk, 16" álf„ cruise, loftkæling, spoiler, Verð 3.400.000 - ath. ýmis skipti, helst á Musso Renault 19 RT 1800, árg. 1995, ek. 93 þ. km, ssk„ álf„ rafdr. rúður, samlæsing, plussáklæði. Verð 650.000. Ath. sk. á ódýrari. Greiðslukjör, Visa/Euro raðgreiðslur.skuldabréf, öll skipti möguleg, ódýrari. Komdu með bílinn, skráð'ann og við auglýsum hannfrítt á Netinu með mynd. BÍLASALAN <3S> SKEIFAN • BILDSHOFÐA 10 > S: 577 2800 / 587 1000 Bílar I>V — Reynsluakstur nr. 638 Nýja dísilvélin er í senn hljóðlát, kraftmikil og eyðslugrönn VOLVO S80 TD 2,4 Vél: 2,4 lítra, 5 strokka dísilvél með forþjöppu Rúmtak: - 2401 rúmsentímetri Ventlar: 20 Þjöppun: 18.5:1 f Gírkassi: 5 gíra beinskiptur UNDIRVAGN Fjöðrun framan: Sjálfstæð með fram- og afturstífum Fjöðrun aftan: Fjölliða Multilink fjöðrun Bremsur: Diskar framan og aftan, læsivörn Dekk: 205/65VR15 YTRI TÖLUR Lengd/breidd/hæð: 4820/1830/1450 mm Hjólahaf: 2790 mm Beygjuradíus: 10,9 metrar i INNRI TÖLUR Farþegar ásamt ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/6 Farangursrými: 440-1105 lítrar HAGKVÆMNI Eyðsla á 100 km: 6,5 lítrar Eldsneytisgeymir: 70 lítrar Verð: 4.198.000 kr. Umboð: Brimborg Staðalbúnaður: Stillingar útvarps á stýrishjóli, fjarstýrðar samlæsingar m. þjófavörn, tvöföld miðstöð, hæðarstilling á framsætum, þokuljós, málmlitur, út- varp með geislaspilara og kassettutæki. upphituð sæti. skrikvörn. SAMANBURÐARTÖLUR Hestöfl/sn.: 163/4000 Snúningsvægi/sn.: 340/1740-2760 Hröðun 0-100 km: 10 sek. Hámarkshraði (sjsk.): 210 km/kist. Eigin þyngd: 1470 kg Kostir: Mikill togkraftur, þœgileg sœti, hljóölát vél Gallar: Fyrsti gír með frekar lágum hlutföllum Nokkuð er um liðiö síðan Volvo kynnti fyrst flaggskip sitt, S80. Lín- an hefur nú fengið sína aðra kyn- slóð einbunu dísilvéla, en fyrri gerð- in byggði á hönnun frá Volkswagen og Audi. Nýja vélin er öll hönnuð í herbúðum Volvo og hefur marga kosti fram yfir gömlu vélina. DV-bíl- ar reyndu hana við blandaðar að- stæður, í borg og sveit. Létt vél og eyðslugrönn Nýja vélin vegur aðeins 185 kg enda því sem næst öll úr áli. Hún er byggð á RN-bensínvélinni sem kom í Volvo-bílana árið 1999. Létt- leikinn minnkar ekki aðeins eyðslu því minni hætta er á undir- stýringu eftir því sem kílóin verða færri frammi í vélarrýminu. Mjög lítið verður vart við undirstýringu í S80 með nýju dísilvélinni sem er kostur í þetta stórum, framhjóla- drifnum bíl. Vélin er á mismun- andi stífum mótorpúðum sem ein- angra hana betur frá bílnum og minnka hættuna á að hávaði og titringur frá vélinni berist inn i farþegarýmið. Ný gerð af forþjöppu nær betri virkni við lægri snúning og verður togið því jafnara yfir snúningssviðið. Þessi nýja dísilvél mengar líka enn minna en áður með betri bruna og nýtingu olíunn- ar, Einnig notar hún hluta útblást- ursloftsins aftur i brunahólfinu sem minnkar niturmagn loftsins. Auk þess er hún búin tveimur hvarfakútum til að hámarka niður- brot mengandi efna. Afleiðingin er venjulega sú að nýjustu gerðir disiivéla eins og þessi menga minna en hefðbundnar bensínvél- ar í dag. Annað mikilvægt atriði er minni eyðsla heldur en á bensín- vélum. Fyrir þennan stóra bíl er 6,5 lítrar á hundraðið lítið. Hljóðlát og togmikil Það sem vekur fyrst athygli er hversu hljóðlát hún er, jafnvel fyrir utan bílinn. Nánast ekkert vélarhljóð er inni í bílnum og dísilskröltiö nán- ast horfið, aðeins vottar fyrir því þeg- ar vélin er köld. Satt að segja átti gam- all Volvo-eigandi eins og undirritaður ekki von á jafn silkimjúkum og hljóð- látum gangi eins og er i þessari vél. Annað sem kemur á óvart er hversu feikilegt tog vélin hefur. Togið er mest á milli 1740 og 2760 snúninga enda er bíllinn eins og áður sagði búinn for- þjöppu til að auka hröðun og há- markshraða. Togið er svo gott að gæta þarf sig á að gefa honum ekki of mik- ið inn í fyrsta gír því annars rýkur hann upp í spól. Eiginlega er fyrsti gírinn of lágt gíraður fyrir þetta tog- ’ mikla vél og kæmi sjálfskipting ör- ugglega betur út með vélinni, en hennar er að vænta næsta vor. Jafn- vel i fimmta gír flnnst togið vel þegar stigið er á olíugjöfina við akstur upp í móti. Leðurinnrétting þægileg S80 er sérsniðin að þörfum at- hafnamannsins þar sem lögð er áhersla á aukin þægindi, glæsileika og samskipti. Sem dæmi um mögu- legan búnað má nefna hraðastilli, 16 tommu álfelgur, innbyggðan GSM- síma og viðaráferð á innréttingu. Billinn sem DV-bílar prófuðu var búinn leðurinnréttingu og einum þeim þægilegustu sætum sem und- irritaður hefur setið í lengi. Mið- stöðin er tvöföld frammi í og upphit- un á sætunum. Útvarpi og geislaspl- ara er hægt að stjórna úr stýri og eru takkarnir þægilega staðsettir til þess. Sem fyrr er öryggisbúnaður í sérflokki og má þar nefna öryggis- púða að framan og í hliðum og enn eina nýjungina sem eru öryggis- gardínur og verja höfuð farþega við hliðarárekstur eða veltu. -NG o Dísilvélin er 2,4 lítra og þver- stæö enda bíllinn framhjóladrifinn. Hún er mestöll úr áli og því létt og minnkar þaö hættu á undirstýr- ingu. ©L/'ós leöurinnréttingin kemur vel út og er sérstaklega þægileg. Akuroyri: Bil.is.il.in Os - Hjalteyrargötu 10 - Siini 462 1430

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.