Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Page 2
Leikhúsið skoðar mann- inn sem dýrategund - Benedikt Erlingsson hefur lykla- og leikstjórnarvöld á nýju leiksviði Borgarleikhússins. Benedikt segir í viðtali við DV frá svarta kassanum og sköpun leikarans. I byrjun október verður tekið f notkun nýtt svið f Borgarleikhúsinu. Fyrsta frum- sýningin á sviðinu verður Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett en sú sýning hefur beðið fullbúin frá vormánuðum. Núna er þvf enn beðið eftir Godot sem er að þessu sinni löglega afsakaður þvf hann bfður eftir þvf að pfpararnir klári að setja upp eldvarnar- kerfi. Fljótlega eftir að Godot verður kom- inn á skrið er komið að þvf að veita Bene- dikt Erlingssyni, leikstjóra og leikara, lyklavöld að nýja sviðinu en þar verður hann í vetur með sjö leikurum, Gunnari Hanssyni, Halldóri Gylfasyni, Halldóru Geir- harðsdóttur (sem kemur til liðs við hópinn eftir fyrri frumsýningu), Hörpu Arnardótt- ur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Sóleyju Elf- asdóttur og Þór Tulinius. A útlensku nefn- ist slfkt fyrirkomulag ensemble en á fs- lensku má tala um samfélag. Sterkir hópar, byggðir á þessari hugmyndafræði, finnast vfða erlendis. „Þetta er tilraun til að búa til samfélag þar sem getur orðið til orka, kunnátta, menning; þar sem hægt er að skapa góða leiklist," segir Benedikt. „Verk- efnið er óskaptega vandasamt.“ Hópurinn mun f vetur setja upp tvö verk: annars vegar Fyrst þarf nú að fæðast eftir Line Knutzon og hins vegar ...And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson. Ramminn er dauður Byggingarsaga nýja sviðsins er nokkuð merkileg. Lengi vel stóð til að búa til klass- fska bfóbrekku, ráðstefnusal. „Það var stór- kostlegt að ná að stoppa það af,“ segir Benedikt, „þvf hér er komið hlutlausa svarta rýmið sem allir leita að. Sá hópur sem hefur komist næst þvf er Hafnarfjarð- arleikhúsið með sinn frystiklefa en þar er lágt til lofts.“ Benedikt segir að svona byggi menn leik- hús f dag. Áhorfendabekkir eru hreyfanleg- ir og þvf hægt að snúa salnum þvers og kruss. „Nálægðin er lykillinn að nútfma leik- húsi; líkamleg og andleg nálægð. Hún er eitt af þvf sem leikhúsið hefur umfram bíó- ið. Eg hef haldið því fram að ramminn sé dauður. Það þótti á sfnum tíma stórkostlegt þegar Stanislawski dró tjöldin frá upplýstu sviðinu þar sem allir voru eðlilegir; það var eins og áhorfendur horfðu f gegnum gler- vegg inn á heimili fólks. Bfómyndirnar gera þetta mun betur en leikhúsið. Myndavélin getur tekið nærmyndir af andliti, auga og sokk ef því er að skipta. Kvikmyndin getur haldið uppi fjörinu f natúralisma." Leikrií eru hráefni Þegar Benedikt er spurður hvort hópur- inn hafi einhverja sérstaka stefnu eða man- ifestó svarar hann; „Guöjón Pedersen sagði f sinni fyrstu ræðu sem teikhússtjóri Borg- arleikhússins að amma hans hefði kennt honum að láta verkin tala. Ætli það verði ekki okkar manifestó svona til að byrja með, „láta verkin tala“ f Gatinu. Ég trúi ekki á spekúlasjónir um verkefna- val. Leikrit, það er að segja handritið, getur aldrei verið listaverk; það er hráefni f lista- verk. Það fer enginn út f búð og kaupir leik- rit til að lesa, það þarf nánast sjálfsaga til að lesa leikrit, sérstaklega Shakespeare. Ólfkt skáldsagnarforminu þá hefur leikritið sjaldnast þá seiðandi orku sem heldur manni við efnið sleitulaust. Til að skynja leikrit af lestri einum saman þarf að lesa svo mikið milli Ifnanna, enda er það alkunna að mörg góð leikrit opna sig fyrst við ann- an eða þriðja lestur. Leikrit eru mikilvægt hráefni, nánast jafnmikilvægt hráefni og leikhópurinn. Það er auðvelt að drepa verk og það verður enginn vandi að gera það á nýja sviðinu. Það er hægt að gera leikhús dauðans úr snilldarverkum leikbókmennt- anna. Það er hægt að láta áhorfendur þjást f tvo tfma með hvaða verki sem er. Enda gerist það iðulega Á hinn bóginn geta góðir leikhúsmenn tekið drasl og búið til eitthvað sem heldur fólkinu að minnsta kosti vakandi; það væri hægt að taka kaffibolla og vinna með það konsept og búa til tveggja tfma upplifun og skemmtiefni úr þvf sem er meira virði en tveggja tfma dauðaleikhús upp úr heims- bókmennt. Leikarinn er samt ekki alfa og ómega og það eina sem skiptir máli þvf án hugsunar höfundarins er enginn tilgangur. Eins og Iffið þarf tilgang þá þarf leikhúsið höfund. Þannig er höfundurinn nokkurs konar guð en hann er samt ekki Iffið sjálft. En ég gef skft f þessa bókmenntaáherslu þegar talað er um leikverk eingöngu á grundvelli hins ritaða orðs. Þvf hvað er leik- rit? Orð á blaði. „Orð, orð, orð“ sem leikper- sónur mæla sfn á milli eða við sjálfar sig. En hvað er góð leiksýning? Góð leiklist: Raf- mögnuð endursköpun leikara með áhorf- endum - gagnkvæmt flæði milli tveggja hópa þess undirbúna og óundirbúna. Flæði, gatdur, orka sem snertir hjarta allra við- staddra.“ Leikhúsið er bræðingur Benedikt segir að oft séu erfiðleikar varðandi tjáskipti leikhúsfólks og leikhús- fræðimanna. „Leikarinn er sá sem talar með Ifkaman- um og þvf vinnum við oft á nafvu ptani. Leik- list snýst um gerðir, samanber enska orðið actor; það er ekki nóg að tala um hlutina heldur verður að framkvæma þá og þá koma ýmsir nýir fletir f Ijós. Það skilja þetta kannski ekki allir en íþróttamenn, sér- sveitahermenn og leikarar skilja það. Fræðimenn og blaðamenn skilja þetta ekki DVtmjnd Hilmar Þór Benedikt Erlingsson á nýju sviði „Náíæqðin er Iqkillinn oð nútíma leikhúsi; líkam- leq oq andleq nátæqð. Hún er eitt af þvísem leik- húsið hefur umfram bíóið. Éq hefhaldið þvífram að ramminn sé dauður. “ og munu aldrei skilja. Ég tala stundum um að áhersla gagn- rýnenda á hið talaða orð sé svipuð því að tónlistarkrftfker tali bara um bassalfnuna eða bókmenntagagnrýnandi fjalli bara um landslagslýsingar. Þetta er orðin ansi þreytt lumma en verður að segjast enn einu sinni að leiklist, það sem framið er f leik- húsi fyrir framan áhorfendur, er bræðingur allra listgreina, það er að segja þegar vel tekst til.“ -sm Nýtt leikhúsár er hafiö og Ijóst aö heilinn og hjartaö hafa til einhvers aö hlakka: Sviðaveislan byrjar aftur Ólafur Haukur Símonarson Verk eftir Ólaf llauk íbæði Borqarleikhúsi oq Þjóðleikhúsi. ÍÉpF ' -—-öS: tjuðrún -Sli Helgadóttir • Jón Odduroq ||?(ý Jón Bjarni > komnir aftur á Með haustinu lifnar leikhúsið við og leik- húsáhugafólkið rifjar upp kynni sfn við mis- þægileg sæti og fjölbreytileg listaverk. í vetur eru fslensk verk nokkuð áberandi. I tveimur stærstu leikhúsunum eru nfu fs- lensk verk á efnisskránni en fjölbreytnin hvað höfunda varðar er þó ekki jafn mikil. Halldór Laxness á tvö verk á fjölunum, Kristnihald undir Jökli sem frumsýnt verð- ur annað kvöld f Borgarleikhúsinu, og Strompleikinn sem frumsýndur verður eftir áramót f Þjóðleikhúsinu f tilefni af aldaraf- mæli höfundarins. Ólafur Haukur Sfmonar- son á sömuleiðis verk f báðum stóru húsun- um, Viktoría og Georg verður sýnt í Þjóð- leikhúsinu og Boðorðin 9 f Borgarleikhús- inu. Þorvaldur Þorsteinsson á aðild að tveimur verkum f Borgarleikhúsinu en þar verður sýnt verkið ...And Björk of course eftir hann og á stóra sviðinu verður sýnd leikgerð Hörpu Arnardóttur af Blfðfinni. Fimmta október verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins nýtt verk eftir Ben- óný Ægisson, Vatn Iffsins. Barnaleikrit eft- ir Guðrúnu Helgadóttur um hina síungu Jón Odd og Jón Bjarna verður sýnt f Þjóðleik- húsinu og þar verður einnig sýnt nýtt verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Rakstur. Auk þessara frumsýninga verður verk Andra Snæs Magnasonar, Blái hnötturinn, tekið aftur til sýninga um miðjan október. Hinn fulikoinni maður Islensk verk er einnig að finna hjá sjálf- stæðu leikhópunum. I Hafnarfjarðarleik- húsinu eru hafnar sýningar á nýju verki eft- ir Hávar Sigurjónsson, Englabörn. I Kaffi- leikhúsinu verður sýnt verkið Veröldin er vasaklútur eftir Ágústu Skúladóttur og Völu Þórsdóttur f samvinnu við The lceland- ic Take Away Theatre. Draumasmiðjan sýnir Hinn fullkomni maður/Herpingur eftir Mik- ael Torfason og Auði Haralds. Nýja leikhús- ið Vesturport frumsýnir nýtt verk eftir Agnar Jón Egilsson og nefnist það Lykla- börn. Auk þess verður sýndur fjöldinn allur af fslenskum verkum fyrir börn. Beðið eftir Godot og Elvis Það var ekki bara beðið eftir Godot f Borgarleikhúsinu á sfðasta leikári. Fjand- maður fólksins, Tómas Stokkmann, lætur alla jafna ekki bfða eftir sér en f fyrra kom kafbátur upp á milli hans og Borgarleik- hússins þannig að verkið Fjandmaður fólks- ins verður ekki sýnt fyrr en f nóvember. Vestur f bæ hefur verið beðið eftir Elvis en sýningin Eldað með Elvis hefur enn ekki verið frumsýnd hjá Leikfélagi Islands. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ll verður verkið frumsýnt um jólin en það verður fyrsta frumsýning leikársins hjá félaginu. I Þjóð- leikhúsinu var beðið eftir Emmu en biðinni lauk fyrir skömmu. Leikfélag Akureyrar sýnir f vetur gaman- leikrit Kjartans Ragnarssonar, Blessað barnalán, verkið Slavar eftir Tony Kushner og Saga um pandabirni sögð af saxófónleik- ara sem á kærustu f Frankfurt eftir Matéi Visniec. Alveg e,ðal... Auk þeirra verka sem talin hafa upp verð- ur allt vaðandi f úrvalsverkum f vetur. Þar má nefna Eftirlitsmanninn eftir Gogol sem verður sýnt f Borgarleikhúsinu f samstarfi við Listaháskólann, Dauðadansinn eftir Strindberg sem er samstarfsverkefni LR og Strindberghópsins, Gestinn eftir Eric- Emmanuel Schmitt sem er samstarfsverk- efni LR og Þfbylju og Önnu Kareninu f Þjóð- leikhúsinu. Nokkrar sýningar frá fyrra leikári hafa verið teknar upp og má þar helst nefna sýn- ingar Viðars Eggertssonar, Laufin f Toscana eftir Lars Norén og Öndvegiskonur eftir Werner Schwab. Gleðilegt nýtt ár! M. E .N.N.i. 2. □ □ 1. / 2 □ □. 2 161

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.