Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Page 3
□ LÉTTA U N G-
LINGSSTÚLKNA
Ragnheiður Gestsdóttir hóf fer-
il sinn sem höfundur lengri texta-
bóka fyrir börn feikilega vel í
fyrra með verðlaunasögunni Leik-
ur á borði. Su bók hlaut einróma
lof gagnrýnenda og hefur útgáfu
rétturinn verið
seldur til sænska
forlagsins Liber
AB. í ár fylgir hún
verðlaunasögunni
eftir með bók fyrii
unglinga sem ber
titilinn 40 vikur og segír frá 16
ára stúlku sem verður ólétt. Ætli
það séu ekki ein tuttugu ár síðan
unglingar lásu allt um óléttu ung
lingsstúlkna í bókum sænska rit-
höfundarins Gunnel Beckman,
Vorið þegar mest gekk á og Þrjár
vikur framyfir. Fyrir fimmtán
árum eða svo sá Eðvarð Ingólfs-
son um uppfræðsluna með bókum
sínum Fimmtán ára á föstu og
Sextán ára í sambúð, en siðan hef-
ur ekki verið um auðugan garð að
gresja í þessu efni.
Teygist úr íslenska
spennusagnavorinu
Islenska spennusagnavorið er
orðið að hinu blómlegasta sumri.
Arni Þórarinsson heldur áfram að
gefa út bækur sem vísa í útlendan
heim dægurlaga -
fyrir þremur árum
var það Nóttin hef
ur þúsund augu,
fyrra Hvíta kanínan
og að þessu sinn
er það Blátt tungl
sem er að sögn svolítið atvarlegr
en hinar fyrri. Hulduhöfundurinn
Stella Blómkvist sendir frá sér
Morðið í Hæstarétti. Leikkona er
myrt og hæstaréttardómari Iigg-
ur undir grun og hann hefur ákaf-
lega slappa fjarvistarsönnun. Arn-
aldur Indriðason,
sem var tilnefndur
til Menningarverð-
launa DV i fyrra
fyrir spennusög-
una Mýrina, fylgir
henni eftir með
Grafarþögn. Mannabein finnast í
hinu nýja hverfi Grafarholti. Hver
skyldi bera ábyrgð á þeim?
Spennufíklar fá mikið fyrir sinn
snúð á þessari vertfð.
Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur ekki setið heima með
hendur í skauti síðustu fimm árin þó að þessi ár hafi liðið án
þess að eftir hann kæmi út skáldsaga. Sfðast var það 101
Reykjavík og nú er það Höfundur íslands
Stefnt að nóbelnum
> Eins og aUir förum vid Hallgrímur ad ræda
árásirnar á WTC þegar vid hittumst. Hvernig
koma þessir atburdir manni fyrir sjónir sem
stjórnadi einu sinni Útvarp Manhattan? „Þetta
er skelfilegt,“ segir Hallgrímur. „Ég sá seinni
turninn hrynja íbeinni útsendingu og gjörsam-
lega lamadist. Þad er búid ad brjóta framtenn-
urnar íAmeríku. Hún brosir víst ekki íbrád. Ég
gat ekkert unnid í tvo sólarhringa.
Hins vegar las ég það íNew York Times ígær
ad Stephen King hefði aðeins tekið sér tíu mín-
útna pásu til að kíkja á þessar fréttir, en síðan
farið upp í herbergi ad skrifa og sett tappa í
eyrun svo hann myndi ekki heyra ísjónvarpinu
sem konan hans var ad horfa á. Þarna skilur á
milli feigs og ófeigs - þetta er ástædan fyrir
því að Stephen King er heimsfrægur en ekki
ég-“
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Höfundur
Islands, fjallar um vel þekktan aldraðan rithöf-
und sem deyr og vaknar upp í eigin skáldverki.
Höfundurinn er ansi lengi að átta sig á þvf hvar
hann er staddur, en framhaldslffinu eyðir hann
í sögunni, sem er heldur óþægileg fyrir hann
vegna þess að hún gerist í afdal úti á landi, en
höfundurinn er heimsborgari. „Þetta er þetta
gamla góða „höfundurinn lifir fverkum sfnum“
tekið bókstaflega,“ segir Hallgrfmur.
Hafðirðu einhvern sérstakan höfund f huga?
„Já, aðalpersónan er byggð á sjálfum mér,
afa mfnum , Knut Hamsun og Halldóri Laxness.
Hugmyndin kom til mín í draumi. Fyrir fjórum
árum dreymdi mig að Halldór Laxness lægi á
þrfskiptum jakkafötum úti á túni f Sumarhús-
um og Bjartur kæmi og bæri hann inn f bæ.
Fyrst datt mér f
hug að gera smásögu úr hugmyndinni, en
svo vafði hún utan á sig. Til þess komast burt
frá Laxness og Bjarti færði ég sfðan söguna
fram ftfma, læt hana gerast upp úr 1950.“
Hraun-, jökla- og álfarómaniík
Síðasta skáldsaga Haltgríms, ioi Reykjavfk,
hefur hetdur betur slegið f gegn og um þessar
mundir er verið að þýða hana um allan heim.
Nú hefur hún komið út á þremur tungumálum;
dönsku, finnsku og sænsku og segir Hallgrfm-
ur að dómarnir hafi verið fjölbreyttir.
„Mér skilst að allir dómarnir f finnsku blöð-
DVMYND E.ÓL
Hallgrímur Helgason rithöfundur
Fyrir fjórum órum dreymdi miq od Halldór Laxness
læqi ó þrískiptum jakkofötum úti ó túni í Sumor-
húsum oq Bjartur kæmi oq bæri honn inn íbæ. Fyrst
datt mér íhuq ad qera smósöqu úr huqmyndinni en
svo vafði hún utan ó siq.
unum hafi verið frábærir, en auðvitað skildi ég
ekki orð f þeim. Einhverjir landsbyggðar-
femfnistar f Svfþjóð sögðu að Hlynur Björn
væri ógeðslegasti karakter sem þær hefðu á
ævinni kynnst. Dómarnir eru Ifka allt þess á
milli.“
Eru menn með Islendingasögurnar á heilan-
um og miða þig við þær - eins og oft vill verða
þegar íslendingar gefa út bækur á Norðurlönd-
unum?
„Jú, nokkrir akademfskir Islendingasagna-
nördar - velvildarmenn Islendingasagnanna
skrifuðu: „Sjaldan hafa fslenskar bókmenntir
verið eins langt frá Islendingasögunum og f
þessari bók,““ segir Hallgrfmur og flissar.
„Annars finnst mér nauðsynlegt að við Islend-
ingar komumst út úr þessari hraun-, jökla- og
álfarómantfk - þó að ég sé viss um að það taki
okkur kannski 100 ár f viðbót að berja það af
okkur. I Berlingske Tidende var til dæmis sagt
að ioi Reykjavfk væri „Geysisgos af orðum“.“
Nóbellinn
Þegar Hallgrímur er spurður hvers vegna svo
langur tími hefði liðið á milli skáldsagna seg-
ist hann hafa verið að sýsla ýmislegt annað.
„Fyrst þegar ég byrjaði að skrifa var ég
ailtaf að mála inn á milli, og sfðan hafa bæst
inn f þetta leikrit og Grim og fleira. Það er
mörgu að sinna á stórum bæ. Fólki finnst langt
sfðan ég gaf út bók en gleymir þvf að ég gaf
sfðast út bók 1998. Það voru „Ljóðmæli ‘78-’98“
sem eru nú Ifklega mitt stærsta verk, mfn geð-
veikasta vinnutörn. Ég var eiginlega alveg bú-
inn eftir þá bók og skrifaði þá nokkur leikrit
mér til skemmtunar. En kannski eru skáldsög-
ur eina formið sem maður á að fást við. Fólk
virðist ekki taka mark á neinu öðru,“ segir
skáldið og andvarpar.
I sfðasta tölublaði Skýja nefnir Þorvaldur
Þorsteinsson þig sem næsta nóbelsskáld Is-
lands. Hvernig Ifst þér á það?
„Ég þakka Þorvaldi fyrir og verð að segja að
mér finnst mjög gott að núna veit ég loksins
að hverju ég á að stefna. Ég er þegar farinn að
vakna fyrr á morgnana og leggja harðar að mér
og alveg hættur að mæta f barnaafmælin f fjöl-
skyldunni. Þegar nóbellinn er annars vegar þá
verður nú að fórna einhverju. -þhs
Þorvaldur Þorsteinsson
Djarfur við fullorðna -
huqljúfur vid börnin
Matthías Johannessen
Hann nærist
ó qódum minninqum
Álfrún Gunnlaugsdóttir
íslendinqur tekur þótt í
borqarastrídinu ó Spóni
Stefán Máni Þórunn Valdimarsdóttir
Hótel Kalifornía - Vonir oq draumar Fólk skriftar ó Netinu íbók
unqs manns enda með skelfinqu hennar Hvíti skuqqinn
M
Íkorni gengur affur
Sá tími nálgast þegar allir sem koma nálægt bókum verða
vitlausir í stressi - höfundar jafnt sem útgefendur - blaöa-
menn sem og lesendur. Nú eru allir tiltölulega rólegir ennþá
en heyrst hefur að margir okkar bestu rithöfunda gefi út
skáldsögur og barnabækur sem fara á jólamarkaðinn.
Hjá Bjarti eru helstu tfðindin sú að Bragi
Olafsson gefur út aðra skáldsögu sfna en
Hvfldardagar hans var tilnefnd til Islensku
bókmenntaverðlaunanna fyrir tveimur
árum. Skáldsaga Braga gengur undir nafn-
inu Gæludýrin. Tfðindum sætir einnig að
þúsundþjalasmiðurinn Þorvaldur Þorsteins-
son gefur út sfna fyrstu skáldsögu sem mun
vera f djarfari kantinum - en hann er einnig
með hugljúfa barnabók sem nefnist Vett-
lingarnir hans afa.
Jón Kalman Stefánsson hefur skrifað bók
um dreng sem fer f vist hjá ættingjum sfn-
um f útlöndum og Haraldur Jónsson kemur á
óvart með óvenjulegri sögu sem hefur hlot-
ið nafnið Ekki ástarsaga.
Hjá Vöku-Helgafelli eru helstu tfðindin
þau að eftir Matthfas Johannessen kemur
ITSS^
út skáldsaga sem nefnist Hann nærist á
góðum minningum. Arnaldur Indriðason
gefur út nýja glæpasögu sem nefnist Graf-
arþögn og f flokki barna- og unglingabóka
er Guðmundur Olafsson að leggja lokahönd
á söguna Lfsa og galdrakarlinn f þarnæstu
götu.
Hlín rassskellir
Hjá Forlaginu kemur út skáldsaga Stefáns
Mána, Hótel Kalifornía, en hún fjallar um
ungan verkamann óg gerist f kringum 1980.
Segir í kynningu að bókin sé launfyndin lýs-
ing á daglegum störfum, vonum og draumum
þessa unga manns - sem enda með skelfingu.
Magnús Guðmundsson sendir frá sér sam-
bland skáldsögu, sjálfshjálpar- og viðtals-
bókar, sem nefnist Sigurvegarinn.
Kvennaforiagið Salka skartar tveimur
höfundum sem ekki hafa gefið út skáldsög-
ur áður. Þetta eru þær Oddný Sen, sem
skrifar söguna Medúsan, sem að sögn er
skáldskapur samofinn úr minningum og
ímyndunarafli, og Hlín Agnarsdóttir gefur
út bókina Hátt uppi við Norðurbrún. Hlfn
hefur sem kunnugt er áður skrifað leikrit
en nýtir kraftinn f skáldsagnaskrif fyrir
þessi jól. I kynningu frá Sölku segir að Hlfn
taki fslensku þjóðina og rassskelli hana á
einu bretti f bók sinni.
Flóttinn er önnur skáldsaga Sindra Freys-
sonar en hann hlaut bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness fyrir þá fyrri. Flóttinn
fjallar um Þjóðverja sem örlögin leiða til Is-
lands f þann mund sem seinni heimsstyrj-
öldin brýst út. Bók Sindra kemur út hjá JPV-
útgáfu sem og skáldsaga Þórunnar Valdi-
marsdóttur, Hvfti skugginn, sem gerist í ný-
stárlegu samfélagi þar sem fólk öðlast frið-
þægingu fyrir syndir sínar með skriftum á
Netinu. Snillingurinn Guðbergur Bergsson
hefur skrifað barnabókina Hundurinn sem
þráði að verða frægur og kemur hún út hjá
JPV.
Ovinafagnaður Einars
Mál og menning hefur á að skipa mörgum
færustu höfundum landsins. Gyrðir Elías-
son verður þar með sjálfstætt og sfðbúið
framhald af Gangandi íkorna, Steinunn Sig-
urðardóttir skrifar Jöklaleikhúsið um
áhugamannaleikfélag úti á landi sem setur
upp Kirsuberjagarð inn með öllu sem þvf til-
heyrir. Álfrún Gunnlaugsdóttir gefur út bók
um Islending sem tekur þátt í borgarastrfð-
inu á Spáni og nefnist hún Yfir Ebrufljót.
Hallgrfmur Helgason gefur út Höfund Is-
lands og Einar Kárason er með skáldsöguna
Óvinafagnað sem gerist á Sturlungaöld.
Sjón sendir frá sér síðbúið og sjálfstætt
framhald af Augu þfn sáu mig og Sveinbjörn
I. Baldvinsson skrifar um Islending sem bú-
settur hefur verið í Bandaríkjunum en kem-
ur til Islands vegna þess að hann erfði jörð.
Spennusagnahöfundarnir Stella Blóm-
kvist og Árni Þórarinsson valda ekki lesend-
um sfnum vonbrigðum og hjónin Auður t
Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson skrifa f
barnabók um Tinnu trassa og félaga hennar
en bókin nefnist Algjört frelsi. Kristfn ?
Helga Gunnarsdóttir gefur út I Mánaljósi - ] •?
ævintýri Silfurberg-þríburanna, Ragnheið- '
ur Gestsdóttir er með 40 vikur og Yrsa Sig-
urðardóttir skrifar Brotnar styttur og boð-
orðin tfu. Einnig skrifa barnabækur þau
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Draumey Ara-
dóttir og Helgi Guðmundsson.
-þhs
jH
. '. U, -Hii u •;. i;. ■, ; . 25
M , E N. N I N' G
2 □ □ 1 /2002