Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 3 9 Fréttir Bíleigandi bótalaus eftir aö bíl hans var stolið af bílasölu: Tryggingafélög neita ábyrgð - en vara fólk við að setja bíla á bílasölu án kaskótryggingar Þama var bíllinn þegar honum var stoliö Hákon Bjarnason, 73 ára vélstjóri frá ísafirði, er afar ósáttur viö aö bílasölur viröast enga ábyrgö bera á bílum sem þær lána fólki til reynsluaksturs. Þann 31. október árið 2000 kærði starfsmaður á Bílasölu Guðfinns í Reykjavík þjófnað á bifreiðinni ID- 142 sem þar var í sölu. Hafði bílasal- an þá lánað einstaklingi bílinn til reynsluaksturs, en hann skilaði honum ekki aftur. Að kvöldi sama dags náði lögreglan í Hafnarfirði bílnum sem endaði utan vegar tölu- vert skemmdur eftir æðisgenginn eltingarleik. Eigandi bifreiðarinnar, 73 ára sjómaður vestan af fjörðum, situr enn eftir með sárt ennið og fær bifreiðina ekki bætta. Virðist sem bílasalan beri enga ábyrgð þrátt fyr- ir að starfsmaður hennar hafi lánað bifreiðina án eftirlits. Þá vísa bæði tryggingarfélag bílasölunnar og bílsins málinu frá sér, en hið síðara varar fólk við að fara með bíla án kaskótryggingar á bílasölur. Bifreiðin sem hér um ræðir er af Volvogerð og sökum aldurs ekki tal- in mjög verðmæt. Hún er af árgerð 1986, en vel við haldið og „gott ein- tak“ eins og sagt er á bílasölumáli. I mati eftir þjófnaðinn var tjón eig- andans metið vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Taldi hann auðsætt að tryggingar bílasölunnar greiddu tjónið, enda hafði bíllinn verið í hennar umsjá og lyklar afhentir af starfsmanni sölunnar til einstak- lings utan úr bæ. Niðurstaðan varð þó sú að engar bætur fengust fyrir téða bifreið og ekki þótti taka því að sækja málið á þá sem stálu bifreið- inni. Þar var um að ræða fólk sem eftirlýst var af lögreglu vegna fíkni- efnamála. Varar fólk við Bifreiðin sem hér um ræðir var tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni. Hreinn Sigurþórsson, deildarstjóri tjónadeildar hjá TM, segir að lög- bundin ábyrgðartrygging bifreiða bæti ekki tjón sem verður á hinu tryggða ökutæki. „Ef bíllinn er ekki í kaskó situr eigandinn uppi með það tjón sjálfur." Aðspurður segist hann ekki ráðleggja neinum að setja bílana sina á bílasölu nema þeir séu kaskótryggðir, sérstaklega ef um er að ræða bíl sem einhver verðmæti liggja í. Bætir ekki munatjón VÍS er tryggingafélag bilasölu Guðfmns. Rafn Marteinsson, sér- fræðingur á atvinnutryggingasviði VÍS, segir að starfsábyrgðartrygg- ingar bifreiðasala nái ekki til skemmda á munum. „Starfsábyrgðartryggingar eru lögboðnar fyrir bílasala. Um þær er fjallað í lögum um sölu notaðra öku- tækja og reglugerð um starfsábyrgð- artryggingu bílasala. Samkvæmt þeim verða bílasalar að hafa trygg- ingu vegna bótakrafna sem geta stofnast vegna starfa þeirra. Þar er um að ræða tjón sem skapast af fag- legri umsýslu þeirra, t.d. athugun á því hvort veðbönd hvíli á bíl, frá- gangi á afsali og öðru slíku sem fylgir bifreiðakaupum. Starfs- ábyrgðartryggingin tekur hins veg- ar hvorki til slysa á fólki né skemmda á bílnum sjálfum. Rétt er að fram komi að skilmálarnir voru kynntir bæði viðskiptaráðuneytinu og Fjármálaeftirlitinu sem ekki gerðu athugasemd við þá. Hvort um einhvers konar aðra ábyrgð er al- mennt að ræða af hálfu bílasala er ekki unnt svara án þess að skoða sérstaklega hvert tilvik," segir Rafn. DV náði ekki sambandi við eiganda bílasölunnar þar sem hann var staddur erlendis. í hendur fíkniefnaneytanda Lögfræðingur Félags íslenskra bifreiðaeigenda óskaði vegna þessa máls eftir áliti lögreglumanna á þeim sem stálu bílnum. Þar segir: „ Okkar mat, varðandi þessa tvo ein- staklinga, er að öllum sem vinna við afgreiðslu og hafa þannig reynslu í mannlegum samskiptum, ætti að vera ljóst að þeim var ekki treystandi." Segja þeir einnig að sakborningar hafi borið öll merki langvarandi fikniefnaneyslu. Þetta hefði ekki átt að fara fram hjá starfsmanni bílasölunnar. í skýrslu lögreglunnar í Hafnar- firði kemur fram að lögreglumenn við radarmælingar veittu bifreið- inni fyrst athygli er hún ók á 127 km hraða suður Hafnarfjarðarveg að kvöldi 31. október. Var hafin ofsafengin eftirför þar sem stöðvun- armerki lögreglubilsins var ekki sinnt. Endaði flóttaaksturinn í stór- grýti við enda Hraunsholtsbrautar og skemmdist bifreiðin talsvert. Stukku ökumaður og farþegi út úr bifreiðinni og hlupu hvor í sina átt- ina en lögreglumenn hlupu á eftir og náðu þeim. í bifreiðinni fundust fíkniefni og áhöld til fikniefna- neyslu og ökumaður var með út- runnið ökuskírteini. Bifreiðina þurfti hins vegar að fjarlægja af vettvangi með kranabifreið. -HKr./ÓSB. Svartur gljávíöir Gljáövíöir er víöa svartur vegna ryösvepps en er nauðsynlegt aö fella plöntuna vegna þess? Ryðsveppur í gljávíði: Ekki nauðsynlegt að fella plöntuna Gljávíðir er víða svartur þessa daga vegna ryðsvepps sem herjar á plönt- una. Að sögn Halldórs Sverrissonar, sérfræðings í plöntusjúkdómum hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, er hægt að halda sveppnum niðri með úðun. „Til þess þarf að úða hann nokkrum sinnum yfir sumarið og ég veit að þeir sem hafa gert það geta haldið honum grænum," segir Hall- dór. Hins vegar sé það spurning hvað fólk vilji gera og hægt sé að nota margt annað sem limgerði en gljávíð- ir. Aðspurður um það hvort visbend- ingar séu um að gljávíðirinn muni vinna á ryðsveppinum segir Halldór að svo sé ekki því þetta sé arfbundið. Sá gljávíðir sem ræktaður sé hér á landi sé viðkvæmur fyrir ryðsveppin- um og einnig fyrir haustkali. Þetta spili saman og gljávíðirinn verði enn viðkvæmari fyrir haustkali ef hann sé með ryðsvepp. „Ég ráðlegg fólki að bíða og sjá til hvernig þetta kemur út eftir veturinn og ef hann virðist ætla að lifna í vor að fylgja því þá eftir með úðun,“ segir Halldór og bætir við að ef mikið kal komi í gljávíðinn í vetur þá sé hægt að klippa hann niður og láta vaxa upp aftur. Því þurfi samt líka að fylgja eftir með úðun. Fyrst var vart við ryðsvepp í gljá- víði á Hornafirði fyrir áratug en að sögn Rannveigar Einarsdóttur, garð- yrkjumanns á Höfn, þekkja menn þar ekki slíkt vandamál nú. Þær plöntur sem sýktust hafi annaðhvort drepist eða verið hent. „í einstaka görðum er runnar sem ekki sýktust og var því ekki hent. Þeir standa eftir sjúkdóma- lausir núna,“ segir Rannveig. Hún segist ráðleggja fólki að henda ekki gljávíði því þegar sveppurinn sé bú- inn á herja á plöntuna í nokkurn tíma komist á jafnvægi í náttúrunni og vandamálið gangi yfir. Færri hross hafa verið flutt út - á þessu ári en á sama tíma í fyrra Nokkru færri hross höfðu verið flutt út 1. október í ár heldur en í fyrra. Nú um mánaðamót voru út- flutt hross orðin 1353 talsins en voru 1473 á sama tíma í fyrra. í september sl. voru flutt út 198 hross en 284 í sama mánuði á síðasta ári. Ef litið er á löndin sem mest er flutt til þá hefur 241 hross verið flutt til Þýskalands það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru þau 291. Til Bandaríkjanna hafa 184 hross verið flutt það sem af er árinu en voru 180 á sama tíma í fyrra. Til Svíþjóðar höfðu verið flutt 283 hross nú um mánaðamót en voru 429 á sama tíma í fyrra. Hallveig Fróðadóttir hjá Bænda- samtökum íslands sagði að þótt út- lit væri fyrir samdrátt í útflutningi nú væru það lokatölur um áramót sem segðu alla söguna. Hrossin væru að fara í misstórum hópum, allt frá 80 sumar vikurnar og niður i 10 í öðrum vikum. Sín reynsla væri sú að myndin gæti breyst Hrossaútflutningur verulega á síðustu mánuðum árs- ins. Varðandi útflutning til Banda- ríkjanna sagði Hallveig að þangað væri nýfarinn farmur i tengslum við sýninguna í Nýju-Mexíkó. Það sem helst stæði flutningum á hross- um þangað fyrir þrifum væri sótt- kvíin og skortur á reglulegum ferð- um. -JSS Smáauglýsingar atvinna DV 550 5000 -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.