Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 Viðskipti_____________________________________________________________________________________________________________________________r>v Umsjón: Viöskiptablaöiö Þjóðhagsstofnun spáir sam- drætti í einkaneyslu á þessu ári - það yrði þá í fyrsta skipti síðan milli 1992/93 Þetta helst IThT-TTTt TTTJHTTI HEILDARVIÐSKIPTI 6000 m.kr. - Hlutabréf 900 m.kr. - Ríkisbréf 1500 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Islandsbanki 279 m.kr. Pharmaco 150 m.kr. j Q Grandi 66 m.kr. I nýrri þjóöhagsspá Þjóðhags- stofnunar spáir stofnunin sam- drætti í einkaneyslu heimila um 1,2%. Það yrði um leið fyrsti sam- dráttur einkaneyslu síðan á milli áranna 1992 og 1993 eða í síðasta samdráttarskeiði hér á landi. Fram kemur í frétt Við- skiptablaðsins, sem kom út í morgun, að búist er við að kaup á flutningatækjum og samgöngur muni dragast saman um 10,3% en kaup á bílum eru inni í þessum lið og þau hafa dregist mjög mik- ið saman á þessu ári. Talið er að kaup á fatnaði muni dragast saman um 6,5% miðað við síðasta ár en meðalaukning i kaupum á fatnaði milli ára í þeirri uppsveiflu sem nú er að renna sitt skeið er 6,5%. Aukning einkaneyslu hefur verið að hægja á sér jafnt og þétt frá 1998 þegar hún nam rúm- lega 10% milli ára. Kaup til hús- gagna, húsbúnaðar, heimilishalds og heimilistækja mun dragast sam- an um 5%, svo og útgjöld Islendinga erlendis. Á töflunni sést að ef þessi spá gengur eftir mun þetta verða mikil breyting frá því sem verið hef- ur að meðaltali síðustu fimm ár. Af öllum þessu lið- um mun koma fram samdráttur miðað við meðal- tal síðustu fimm ára nema á einum lið en það er hús- næði, ljós og hiti sem stendur þó fyrir 16,5% af neyslu almenn- ings. Eins og sést eykst einkaneysla útlendinga hér á landi um 5% á meðan einka- neysla íslendinga erlendis dregst saman. Stærsti ákvörðunarþáttur- inn í þessari öfugþróun er veiking gengisins hérna heima. Einkaneysla hefur mikil áhrif á hagvöxt hér á landi þar sem aukning einkaneyslu stendur fyrir um 60% af hagvexti hér á landi. Því hafa allar breyting- ar í einkaneyslu mikil áhrif á hag- vöxt. Meðaltal Áætlun 1996-2000 2001 Matur, drykkjarvara og tóbak 3,4 2,6 Fatnaður 6,5 -6,5 Húsnæöi, Ijós og hiti 0,7 1,7 Húsg., húsb., heimilish. og tæki 7,0 -5 Lyf og læknishjálp 7,9 3,4 Rutningatæki og samgöngur 11,3 -10,3 Tómst. skemmt. mennt./menning. 9,8 4,4 Ýmsar vörur og þjónusta 8,0 3,6 Einkaneysla innanlands alls 6,0 -0,4 Útgjöld íslendinga erlendis 13,3 -5 Útgjöld útlendinga á íslandi 6,0 5 Einkaneysla heimila alls 6,6 Landsbankinn spáir 0,65% verðbólgu í október Landsbankinn spáir 0,65% hækk- un á vísitölu neysluverðs milli sept- ember og október. Gangi spáin eftir verður vísitala neysluverðs miðað við verölag í septemberbyrjun 217,7 stig og mun vísitalan hafa hækkað um 8,1% síðustu 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra, þ.e.a.s. á milli mánað- anna september og október, hækk- aði vísitalan um 1%. Þeir þættir, sem helst hafa áhrif á spá um vísitöluna, eru hækkun á fatnaði í september í kjölfar útsalna og hækkun Flugleiða á fargjöldum um 5-10%. Ekki er hefð fyrir miklum hækk- unum hjá hinu opinbera í septem- bermánuði. Eru þriggja ára meðal- talshækkanir í september á opin- berri þjónustu, áfengi og tóbaki ein- ungis 0,1% og gerir spáin ráð fyrir þeirri hækkun þessara liða. Olíuverð hefur fallið á heims- markaði en á móti hefur krónan veikst og því hefur þriggja mánaða meðaltal olíuverðs í krónum talið nokkurn veginn staðið í stað og er bensinverð þvi óbreytt um þessi mánaðamót. Enn eru eftir ijórar verðbólgu- mælingar þar til tölur um verð- bólgu innan ársins og milli ára ligg- ur fyrir. Hækkun á vísitölunni milli mánaðanna október í fyrra til janú- ar á þessu ári nam einungis 0,4% og var þar helst að þakka tæpri 5% lækkun á bensínverði sem lækkaði vísitöluna um 0,3%. Ljóst er að vísi- talan má ekki hækka mikið milli október og janúar ef verðbólga inn- an ársins á aö haldast skapleg. Aft- ur gæti bensínlækkun hjálpað til við að halda aftur af hækkun á vísi- tölunni ef olíuverð á heimsmarkaði helst lágt næstu mánuði og krónan gefur ekki eftir. Kexsmiðjan á Akureyri: Tuttugu manns missa vinnu Kexverksmiðjan á Akureyri var kvæmt ársreikningi félagsins fyr- í gær tekin til gjaldþrotaskipta ir síðasta ár var eiginfjárstaðan samkvæmt úrskurði Héraðsdóms neikvæð upp á tæpar 65 milljónir Norðurlands eystra. Skiptastjóri og um 20 milljóna króna tap varð var skipaður Hreinn Pálsson, en á rekstrinum. Uni 20 manns unnu það var stjórn félagsins sem hjá Kexsmiðjunni. óskaði eftir skiptunum. Sam- Félögin fá aftur að fljúga Flugmálastjórn hefur gefið út flugrekendaskírteini samkvæmt JAR-OPS 1 reglum til þriggja flug- félaga sem ekki náöu að skila inn fullnægjandi gögnum til að fá slík skírteini áður en reglurnar tóku gildi. Flugfélögin sem um ræðir eru Mýflug, Flugfélag Vestmanna- eyja og Flugfélagið Jórvík. Öllum kröfum sem varða öryggismál flugfélaganna hefur verið fullnægt skv. upplýsingum frá Flugmála- stofnun en félögin fá frest til að skila inn fullnaðargögnum varð- andi fjármálin. -BÞ MESTA HÆKKUN | O Flugleiðir Q Jarðboranir : O Skýrr MESTA LÆKKUN | o Össur I O SÍF ; O Bakkavör Group ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 11% 2,9% 1,9% 4,7% 3,1% 2,2% 1021 stig -0,74% Vogun og Venus auka hlut sinn í Hampiðjunni Vogun hf. keypti i gær hlutabréf í Hampiðjunni fyrir 3 milljónir að nafnverði á genginu 4,5. Eignarhlut- ur Vogunar eftir kaupin nemur rúmum 66 milljónum að nafnverði. Venus hf. keypti hlutabréf fyrir 1 milljón að nafnverði, einnig á verð- inu 4,5. Eignarhlutur Venusar eftir kaupin er tæpar 50 milljónir. Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður í Hampiðjunni, situr i stjóm beggja fyrirtækjanna. Manchester United með 30% hagnaðar- aukningu Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur tilkynnt um 30% hagnaðaraukningu fyrir skatta en félagið skilaði tæpra 22 milljóna punda hagnaði á reiknings- árinu. Það sem einna mest jók hagn- aðinn voru fleiri samningar við hvers kyns stuðningsaðila og nærri því 10.000 aukasæti á heimavelli liðsins, Old Trafford. Velta félagsins var tæpir 19 milljarðar króna. Um leið og afkoman lá fyrir tilkynntu forráðamenn liðsins að félagið hygð- ist hefja fjármálaþjónustu, svo sem lánafyrirgreiöslu, vátryggingar, veðlán og útgáfu kreditkorta. Hlut- hafar munu eiga von á 5,3% arð- greiðslu. Þetta er glæsileg niðurstaða, sér- staklega þegar horft er til þess að liðið eyddi sem svaraði 7,2 milljörð- um króna í leikmannakaup. Um leið voru lykilmenn festir til langs tíma hjá félaginu með dýrum samning- um. Liðið eyddi sem kunnugt er 2,6 milljörðum króna í aö kaupa Hol- lendinginn Ruud van Nistelrooy og 4 milljörðum í kaup á Argentínu- manninum Juan Veron. 03.10.2001 kl. 9.15 KAUP SALA ^baDollar 100,330 100,840 ^jf-Pund 147,210 147,960 8*ÍKan. dollar 64,000 64,400 SS Dönsk kr. 12,4210 12,4890 HBNorsk kr 11,4210 11,4840 ESSsænsk kr. 9,4610 9,5130 : 90 R. mark 15,5285 15,6218 t i Fra. franki 14,0754 14,1600 8 1 Belg. franki 2,2888 2,3025 i Sviss. franki 62,1300 62,4700 « Holl. gyllini 41,8968 42,1486 P^Pýskt mark 47,2068 47,4904 ít. lira 0,04768 0,04797 Aust. sch. 6,7098 6,7501 'M Port. cscudo 0,4605 0,4633 Spá. peseti 0,5549 0,5582 1 ♦ Jap. yen 0,83000 0,83500 1 j jírskt pund 117,232 117,937 SDR 129,1100 129,8800 [§ECU 92,3284 92.8832

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.