Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Qupperneq 11
11
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
H>V Norðurland
Eimskip leggur nýtt gjald á strandflutningana:
íþyngjandi fýrir fyrirtækin okkar
- segir Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri
Eimskipafélag íslands hefur lagt
álag á nýtt gjald vegna strandílutn-
inga sem mælist ekki vel fyrir á
landsbyggðinni. Benedikt Ingi Elís-
son, forstöðumaður Eimskipafélags-
ins á Akureyri, segir að nýja gjaldið
reiknist eftir rúmmáli eða þunga
sendingarinnar hverju sinni og
erfítt sé að segja til um hversu hátt
það er. Hann segir þó að hækkunin
kunni gengumsneitt að nema um 27
þúsund krónum á hvern 20 feta gám
og helmingi hærri upphæð á 40 feta
gám.
„Við höfum fengið bæði jákvæð
og neikvæð viðbrögð við þessu nýja
gjaldi," segir Benedikt Ingi. Hann
segir jákvæðu viðbrögðin koma frá
þeim sem gera sér grein fyrir mikil-
vægi þess að Eimskip eða einhver
annar aðili reki flutninga á sjó um-
hverfis landið. „Menn sjá að þeir
væru illa í sveit settir ef slík þjón-
usta væri ekki fyrir hendi til fram-
tíðar og allir flutningar færu á veg-
ina,“ segir Benedikt og bendir á að
á fyrstu 6 mánuðum ársins hafi
Eimskip tapað um 500 milljónum á
flutningastarfseminni einni og sér.
„Þetta eru viðbrögð af okkar hálfu
til að halda þess-
ari þjónustu úti
og reka metnað-
arfulla þjónustu
á landsbyggð-
inni. Meginmál-
ið er að Eimskip
stefnir að því að
reka áfram
strandflutninga
umhverfis land-
ið af metnaði og
til þess að það sé
unnt að veita þessa þjónustu þurf-
um við á því að halda að varan taki
þátt í rekstrarkostnaði," segir Bene-
dikt.
Ásgeir Magnússon, forstöðumað-
ur Skrifstofu atvinnulífsins á Akur-
eyri, er allt annað en hrifinn af
þessari hækkun flutningsgjaldanna.
„Þessar stöðugu álögur á fyrir-
tækjareksturinn á landsbyggðinni
eru auðvitað mjög slæmt mál. Það
er ljóst að allur flutningskostnaður
sem bætist á það sem fyrir er er
mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækin
okkar,“ segir Ásgeir. Aðspurður
hvort nokkuð óeðlilegt væri að
kostnaður væri samhliða því að
flytja vörur út á land frá höfuðborg-
arsvæðinu eða þangað sagði hann
að hafnir landsins hefðu verið
byggðar upp til að þjónusta atvinnu-
lífið og fyrirtækin hafi verið tilbúin
að nýta þær til inn- og útflutnings.
„Mér finnst það ekkert sjálfgefið að
sú vara sem flutt er til landsins
komi öll að landi á einum stað á
þessu skeri okkar og allir sem búa
utan Reykjavíkur þurfi að borga
mikinn viðbótarkostnað. Við höfum
ekki beðið um það að vörunum sé
ávallt skipað upp í Reykjavík,"
sagði Ásgeir. -gk
Ásgeir
Magnússon.
MYND: -SBS
Flutningar
Blikkrás á Akureyri hefur nú flutt starfsemi sína í ný húsakynni aö Óseyri 2 á Akureyri, þar sem í gær var efnt til ofurlítils hófs af því tilefni. Húsnæöi fyrir-
tæksins, sem er í eigu Odds Helga Halldórssonar bæjarfulltrúa, margfaldast viö þetta - sem er líka í samræmi viö viögang og vöxt fyrirtæksins á siöustu
misserum. Þaö sinnir blikksmíðavinnu vítt og breitt um Noröurland — og austur á firöi einnig ef því er aö skipta.
Brennuvargur á Húsavík:
Gómaður eftir
þrjár íkveikjur
Lögreglan á Húsavík hefur upp-
lýst þrjár íkveikjur í ruslagámum
í þar síðustu viku. Á mánudags-
kvöld var kveikt í ruslagámi við
olíusölu Esso á Húsavík og tókst
lögreglu að ráða niðurlögum elds-
ins. Kvöldið eftir var borinn eldur
að tveimur ruslagámum við sorp-
brennslustöðina og þá þurfti að
kalla til slökkvilið til að ráða nið-
urlögum eldsins. Á sunnudags-
kvöld var svo kveikt i ruslagámi
við Fnjóskárbrú í Hálshreppi og
þá þurfti að kalla til slökkviliðið á
Stórutjörnum. Gámamir teljast í
öllum tilfellum ónýtir og ljóst að
tjón varð verulegt þó bótakröfur
hafi ekki enn verið lagðar fram.
Að sögn Sigurðar Brynjúlfsson-
ar yfirlögregluþjóns var lögð mik-
il áhersla á að upplýsa þessi mál,
enda vöknuðu strax grunsemdir
um að sami aðili væri valdur að
öllum íkveikjunum og brennu-
vargur gengi laus. Eftir ítarlega
rannsókn og eftirgrennslan kom í
ljós að svo reyndist vera og telst
málið að fullu upplýst, að sögn
Sigurðar. Hann sagði enn fremur
að óhappamaðurinn væri þegar
kominn 1 viðeigandi meðferð
vegna íkveikjuáráttunnar.
-JS
Rekstrarkostnaður Norðurmjólkur lækkar um 35-40 milljónir króna á ári
Mjólkurvinnslu hætt á Húsavík
vinna alla mjólk sem til fellur á einum stað
Hagræðing
Noröurmjólk mun sþara á milli 35 og 40 milljónir á ári vegna hagræöingar sem veröur viö aö hætta mjólkur-
vinnslunni á Húsavík.
Á fundi stjórnar Norðurmjólkur
á fóstudaginn var samþykkt að
hætta mjólkurvinnslu á Húsavík í
áföngum á árinu 2002. Öll mjólkur-
vinnsla félagsins mun því í fram-
haldinu fara fram í mjólkursamlag-
inu á Akureyri. Með þessari breyt-
ingu er mögulegt að lækka rekstrar-
kostnað Norðurmjólkur um 35-40
milljónir króna á ári en tap hefur
verið á rekstri félagsins. Við fram-
leiðsluna á Húsavík hafa staifað 13
manns og verður þeim boðinn for-
gangur aö störfum í starfsstöðinni á
Akureyri. Jafnframt hefiu' stjórn fé-
lagsins lýst sig reiðubúna til að
koma til liðs við heimamenn á
Húsavik í að byggja upp arðbæra
starfsemi í fasteign fyrirtækisins.
Norðurmjólk er að 68% í eigu
KEA og 32% í eigu bænda í Eyja-
firði og S-Þingeyjarsýslu
Breyttar forsendur
Helgi Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri Norðurmjólkur, segir að i
upphafi hafi engar hugmyndir verið
uppi um að hætta vinnslu á Húsa-
vik heldur hafi áætlanir frekar mið-
ast við að færa framleiðslu á ein-
stökum vörutegundum á milli
starfsstöðvanna og hagræða með
- hægt að
þeim hætti. Þó sé ljóst
að slíkar aðgerðir skili
aldrei nema takmörk-
uðum árangri á meðan
halda þarf sama um-
fangi rekstrarins á báð-
um stöðum. Menn verði
einnig að gera sér Ijóst
að rekstrarumhverfið
tekur sífelldum breyt-
ingum. Tæknivæðing,
bætt skipulag, vakta-
kerfi og aukið rjnni í
samlaginu á Akureyri
leiðir til þess að hægt
er að þjappa framleiðsi-
unni meira saman. Sú
staða er einfaldlega
komin upp að hægt er
að vinna alla þá mjólk
sem til fellur á félags-
svæði Norðurmjólkur á
einum stað, þ.e. í sam-
laginu á Akureyri. „Að
reka tvær starfsstöðvar
þegar ein getur annað
framleiðslunni er óhag-
kvæmt. Það hljóta allir að sjá,“ seg-
ir Helgi.
Tugmilljóna króna sparnaður
„Reksturinn skilar okkur ekki
þeim árangri sem við væntum og
nauðsynlegur er til að viðhalda
frekari vexti og uppbyggingu fyrir-
tækisins. Við getum ekki setið hjá
og horft á að hægt sé að vinna
mjólkina á einum stað með sparn-
aði upp á 35-40 milljónir á ári án
þess aö bregðast við,“ segir Helgi.
Við samþjöppun á rekstrinum á
einn stað sparast þau verkefni sem
unnin eru á báðum stöðum í um-
sýslu ýmiss konar. Einnig næst
fram verulegur
sparnaður í launa-
kostnaði við sjálfa
mjólkurvinnsluna.
Aukinn kostnaður
vegna mjólkur-
flutninga er óveru-
legur auk þess sem
mun hærri upphæð
sparast i flutningi á
fullunnum vörum
frá Húsavík til Ak-
ureyrar
Á yfirstandandi
ári verður mjólkur-
framleiðslan á fé-
lagssvæði Norður-
mjólkur um 26,5
milljónir lítra, þar
af um 6,4 milljónir
lítra á svæði sam-
lagsins á Húsavík.
Af þeim eru um 2,4
milljónir lítra flutt-
ar til vinnslu á Ak-
ureyri þannig að
samlagið vinnur úr
um 4 milljónum lítra. Þess má geta
að þær vinsælu vörur sem fram-
leiddar hafa verið á Húsavík verða
áfram á boðstólnum, m.a. hin víð-
fræga Húsavíkurjógúrt.