Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Blaðsíða 15
15
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
I>V
Galdrar í Eyjum
Gunnhildur Hrólfsdóttir tekur viö barnabókaverðlaununum.
„Dulræna og sögulegur fróölelkur mynda áhugaveröan bakgrunn í
spennandi sögu um úrræöagóöa stúlku, “ segir í umsögninni.
Sjáumst aftur... eftir Gunn-
hildi Hrólfsdóttur hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin í ár, í
sextánda sinn sem þau eru veitt.
Segir hér frá Kötlu sem er tólf
ára og þarf að flytja með foreldr-
um sínum til Vestmannaeyja
vegna þess að þau eru komin
með vinnu þar. í gömlu húsi
sem fjölskyldan tekur á leigu
finnur Katla gamla tréskó í kommóðu sem reyn-
ast búa yfir töframætti. Þegar Katla fer í skóna
á fullu tungli öðlast hún skyggnigáfu og sér sýn-
ir. Einkum tengjast þessar sýnir ungri stúlku,
Guðrúnu, sem var uppi um miðbik 19. aldar í
Vestmannaeyjum. Katla fær brátt á tilfmning-
una að Guðrún vilji vara hana við einhverju,
jafnvel hættu sem steðji að Vestmannaeyjum.
Þessi saga fléttast saman við veruleikann: Katla
þarf að byrja í nýjum skóla þar sem samnemend-
ur hennar taka kuldalega á móti henni og ekki
er allt með felldu á vinnustað föður hennar.
Bókmenntir
Sjáumst aftur... er spennandi saga með hraðri
atburðarás. Eins og í mörgum barna- og fullorð-
insbókum síðari ára eru galdrar og hvers konar
dulræna áberandi. Hér koma mörg slík minni
fyrir: tréskórnir eru nokkurs konar töfragripir
sem þiggja kraft sinn úr fullu tungli; Katla, sem
hefur skyggnigáfu, verður vör við þrusk og hljóð
og á ljósmyndum sem hún tekur birtast bæði
liðnir og lifendur. Töfrarnir fléttast saman við
hefðhundna spennusögu og þroskasögu Kötlu
sem þarf að byrja upp á nýtt í nýjum skóla.
Þroskasagan er kannski léttvægasti hluti sög-
unnar; hún nær aldrei mikilli dýpt enda sálarlíf-
ið ekki aðalmálið í þessari sögu heldur atburða-
rásin. En þó að Katla sé ekki djúp persóna er
hún geðfelld söguhetja. Hún er ljúft bam, hjálp-
söm og góð, og þó að börnin í skólanum taki
henni flest illa í fyrstu er grunnt á
þeirri illsku og þegar Katla reyn-
ist afbragðsknattspyrnukona þeg-
ar skammt er liðið á haustið taka
flest barnanna hana í sátt: „Stelp-
urnar tíndust inn og sumar dáð-
ust að því hvað hún væri góð í fót-
bolta.“ (63) Þá er Katla fljót að
eignast góða vinkonu, Júlíu. Katla
og Júlía leysa saman ráðgátuna
sem tengist vinnustað föður
Kötlu, og er sá þáttur sögunnar
hefðbundin ráðgáta eða spennu-
saga. Hún er prýðilega heppnuð
og eins og áður segir krydda töfr-
amir hana. Annað ágætt krydd er
sögulegur fróðleikur sem höfund-
ur fléttar listilega vel saman við
meginsöguna. Lesendur fræðast
heilmikið um Vestmannaeyjar og
sögu þeirra, allt frá Tyrkjaráninu
á 17. öld til gossins í Heimaey
1973. Sýnir Kötlu eru einkum frá
19. öld og þar af leiðandi kemur
mestur fróðleikur fram um lífið í
Vestmannaeyjum á þeim tíma
sem er áhugaverður fyrir unga og
gamla lesendur. Sjáumst aftur... er
læsileg og vel skrifuð.-Dulræna og
sögulegur fróðleikur mynda
áhugaverðan bakgrunn í spenn-
andi sögu um úrræðagóða stúlku.
Katrín Jakobsdóttir
Gunnhildur Hrólfsdóttir. Sjáumst aftur... Vaka-Helgafell,
2001.
Meöal nýrra íslenskra leikrita í Útvarpsleikhúsinu í vetur eru fjögur úr höfundasmiðju:
Ungir höfundar í útvarpi
Útvarpsleikhúsið efndi í fyrra til höfunda-
smiðju flögurra ungra rithöfunda og núna í nóv-
ember verða verk þeirra flutt á Rás 1, hvert í
sinni vikunni frá sunnudeginum 4. nóvember.
Eftir þann elsta, Braga Ólafsson, verður flutt
„Augnrannsókn" um raskið sem verður í lifi
Maríusar fasteignasala þegar augnlæknir vill
hafa tal af honum vegna rannsóknar á augum
dóttur hans. Bragi er þekkt skáld og var í fyrra
tilnefndur til Menningarverðlauna DV og Is-
lensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fyrstu
skáldsögu sína, Hvíldardaga. Eftir Andra Snæ
Magnason verður flutt leikritð „Hlauptu, nátt-
úrubarn, hlauptu", þar sem tveir óforbetranleg-
ir náttúruverndarmenn reyna að kenna náttúru-
barni aö meta fegurð landsins. Andri Snær hlaut
sem kunnugt er íslensku bókmenntaverðlaunin
fyrir Söguna af Bláa hnettinum sem kom út 1999
og hefur einnig orðið vinsælt stykki á fjölum
Þjóðleikhússins. Eftir Guðrúnu Evu Mínervu-
Andri Snær Guðrún Eva Þorsteinn Guð-
Magnason. Nlínervudóttir. mundsson.
dóttur verður flutt leikritið „Geitungagildran“
um sambýlisfólkið Mæju og Snorra föðurbróður
hennar. Guðrún Eva var í vetur leið tilnefnd til
íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáld-
söguna Fyrirlestur um hamingjuna. Öllum þess-
um leikritum stýrir Hjálmar Hjálmarsson, en
Karl Ágúst Úlfsson stjórnar því fjórða sem er eft-
ir Kristján Þórð Hrafnsson. Það heitir „Þessi
löngun, þessi sára löngun" og les í huga ungs
manns og ungrar konu sem veita hvort öðru at-
hygli í biðröð í stórmarkaði.
Fyrir utan þessi spennandi nýliðaverkefni
verður leikritið „Ættarlaukur" eftir Karl Ágúst
Úlfsson flutt á sunnudaginn kemur, 7. október.
Það er gamanleikrit um grafalvarlegt efni, segir
frá fólki sem bíður eftir að fá að ættleiða barn.
14. október verður flutt leikritið K-421 eftir Odd
Björnsson sem áður hefur samið fiölda útvarps-
leikrita sem leikin hafa verið víðs vegar um Evr-
ópu.
21. október verður flutt leikritið „Hugleiðing-
ar dauðvona ofTitusjúklings" eftir Þorstein Guð-
mundsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og
28. október „Snjómokstur" Geirs Kristjánssonar,
upptaka frá 1970 undir stjórn Helga Skúlasonar.
Þetta leikrit hefur verið flutt víða um heim.
Óhugsanlegir hlutar lífsins
Nú stendur yfir sýning á málverkum Sigur-
björns Jónssonar í Hafnarborg.
í kynningu segir að í málverkum Sigurbjöms
sé ótrúlegt jafnvægi lita og stemninga. Áhorfand-
inn gleymi sér í óræðu landslagi, vatni þar sem
ef til viil er hátur... I þeim sé tónlistin svo áþreif-
anleg að myndirnar nánast slái taktinn.
Sigurbjörn Jónsson lauk námi við Myndlista-
og handíðaskóla íslands árið 1982. Að þvi loknu
fór hann til New York, fyrst i Parsons School of
Design 1984-1986 og síðan i New York Studio
School of Drawing, Painting and Sculpture
1986-1987.
Sigurbjörn hefur haldið einkasýningar, bæði
hér og í New York, síðast í Gerðarsafni árið 1997
og í Unibank Gallery New York árið 1999. Þar að
auki hefur hann haldið vinnustofusýningar í
desember árlega frá 1996. Sigurbjöm er með
vinnustofur í Reykjavík og New York.
Per Traasdahl hefur sagt um listamanninn:
Sigurbjörn Jónsson komst snemma aö því aó
áhugaveróustu spurningarnar sem viö stöndum
frammi fyrir eru þœr sem ekki er auövelt aö
svara. Hann sér stœrstu möguleikana í flóknustu
ógöngum málverksins: rými og Ijósi. Rými er ekki
til - málverkiö er flatur ferhyrningur. Ljós er ekki
til - málverkiö þarfnast lýsingar til aó sjást. Þaö
er samt þessi óhöndlanleiki sem gerir málverkiö
svo vel til þess falliö að eiga viö hina óhugsanlegu
og, að því er viröist, ómögulegu hluta lífsins. í ný-
legum verkum Sigurbjörns, hvort sem áhrifln
koma frá djasstónlist, skáhöllu morgunljósi á
flallshlíð, götumynd frá Miöausturlöndum, þá er
innihald málverkanna alltaf sjálfur kjarni mál-
verksins.
Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga, frá kl. 11
til 17, og stendur til 15. okt. 2001.
____________________Menning
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Rabbað um
kvenkynið
Á morgun kl. 12-13 í Norræna húsinu
fjallar Jón Axel Harðarson dósent um
kvenkyn í íslensku frá sögulegu og sam-
tímalegu sjónarhorni.
í indóevrópska frummálinu var upp-
haflega ekki til neitt kvenkyn. Þá var
ekki gerður neinn málfræðilegur grein-
armunur á karlkyni og kvenkyni. Seinna
þróuðust ákveðnar orðmyndir sem not-
aðar voru til að tákna kvenkynsverur.
Þetta leiddi til þess að kvenkyn varð til
sem málfræðilegt kyn. í fyrirlestrinum
verður gerð stutt grein fyrir uppruna
málfræðilegs kvenkyns og þróun þess til
íslensku. Fjallað verður um orðmyndun-
ar- og beygingafræðilegt samband karl-
kyns og kvenkyns. í því samhengi verð-
ur einnig litið til mannanafna. Loks
verður notkun kvenkynsorða í íslensku
stuttlega reifuð út frá félagslegu sjónar-
miði.
Dís á hvíta tjaldið
Ein af metsölu-
skáldsögum síðustu
jólavertíðar, Dís,
eftir þær stöllur
Birnu Önnu Björns-
dóttur, Oddnýju
Sturludóttur og
Silju Hauksdóttur,
er væntanleg á
hvíta tjaldið á
næstu misserum ef
allt fer sem horfir. Náðst hafa samningar
milli Forlagsins, fyrir hönd Eddu miðl-
unar og útgáfu, og öflugs aðila sem nú er
að hasla sér völl í kvikmyndabransanum
um sölu á kvikmyndarétti bókarinnar.
Undirbúningsvinna er komin á skrið og
er nú starfað að þvi af fullum krafti að
matreiða þessa skondnu samtímalýsingu
í kvikmyndaformi.
kvöld
í kvöld kl. 20.30
heldur Kammersveit
Reykjavíkur tón-
leika í hátíðarsal
Háskóla íslands.
Þetta eru fyrstu tón-
leikar Kammersveit-
arinnar á þessum
vetri, sem er 28.
starfsár sveitarinnar
og verða haldnir í
tilefni 90 ára afmælis Háskóla íslands.
Þeir verða haldnir innan veggja Há-
skólans í nýuppgerðum hátíðarsal skól-
ans. Kammersveitin hefur sett saman
fyrir þetta tilefni glæsilega efnisskrá
með íslenskum verkum, bæði alvarleg-
um eins og kvintett Jóns Leifs og Styr
eftir Leif Þórarinsson og léttari tónlist
eins og ballettónlistina Af mönnum eftir
Þorkel Sigurbjörnsson og íslenskt rapp
eftir Atla Heimi. Einleikari er Anna Guð-
ný Guðmundsdóttir og stjórnandi Bern-
harður Wilkinson. Tónleikarnir eru
ókeypis í boði Háskólans.
Nýtt smásagnasafn
verðlaunahafa
Ormstunga sendir
á næstunni frá sér
fjórða smásagnasafn
Ágústs Borgþórs
Sverrissonar, Sumar-
ið 1970. Ágúst hefur
hægt og sígandi verið
að festa sig í sessi
sem einn af helstu
smásagnahöfundum
þjóðarinnar og síðastliðið vor hlaut hann
fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni
hjá vefgáttinni Strik.is fyrir söguna
Hverfa út í heiminn. Sú verðlaunasaga
er eitt af niu verkum þessarar nýju bók-
ar en flestar sögurnar eru óbirtar og
skrifaðar á þessu ári og því síðasta.
Um helmingur bókarinnar er uppvaxt-
arsögur frá áttunda áratugnum en aðrar
sögur hennar eru látnar gerast á síðustu
árum og lýsa þá gjarnan fólki sem ólst
upp á fyrrgreindu tímabili. Flestar sagn-
anna fjalla á einn eða annan hátt um fjöl-
skyldubönd: t.d. er sagt frá ungri konu
sem endurtekur lífsmynstur móður sinn-
ar án þess að gera sér grein fyrir því,
önnur saga fjallar um ungan mann sem
reynir óvenjulega aðferð til að jafna sig
eftir sambúðarslit, fjölskyldumaður á
framabraut hefur efasemdir um tryggð
eiginkonu sinnar, unglingspiltur lifir í
skugga látins bróður síns og ungum
dreng þykir faðir sinn heldur misheppn-
aður í samanburði við skáksnillinginn
Bobby Fischer.