Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Qupperneq 17
16
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
33
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rítstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum tyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Skattar og taumhald
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram
i byrjun vikunnar, endurspeglar i nokkru þann veruleika
sem blasir við íslensku þjóðarbúi. Uppsveifla síðustu ára
er að baki og lítill sem enginn hagvöxtur fyrirsjáanlegur
á næstu misserum.
Að líkindum er það rétt sem haldið er fram að ríkissjóð-
ur hafi aldrei verið betur í stakk búinn á siðustu áratug-
um en nú til að takast á við efnahagslega erfiðleika. Á síð-
ustu árum hefur tekist að greiða skuldir ríkissjóðs umtals-
vert niður með töluverðri skynsemi. Hitt er svo rétt að
staða hins sameiginlega sjóðs gæti verið enn betri ef góð-
æri undanfarinna ára hefði verið notað til róttækra að-
gerða í ríkisfjármálum almennt en þó einkum í rekstri
ríkisins.
Heilbrigðiskerfið er enn eitt blæðandi sár og þess sjást
því miður engin merki að tekið verði á vandanum. Kerf-
isbreytingar i heilbrigðisþjónustu eiga ekki upp á pall-
borðið og fyrir það liða sjúklingar jafnt sem starfsfólk
heilbrigðisstofnana. Það er kominn tími til þess að skilja
að sá sem greiðir fyrir þjónustuna - ríkið - þarf ekki þar
með að veita hana. Þegar kreppir að er hins vegar erfið-
ara að takast á við verkefni af þessu tagi - pólitísk tæki-
færi sem góðæri síðustu ára gaf rann mönnum úr greip-
um.
Frumvarp fjármálaráðherra til fjárlaga á komandi ári
verður ekki dæmt sem tímamót í íslensku efnahagslífi eða
talið sýna mikla framsýni og pólitíska djörfung. í nokkurn
tíma hafa launamenn jafnt sem atvinnurekendur beðið
eftir skýrri stefnu í skattamálum og útfærslu ríkisstjórn-
arinnar um víðtækar skattalækkanir. Þessir aðilar þurfa
enn að bíða, þó fyrri loforð séu ítrekuð.
En eitt er þó nokkurt fagnaðarefni við fjárlagafrum-
varpið, þrátt fyrir allt. Sú keynesiska-hugsun sem náði að
eitra alla hagstjórn hér á landi, eins og víðast um heim, er
á undanhaldi. í stað þess að falla í þá freisni að auka rík-
isútgjöld stórkostlega gefa fjármálaráðherra og forsætis-
ráðherra loforð um skattalækkanir til að efla atvinnulífið.
Þannig er stefnan mörkuð og yfir því ber að gleðjast. En
hér skiptir mestu hvernig staðið verður að skattalækkun-
um og þó umfram allt hvort um leið verði gerðar breyting-
ar á skattkerfinu sem slíku.
Vandi fjármálaráðherra á næstu vikum verður ekki að-
eins fólginn i því að semja skynsamlegar tillögur um
lækkun skatta heldur ekki síður að hafa taumhald á félög-
um sínum á Alþingi þegar jólagleðin færist yfir þá við af-
greiðslu fjárlaga. Reynslan sýnir og sannar að góður
ásetningur fjármálaráðherra má sin lítils gagnvart
nokkrum tugum þingmanna sem gæta sértækra hags-
muna.
í leiðara DV um fjárlagafrumvarp þessa árs sagði fyrir
ári: „En jafnvel þótt litið sé fram hjá ávinningi sem rikis-
sjóður hefur notið vegna uppgangsins í efnahagslífinu er
ljóst að fjármálastjórn hefur verið með styrkari hætti á
síðustu árum en íslendingar hafa átt að venjast. Hitt er
hins vegar rétt, þegar litið er á þróun ríkisútgjalda undan-
farin ár, að ríkisstjórnarflokkarnir, undir forystu fjár-
málaráðherra, hafa ekki stigið fast á bremsurnar.“
Þvi miður eiga þessi orð enn við um frumvarp til fjár-
laga. Óli Björn Kárason
____________________________________________________
Skoðun
Grannt skal að gæta
Stundum undi’ar mig hve
umræðu um annars mikils-
verð málefni er illa fylgt eft-
ir af fjölmiðlum, en alls
kyns mál sem litlu skipta í
raun fá nær ótakmarkað
rými, en þykja væntanlega
þess eðlis að þau kitli ill-
girnis- eða öfundartaugar
okkar. Ég heyrði á dögun-
um imprað í útvarpi á máli
sem ég hygg að þarft sé að
ræða ítarlega og vekja verð-
uga athygli á víða. Kannski
mætti kalla þetta mál æsku-
dýrkun tíðarandans eða þá alveg
eins að hinir eldri verði að víkja af
vinnumarkaðnum, aðeins til þess oft
á tíðum að yngja upp og þá eflaust
„bæta“ ásýnd fyrirtækjanna.
Viðmælendur útvarpsins, sem eru
þaulkunnugar vinnumarkaðsmálum
og ég treysti mætavel, fullyrtu óhik-
að að í þessum efnum væru ófá dæmi
þess að án sýnilegs tilefnis væri eldri
starfsmönnum annaðhvort ýtt til
hliðar eða þeir hreinlega látnir
hætta og yngri ráðnir í þeirra stað.
Sömuleiðis bentu viðmælendurnir á
allt of mörg dæmi þar sem færu
starfsfólki væri hafnað í
vinnu af þeirri einföldu
ástæðu að það væri of gam-
alt og þá var gjarnan verið
að tala um fólk um eða inn-
an við fimmtugt, þ.e. fólk á
bezta starfsaldri með ærna
reynslu og þekkingu í
farteskinu.
Innhaldsleysi orða-
flaums
Fulltrúar atvinnulífsins
báru þetta til baka og kváð-
ust ekki kannast hér við, en
einhvern veginn trúði ég nú betur
þeim sem höfði ótal dæmi á taktein-
um um slíka mismunun, slíka rangs-
leitni og öfugþróun í reynd. Ég hefi
af áþekkum dæmum spurnir og veit
að dagsönn eru og í einu slíku var
ástæðan blákalt fram borin aö þaö
þyrfti yngri starfskraft og umfram
allt hressari, en það hefur orðið vin-
sælt til notkunar um kjaftagleiðar
persónur, svo sem við höfum kynnzt
þeim í þáttum útvarpsstöðva og
breytir víst litlu þó sá eða sú sé
ómælandi á íslenzka tungu og inni-
haldsleysi orðaílaumsins sé algjört. í
umrœddu tilfelli hafði starfsmaðurinn, fullorðin
kona, gegnt starfi sínu óaðfinnanlega og m.a. unnið
ýmis verkefni sem ofurhressir starfsfélagar hennar
skildu eftir sig í skreppitúrum sínum á kaffihús eða
bari til að hitta þar aðra ofurhressa.
umræddu tílfelli hafði starfsmaður-
inn, fullorðin kona, gegnt starfi sínu
óaðfinnanlega og m.a. unnið ýmis
verkefni sem ofurhressir starfsfélag-
ar hennar skildu eftir sig í skreppi-
túrum sínum á kaffihús eða bari til
að hitta þar aðra ofurhressa.
En einn hress til viðbótar þurfti að
að komast og þó hann entist nú ekki
nema nokkra mánuði, hljóta yfir-
mennirnir að hafa verið einkar
ánægðir, þvi þeir höfðu svarað „kalli
tímans“ um ofurhressa ímynd.
Mörg áþekk dæmi þekki ég og þá
Vaxtadreki gegn verðbólgudraug
Efnahagssérfræðingar keppast við
að segja landsmönnum að ekki sé
nokkur leið að lækka okurvextina á
íslandi. Það er svo mikil þensla, það
verður að halda henni niðri með
hæstu vöxtum sem þróaðar þjóðir
búa við. En efnahagsfræði er erfið og
engin nákvæmnisvísindi, það er
alltaf hægt að finna einhvern sem
segir eitthvað annað en sá síðasti í
þeim fræðum.
„Þenslan“
Það eru ekki bara vextirnir sem
stjórna „þenslunni", vettlingatök
stjórnvalda eru ein aðalástæðan, dýr-
um þensluhvetjandi stjórnvalds-
ákvörðunum ijölgar stöðugt. Ríkis-
sjóður og sveitarfélögin eyða og
spenna meira og meira, óþörf skrif-
finnska hins opinbera vex með mikl-
um hraða. Hagsmunahóparnir
heimta meira og meira af almannafé.
Nokkrir klikukarlar i einhverju hags-
munafélagi geta stöðvað ísland í
lengri tíma. Reglur um verkfóll hefur
ríkisvaldið ekki enn þá haft döngun í
sér til að laga og kaupið hækkar úr
takti við markaðinn. Unga fólkið skil-
ar sér ekki á vinnumarkaðinn vegna
óhnitmiðaðs skólakerfis, á kostnað
skattgreiðenda, meðan manneklan á
vinnumarkaðnum veldur þenslu. Of-
bólgið velferðarkerfi heldur fjölda
fólks i iðjuleysi á alls kyns bótum. Og
skattheimtan er að komast úr bönd-
unum, skattafinngálknið gleypir um
2/5 af þvi sem landsmenn afla, var rif-
lega 1/3 fyrir nokkrum árum. En
samt er eyðsla opinberra sjóða orðin
meiri en skattheimtan, gervipeningar
sem valda þenslu. Og meira er af
gervipeningum, t.d. fiskikvótinn sem
ríkisvaldið álpaðist til að gefa, eigur
þjóðarinnar, nokkur hundr-
uð milljarðar, sem eru i
hringrás um efnahagskerfið
án þess að raunverulegt fé sé
á bak við, og fjármagninu er
dælt í alls kyns þensluhvetj-
andi ofljárfestingu.
Þenslan búin
Helsta þenslutímabilinu
lauk reyndar fyrir einu og
hálfu ári og ræfildómurinn í
fyrirtækjarekstrinum hefur
hríðversnað síðustu mánuð-
ina. Ríkisbanki Bandaríkj-
anna hefur lækkað vexti hvað eftir
annað allt árið, stýrivextimir eru
komnir niður í 3%. Nágrannalöndin
eru með 3-5% stýrivexti og Japanar
minna, að nálgast núllið. En ekki ís-
land, hér er stýrivöxtunum haldið í
11%, margfóld vaxtabyrði á við við-
skiptalöndin. Gamalt heimskupar í
islenskri stjórnun, verðtryggingin, er
enn við lýði, bankastarfsemi er ein-
hver harðast regluvædda athafna-
semi sem til er, það hefði verið auð-
velt að afnema verðtrygginguna alveg
fyrrir áratugum ef kjarkurinn hefði
verið fyrir hendi. Þeir sem helst búa
við þenslu hér (enn þá) eru þeir sem
hafa lögverndaðan rétt tU að heimta
fé af landsmönnum (þar með taldir
skattar, tryggingaiðgjöld, vextir, líf-
eyrissjóðsiðgjöld o.fl). Og svo eru það
þeir sniðugu sem selja erlendis hluta-
fé i fyrirtækjum sem þeir búa tU sjálf-
ir og koma með töskuna fulla af fé
hingað heim. Það gæti þurft fleiri
svoleiðis þensluvalda von bráðar þeg-
ar vindurinn er farinn úr efnahagn-
um.
Verðbólguvandi?
Það er ekki skrýtið að sé verðbólga
á íslandi, það er oft verð-
bólga þar sem er uppbygg-
ing og framfarir. ísland er í
uppbyggingu, enn þá a.m.k.
Það alvarlegasta við vaxta-
okrið er að þessi uppbygg-
ing getur stöðvast og þar
með endurnýjun efhahags-
lífsins. Þeir nýju og ungu
komast ekki af stað, eða eru
kæfðir í fæðingu, litlu ís-
lensku fyrirtækin sligast
undan vaxtaokrinu. Lands-
byggðinni er að blæða út
meðan fiskurinn syndir
fram hjá. En stórfyrirtækin og ríkið
fara bara til New York og London og
fá þar lánsfé eins og þau lystir og
valda þannig „þenslu“ hér meðan
landsmenn sjálfir og litlu fyrirtækin
þeirra eru fóst í gininu á vaxtadrek-
anum sem er búinn að rýja marga
æru, eigum og lífsvilja.
Hver fer með
efnahagsstjórnun?
Stjórnvaldið íslenska hefur oft upp
á síðkastið fallið fyrir tískufyrirbær-
um utan úr heimi, munstrið er orðið
vel þekkt; stjórnmálamennirnir fá
embættismönnum völd og semja laga-
eða reglubálka í anda stórríkja. Síðan
kemur í ljós að þessi stjórnun er ónot-
hæf á íslandi, enda von, litla ísland er
bara einn þúsundasti eða svo af
stórnágrönnunum. Það þýðir ekki að
gefa Seðlabankanum fyrirmæli um að
eltast við verðbólguna á eigin vegum
með því að beita okurvöxtum. Það er
eins og að gefa Vegagerð rikisins fyr-
irmæli um að þrengja vegina til þess
að hamla á móti aukinni umferð.
Vaxtadreki Seðlabankans ræður ekki
við verbólgudrauginn.
Friðrik Danielsson
Það eru ekki bara vextirnr sem stjórna „þenslunni“, vett-
lingatök stjórnvalda eru ein aðalástœðan, dýrum þenslu-
hvetjandi stjórnvaldsákvörðunum fjölgar stöðugt.
ekki síður dapurleg um reynslumik-
ið hæfileikafólk í atvinnuleit sem
sannkölluð píslarganga hefur reynzt.
Dýrmætur reynslusjóöur
Fjarri sé mér að alhæfa hér um og
vel veit ég um fjölmarga vinnuveit-
endur sem vilja einmitt halda í sitt
reynda starfsfólk og líta aldrei á ald-
urinn, heldur eingöngu á hversu
starfið er rækt, en þetta mál þarf
sannarlega að skoða, því illt er að
vita ef eðlileg jafnréttissjónarmið eru
ekki þarna í heiðri höfð. Vel veit ég
um öra þróun á ýmsum sviðum svo
sem tölvutæknin er máski gleggst
dæmi um, en vissulega hef ég séð að
eldra fólk er ekki í neinum vanda
með að aðlaga sig slíku og svo á það
dýrmætan reynslusjóð sem aldrei
skyldi fram hjá litið.
Ögmundur Jónasson hefur haft
um það lofsverða framgöngu að færa
þetta mál inn í sali Alþingis og ég
veit að hann mun endurflytja það
mál nú á komandi þingi, enda mun
það hafa fengið einkar góðar viðtök-
ur að vonum. Hér þarf örugglega
grannt að gæta að.
Helgi Seljan
Á bólakafi í braski
„Þrátt fyrir fækk-
un afgreiðslustaða er
aukin framleiðni og
hagræðing í banka-
kerfinu furðu lítil.
Starfsfólki fækkar lít-
ið þótt flestir afgreiði
sig nú orðið sjálfir á
netinu. Gjaldtaka í
formi þóknana hækkar stöðugt.
Krafan um aukna arðsemi umfram
framleiðniaukningu veldur auknum
vaxtamun og skortur á samkeppni
veitir það svigrúm sem þarf til þess.
Þessu til viðbótar eru bankarnir
sjálfir og stórir hópar stjórnenda
þeirra á bólakafi í alls konar braski
með hlutabréf bæði í bönkunum
sjálfum og í fyrirtækjum sem jafn-
framt eru stærstu viðskiptamenn
þessara sömu banka. En hverjir fá
reikninginn þegar slík viðskipti
misheppnast og útlánatöpin vaxa á
ný? Því er fljótsvarað. Það eru litlir
og meðalstórir viðskiptamenn þess-
ara lánastofnana."
Sveinn Hannesson á vef
Samtaka iönaðarins
Jafnaðarhúnninn
„Jafnaðarmanna-
björninn ógurlegi
sem átti að verða til
við myndun Samfylk-
ingarinnar er þegar
best lætur lítill, ve-
sæll og máttlaus
húnn. Og hann
blundar blessaður og
verður aldrei stór meðan sama
gamla og þreytta liðið tyggur sömu
siðferðistugguna ár eftir ár. Það
þarf nefnilega annað og meira en
nýtt nafn og nýja kennitölu."
Guöjón Ólafur Jónsson á hrifla.is
Spurt og svarað
Veljast orðið til þingmennsku fremur þeir sem kunna vel á fjohmðla
Lúðvík Bergvinsson,
þingmaður Samfylkingar.
Leiðin er um
fjölmiðlana
„í fyrsta lagi er ekkert hægt að
fullyrða um að þeir sem vel kunna
á fjölmiðla hafi minna til mála að
leggja við að setja landinu lög en aðrir. í annan stað
eru leikreglur samfélagsins þannig að almenningi er
faliö að velja sér fulltrúa á Alþingi - og i nútimasam-
félagi er leiðin til almennings I gegnum flölmiðlana.
Og í þriðja lagi skiptir því miklu máli að fjölmiðlam-
ir reyni að stuðla að upplýstri umræðu, sem þeim
tekst oft á tíðum vel upp, en stundum síður. Þegar
hæstaréttardómari kemur með svona yfirlýsingu
finnst mér ekki ósanngjöm krafa að hann útskýri
ummæli sin frekar, nema við sé átt að nauðsyn sé á
fleiri lögfræðingum meðal þingmanna."
Ámi Magnússon,
framkvstj. Framsóknarfl.
Fjölbreytt reynsla
affarasœlust
„Ég held að affarasælast sé fyr-
ir þjóðina að til setu á Alþingi
veljist fólk sem er með ólíkan bak-
grunn og fjölbreytta reynslu af ýmsum sviðum
þjóðlífsins. í þeim hópi sem nú situr á Alþingi eru
meðal annars gamlir fjölmiðlamenn og það er vel.
Mín skoðun er sú að þeir hafi ekki lagt minna af
mörkum til löggjafastarfsins en aðrir þingmenn.
Sem betur fer er það einnig þannig að meðal starfs-
fólks Alþingis er að finna fræðinga á ýmsum svið-
um sem þingmenn geta sótt sér aðstoð til, þar á
meðal lögfræðingar. Og í umræðu um löggjafastarf-
ið er þáttur starfsmanna þings og ráðuneyta stór og
ef til vill vanmetinn á stundum."
Sigurdór Sigurdórsson
blaðamaður.
Misskilningur
dómarans
„Því miður eru þeir sárafáir
alþingismennirnir sem kunna
að umgangast fjölmiðla af
þeirri háttvísi sem þeim ber. Eftir að hafa skrif-
að um pólitik í dagblöð í áratugi þekki ég engan
sem hefur komist inn á þing vegna þess að hann
„kunni á fjölmiðla". Aftur á móti þekki ég
marga lögfræðinga sem hafa verið og eru á þingi
og höfðu og hafa ekkert til málanna að leggja
umfram aðra þingmenn þegar kemur að lög-
gjafasviðinu. Þetta er því mikill misskilningur
hjá Hrafni Bragasyni hæstaréttardómara, sem
áður en hann tók við núverandi stöðu kunni
allra manna best að umgangast íjölmiöla."
Ingvi Hrafn Óskarsson,
lögfr. ogformaður SUS.
Fjölmiðlamir
veita aðhald
„Vissulega má til sanns vegar
færa að í dag séu uppi aðrar og
ríkari kröfur til manna um fram-
komu i fjölmiðlum en áóur var. Nú eru ílokksblöð-
in dauð og að hinu leytinu rikir meiri samkeppni
á fjölmiðlamarkaði, einkum í ljósvakanum. En á
hinn bóginn sé ég ekkert samhengi milli þessara
breytinga og þess að stjórnmálamenn ættu að hafa
minna til málanna að leggja en var áður. Aukið og
eflt aðhald fjölmiðla ætti í raun að virka þannig að
kjósendur hefðu betri aðstöðu til að fylgjast með
störfum fulltrúa sinna á þingi - og þar með ættu
hinir öflugu fjölmiðlar einnig að fylgjast með þvi
að löggjafastarfið sé vandað.“
0 Þetta er sjónarmiö Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara sem hann viöraöi á þingi Lögfræöingafélags íslands í sl. viku.
Stéttskiptar líf-
eyrisgreiðslur
Ráðamenn þjóðarinnar
tala oft um lffeyrissjóði al-
mennra launþega ems og
þeir hafi umráðarétt yfir
þeim, eins og ríkissjóði og
öðru almannafé. Davíð
Oddsson mælir væntanlega
fyrir munn rikisstjórnar-
innar allrar þegar hann tal-
ar eins og sá sem valdið hef-
ur þegar hann atyrðir um-
sjónarmenn lífeyrissjóða
fýrir að neita að fjármagna
áhættusamar áætlanir
stjórnarinnar eða kaupa
ríkiseignir á uppsprengdu verði.
Heimtað var að lífeyrissjóðirnir
fjármögnuðu álbræðslu fyrir austan
en vafasamt er að sjóðirnir hafi heim-
ild til að stofn'a atvinnufyrirtæki þótt
þeim leyfist að kaupa hlutabréf í fyr-
irtæki í rekstri fyrir tiltekinn
hundraðshluta af eigin fé. En þegar
sjóðirnir drógu sig út úr ævintýrinu
lét forsætisráðherra eins og þeir
hefðu svikið hann og þjóðina.
Sama var upp á teningnum þegar
lífeyrissjóðirnir héldu að sér hend-
inni þegar hluti af Landssímanum
var settur á almennan markað. Þá
dró Davíð Oddsson enga dul á að þeir
hefðu brugðist sér, ríkisstjórninni,
Landssimanum og þjóðinni allri.
Hins vegar er óútskýrt hvaðan hon-
um kemur vald eða yfirleitt nokkur
heimild til þess að hafa áhrif á með
hvaða hætti almennir launþegar
ávaxta sparifé sitt.
Er ekki nóg að ráðherragengin tví-
skatti lífeyrissparnað fólksins í land-
inu þótt þau fari ekki líka að ráðskast
með sjóðina og noti þá sér til upp-
hefðar og atkvæðaveiða?
Stéttskiptir lífeyrisþegar
Annars ætlar það seint að komast
inn í höfuð okkar stéttskipta þjóðfé-
lags að lífeyrissjóðir eru tvenns kon-
ar. Söfnunarsjóðir og gegnumstreym-
issjóðir. Opinberi sjóðaaðallinn er í
gegnumstreymissjóðunum, sem ríkis-
sjóður skuldar ótalda milljarða í og
bankamenn sem fá sína uppbót af því
mikla fé sem bankarnir taka í vaxta-
mun. Söfnunarsjóðirnir eru eingöngu
greiddir af kaupi launþega og þurfa
skattgreiðendur eða þeir sem skulda
bönkum fé aldrei að leggja til eyri til
að drýgja þá sjóði og þar með lífeyri
þeirra sem eiga þá sjóði.
Hið undarlega er svo að stór-
skuldugir gegnumstreymissjóðir hins
opinbera greiða miklu betri
lífeyri fyrir enn styttri
starfsævi en söfnunarsjóðir
almennra lífeyrisþega sem
aldrei hafa notið ölmusu frá
hinu opinbera, nema síður
sé. Það byggist meðal ann-
ars á því að þeir opinberu
þurfa ekki að taka á sig
verðbólgutap þeirra afglapa
fyrri tíða sem bjuggu yfir
álíka fjármálaviti og köttur-
inn á sjöstjörnunni. En þeir
höfðu alltaf nóg vit til að
hlúa að eigin hagsmunum.
Þannig hafa t.d. ráðherrar þrefald-
an eftirlaunarétt miðað við aðra.
Þingmenn hafa einnig gegnum tíðina
séð mjög vel um eigin hag að starfs-
lokum og embættismenn hafa lengi
vitað hvernig þeir komu ár sinni best
fyrir borð í þessum efnum. Ef eitt-
hvað vantar upp á að full eftirlaun
náist, og þar vantar mikið á, er mis-
munurinn einfaldlega sóttur I ríkis-
sjóð. Bankarnir eiga auðvelt með að
hækka þjónustugjöld og auka vaxta-
mun ef hætta steðjar að eftirlaunum
hálaunamannanna í bankakerfunum.
Höfuötilgangurinn
Nú er oft haft á orði að lífeyrissjóð-
irnir séu orðnir svo fjársterkir og öfl-
ugir að þeir eru ríki í ríkinu og eru
jafnvel komnir i vandræði með að
ávaxta sínar miklu fjárfúlgur. Sé það
rétt að söfnunarsjóðirnir séu orðnir
svo ríkir að þeir séu að springa utan
af auðæfum sínum bendir það til að
uppsöfnun þeirra sé óeðlilega mikil.
Það þýðir að þeir eru óþarflega spar-
ir á greiðslu lífeyris til hinna raun-
verulegu eigenda sinna, sjóðfélag-
anna. Of mikil áhersla er lögð á að
safna sem mestu og skemmta þeim
sem trúað er fyrir að fara með féð og
ávaxta það með því að spila stóra
karla á fjármálamörkuöum. En það
hefur þeim tekist vel til þessa og hafa
flestir gætt hagsmuna sjóðanna sem
þeim er trúað fyrir í hvívetna, þótt
telja mætti upp dæmi um hið gagn-
stæða.
Höfuðtilgangur lífeyrissjóða er að
greiða lífeyri. Góð stjóm og arðbær
ávöxtun auðveldar það hlutverk. En
óeðlileg uppsöfnun fjár og nær alræð-
isvald á fjármálamarkaði sýnir
kannski að tilgangur sjóðanna er að
gleymast. Væri ef til vill eðlilegra að
bæta lífeyrinn heldur en að safna í
hlöður löngu eftir að þær eru orðnar
yfirfullar.
Níska stjómenda almennra lífeyr-
issjóða skýrir ef til vill að hluta hve
þeir opinberu standa miklu betur að
vígi að þessu leyti en verkamenn í
víngarði frjálsa markaðarins.
Talnaliprir tryggingafræðingar
geta sjálfsagt afsannað flest það sem
hér er imprað á en það breytir aldrei
því að eigendur almennu lífeyrissjóð-
anna gera nær engar kröfur til þeirra
sem trúað er fyrir að stjórna þeim.
Þeir taka því með þökkum sem
skammtað er eins og skít úr hnefa.
Er ekki nóg að ráðherragengin tvískatti lífeyrisspamað
fólksins í landinu þótt þau fari ekki líka að ráðskast
með sjóðina og nota þá sjálfum sér til upphefðar
og atkvœðaveiða ?