Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 45 DV wm in - a miðvikudegi Rauður punktur Sarafylkinsin hefur fengiö n>*tt merki; rauður punktur á hvitum fleti. Merkið er hannað af augiýs- ingastofuiuii Hinu Opinbera undir stjórn Ámunda Sigurðssonar sem um árabil hefur verið helsti og L* Samfylkingin Nýja merkið C Samfyllángm Gamla merkiö fl-emsti hönnuður þjöðarinnar á þessu sviði auk þess að vera einkahonnuður Bubba Morthens til margra ara. „Kosturinn \1ð þetta merki er að það er hægt að nota á * margvislegan hátt og leggja i þaö ýmsan skilning," segir Ása Richardsdðttir sem var einn af mörgum umsagnaraðilum um hönnunina og vinnur nú að undirbúningi landsfundar Samfyikingarinnar sem haltliiui verður innan skamms. „Þetta er allavega ekki staðnaður fálki," segir Ása og vis- ar þar til merkis SjálfsUeðisflokks- ins. Ása Ekki staön- aöur fálki. Læknaflug heppiiegt. Fullt af læknum Sænskur ferðalangur, um borð í Flugleiðaþotu á leið frá Stokkliólmi til Keflavíkm-, veikt- ist hastarlega þegar þotan var yflr Bergen í síð- ustu viku. Flug- freyja vatt sér þá í skyndi í kall- tæki vélarinnar og spurði hvort læknir væri um borð. Stóð þá helmingur farþeg- anna upp en það var hópur lækna að koma af norrænni ráðstefnu. „Ég veit ekki hversu margir læknarnir voru en þeir voru alla vega fjórir sem hlúðu að Svían- um,“ sagði Guðrún Olsen sem var flugstjóri i þessari ferð. „Að aulci var eiginkona Svíans læknir þannig að hann var í góðum hönd- um.“ Svíinn var á leið hingað til lands til að kaupa íslenska hesta en Guðrún flugstjóri fékk aldrei að vita hvað að manninum gekk. Hún segist hafa kvatt hann eftir að vélin lenti i Keflavik og fór hann með sjúkrabíl lil Reykjavík- ur. Fylgdi honum einn af þeim íjölmörgu læknum sem voru i vél- inni í þessari ferð: „Ég hefði getað lent í Ósló eða Bergen ef tilfellið hefði verið al- varlegt en það var mat allra lælui- amia að óhætt væri að halda flug- inu áfram til Keflavíkur. Svíinn var þó ekki verr haldinn en það að hann gekk sjálfur frá borði i fylgd læknanna," sagöi Guðriin Ol- sen. Setningin „Hjónin sfitu í stofuscVfanum og héldust i hendur á meðan þau biðu þess aö bjargvætturinn sem ætlaði að hjálpa þeim að deyja södd birtist. (Úr pistll um tryggmgasötumenn í DV 29. september.) Leiðrétting Það er ekki rétt sem fram kom hjá forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins hér í blaðinu i gær að fara verði á miöilsfund til að ná sam- bandi við biskup íslands. Það cr nóg að hringja. Síminn á Biskupsskrif- stofúnni er 535 1500. Jón Ársætl rær á ný í góöum félagsskap meö sjátfstæöu fólki. SAMSEfTMYÍ© Jón Ársæll á nýjum miðum: Leggur net fyrir Dorrit og býr um Friðrik „Það er siður til sjós að tala aldrei um aflann fyrr en hann er kominn um borð," segir sjónvarps- og sjómaðurinn Jón Ársæl) Þórðar- son sem hefur lagt net sin fyrir Dor- rit Moussaieff í nýjum þætti sínum á Stöð 2 sem hefur göngu sína í næstu viku. Þátturinn heitir Sjálf- stætt fólk og veröur hálftíma lang- ur. Þar hyggst Jón Ársæll beita landsfrægnm brögðum sínum á ein- staklinga sem með réttu geta talist sjálfstæðir. Og þar er Dorrit Moussaieff efst á blaði. En hún er ekki enn komin i kassann. „Ég er hins vegar búinn að ræða við Vigdísi Finnbogadóttur, Jón Ás- geir Jóhannesson i Baugi og Friðrik Þór Friöriksson kvikmyndaleik- stjóra,“ segir Jón sem einmitt fór í Skagafjörðinn til að hitta Friðrik Þór á sveitasetri hans á Skálá: „Ég kom þangað á undan Friðríki Þór og byrjaði á þvi að þrífa húsið og búa um. Að því loknu lagðist ég út af og sofnaði. Þannig Kom Frið- rik Þór að mér," segir Jón og ítrek- ar að grundvallarspurning þáttanna sé sú hvort sjálfstæði sé betra en kjöt. Auður Laxness um Kristnihaldið: - ■ ,,a ' Ky ... öðruvísi en Halldór hefði viljað - Árni passaði ekki í hlutverkið Auður Laxness var ekki alls kost- ar ánægð þegar hún gekk út af frumsýningu Borgarleikhússins á Kristnihaldi undir Jökli á dögun- um: „Þetta byrjaði ágætlega og var skemmtilegt framan af. En svo dofnaði yfir öllu og margt var þama öðruvísi en I-Ialldór hefði vilj- að. Svo mikið veit ég, „ sagði Auð- ur innt eftir mati sínu á sýningunni sem byggir á sögu Halldórs Laxness sem hún ætti að þekkja betur en flestir aörir. „Þama vora spreng- ingar og læti sem mér þóttu ekki viðeigandi né heldur þaö að spila rödd Halldórs af segulbandi. Það var óþarfi.“ - Hvað með leikarana? „Þorsteinn Gunnarsson þótti mér bestur. Svo var hann líka flinkur þessi strákm- sem lék aðalhlutverk- ið og var á sviðinu allan tímann. En Árni Tryggvason var ekki góður fyiir mína parta. Mér fannst bann ekki passa i hlutverkið.“ - Og konurnar? „Þær voru ekki nógu góöar og eiginlega leiðinlegar þessar stelpur eins og þær geta nú verið ágætar á öðrum stöðum. Edda Heiðrún og Hláturklúbbar í Indlartdi hafa hláturklúbb- hkib stofna einn slíkan í Reykja- ar almennings rutt sér til vík. Hláturklúbbamir þykja rúms og fer stöðugt fjölgandi. Bv. J heilnæmir því alþekkt er að í hláturklúbbunum kemur hláturinn lengir lífið en að fólk saman í byrjun dags og t auki styöja visindarann- hlær i kór í nokkrar minútur. Bk Jm sóknir þær staðreyndir að Að því loknu er haldið tii Wms»aé!Sm hláturinn hefur góð áhrif á starfa. Klúbbamir spretta nú Hleglö ónæmiskerfi líkamans, auk upp víða um lönd og eru jafn- ,,, s#f tíl þess að draga úr streitu og vei hugmyndír uppi um að géds. þunglyndi og auka kyngetu. DV-MYND GVA Fréttamynd mánaöarins Fréttaskýrendur eru ekki á einu máti hvernig beri aö tútka þessa mynd sem Gunnar V. Andrésson tók við setningu Alþingis á mánudaginn. Myndin hefur þegar vakiö mikla athygti og hafa borist fyrirspurnir utan úr heimi vegna birt- ingar hennar í DV í gær. Forsetinn er í ræöustóti og aö baki honum stendur forsætisráöherra sem gæti veriö aö hrópa: „Út meö þig!“ AuöurLaxness Qþarfí að nota rðdd skáldsins af segulbandi. Margrét Helga nutu sin alls ekki þarna á sviðinu," sagði Auður Lax- ness sem tók þó fram að sér hefði alls ekki leiðst á sýningunni. Hún hefði bara ekki verið nógu vel heppnuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.