Alþýðublaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 1
„Sjúkrahúsið á Islandi" Auka þarf samhæfingu á rekstri íslenzkra sjúkrahúsa og koma á ffleggri verkaskiptingu milli smærri sjúkrahúsanna úti á landi annars veffar og sjúkra- húsa Reykjavíkursvæðisins hins vegar, og samhæfa þarf rekst ur og starfsemi hinna síðar- nefndu. Sjúkrahúsin Þarf í raun og veru að reka senl eina heild, þar sem eitt taki við af öðru, og mætti jafnvel tala <iun „Sjúkrahúsið á íslandi’*. Einnig- þarf að auká tengslin milli heil- brigðisþjónustunnar utan sjúkra húsanna. Þessar eru niðurstöður grein- ar, sem læknarnir Árni Björns son, Ásmundiur Brekkan og Tómas Á. Jónasson rita í nýj ásta Iheiftið af Samivinniunni, en (þar eru sjúkrahúsmálin sérstiak tegá tekin til meðferðar. Telja þeir að skipulagsniálum sjúkra þjónustiunnar þurfi að koma í jannað og betra 'horf, en raiun vcrulega sé nægur sjúkrarúma fjöldi til í ilandinu fyrir bráð sjúkdómstilfelli, Iþótt á hinn bóg inn vanti mikið á að dreifing þeirra og nýting sé með eðli- legu móti. Yöntun sé ihins veg ar á ódýrara sjúkrtarými fyrir langlegu sjúklinga. Aðrar greimar um sjúkralhús mál í heiftinoi eriu eftir Pál Gíslason lækni, Georg Lúðvíkd ison forstjóra ríkisspítalanna Stefán Þorleifsson á Neskaup stað, og Jón GunnlaugSsoa lækni. i FRIMURARAR, ODDFELLOAR HESTAMENN MEGA ÞAÐ Rætt við Ámunda Ámundason, for- mann STARTklúbbsins. Næturklúbbamálin eru nú stöð- ugt í brennidepli. Nýlega tók lög- reglan hóp af gestum að næturþeli til yfirheyrslu og í gær sátu for- ráðamenn klúbbanna þriggja á „rabbfundi" með lögreglustjóra. Við iögðum leið okkar í einn klúbb- inn í gær, Start-klúbbinn að Ein- holti 6, í því skyni að ná tali af Amunda Amundasyni, formanni klúbbsins. Er við komum á staðinn voru símamenn önnum kafnir við að leggja símaleiðslur um húsnæðið þvert og endilangt, svo ekki virtist sem uppgjafarandi svifi þar yfir vötnunum. Ámundi var ekki við þegar við komum, svo við svipuð- umst um í klúbbnum; snotrasta hús næði, innréttað af kúnst af meðlim-' um sjálfum. Þarna eru 3 salir, spila- herbergi, skrifstofa og salerni. Þegar Amundi kom á vettvang hófst spjallið og spurt var, hvað lögreglan telji klúbbunum helzt til foráttu. I Mega ekki drekka eigið vín. — I fyrsta lagi telur embættið óheimilt að hér sé opið eftir klukk- an eitt á nóttunni. I öðru lagi að fólk megi ekki hafa sitt eigið vín um hönd hér á staðnum, en með- limir hér Ieggja til sitt eigið vín Efri mynd: Úr klúbbnum. Neðri mynd: Veitingarnar. og fá svo ávísunarmiða, þar sem við viljum ekki að fólk gangi hér um veifandi flöskunum. Nú, vínið er geymt á skrifstofu klúbbsins og þar geta eigendur vitjað þess gegn miðunum. Brot á ferðafrelsi — Hvaða spurninga spurði lög- reglan um nóttina, þegar. gestirnir voru færðir til yfirheyrslu? — Fyrst vil ég segja, að ég tel þetta framferði lögreglunnar um nóttina ólögmætt og brot á ferða- frelsi manna. Þarna var hópur tek- inn, vippað inn í lögreglubíla og ekið á stöðina, án nokkurra skýr- inga. Þetta er ekki gert á öðrum stöðum, þar sem svipuð starfsemi fer fram. Eg vil benda á, að öðrum félögum líðst að reká sína starfsemi óáreitt, t.d. hestamannafélögin, stjórnmálafélögin, oddfellowar, frí- múrarar og aðrir heldrimanna- klúbbar. Hví má ahnenningur ekki reka sína starfsemi óáreittur? Nú, þeír spurðu fólkið um vín- neyzlu hér inrii, þeir spurðu um vínið, hváðan það væ'ri komið og hvernig það væri afhent. Þá spurðu þeir hvort fólkið væri meðlimir, hvort það hefði komið hingað áð- ur, hve oft o.s.frv. o.s.frv. Það má geta þess að engin form- leg kæra hefur kornið frarii varð-' aridi klúbbinn, hvorki frá frieðlim-. um, gestuin eða hágrönhum, sva ætla mætti að lögrégluembættið liefði ekki talið ástæðu til yfir- heyrslu. Frámhald á þls. 15 Ámundi Ámundason. ALÞÝÐUBLAÐIÐ HEFUB hleraé að fyrir dyrum standi miklar imeytingar á kennslufyrirkömiu- lagi við Lagadeild Háskóla ís- lands, en kennanar deildarinniar séu þó ekki á eitt sáttir um hina nýju tillögu né hversu langt iskuli ganga í nýs'köpunarátt... IMACCARTNEY GIFTIR SIGI LUNDÚNUM 11, 3. (ntb-reuter): Brezki bítillinn Paul MacCartney ætlar að ganga í iieilagt hjónaband á morgutij að því er skýrt var frá i Lundúnum í dag. Hin hamingjs- sama er, 25 ára gömul fráskilin bandarísk stúlka, Linda Eastman að nafni, dóttir þekkts lögfræðings í New York. Frúin, sem á sex ára gamla dóttur frá fyrra hjónabandi, hefur að undanförnu dvalizt ásamt dóttur sinni á búgarði bítilsins t Vestur-Skotlandi. Þau Linda og Paul eru sögð hafa hitzt fyrst fyrir eintt ári, en átt mörg stefnumót síðan. Hjónavígslan verður borgaraleg og fer. fram hjá bæjarfógetaembættinu í Marlybone, miðborg Lundúnal j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.