Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001
DV
REUTER-MYND
Donald Rumsfeld
Landvarnaráöherra Bandaríkjanna
þvertekur fyrir aö loftárásirnar á
Afganistan hafi valdiö miklu mann-
falli meöal óbreyttra. Talibanar segja
200 hafa fallið í þorpinu Khorum.
Rumsfeld segir
sprengjum ekki
varpað á borgara
Donald Rumsfeld, landvarnaráö-
herra Bandaríkjanna, hefur vísað á
bug fréttum um að loftárásirnar á
Afganistan hafi kostað marga
óbreytta borgara lifið.
Ráðherrann sagði í viðtali við
sjónvarpsstöðina al-Jazeera í Katar
að loftvarnabyssur talibana kynnu
að hafa valdið mannfalli meðal
óbreyttra borgara í Afganistan, eða
innbyrðis átök meðal Afgana.
„Þetta er að sjálfsögðu ekki satt.
Okkur er mjög í mun að koma í veg
fyrir mannfall meðal almennings,"
sagði Rumsfeld í viðtalinu.
Talibanar hafa sakað Bandaríkja-
menn um að drepa 200 manns í árás
á þorpi nærri Jalalabad.
Blaðamanni eng-
in miskunn sýnd
Frönskum blaðamanni, sem hefur
verið sakaður um njósnir eftir að
hann fór ólöglega inn í Afganistan í
síðustu viku, verður engin miskunn
sýnd, að því er pakistanskt dagblað
hafði í morgun eftir embættismanni
talibanastjórnarinnar í Afganistan.
Njósnir eru dauðasök í landinu.
Fréttamaður pakistanska blaðs-
ins The News hitti blaðamanninn
Michel Peyrard frá vikuritinu Paris
Match í fangaklefa hans í borginni
Jalalabad. Ekki var sagt hvenær.
Yfirmaður leyniþjónustu talibana
í austurhluta Afganistans sagði
blaðinu að fundist hefðu tæki og
skjöl á Peyrard sem sýndu að hann
hefði verið í njósnaferð. „Við mun-
um ekki sýna neina miskunn eins
og við gerðum fyrr þegar breska
blaðakonan Yvonne Ridley var látin
laus af mannúðarástæðum,“ sagði
njósnaforinginn Taj Meer.
REUTER-MYND
Powell á Indlandi í morgun
Bandaríski utanríkisráöherrann
ræddi viö indverska ráöamenn.
Powell heimsótti
Indland í morgun
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á Indlandi í
morgun að barátta stjórnvalda í
Washington gegn hryðjuverkum
ætti við um öll hryðjuverk, líka þau
sem beindust gegn Indlandi.
Powell sagði einnig að lausn á
deilu Indverja og Pakistana um
Kasmír væri lykillinn að því að
binda enda á áralangan fjandskap
milli þjóðanna. Indverjar hafa ítrek-
að sakað Pakistana um að styðja
hryðjuverk í Kasmír.
Sharon segist tilbúinn til aö viðurkenna stofnun Palestínuríkis:
Fyrrum ráðherra
lést af skotsárum
Ariel Sharion, forsætisráðherra
ísraels, sagðist í gær vera tilbúinn til
að viðurkenna stofnun sjálfstæðs rík-
is Palestínumanna, svo framarlega
sem öryggis ísraela yrði gætt í hvi-
vetna og bætti því við hann væri til-
búinn til að leiða viðræður við Palest-
ínumenn um varanlegan frið fyrir
botni Miðjarðarhafs. Sharon sagði
þetta á fundi með félögum sínum í
Likud-bandalaginu i gær, sem haldinn
var í kjölfar þess að tveir ráðherrar
úr flokki þjóðernissinnaðra harðlínu-
manna, samstarfsflokks Likud-banda-
lagsins, sögðu sig úr ríkisstjórn Shar-
ons, í kjölfar þess að herinn var kall-
aður frá borginni Hebron á Vestur-
bakkanum, þar sem hann hafði verið
í varðstöðu síðan í síðustu viku.
Harðlínumennirnir sem sögðu sig
úr ríkisstjórinni voru þeir Rehavan
Zeevi ferðamálaráðherra og Avigdor
Lieberman, ráðherra skipulagsmála,
en afsögn þeirra hafði lengi legið í
loftinu, eða frá því þeir hótuðu út-
göngu eftir síðasta fund þeirra Ara-
fats og Peresar utanríkisráðherra.
Ariel Sharon
Sharon, forsætisráðherra 'israeis,
sagöist í gær tilbúinn til aö viöurkenna
sjálfstætt ríki Palestínumanna.
í morgun varð Rehavan Zeevi síðan
fyrir alvarlegri skotárás, þar sem
hann var staddur á hóteli í Jerúsalem
og hefur Alþýðufylking Palestínu-
manna, PFLP, sem hefur aðsetur í
Sýrlandi, þegar viðurkennt að hafa
staðið að árásinni sem hefnd fyrir
morð ísraelsmanna á Abu Ali Musafa,
leiðtoga PFLP í ágúst sl. Zeevi særðist
illa í árásinni, en hann fékk þrjú skot
í höfuð og háls og lést hann á
sjúkrahúsi skömmu seinna.
í morgun var einnig staðfest að,
Eyad al Akhrass, liðsmaður skæru-
liðahóps Hamas-samtakanna, hefði
verið drepinn í sprengjuárás á heimili
sínu í Rafah-flóttamannabúðunum á
Gazasvæðinu og kenndi einn talsmað-
ur Hamas ísrelsmönnum um verknað-
inn. Annar Hamas-félagi hélt því hins
vegar fram að Akhrass hefði látist eft-
ir að sprengja sem hann sjálfur hand-
lék hefði sprungið i höndum hans.
Yfirvöld í ísrael eru nú að rannsaka
málið, en vitað er að tveir fyrrum
Hamasliðarnir voru á aftökulista
ísraelsmanna og hafa þeir þegar
viðurkennt drápin, en kannast ekki
við það síðasta.
REUTERMYND
Flóttamannastraumurinn eykst í Afganistan
Einn þeirra milljón flóttamanna sem flóttamannahjálp Sameinuöu þjðöanna segir á leið til tandamæra nágrannaríkja Afganistans í
kjölfar áframhaldandi loftárása Bandaríkjamanna og Breta á iandiö. Þessi ungi maöur, sem er eins og klipptur út úr 1001 nótt ef
gúmmídekkin eru undanskilin, var í gær á leiöinni frá Shamshatoo-flóttamannabúöunum, nálægt Peshawar.
Loftárásunum á Afganistan haldið áfram í morgun:
Sprengjum varpað á vöru-
skemmu Rauða krossins
Bandaríska landvarnaráðuneytið
viðurkenndi í gær að þúsund punda
sprengjur úr flugvélum þess hefðu
af misgáningi fallið á vöruskemmu
Rauða krossins í norðurhluta Kab-
úl, höfuðborgar Afganistans, í gær.
Talið er að talibanar hafi notað
vöruskemmur í nágrenninu til að
geyma hernaðartól sin.
„Herbílar höfðu sést í nágrenni
þessara vöruskemma. Bandaríski
herinn vissi ekki að Rauði krossinn
hefði notað eina eða fleiri af þessum
skemmum,“ sagði talsmaður land-
vamaráðuneytisins i gær.
Starfsmenn Rauða krossins sögðu
að birgðaskemmur þeirra væru
greinilega merkar með rauðum
krossi á þakinu. Að sögn eyðilögð-
ust að minnsta kosti 35 prósent
REUTER-MYND
Stórvirkar vinnuvélar
Bandaríski herinn er farinn aö beita
sérsveitavétum eins og AC-130 vél-
inni sem hér sést. Vélar þessar
hafa veriö notaöar í árásir á borgina
Kandahar síöusu daga.
birgða og tækjabúnaðar sem voru í
skemmunni.
íbúar Kabúl vöknuðu í morgun
upp við enn frekari loftárásir á
borgina. Þotur steyptu sér yfir borg-
ina og slepptu sprengjum sínum. Að
sögn sjónarvotta sprungu að
minnsta kosti sex sprengjur þar í
morgun.
Ekki var ljóst á hvaða skotmark
sprengjunum var varpað eða hvort
eitthvert manntjón varð við spreng-
ingarnar. Þá gerðu bandarískar her-
flugvélar árásir á hernaðarmann-
virki taiibana suður af borginni
Jalalabad, að sögn afganskrar
fréttastofu í Pakistan.
Harðar árásir hafa einnig verið
gerðar á Kandahar, höfuðvígi tali-
banastjórnarinnar.
Nyrup gagnrýnir njósnara
Poul Nyrup
Rasmussen, forsæt-
isráðherra Dan-
merkur, gagnrýnir
leyniþjónustur
dönsku lögreglunn-
ar og danska hers-
ins harðlega í við-
tali við Ekstra Blad-
et í morgun. Nyrup hefur margoft
lent í vanda að undanfórnu vegna
þess að upplýsingar berast seint.
Ráðherra flýr Afganistan
Wakil Ahmed Muttawaki, utan-
ríkisráðherra talibanastjórnarinn-
ar, er farinn frá Afganistan og hefur
sett sig í samband við fulltrúa fyrr-
um konungs landsins, að því er
háttsettur aðstoðarmaður kóngsins
sagði í morgun.
Omar sagöur enn á iífi
Mohammad Omar, andlegur leið-
togi talibana, er á lífi og ósærður
eftir loftárásir Bandaríkjamanna og
Breta á Afganistan síðustu tíu daga.
Páfi hugsar um stríð
Jóhannes Páll páfi hélt í gær upp
á það að 23 ár voru liðin frá því
hann var kjörinn i embættið. Að
þessu sinni var stríð og friður páfa
ofar í huga en nokkru sinni fyrr á
ferlinum.
Mandela vongóður
Nelson Mandela, fyrrum forseti
Suður-Afríku, sagðist í gær vera
vongóður um að loforð ESB um að-
stoð gæti stuðlað að friði í Afríku-
ríkinu Búrúndí.
Bush minnir á dollarann
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
hvatti bandarísk
börn enn einu sinni
i gær til að gefa
einn doUar til hjálp-
arstarfs fyrir jafn-
aldra þeirra í
Afganistan. Milljón-
ir manna í Afganistan sjá fram á al-
varlegan fæðuskort í vetur vegna
striðsástandsins og þurrka undan-
farinnar ára.
Jaruzelski aftur fyrir rétt
Réttarhöidin yfir Jaruzelski hers-
höfðingja, síðasta kommúnistaleið-
toganum í Póllandi, hófust aftur i
gær. Jaruzelski er sakaður um að
bera ábyrgð á fjöldamorðum á mót-
mælendum 1970.
! Koizumi enn mjög vinsæll
Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra Jap-
ans, nýtur enn gífur-
legra vinsælda meðal
almennings, hálfu ári
eftir að hann tók við
embætti, að því er
skoðanakönnun sem
birtist í dagblaði í
morgun hefur leitt í ljós.
Ekki mikla ríkisaðstoð
Framkvæmdastjóri samgöngu-
mála ESB sagði aðildarlöndunum i
gær að þau mættu ekki láta flugfé-
lögum í té háar fjárhæðir í ríkis-
styrk í kjölfar þrenginganna eftir
hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin
í síðasta mánuði. Að minnsta kosti
þrjú lönd í ESB vilja aðstoða flugfé-
lög sín meira en strangar reglur
ESB segja til um.