Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Side 36
sSFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 9. NOVEMBER 2001 Ráðherra: Lögreglunni sig- að á brotamenn Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segist hafa gripið til sérstakra aðgerða vegna brottkasts á fiski á miðum landsins en ýmislegt sé þó óunnið. Hins veg- Arni Mathiesen. ar megi þeir sem hafi einbeittan brotavilja vara sig í framtíðinni því búast megi við meiri eftirfylgni í rannsóknum. Hann gagnrýnir lögregiuna fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í » * rannsóknum á brottkasti til þessa. Myndirnar sem teknar voru um borð í fiskiskipi og sýndu stórfellt brottkast hafa vakið athygli og óhug. Skipstjóri þess báts hefur sagt að hann hafi kastað allt aö 90% aflans og á hann ekki von á góðu ef marka má orð ráðherra: „Ég geri ráð fyrir að lög- reglan kanni þetta mál. Það er hennar hlutverk en ekki mitt. Ef þarf að minna hana á það þá munum við gera það en jafn sorglegt og það er þá hef ég orðið var við það áður aö sum laga- brot virðast skipta lögregluna minna máli en önnur. Þegar ég var formaður dýravemdarráðs var t.d. afskaplega erfitt að fá sýslumann og lögreglu til að vinna að þeim rnálurn." Erfltt heima í héraði Ráðherra bendir á að svona mál séu erfið vegna nálægðar lögreglunn- ar við hlutaðeigandi, t.d. í minnstu sjávarplássunum. „En sýslumenn eru sýslumenn til að þeir geti hafið sig upp yfir svoleiðis." Árni bendir á að I eitt og hálft ár hafi verið unnið að lausn á vandan- um. Bæði með könnunum, nýjum frumvörpum og þrefóldun á fjölda eftirlitsmanna og nýjum aðferðum við sýnatökur. Þá séu prófmál í gangi hjá dómstólum og Árni hefur rætt við dómsmálaráðherra um rannsókn- araðferðir sýslumanna í málum sem Fiskistofa kærir til þeirra. „Þeir virð- ast bara tala við skipstjórana sem neita að hafa kastað fiski. Þá er mál- ið ekkert rannsakað frekar,“ segir ráðherra. -BÞ Látinn eftir bílslys Annar mannanna tveggja sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Nesjavallavegi þann 27. október síð- astliðinn lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær. Tvær ungar konur, sem voru farþegar í aftursæti bíls- ins, létust í slysinu en fjórði maður- inn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -aþ Talsmaður LíÚ: Glæpur sem taka þarf á Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir það ömur- lega niðurstöðu ef menn neyðast til að taka upp eftirlitsmyndavélar í skipum. Hann hafi alltaf verið mótfallinn því en eftir síðustu uppákomur telji hann einsýnt að það sé eina leiðin til að taka á brottkastinu. Friðrik segir að DV-MYND FH Brottkast á miöunum Ljósmyndin aö ofan er tekin þegar myndatökumaöur og fréttamaOur Ríkissjónvarpsins fóru um borö í íslenskt skip á dögunum. Frétt þeirra í gærkvöld hefur þegar vakiö hörö viöbrögö. segir au Friörjk j með þessari upp- Arngrímsson. ákomu í sjón- varpinu í gær séu „þessir gaurar að reyna að réttlæta brottkastið" og hann telur að allt eins megi rétt- læta innbrot eða aðra glæpi með því að sýna þá í sjónvarpi ef þjófarnir telji sig hafa máistað. Friðrik segir að þeir bátar og skip- stjórar sem hér um ræöir séu snur- voðarbáturinn Bjarmi BA og skip- stjóri hans Níels Ársælsson og netabáturinn Bára þar sem skip- stjóri sé Sigurður Marinósson, for- maður félags kvótalítiila útgerða, séu einfaldlega að fremja glæp sem taka þurfi á. -BG Sjónvarpið sýnir myndir af brottkasti af tveimur bátum: Fiski aldrei veriö hent á mínu skipi - segir skipstjórinn á Bjarma BA Fréttamynd Sjónvarpsins i gær- kvöld af brottkasti afla á tveimur ís- lenskum fiskiskipum hafa vakið verðskuldaða athygli, enda virtist ljóst af myndunum að öllum fiski undir ákveðinni stærð, sennilega um 5 kg, var kastað aftur fyrir borð, sem og öllum meðafla. Þama var á ferðinni það sem um árabil hefur verið á flestra vitorði, en sjómenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir að hleypa fréttamönnum um borð til að mynda verknaðinn. Nú var það gert, greinilega í þeim tilgangi að fá fam umræðu og aðgerðir vegna brottkastsins. Þriðjungi af afla ann- ars skipsins í sjónvarpsmyndinni í gærkvöld var kastað aftur fyrir borð, um 20 tonnum. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra vill lögreglurannsókn á málinu. Bjarmi BA Skipiö ergert út frá Tálknafirði. Heimildarmenn DV segja fulla vissu um annað skipið á umrædd- um myndum en það er gert út frá Vestfjörðum. Þar er um að ræða Bjarma BA frá Tálknafirði sem leggur upp á Flateyri. DV hafði samband við Níels Ársælsson skip- stjóra þess skips í morgun en hann gerir jafnframt skipið út, en hann vildi ekki gangast við verknaðin- um. „Ég kom ekki nálægt þessu og það hefur aldrei verið kastað fiski úr mínu skipi. Það er hægt að skoða samsetningu aflans mörg ár aftur í tímann og þetta er bara kjaftæði. Ef ég verð sakaður um þetta eina ferðina enn þá mun ég fara i mál við ykkur, opna þetta mál og stefna þeim mönnum sem halda þessu fram,“ sagði Níels, og hann vildi alls ekki ræða það hvaða álit hann hefði á brottkasti yílrleitt. DV hefur rætt við mann sem reri á þessu skipi fyrir nokkru og hann hefur þetta að segja um þá aðferð sem viðhöfð var við veið- arnar: „Þegar veiðar voru að hefi- ast var okkur skipað að kasta í sjó- inn aftur öllum fiski undir 6 kíló- um, og ég hlýddi að sjálfsögðu." Magnús Þór Hafsteinsson frétta- maður, sem vann fréttina í Sjön- varpinu og var á vettvangi, sagði í morgun að það vissu allir um brottkastið en menn hefðu ekki viljað koma fram undir nafni og segja frá því. Hann segir að það sem vakti fyrir mönnum með sýn- ingu myndanna i gær hafi verið að vekja athygli á að þessi vandi sé til staðar, það sé það sem skipti öllu máli en ekki að hengja einhvem ákveðinn aðila. „Vandinn er ekki brottkastið sjálft heldur það kerfi sem er um fiskveiðamar og menn verða að vinna undir,“ sagði Magnús Þór. -gk Jafnaðarmenn á Akureyri sárir eftir könnun Gallup: iólakort l’KRABBAMEINSFÉLAGIO [ STARI Samfylkingin gleymdist STYÐJUMI STARFI „Ég er nú aðallega hissa á því að fyrirtæki eins og Gallup, sem vill láta taka sig alvalega, skuli gera annaö eins og þetta,“ segir Jón Ingi Cæsarsson, formaður Samfylkingar- félagsins á Akureyri, um fram- kvæmd skoðanakönnunar Gallups um fylgi stjórnmálaflokkanna í bænum, en niðurstöður könnunar- innar voru birtar í vikunni. Þar var Samfylkingin ekki sem valkostur þótt ljóst hafi verið vikum saman að hún ætlaði að bjóða fram við kosn- ingarnar að vori. Þetta er í annað skipti á örfáum vikum sem Gallup klúðrar með herfilegum hætti skoö- anakönnun á Ak- Jón Ingi Cæsarsson. ureyri. í siðasta mán- uði var Gallup með sambærilega skoðanakönnun á Akureyri þar sem spurt var um fylgi stjórnmála- flokkanna i bæn- um. Þá var ekki minnst á Vinstri græna sem þó höfðu lýst yfir að þeir myndu verða með framboð í kosningunum í vor. I samtali við blaðamann DV þá sagði Sigríður Margréí Oddsdóttir hjá Gallup á Akureyri að „leið mistök hefðu átt sér stað“, svo vitnað sé beint í orð hennar. Hún sagði ástæðuna fyrir því að Vg var þá ekki talinn upp sem valkostur vera þá að flokkurinn hefði ekki boðið fram við kosningamar 1998. Það virðist hafa verið „leiðrétt" þannig að nafni Vg var bætt inn á lista yfir þá flokka sem „boðið var upp á“. Samfylkingunni var hins vegar ekki bætt inn á listann en þar var Akureyrarlistinn sem var kosn- ingabandalag í síðustu kosningum. -gk Utiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 i i 4 i i i i i i 4 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.