Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Qupperneq 2
18 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 Sport Brynja Steinsen, Haukum, fær hér all hressilegar móttökur frá sínum gömlu félögum í Val. DV-mynd Pjetur íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val, 23-18, á Ásvöllum í efstu deild kvenna á laugardaginn. Fyrir þennan leik höfðu meistaramir tapað tveim- ur síðustu viðureignum sínum frekar óvænt og það var greinilegt að nú átti að snúa blaðinu við enda mætti liðið ákveðið til leiks undir stjórn nýs þjálfara, Gústaf Adolfs Björnssonar. Valur, sem hefur verið að spila nokkuð vel það sem af er þessu móti, var þó ekki á því að hleypa Haukun- um of langt fram úr og munurinn var þrjú mörk í hléi og allt virtist geta gerst. Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik gáfu fyrirheit um nokkuð jafnan leik en íljótlega tóku Haukarn- ir mikinn kipp og breyttu stöðunni á stuttum tima úr 13-10 í 17-10 og eftir það var engin spuming hvorum meg- in sigurinn myndi lenda. Þrátt fyrir þennan örugga sigur var Haukaliðið alls ekki að spila sinn besta leik þótt vörnin væri góð meg- inpart hans sem og markvarslan. Sóknin var aftur á móti afar slök þeg- ar á heildina er litið og voru sóknir liðsins langar og leiðinlegar og hug- Kaflaskipt á Nesinu - í baráttuleik þegar Grótta/KR vann upp góöa forustu Víkings og vann Geysileg spenna var á Seltjarnar- nesinu á laugardag þegar Grótta/KR vann mikinn baráttusig- ur á Víkingum, 20-19, í efstu deild kvenna. Með sigrinum komust heimastúlkur í annað sætið í deild- inni og eru með 9 stig eftir sex um- ferðir. Víkingsstúlkur komu mun ákveðnari til leiks. Mun meiri bar- átta var í þeirra liði. Lifandi varnar- leikur og hraður sóknarleikur skil- aði þeim fimm marka mun í hálf- leik. Leikmenn Gróttu/KR voru frekar andlausir í fyrri hálfleikn- um. Náðu ekki upp mikilli baráttu i vörn og sóknarleikurinn var mjög einhæfur. Tvær stúlkur skoruðu fyrir þær í fyrri hálfleik og einung- is tvær aðrar tóku eitt skot hvor að marki. í siðari hálfleik var hins vegar allt annar bragur á leik Gróttu/KR. Varnarleikurinn var mjög sterkur og í sókninni tóku fleiri leikmenn liðsins af skarið. Þetta skilaði sér því þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum náöu þær að jafna leikinn og siðan að tryggja sér sigurinn þeg- ar Heiða Valgeirsdóttir skoraði sig- urmarkið í leiknum. Guðbjörg Guðmannsdóttir komst inn úr horninu á síðustu sekúndum leiksins en skaut í stöng og þar með voru úrslitin ráðin. Það var sóknar- leikur Víkinga sem klikkaði í síðari hálfleik og varð til þess að þær töp- uðu leiknum. Tapið var ennþá sár- ara fyrir þær vegna þess að þær voru yfir nærri allan leikinn. Amela Hegic og Ágústa Edda Björnsdóttir voru langatkvæðamest- ar hjá Gróttu/KR. Þóra Hlíf var einnig nokkuð góð í markinu. Hjá Víkingum var Guðmunda Kristjánsdóttir atkvæðamest í sókn- inni. Helga Torfadóttir varði vel í markinu. Þetta var skemmtilegur leikur tveggja góðra liða. Sennilega hefði verið sanngjamt að hann hefði end- að með jafntefli. Það var leiðinlegt að sjá í lok leiks þjálfara Víkinga hella úr skál- um reiði sinnar yfír dómara leiks- ins. Þeir létu það óátalið. Dómarar leiksins voru kannski ekki bestu menn vallarins en dæmdu mun bet- ur eftir því sem leið á leikinn. Þeir virtust oft úti á þekju í fyrri hálfleik og hugsanlega var þetta uppsöfnuð gremja hjá þjálfaranum. -MOS myndaleysið alls ráðandi og það finnst manni skrýtið þegar litið er á leikmannahópinn þar sem er mikið af góðum sóknarleikmönnum en reynd- ar gengu hraðaupphlaupin ágætlega hjá liðinu. Valsliðið, borið uppi af Drífu Skúladóttur, tapaði þessum leik fyrst og fremst á aragrúa byrjendamistaka sem hreint skelfilegt var að horfa upp á, hvað eftir annað gripu leikmenn liðsins ekki boltann eða þá að þeir misstu hann í lappirnar og er hér ver- ið að tala um afar einfaldar sending- ar. Þá voru leikmenn liðsins iðnir við að henda boltanum rakleiðis út af og gerðu Haukunum lífið afar létt en bæði lið geta mun betur sóknarlega. -SMS Haukar-Valur 23-18 3-0,4-3, 7-4,9-5, (9-6), 9-7,11-8,14-10,17-12, 20-16, 23-18. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Inga Fríöa Tryggva- dóttir 9/3 (11/4), Nína K. Björnsdóttir 4 (10/1), Harpa Melsted 3 (5), Hanna G. Stef- ánsdóttir 3 (5), Sandra Anulyte 2/2 (2/2), Sonja Jónsdóttir 1 (1), Brynja Steinsen 1 (1), Telma B. Árnadóttir (2), Heiða Erlings- dóttir (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 (Harpa 2, Hanna 2, Nína 2, Inga, Sonja). Vitanýting: Skorað úr 5 af 7. Fiskuö viti: Harpa 3, Brynja 2, Thelma 2. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Jenný Ásmundsdóttir 16/1 (33/4, hélt 11, 48%), Berglind Hafliðadóttir 1 (2, hélt 1, 50%) Brottvisanir: 4 mínútur. Valur: Mörk/víti (skot/víti): Drífa Skúladóttir 9 (16), Hrafnhiidúr Skúladóttir 6/3 (15/4), Elfa Björg Hreggviðsdóttir 1 (1), Eivor Pála Blöndal 1 (3), Árný B. isberg 1 (6), Eva Þórðardóttir (1), Kolbrún Franklín (l), Hafrún Kristjánsdóttir (1), Svanhildur Þor- björnsdóttir (3). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Drífa, Eivor). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuó viti: Drífa 2, Hafrún, Svanhildur. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Berglind Hansdóttir 11/1 (32/4, hélt 4, 34%). Sóley Halldórsdóttir 1/1 (3/3, hélt 1, 33%). Brottvísanir: 8 minútur. Dómarar (1-10): Ámi Sverrisson og Guðmundur Stefánsson (7). Gteói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 125. Maður leiksins: Drífa Skúladóttir, Val. Grótta/KR-Víkingur 20-19 0-2, 3-5, 4-8, 6-10, 7-11, (8-13), 10-13, 12-15, 13-17, 17-17,18-18,19-18, 19-19, 20-19. Grótta/KR: Mörk/viti (skot/viti): Amela Hegic 11/3 (19/5), Ágústa Edda Björnsdóttir 5 (13), Heiða Valgeirsdóttir 2 (3), Eva Björk Hlöðversdóttir 1 (2), Hulda Sif Ásmunds- dóttir 1 (3). Mörk úr hradaupphlaupunv 0. Vitanýting: Skorað úr 3 af 5. Fiskuú viti: Ágústa, Kristín Þórðardóttir, Hulda, Heiða, Eva Björk. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Þóra Hlíf Jónsdóttir 9 (28/3, hélt 4, 32%), Ásdís Björk Kristjánsdóttir 1/1 (1/1, hélt 1, 100%). Brottvisanir: 8 mínútur. Vikinsur: Mörk/víti (skot/viti): Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir 7/3 (18/4), Steinunn Bjarnason 3 (5), Guðbjörg Guðmannsdóttir 3 (6), Anna Kristin Árnadóttir 2 (2), Mar- grét Egilsdóttir 2 (3), Helga Birna Brynj- ólfsdóttir 2 (4). Mörk úr hradaupphlaupum: 3 (Steinunn, Margrét, Guðbjörg). Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuó viti: Anna Kristín 3, Guðmunda Ósk. Varin skot/viti (skot/víti á sig). Helga Torfadóttir 16/1 (36/4, hélt 4, 44%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Ingi Már Gunnarsson og Þorsteinn G. Guðnason (6). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Aniela Hegic, Gróttu/KR. Sigurbrautin á ný - hjá Haukastúlkum sem unnu fyrsta leikinn undir stjórn Gústafs Adolfs Björnssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.