Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Page 3
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 19 DV Sport Birgir Leifur og Björgvin áfram Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson eru báöir komnir áfram á lokamót forkeppni evr- ópsku mótaraðarinnar í golfi en ákveðið var að aflýsa fjórða hring á Peralda-vell- inum á Spáni og láta stöðu að loknum þriðja hring gilda. Þá var Birgir Leifur í 2. sæti á 13 und- ir pari en Björgvin í 20.-23. stæti á fimm undir pari. Lokakeppnin fer fram dagana 14.-19. nóvember á Sotogrande og San Roque-vellinum á Spáni. Þrjátíu fyrstu á því móti komast inn á evrópsku mótaröð- ina en þeir sem verða í sætum 31.-75. komast á áskorendamótin en Birgir Leif- ur hefur þegar tryggt sig á þau mót með ágætum árangri á liðnu tímabili. -ÓK Stefán Gíslason til Austurríkis Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður Austra á Eskifirði og núverandi leikmaður Strömgodset í Noregi, gekk til liðs við aust- uríska félagið Graz Ak á laugardaginn. Stefán hélt til Aust- urríkis á fimmtudag- inn til að skoða að- stæður og ræða við for- ráðamenn liðsins. Eftir að hafa æft með liðinu á föstudag og laugardag var geng- ið frá samningum og mun Stefán halda al- farinn til Austurríkis á næstu dögum þar sem hann mun dvelja næstu tvö árin. -GÞÖ Ólafur bjarg- aði jafntefli í sínum fyrsta leik í meistaradeild Evrópu gerði Magdeburg jafntefli við franska liðið Chambery, 26-26. Það var Ólafur Stefánsson sem tryggði jafn- teflið með marki 30 sekúndum fyrir leikslok en hann gerði alls 5 mörk í leiknum. Magdeburg er í D-riðli en í hinum leik riðilsin vann Veszprém frá Ungverja- landi Skopje frá Makedóníu. í þýsku deildinni skoraði Patrekur Jóhannesson þrjú mörk fyrir Essen þegar liðið lagði Solingen, 22-24, á útivelli á laugardaginn. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki meðal marka- skorara. Þá skoraði Sigurður Bjarnason fjögur mörk fyrir Wetzlar sem sigraði Post Schwerin, 30-24, á fóstu- dagskvöldið. Þá gerði Gústaf Bjarnason 5 mörk fyrir Minden sem vann Willstátt, 33-27, í gær. -esá/ÓK Allt er i einum Stjarnan 6 5 1 1 165-144 11 ÍBV 7 5 0 2 146-123 10 Grótta/KR 6 4 1 1 119-108 9 Haukar 6 4 0 2 145-103 8 Valur 5 1 2 2 101-100 4 FH 5 2 0 3 98-109 4 Víkingur 6 2 0 4 100-119 4 Fram 6 1 0 5 115-155 2 KA/Þór 4 0 0 4 74-102 0 Markahæstar: Ragnheiöur Stephensen, Stjö. . 61/26 Ana Perez, ÍBV ................42/8 Amela Hegic, Gróttu/KR........40/10 Ingbjörg Ýr Jóhannsd., Fram . . 33/7 Hrafnhildur Skúladóttir, Val. . 30/10 Andrea Atladóttir, ÍBV.........28/3 Nína K. Björnsdóttir, Haukum . 28/8 Ásdis Sigurðardóttir, KA/Þór . . 26/8 Harpa Melsted, Haukum..........26/9 Ágústa Edda Björnsdóttir, Gr/KR 26 Inga Fríða Tryggvad., Haukum . 26/7 Jóna Margrét Ragnarsd., Stjörn. . 25 Anna Blöndal, Stjörnunni........23 Dröfn Sæmundsdóttir, FH .... 22/4 Guðrún Þóra Hálfdánard., Fram 21/4 Drífa Skúladóttir, Val.........21/3 Guðmunda Kristjánsdóttir, Vík. 21/6 Maður leiksins: Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni. Dómarar (1-10): Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason (7). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 190. nnapp - eftir 26-23 sigur ÍBV á Stjörnunni í Eyjum Eyjastúlkur tóku í gær á móti efsta liði 1. deUdar, Stjörnunni, í fyrsta leik sjöundu umferðar. Stjarnan hafði ekki tapað leik fram að þessu í íslandsmótinu en með sigri gátu þær styrkt stöðu sína á toppi deUdarinn- ar og jafnframt sett stórt strik í reikninginn hjá ÍBV. En heimastúlk- ur mættu mjög ákveðnar tU leiks og þrátt fyrir að tvær af lykilmanneskj- unum væru meiddar þá sigruðu Eyjastúlkur með tveimur mörkum, 26-24. Stjarnan byrjaði betur í leiknum og komst strax tveimur mörkum yfir. Fyrri hálfleikur var reyndar nokkuð kaflaskiptur því Eyjastúlkur komust í 4-3 en gestimir með Ragnheiði Stephensen í broddi fylkingar komust aftur tveimur mörkum yfir. En í liði Eyjastúlkna eru margir mjög sterkir einstaklingar og með mikUli baráttu tókst ÍBV að komast einu marki yfir áður en gengið var til leikhlés. Heimastúlkur urðu hins vegar fyrir áfaUi undir lok fyrri hálf- leiks þegar fyrirliði þeirra þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en Andrea Atladóttir er einnig meidd og munar um minna. Nýr leikmaður ÍBV fellur vel inn í liöiö Heimastúlkur voru hins vegar skrefinu á undan á upphafsmínútum seinni hálíleiks en eftir tíu mínútna leik kom góður leikkafli hjá þeim. Vigdís Sigurðardóttir hrökk í gang í markinu og nýi leikmaðurinn hjá ÍBV, Theodora Visockaite, virðist faUa vel inn í lið ÍBV en þar er á ferð mjög öflugur leikmaður sem var að spUa sinn fyrsta leik með ÍBV í gær. Mestur varð munurinn fjögur mörk en Stjörnustúlkur neituðu að gefast upp. Þær náðu að minnka muninn niður í tvö mörk undir lokin og mun- aði mikið um að HaUa María Helga- dóttir kom inn á síðustu tíu mínút- urnar en lengra komust þær ekki. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, sagöi eftir leikinn að meiðslin væru ekki mjög alvarleg. „Ég reyndar veit ekki alveg hvað gerðist, ég byrjaði að fmna fyrir þessu í síðasta leik og var svo að drepast i dag. Ég fékk svo högg á höndina í fyrri hálfleik og gat ekkert beitt henni eftir það en það kom ekki að sök enda erum við með breiðan hóp í vetur. Leikurinn sjálf- ur var eins og við áttum von á. Stjarnan er með mjög öflugt lið og leikurinn var jafn framan af en við kláruðum þetta um miðjan seinni hálfleik þegar við náðum fjórum mörkum á þær. Við slökuðum svo óþarflega mikið á undir lokin en sig- urinn var samt sem áður aldrei í hættu. Nýi leikmaðurinn hjá okkur kom mjög sterkur inn í þetta. Við vorum ekki að spila vel í dag en sigruðum samt þannig að það segir meira en mörg orð.“ Ragnheiöur meö 14 mörk Ragnheiður Stephensen átti enn einn stórleikinn í sókninni hjá gest- unum og skoraði fjórtán mörk ann- an leikinn í röð. Hún var nokkuð ánægð með sóknarleik Stjörnunnar. „Maður á í sjálfu sér alltaf von á erf- iðum leik hér í Eyjum og við berum að sjálfsögðu fulla virðingu fyrir ÍBV. Við vissum að við þyrftum að eiga toppleik hérna til að sigra, þær voru með nýjan leikmann sem við vissum lítið um en það verður að segjast eins og er að sóknarlið ÍBV er það sterkasta í deildinni í dag. Sókn- arleikurinn gekk vel hjá okkur en hann hefur yfirleitt verið okkar Akkilesarhæll. Það var hins vegar vörnin sem við vorum að klikka á en það helgast kannski af því að við vor- um að mæta mjög góðu liði.“ -jgi 0-2, 4-3, 6-8, 10-9, (13-12), 14-12, 17-14, 19-15, 24-20, 26-24 ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Theodora Visockaite 9/5 (16/6), Ana Pérez 6 (14/1), Dagný Skúladóttir 4 (5), Isabel Ortis 3 (4), Ingibjörg Jónsdóttir 2 (2), Milana Mileuzic 1 (1), Aníta Ýr Eyþórsdóttir 1 (1), Elisa Sigurðardóttir (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 3 (Ingibjörg, Pérez, Dagný). Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Fiskuó viti: Theodora 3, Dagný 2, Aníta, Pérez. Varin skot/víti (skot/víti á sig): Vigdís Sigurðardóttir 15 (39/8, hélt 7, 38%, víti í slá). Brottvísanir: 2 mínútur. Stiarnan: Mörk/viti (skot/víti): Ragnheiður Stephensen 14/8 (18/9), Jóna M. Ragnarsdóttir 3 (7), Margrét Vilhjálmsdóttir 2 (3), Halla Maria Helgadóttir 2 (3), Anna B. Blöndal 2 (3), Kristín J. Clausen 1 (2), Herdís Jónsdóttir (2), Inga Lára Þórisdóttir (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 1 (Ragnheiður). Vitanýting: Skorað úr 8 af 9. Fiskuó viti: Halla María 4, Margrét 2, Herdís, Kristín. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Jelena Jovanovic 14 (40/5, hélt 7, 35%, víti í stöng, víti fram hjá) Brottvisanir: 6 mínútur. Ana Perez og Theodora Visockaite léku vel fyrir (BV ( gær og skoruöu saman 15 mörk. Theodora Visockaite var aö leika sinn fyrsta leik meö Eyjaliöinu. DV-mynd Ómar Opna finnska meistaramótið í júdó: Fern verðlaun í Finnlandi Opna finnska meistaramótið í júdó fór fram um helgina og stóðu íslensku keppendurnir sig þar mjög vel og unnu alls til fernra verð- launa, 1 gull, 1 silfur og tvö brons. Vernharð Þorleifsson vann í sínum flokki, -100 kg, en hann glímdi við Tima Pestola frá Finn- land í úrslitaglímunni. Heimir Har- aldsson glímdi einnig til úrslita en hafnaði í 2. sæti sem telst mjög góð- ur árangur. Margréti Bjarnadóttur, sem keppti einnig í gær, gekk ekki eins vel og strákunum en hún féll út í fyrstu umferð. Á laugardag unnu þau Bjarni Skúlason (-90 kg) og Gígja Guð- brandsdóttir (-70 kg) til bronsverð- launa á opna finnska meistaramót- inu. Bjarni glímdi til úrslita um bronssætið við Kanadabúa en Gígja við fmnska stelpu. Aðrir keppendur áttu ekki eins góðan dag á laugardag en Snævar Jónsson (-73 kg) komst í aðra um- ferð en þær Anna Soffía Víkings- dóttir og Hjördís Ólafsdóttir féllu út í fyrstu umferð. Alls tóku 23 þjóðir þátt í mótinu en íslenski hópurinn var með stærra móti núna þar sem 8 þátttak- endur voru í hópnum, 4 karlar og 4 konur. Landsliðsþjálfarar eru þeir Sævar Sigursteinsson hjá körlunum og Bjami Friðriksson hjá konunum. Nú hefjast þriggja daga æfingabúðir og kemur hópurinn ekki aftur heim fyrr en á fímmtudaginn kemur. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.