Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
21
Sport
Tiu marka skellur
- Hauka í Barcelona, 29-39, gerði Evrópudrauminn í ár að engu
íslands- og bikarmeistarar Hauka
töpuðu fyrir Barcelona, 29-39, í fyrri
leik liðanna í Evrópukeppninni í
handknattleik sem fram fór ytra á
laugardaginn. Vitað var fyrirfram að
róðurinn yrði þungur enda er lið
Barcelona fornfrægt og margfaldir
Evrópu- og Spánarmeistarar og eitt
allra besta lið heims.
Aðalkeppikefli Haukanna fyrir leik-
inn var að reyna að halda hraðanum
niðri enda vitað að lið Barcelona vill
helst af öllu keyra leiki upp og ná sem
flestum hraðaupphlaupum sem eru
þeirra sterkasta hlið sem og mark-
varslan, þar sem gamli refurinn
Thomas Svensson ræður rikjum.
Haukunum tókst ágætlega þetta
ætlunarverk sitt meginpart fyrri hálf-
leiksins og þeir stóðu rækilega í
Spánarmeisturunum en í stöðunni
11-10 fóru hlutimir að fara úr bönd-
unum. Barcelona náði þá hverju
hraðaupphlaupinu á fætur öðru og
þegar fyrri hálfleikur var liðinn var
munurinn sex mörk, 19-13.
í byrjun síðari hálfleiks litu hlut-
irnir vel út fyrir Haukana og þeim
tóks fljótlega að minnka muninn f
fjögur mörk, 21-17, en bráðlega fór
allt í sama farið og grimmir leikmenn
Barcelona hreinlega keyrðu yfir ís-
landsmeistarana og mestur varð mun-
urinn tólf mörk, 34-22, og allt leit út
fyrir algert rótburst.
Það voru Haukarnir ekki tilbúnir
að samþykkja og þeir bitu í skjaldar-
rendur og segja má að lokakaflinn
hafi verið þeirra. Þeim tókst að
minnka muninn í sjö mörk, 36-29, og
fengu síðan nokkur upplögð færi til
að minnka hann enn meira en tókst
það því miður ekki og eins og við
mátti búast voru Spánverjarnir fljótir
að refsa fyrir það og juku muninn í
tíu mörk alveg í blálokin og það var
pínulítið svekkelsi.
Halldór Ingólfsson var langat-
kvæðamestur Haukanna en þeir Ein-
ar Örn Jónsson, Jón Karl Björnsson
og Magnús Sigmundsson voru ágætir.
-SMS
Barcelona-Haukar 39-29
4-1, 6-4, 9-7, 11-10, 14-11, (19-13), 22-17,
26-19, 29-21, 30-21, 34-24, 39-29.
Barcelona:
Mörk: Bojinovic 9, Nagy 7, Ortega 6,
Hemández 4, O'Callaghan 3, Ferrer 3,
Masip 2, Xepkin 2, Franzen 2 og Bustos
1.
Brottvísanir: 8 mínútur.
Haukar:
Mörk/víti: Mörk Hauka: Halldór
Ingólfsson 14/7 (3 fiskuö víti), Einar Öm
Jónsson 5 (eitt fiskað viti), Jón Karl
Bjömsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2,
Ásgeir Öm Hallgrímsson 1, Aliaksandr
Shamkuts 1 (2 fiskuð víti), Vignir
Svavarsson 1 (1 fiskað viti), Óskar
Ármannsson 1, Þorvarður Tjörvi
Ólafsson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 10,
Bjarni Frostason.
Brottvisanir: 14 mínútur. (Shamkuts
rautt fyrir 3x2 mín.)
Dómarar: Bemd Rosskamp og Freddy
Rothkrank frá Belgíu.
Áhorfendur: 2500.
Ekki veik
hlekkur
- í liði Spánarmeistara Barcelona
DV-Sport heyrði í Viggó
Sigurðssyni, þjálfara Hauka, eftir
leikinn í Barcelona á laugardag.
Þróaöist leikurinn þá eins og
þú hafóir búist vió?
Leikurinn var nokkurn veginn
eins og maður reiknaði með þvi
þeir spila rosalega hraðan og öflug-
an handbolta og það er hreinlega
engan veikan hlekk áð finna í
þessu liði. Þeir rúlluðu yfir okkur á
tímabili í fyrri hálfleik sem var
mjög dýrt og þótt við héngjum í
þeim og værum að spila á köflum
mjög vel duttum við of langt niður
inni á milli. Við gáfumst þó aldrei
upp þrátt fyrir að fá á okkur
nokkrum sinnum á stuttum tima
mörg mörk í röð. Þegar fjórar mín-
útur voru eftir vorum við búnir að
minnka muninn í sjö mörk en feng-
um þá hraðaupphlaup sem við
klúðruðum og fengum á okkur
mark í staðinn og misstum i kjöl-
fari$ leikmann út af og því var
endirinn nokkuð sárgrætilegur.
Eftirlitsmenn viðurkenndu
að það hallaði á Hauka
Hvernig stódu dómararnir sig?
„Belgísku dómararnir, sem við
kynntumst um daginn af eigin
raun, voru arfaslakir og er þá vægt
til orða tekið. Eftirlitsdómararnir
viðurkenndu það eftir leikinn að
verulega hefði hallað á okkur í
leiknum og því miður er þetta eitt-
hvað sem við verðum bara að
kyngja, enn þann dag í dag. Dóm-
aramir gerðu kannski ekki útslag-
ið í þessum leik en áttu sinn þátt í
því að munurinn var þetta mikill
því með almennilegum dömurum
hefðum við líklega sloppið með 6
til 7 marka tap og maður hefði ver-
ið öllu sáttari með það.“
Barcelona er jþannig lið aó
þaö má ekki gera smámistök,
þeir refsa strax.
„Það er alveg hárrétt og við gerð-
um alltof mörg tæknileg mistök í
leiknum. Ætli það hafi ekki verið
dæmd á okkur tíu sóknarbrot, í
það minnsta, og í kjölfarið fáum
við alltaf á okkur mark enda lá
munurinn á þessum liðum fyrst og
undirbúa liðið fyrir leikinn og því
kannski ekki gefist eins mikill tími
og maður myndi vilja hafa haft til
að rifja upp gömul kynni því það
hefur verið mikil spenna í magan- klekkja
um út af þessum leik. Á þessum á okk-
stutta tíma sem við höfum verið ur,“
hér hef ég þó orðið þess var að sagði
borgin sjálf hefur breyst gífurlega beinskeitt-
og hraðinn aukist verulega enda ur Viggó Sigurðs-
breyttir tímar en í heildina séð er son, þjálfari Hauka, í
búið að vera virkilega gaman að samtali við DV-Sport að
koma hingað aftur. leik loknum við
. , . . .. _ Barcelona.
Lualeg brogð ,Sms
Svona rétt aö lokum, Viggó,
aftur hingaö heim, hvaö segir þú
um þá gagnrýni sem talsvert hef-
ur boriö á undanfarið aó þið
Haukamenn njótiö meiri virð-
ingar og þar af leiðandi vafans
en önnur lió þegar aö dómgœsl-
unni kemur?
„Ég lit á þetta sem kjaftæði
og afsökun hjá lélegum liðum
að ætla sér að beita svona
lúalegum brögðum á
okkur, það þarf
meira en
þetta til að
fremst í hraðaupphlaupunum,
þeim í vil. Þótt lið Barcelona sé gíf-
urlega sterkt þá fannst mér við
vera að tapa þessum leik með of
miklum mun, sex marka munur
hefði verið sanngjarn."
Þetta Haukaliö er reynt og hef-
ur á siöustu tveimur árum upp-
lifaö mikla velgengni og þar af
leióandi mikla pressu. Myndiröu
segja aö þessi leikur heföi verió
eitthvaö í likingu viö til dœmis
leikina við KA í lokaúrslitunum
í vor?
„Það er alveg hiklaust hægt aö
jafna því saman því strákarnir
lögðu sig virkilega vel fram í þess-
um leik og mættu einbeittir en
jafnframt spenntir og fullir til-
hlökkunar eins og vera ber í alvöru
leikjum. Þeir gerðu virkilega það
sem þeir gátu, það vantaði ekkert
upp á það, og þeir voru á tánum
allan tímann en í þetta sinn var
andstæðingurinn sterkari en menn
eiga að venjast."
Myndu standa sig ágætlega
í spænsku deildinni
Hvernig telur þú aö Haukaliö-
iö myndi spjara sig í spœnsku
deildinni?
„Spænska deildin er nokkuð
ólík þeirri þýsku sem er afar
jöfn, því hérna eru fjögur
topplið en restin er miðlungs-
lið og því tel ég að við gætum
alveg staðið okkur ágætlega
hérna og þá kannski með
fimm-sex efstu liðunum en
ekki toppliðunum."
Var ekki gaman fyrir
þig persónulega aö
koma aftur til
Barcelona eftir aö hafa
gert garöinn frœgan
þarna fyrir um þaó bil tutt-
ugu árum sem leikmaður
þar sem þú varöst meöal ann-
ars Spánarmeistari og aö mœta
gömlum samherja, Valero
Rivera Lopéz, sem þjálfað hefur
liö Barcelona frá 1984?
„Það er búið að vera mjög gaman
að koma hingað aftur en auðvitað
hefur maður verið á fullu í því að
Viggó Sigurðs-
son, þjálfari
Hauka: