Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Side 7
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
23
Sport
Hefðum getað
unnið leikinn
„Ég átti ekki von á því aö vera
svekktur eftir þennan leik,“ sagöi
Sebastian Alexandersson, mark-
vörður og fyrirliðið Fram, eftir leik-
inn. „Að mínu mati fengum við
tækifæri til að vinna þennan leik.
Við vorum yflr í hálfleik og lékum
þá vel. Við byrjuðum hins vegar
seinni hálfleikinn mjög illa og gáf-
um þeim fimm hraðupphlaup og þar
með voru þeim komnir 4-5 mörkum
fram úr okkur. Við það misstum við
dampinn."
Þannig ad dýrkeypt mistök i
sóknarleiknum verda ykkur að
falli.
Já, og á móti svona liði má slíkt
ekki gerast. Þeir eru eldsnöggir
Anægður
með Fram
- segir Gunnar
Berg Viktorsson
„Þetta ætti að duga upp á fram-
haldið," sagði Gunnar Berg Vikt-
orsson, leikmaður Paris St.
Germain og fyrrverandi leikmað-
ur Fram, eftir leikinn en Gunnar
átti góðan leik fyrir sína menn og
skoraði sjö mörk. „Ég er hins
vegar virkilega ánægður með
Framarana í þessum leik. Þeir
komu sterkir inn og ég held að
þessi þátttaka í Evrópukeppninni
gæti orðið vítamínsprauta fyrir
þá í deUdinni. Það voru margir
áhorfendur og góð stemning í
húsinu. Þeir spUuðu vel í fyrri
hálfleik en síðan hefur formið og
leikæfingin sennUega farið að
segja tU sín í þeim síðari.“
Gunnar var þó ósáttur við
hversu iUa gekk að nýta dauða-
færin í fyrri hálfleik. „Ég tel að
aðalástæðan fyrir þessu sé að
við erum ekki að skjóta nógu
mikið á markið á æfingum. Ég
er vanur því að skjóta svona
mikið en Frakkarnir eru lítið
fyrir að gera það á æfingum. Ég
hef sagt það lengi að menn
mættu skjóta meira þar.“
Það var ljóst að Gunnar kunni
vel við að leika á sínum gamla
heimaveUi. „Þetta var virkilega
skemmtilegt. Ég vissi náttúrlega
alveg hvar gólfið var og þar með
hvar best var að stökkva upp,
Mér tókst að gera ágæt mörk og
hefði kannski viljað skora meira
en ég er fyrst og fremst sáttur
fyrir hönd Framaranna að það
fór ekki verr en þetta fyrir þá.“
Gunnar hafði einnig gaman af
að kljást við sinn gamla félaga í
markinu, Sebastian Alexanders-
son. „Hann varði þó nokkuð frá
mér, ætli ég hafi ekki skorað úr
helmingnum af skotum mínum á
hann. En þaö var mjög gaman að
þessu.“ -HI
fram og fljótir að refsa. Vörnin hefði
mátt halda betur og við hefðum
mátt gera færri klaufamistök í byrj-
un seinni hálfleiks.“
Sebastian var ekki sáttur við eig-
in frammistöðu. „Ég hefði geta gert
betur í seinni hálfleik. í svona leik
verður markvarslan að vera í lagi
og það gekk ágætlega í fyrri hálf-
leik. Ég var svo ekki að taka boltana
sem ég átti að verja.“
Sebastian hefur þó ekki lagt árar
í bát. „Ef þetta er það besta sem þeir
geta þá eigum við alveg möguleika.
Það eiga margir í liðinu mikið inni,
þar á meðal ég, og vonandi ná þeir
sem léku vel í dag aftur góðum leik
úti.“ -HI
Fram-PSG 22-26
0-1, 2-2, 2-4, 4-5, 5-7, 6-9, 9-9, (11-10), 11-11,
12-11,12-15,13-19,16-20, 17-22,19-23,19-26,
22-26.
Fram:
Mörk/viti (skot/víti): Róbert Gunnarsson
9/4 (11/4), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (11/2),
Maxim Fedioukine 2 (3), Guðjón
Drengsson 2 (5), Hafsteinn Ingason 1 (1),
Ingi Þór Guðmundsson 1 (3), Martin
Larsen 1 (3), Björgvin Þór Björgvinsson 1
(3), Lárus Jónsson (1).
Mörk úr Itraóaupphlaupum: 2 (Róbert,
Maxim).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 6.
Fiskuó viti: Róbert 2, Hjálmar 2, Guðjón,
Björgvin.
Varin skot/viti (skot/viti á sig).
Sebastian Alexanderssib 7 (21/2, hélt 3,
33%), Magnús Gunnar Erlendsson 2 (9,
hélt 0, 22%)
Brottvisanir: 4 mínútur.
Paris St. Germain:
Mörk/viti (skot/víti): Gunnar Berg
Viktorsson 7 (12), Nikola Vojinovic 4 (9),
Semir Zuzo 4 (7), Cédric Ignol 3/2 (3/2),
Christophe Zuniga-Mora 3 (4), Olivier
Girault 2 (4), Bruno Arive 2 (5), Teddy
Chailly 1 (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Gunnar,
Zuniga-Mora, Arive, Chailly, Zuzo).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 2.
Fiskuð viti: Zuzo 2.
Varin skot/viti (skot/viti á sig):
Stéphane Clemencon 11/1 (24/3, hélt 3,
46%, Arnaud Siffert 8/1 (17/3, hélt 3,47%).
Brottvisanir: 10 mlnútur.
Dómarar (1-10): Shal og Konoplyastij
frá Úkraínu (8). Gœöi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 700.
Maöur leiksins: Róbert
Gunnarsson, Fram.
Hjálmar Vilhjálmsson er hér í kröppum dansi viö fyrirliða Paris St. Germain, Olivier Girault. DV-myndir Pjetur
Vannýttir mogu
leikar Framara
Gunnar Berg Viktorsson ræðir hér málin viö þá Semir Zuzi og Grégory
Racine.
Framarar eiga litla möguleika á að
komast áfram í Áskorendakeppni
Evrópu eftir 22-26 tap fyrir Paris St.
Germain í Safamýrinni i gærkvöldi.
Framarar hefðu auðveldlega getað
náð hagstæðarti úrslitum með þvi að
nýta sér betur þau mistök sem París-
arliðið var að gera, sérstaklega í fyrri
hálfleik, en á hinn bóginn hefði liðið
getað fengið verri útreið því að
Framarar gerðu þrjú síðustu mörk
leiksins og voru mest sjö mörkum
undir í síðari hálfleik.
Byrjunin lofaði góðu. Parísarliðið
hafði reyndar frumkvæðið lengst af
og hefði getað haft meira forskot ef
ekki hefði verið fyrir það hversu
mörg dauðafæri fóru í súginn en þeir
áttu yfirleitt ekki í vandræðum með
að skapa sér þau. Framarar léku
sterkan varnarleik en sóknarleikur-
inn var ekki nógu góður og var fyrst
og fremst borinn uppi af Róbert
Gunnarssyni, hinum frábæra línu-
manni Fram, sem gerði sjö mörk í
fyrri hálfleik, auk þess sem Hjálmar
Viljálmsson átti ágætan leik. Lítið
kom hins vegar út úr hornunum og
það má í raun segja að vinstri væng-
ur Fram hafi verið steindauður í
leiknum. Framarar áttu hins vegar
góðan endasprett, vörnin var sterk,
sóknin öguð og þeir skoruðu fimm
mörk gegn einu á síðustu sjö mínút-
um hálfleiksins. Staðan var því 11-10
Fram í hag.
En því miður báru Framarar ekki
gæfu til að fylgja þessu eftir og slæm
byrjun í seinni hálfleik gerði vonir
Fram um sigur nánast að engu. Par-
ísarliðið var búið að ná þriggja
marka forskoti eftir fimm mínútur
og eftir tæpar tólf mínútur var for-
skotið komið í sex mörk. Eftir það
var alitaf á brattann að sækja og það
var sama þó að Magnús Erlendsson
færi í markið og Ingi Þór Guðmunds-
son í skyttustöðuna vinstra megin í
stað Björgvins, það fór ekkert að
ganga fyrr en á síðustu fimm minút-
unum. Þá var munurinn kominn í
sjö mörk en Framarar náðu að gera
þrjú síðustu mörkin og minnka mun-
inn þar með í fjögur mörk áður en
yfir lauk.
Framarar hefðu getað náð hag-
stæðari úrslitum úr þessum leik ef
þeir hefðu náð að halda áfram eins
og þeir gerðu i fyrri hálfleik. Róbert
Gunnarsson og Hjálmar Vlhjálmsson
voru langbestu menn liðsins en aðrir
geta miklu betur.
Parísarliðið er vel spilandi en
nýtti færi sin ekki vel. Gunnar Berg
Viktorsson virtist kunna vel við sig á
sínum gamla heimavelli og átti prýð-
isleik ásamt línumanninum Zuzo auk
þess sem báðir markverðirnir vörðu
vel. -HI