Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Page 13
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 29 DV Sport Leikmaður helgarinnar: Diego Armando Maradona, Argentínu Hinsta kveðja goðsagnar hófst fyrir rúmlega 25 árum þegar 15 ára Mara- dona lék sinn fyrsta leik í argentínsku deildinni. Þaö var síðan 1997 sem hann lék sinn síðasta deildarleik, aftur í argentinsku deildinni með Boca Juniors. Á þessu 21 ári var alltaf mikið fjör í kringum Maradona, af ýmsum ástæðum, góð- um og slæmum. Hátindurinn var án efa heims- meistarakeppnin í Mexíkó árið 1986 þegar hann var allt í öliu í argentínska liðinu og vann keppnina nánast upp á sitt eindæmi. Hann var ítalskur meistari með Napoli tímabilin 1986/87 og 1989/90 og fyrra tímabilið vann liðið einnig bikarkeppnina. Napoli vann svo Evrópukeppni félagsliða árið 1990. Með Napoli lék hann 259 leiki og gerði 115 mörk. Alls vann hann 10 titla á ferlinum sínum í hinum ýmsum keppnum og gerði 356 mörk í þeim 702 leikjum sem hann lék í 3 löndum og með argentinsku landsliðunum. -esá Argentínska knattspyrnugoð- sögnin Diego Armando Maradona var hyllt í hinsta sinn á knatt- spyrnuvellinum um helgina á Bombonera-leikvanginum, heima- velli Boca Juniors, um helgina. Argentínska landsliðið, með Mara- dona innanborðs, lék gegn stjörnu- liöi skipuðu mörgum af stærstu nöfnum knattspyrnusögunnar á 9. og 10. áratugnum, t.d. Lothar Mattháus, Eric Cantona, Davor Suker, Enzo Francescoli og Juan Roman Riquelme sem nú klæðist treyju númer 10 hjá Boca Juniors, hinu gamla félagi Mara- dona. Þetta var tilfmningaríkur viðburður en 50.000 manns söfnuðust saman til að hyOa goð- ið sem fannst sjálfum að einn maður ætti ekki slíkt skilið. Hann skoraði i leiknum 2 mörk, bæði úr víta- spyrnum, en Argentina vann, 6-3. Þrátt fyrir nokkur aukakiló var Ijóst að kappinn býr enn að miklum hæfileikum en hann átti nokkrar eitraðar sendingar sem tættu vöm stjörnuliðsins sundur og saman. Önnur goð- sagnapersóna í boltanum fylgd- ist með en Pele sjálfur var mættur tO að votta virðingu sína. Undanfarið hefur mikil umræða skapast um hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður allra tíma en FIFA veitti Maradona þá nafnbót í fyrra eftir að hann vann kosningu þess efnis á Inter- netinu. FeriO þessa stórkostlega knattspyrnumanns Diego A. Maradona Fæddur: 30. október 1960. Hæð: 167 sm Þyngd: 75 kg en fór hækkandi Lið: Argentinos Juniors, Boca Juniors, Barcelona, Napoli, Sevilla og Newell’s Old Boys. Landsleikir/Mörk: 91/34. \^ í UNDANKEPPNI HM -------------------------- Austurríki-Tyrkland..........O-l 0-1 Okan (60.). Belgía-Tékkland ..............1-0 1-0 Verheyen (29.). írland-íran ..................2-0 1- 0 Harte (45., viti), 2-0 Robbie Keane (51.). Slóvenía-Rúmenía..............2-1 0-1 Niculae (26.), 1-1 Acimovic (41.), 2- 1 Osterc (73.). Úkraina-Þýskaland ............1-1 1-0 Zubov (18.), 1-1 Ballack (31.). Sidari leikirnir í umspilinu fara fram á miðvikudaginn, þá á heima- velli síðartöldu liðanna. Vináttulandsleikir: Danmörk-Holland...............1-1 0-1 Hasselbaink (45., víti), 1-1 Jörgen- sen (83., víti). England-Svíþjóð ..............1-1 1-0 Beckham (28., víti), 1-1 Mild (44.). Grikkland-Eistland............4-2 1-0 Nikolaidis (6.), 2-0 Tsartas (25.), 3- 0 Machlas (39.), 3-1 Viikmae (44.), 4- 1 Nikolaidis (60.), 4-2 Zelinski (77., víti). Suður-Kórea-Króatía...........2-0 1-0 Choi (64.), 2-0 Kim (67.) Ástralía-Frakkland ............1-1 1-0 Moore (44.), 1-1 Trezeguet (48.) Suður-Afríka-Egyptaland .... 1-0 1-0 Bartlett (53.) Gennadiy Zubov, Úkraínu, reynir aö ná til knattarins á undan Michael Ballack sem skoraöi jöfnunarmark- iö mikilvæga fyrir Þjóöverja í Kænu- garöi. Reuters Fyrri leikirnir í umspili um 5 laus sæti á HM 2002: Þýska stálið í góðu lagi - Tyrkir eru í vænlegri stöðu eftir 0-1 sigur á Austurríki í Vínarborg Þrátt fyrir að þýskt knatt- spyrnustolt sé enn verulega sært eftir 1-5 tapið gegn Englendingum í Múnchen iifir HM-vonin enn góðu lífi eftir að hafa náð jafntefli gegn Úkra- ínu þarlendis í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á næsta ári. Þýskir fjölmiðlar, sem hafa aldrei veriö hræddir við að láta landsliðið heyra það standi það sig ekki, tóku úrslitunum vel um helgina og sögðu drengina hafa barist vel fyrir jafntefl- inu. Vonandi jafngott „Ég er mjög ánægður með frammi- stöðu liðsins í dag en ég verð jafnvel enn ánægðari ef við leggjum jafnmik- ið á okkur í seinni leiknum og við gerðum í dag,“ sagði Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja. Heimamenn komust yflr frekar snemma í leiknum en Michael Ball- ack jafnaði metin fyrir Þjóðverja eftir 31 mínútu. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið fjöldann allan af tækifærum til að vinna leikinn kom allt fyrir ekki. „Við höfum ekki unnið enn en mér líst vel á möguleika okkar i seinni leiknum," bætti Völler við. Framherji Inter Milan, Okan Buruk, skoraði sigurmark Tyrkja gegn Austurríkismönnum á Ernst Happel-leikvanginum í Vínarborg. Það getur reynst gifurlega mikilvægt og komið Tyrkjum í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn síðan 1954. Bara tímaspursmál Andreas Herzog sagði að sigur Tyrkja hafði verið sanngjam. „Fyrir utan tækifærið sem við fengum í fyrri hálfleik áttum við í raun aldrei mögu- leika. Það var bara spurning um tíma hvenær þeir myndu skora.“ Mario Haas hefði getað komið sín- um mönnum yfir í fyrri hálfleik en markvörður Tyrkja, Rustu Recber, sá um að ekkert yrði úr því. írar unnu Irani, 2-0, í Dublin og sköpuðu gott forskot fyrir ferðina til Teheran. Miroslav Blasevic, hinn króatíski þjálfari írana, sagði eftir leikinn að vissulega yrði erfitt að vinna upp tveggja marka mun en það væri ekki ómögulegt. „Við sýndum hvað við getum gert í sókninni í dag og vonandi gerum við það aftur á mið- vikudaginn." Blazevic sagðist myndi hengja sig fyrir allra augum í Teheran mistækist liðinu að tryggja sér farseðilinn á HM. írar tóku siðast þátt í stórmóti á HM í Bandarikjunum fyrir 7 árum en síðan þá hefur liðið alltaf tapað í um- spilsleikjum um sæti í heimsmeistara- og Evrópukeppnum. Fyrir EM 1996 tapaði liðið fyrir Hollandi, svo fyrir Belgíu tveimur ár- um síðar fyrir HM í Frakklandi og að lokum báru Tyrkir þá ofurliði og unnu sér um leið sæti á EM í Hollandi í fyrra. Blóötaka hjá írum Það má muna um minna en að þrír af leikreyndustu leikmönnum írska landsliðsins þurfa að sitja heima vegna meiðla. Þeir Steve Staunton, Niall Quienn og Roy Keane eru allir meiddir en sá síðstnefndi lék reyndar með um helgina. Hann á við meiðsl í hné að stríða.Það þykja hins vegar gleðitíöindi að Robbie Keane sé kom- inn í landsliðshópinn á ný og byrjað- ur að skora. Enn og aftur rautt spjald hjá Tomas Repka Tomas Repka fékk að líta rauða spjaldið í leik Belga og Tékka í Bruss- el. Þetta tímabil er að verða að alger- um hryllingi fyrir kappann en hann hefur á sínum stutta ferli í ensku deildinni fengið að líta tvö rauð spjöld f í leikjum með West Ham. Þegar þá var komið voru heimamenn með 1-0 forystu en tókst ekki að auka við hana einum fleiri. Draumamark Milans Osterc tryggði Slóvenum 2-1 sigur á Rúmenum á heimavelli þeirra í Ljubljana. „Þetta er vissulega fallegasta mark mitt á ferlinum og gott ef ekki það mikilvæg- jg asta,“ sagði Osterc. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.