Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 14
30
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
Sport
Litil frétt okkar fyrir hálfum
mánuði um að veiðimenn hafi
verið reknir heim af skotveiðum
í næsta nágrenni Sauðárkróks
hefur vakið mikla athygli meðal
veiðimanna og hafa þeir margir
haft samband við okkur. Einn
sem hafði samband sagði að
veiðimenn ættu alls ekki að
fara af svæðinu heldur kalla til
lögguna og þá gætu málin skýrst
verulega.
Þaó er kunnara en frá þurfi
að segja að skotveiðimenn
þekkja vel yfírgang landeigenda
sem oftar en ekki eigna sér há-
lendi landsins án þess að hafa
fyrir því nokkrar sönnur.
Á dögunum hitti DV-Sport
þekktan veiðimann sem var á
veiðum á heiði vestur á fjörðum.
Varla var veiðimaðurinn stiginn
út úr bílnum þegar bíll kom
brunandi sem lögreglubíll væri.
Út úr bílnum spruttu „landverð-
irnir“ og báðu þessa óboðnu
gesti vinsamlegast um að hypja
sig af heiðinni.
Veióimennirnir brugðust rétt
við og er rétt að ítreka það
hvernig þeir stóðu að málum. í
mestu makindum báðu þeir
„landverðina“ að sanna það með
pappírum að þeir ættu landið
sem veiðarnar áttu að fara fram
á. Yrði það gert myndu veiði-
mennirnir sáttir yfirgefa heið-
ina. Þegar þessara sannana var
krafist var lítið um svör og
veiðimennirnir héldu óáreittir
til veiða og veiddu vel en „land-
verðirnir" til síns heima með
skottið á milli lappanna.
Þessa dagana er að koma út
bókin Fluguveiðar á íslandi eftir
þá Lárus Karl Ingason ljós-
myndara og Loft Atla Eiríks-
son blaðamann. Stórglæsilegar
myndir og fróðlegur texti er um
ár og vötn landsins í bókinni en
með henni fylgir margmiðlun-
ardiskur.
Þaó styttist í aðalfund
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
en eins og kom fram hjá okkur
ætlar Arthúr Bogason að gefa
kost á sér og síðan þeir Jóhann
Steinsson, Árni Eyjólfsson og
Bjarni Júlíusson, sem allir
voru fyrir í stjóm félagsins.
Þetta gæti orðið spennandi
kosning á milli þessara fjögurra,
enda töluverður titringur kom-
inn i kosninguna. Fleiri nöfn
hafa ekki heyrst nefnd og eng-
inn hefur boðið sig fram gegn
formanni félagsins, Bjarna
Ómari Ragnarssyni. Aðalfund-
urinn verður haldinn núna 25.
nóvember.
Ef marka má músagang víða
um landið má búast við erfiðum
og snjóþungum vetri. Þeir eru
margir veiðimennimir sem ekki
hefðu á móti því að töluvert
myndi snjóa í vetur þannig að
ámar myndu renna næsta sum-
ar. Vatnsleysi kom mjög illa við
margar ár síðasta sumar og
hafði mikið að segja varðandi
veiðina. -G. Bender/-SK
Kjartan Sigurösson meö 17 punda lax úr Soginu en stórlöxum fækkar meö hverju árinu í laxveiöiánum.
Enn lifnar ekkert yfir
rjúpnaveiðinni og ljóst að ein
lélegasta vertíðin i nokkur ár
er um það bil hálfnuð.
Veðráttan hefur verið snar
þáttur þegar leitað er orsaka
en einnig er stofninn i
mikilli lægð sem ætti þó ekki
að koma neinum á óvart þar
sem hann sveiílast með
nokkuð reglulegu millibili.
Margir rjúpnaveiðimenn
sem DV-Sport hefur talað við
segja veiðina hafa verið
drjúga fyrstu daga
tímabilsins en síðan hafi án
afláts dregið úr henni. Má
þvi reikna með að þeir muni
lenda í erfiðleikum.
Fyrir skömmu fréttum við
af tveimur skyttum sem gengu
heilan dag í Skjaldbreið og
höfðum eina rjúpu upp úr
krafsinu, hálfa rjúpu á mann.
Af öðrum fréttum við sem fóru
á Lyngdalsheiði og í
Hrafnabjörg og Kálfatinda en
sáu ekki fjöður þrátt fyrir
nokkuð hagstæð skilyrði. Lítið
sem ekkert virðist vera af
rjúpu á þessu svæði um þessar
mundir.
Veiddum stórlöxum í íslenskum veiðiám fer mjög fækkandi:
Aldrei færri stórlaxar á
land en síöasta sumar
„Stórlöxum fækkar, það
fer ekki á milli mála, kíkj-
um aðeins á Víðidalsá í
Húnavatnssýslu, þeir voru
ekki margir þar yfir 20
pundin í sumar.
Fyrir nokkrum árum
veiddust margir stórir laxar
en þeim fækkar á hverju ári
og það er ekki mjög góð
þróun,“ sagði leiðsögumað-
ur sem þekkir ána vel og
þetta sama á sér líka stað í
miklu fleiri laxveiðiám.
Það þykir gott ef stærsti
laxinn í Norðurá í Borgar-
firði nær 16-17 pundum,
bara það lýsir málinu vel
þrátt fyrir þá staðreynd að
Norðurá hefur aldrei talist
til áa sem gefa af sér mikið
af stórlaxi. Stórir laxar, yfir
20 pund, sjást hins vegar
ekki lengur í Norðurá, þau
eru mörg árin síðan svoleið-
is lax veiddist í perlunni í
Borgarfirði.
Laxá í Aðaldal kom að-
eins til baka með stórlaxana
á þessu sumri, einn og einn
vænn finnst í ánni eins og
þessi væni sem Eyþór Sig-
mundsson veiddi í haust.
Boltalaxar í Sandá en
vildu ekki agnið
í Sandá í Þistilfirði voru
vænir laxar í sumar en þeir
fengust alls ekki til að taka
hjá veiðimönnum, sama
hvað reynt var.
„Það voru boltalaxar
þama i ánni en þeir voru
rosalega tregir, enda margir
búnir að reyna við þá í
margar vikur,“ sögðu veiði-
menn sem veiddu í Sandá
undir lok veiðitímans og
fengu ekki þessa stóru laxa
til að taka.
Stórlöxum fækkar, það
sést á veiðitölum síðustu
ára svo ekki verður um
villst. Margar góðar veiðiár
sem vom að gefa marga 20
punda laxa gefa núna 15-17
punda laxa þegar best læt-
ur.
Hefur veiðimönnum
farið aftur?
Menn velta fyrir sér ástæö-
um fyrir því að laxinn stóri
er á undanhaldi. Viða hefur
sést til þessara miklu höfð-
ingja en þeir hafa ekki tekið
agn veiðimanna. Getur það
verið ein af skýringunum að
veiðimönnunum sjálfum hafl
farið aftur? -G. Bender
Bændadagar heyra sögunni til
- á meðan núverandi leigutakar eru með Svartá í Húnavatnssýslu á leigu
Bændadagamir sem núna voru í
Svartá í Húnavatnssýslu í haust
og ollu gremju meðal leigutaka ár-
innar verða ekki aftur meðan nú-
verandi leigutakar eru með hana á
leigu.
Aðeins var veitt á flugu í ánni í
sumar og þess vegna komu þessir
bændadagar verulega á óvart þeg-
ar þeir voru auglýstir í haust.
Leigutakarnir mótmæltu þessu
hressilega í fjölmiðlum en dagam-
ir voru þrátt fyrir það og veiðin
gekk ágætlega.
Fyrir skömmu var haldinn fund-
ur norðan heiða um málið og
þessa bændadaga og þar lofuðu
menn að þetta myndi ekki gerast
aftur, að veitt yrði aftur á bænda-
dögum. Þeir yrðu ekki meðan nú-
verandi leigutakar væm með ána.
Bændadagar hafa veriö við lýði í
Svartá síðan elstu menn muna og
kannski erfitt að hætta einhverju
sem einu sinni hefur verið sett á.
En því hefur verið hætt núna og
verður alla vega ekki meðan nú-
verandi leigutakar eru með ána á
leigu.
Eftir því sem DV-Sport kemst
næst veiddust 50 laxar á þessum
bændadögum, sem er 50 löxum of
mikið í laxveiðiá þar sem lítið var
af laxi. Reyndar gerðist það i haust
að þegar Blanda fór á yfirfall rauk
laxinn upp i Svartá og þess vegna
veiddist svona vel á bændadögun-
um.
Þegar á að friða laxveiðiá fyrir
veiðimönnum með maðk verða all-
ir að skilja málið, hvort sem það
eru landeigendur eða leigutakar,
annars er ekki von á góðu.
-G.Bender
pað er^
||taf vor>'
4iÓiV(