Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2001, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2001, Page 1
19 Lyngby gjaldþrota og verður áhugamannalið Eftir tilfinningaþrunginn fund meðlima danska knattspyrnuliðsins Lyngby frá norðurhluta Kaup- mannahafnar var kosið að lýsa fé- lagið frekar gjaldþrota og fella sig niður um tvær deildir í stað þess að sameinast öðru liði, FC Farum. Úrslit kosninganna sýndu greini- lega vilja félagsins að halda í það minnsta stoltinu en hefði Lyngby kosið að sameinast Farum hefði síð- arnefnda liðið fengið að ráða um nýtt nafn félagsins, nýjan leikvang, nýtt merki og nýja félagsliti. 124 at- kvæði höfnuðu boði Farum en að- eins 20 samþykktu. Lyngby er sem stendur í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en leikur frá og með næstu viku sem áhugamannalið. Það mun svo falla um tvær deildir þegar núverandi tímabili er lokið. Liðið varð danskur meistari árið 1992 en íjárhagsvandræði hafa verið viðloðandi félagið síðan eigandi þess, Jorn Terkelsen, tók peninga sina út úr félaginu. Fyrir um mánuði reyndi liðið að sameinast 1. deildar liðinu AC Ball- erup en það gekk ekki í gegn. -esá Inter út úr bikarnum Inter Milan datt í kvöld út úr ítölsku bikarkeppninni eftir að liðið gerði jafn- tefli gegn Udinese, 2-2. Udinese vann fyrri leikinn, 2-1, á sin- um heimavelli og því samanlagt, 4-3. Int- er byrjaði leikinn vel í kvöld og komst í 2-0 eftir 18 mínútur með mörkum frá Nicola Ventola og Javier Zanetti. Roberto Muzzi minnkaði muninn á 3 mínútum fyr- ir hlé og danski landsliðsmaðurinn Mart- in Jörgensen jafnaði metin á 79. mínútu. Atalanta fer áfram eftir 0-0 jafntefli gegn Bologna heima fyrir en þar sem fyrri leiknum lauk 2-2 komst Atalanta áfram á mörkum skoruðum á útivelli. -ósk/esá Tottenham í 8-liöa úrslit Tottenham og Fulham áttust við í Lund- únaslag í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Leiknum lauk 2-1 og það var Simon Davis sem skoraði sigurmark sinna manna, 4 mínútum fyrir leikslok. Sergiy Rebrov kom Tottenham yfir á 15. mínútu en Barry Hayles jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálíleiks. Þá er ráðið hvaða lið komust áfram I 8- liða úrslit og eru 6 úrvalsdeildarlið þar á meðal, Arsenal, Newcastle, Bolton, Black- burn, Chelsea og Tottenham. Þá eru þar einnig Sheífield Wednesday og Heiðar Helguson og félagar í Watford en bæði lið- in leika í 1. deild. -esá Kanoute efstur á óskalista Liverpool Franski framherjinn Frederic Kanoute, sem leikur með West Ham, er efstur á óskalista for- ráðamanna Liverpool sem eftir- maður Robbie Fowler. Kanoute hefur staðið sig mjög vel með West Ham frá því að hann kom til félagsins frá Lyon í mars á _ siðasta ári og verið eftirsóttur af stærri félögum. Annar franskur leikmaður sem nefndur er til sögunnar er hinn eldfljóti leikmaður Aux- erre, Dribril Cisse. Þá kemur framherji Derby, Malcolm Christie, einnig til greina. Dalglish ósáttur Gamla Liverpoolhetjan Kenny Dalglish er ósáttur við að jafngóður leikmaður og Fowler skuli hafa verið seldur til hættulegra andstæðinga eins og Leeds. „Ég er ekki hissa á því að Fowler skyldi fara. Honum leið ekki vel í skugganum af Mich- ael Owen en að selja hann til Leeds er heimskulegt," sagði Dalglish. -ósk NBA-DEILDIN Sacramento-Dallas........110-98 Stojakovic 32, Turkoglu 17, Jackson 16 - Nowitzki 29 (11 frák.), Finley 21, Hardaway 16. Memphis-Toronto...........88-91 Gasol 22, Battier 20, Buford 18 - Carter 23 (8 frák., 7 stoðs.), Davis 20 (11 frák.), Peterson 18. Atlanta-Cleveland ........105-96 Kukoc 24, Rahim 19 (12 frák.), Mohammed 16 (14 frák.) - Murray 21, Person 20, Jones 17 (12 frák.). Boston-Orlando ............99-89 Walker 33 (11 frák.), Pierce 26 (12 frák.), Anderson 13 (8 stoðs.) - McGrady 22, Miller 16, Garrity 13. Miami-Chicago..............72-78 Jones 15, Mourning 13, Strickland 13 - Mercer 19, Hassell 13, Miller 12. SS-bikarinn í handbolta: Stórlei - á heimavöllum bikarme! Bikarmeistara Hauka í karla- flokki og ÍBV í kvennaflokki hýsa stórleiki í undanúrslitum SS-bikarsins í handbolta en dreg- ið var í dag. Haukar fá Valsmenn í heimsókn en þetta eru einu tap- lausu liðin í Esso-deild og ÍBV fær íslandsmeistara Hauka í heimsókn til Eyja. Undanúrslit SS-bikars karla og kvenna 2001-02: SS-bikar karla, undanúrslit: Haukar-Valur Stjaman-Fram Leikið veröur 5. desember SS-bikar kvenna, undanúrslit: Grótta/KR-Stjaman ÍBV-Haukar Leikið veróur 19. janúar SS'M Ku, k&ria valur SS-bikai Karla Haukar Hallgrimur Hólmsteinsson, markaðs- og sölustjóri SS, og Ásgerður Halldórs- dóttir, kvennaráði HSÍ, draga hér saman lið Hauka og Vals í undanúrslitum karla. DV-mynd Hilmar Þór Bjarnólfur á- fram hjá ÍBV Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV. Bjarnólfur var samningslaus eft- ir tímabilið í haust en ákvað að skrifa undir hjá sínu gamla fé- lagi. Hann er annar leikmaðurinn sem framlengir samning sinn við ÍBV á stuttum tíma en varn- armaðurinn sterki Kjartan Ant- onsson skrifaði undir eins árs samning á þriðjudaginn. -ósk Ólafur Jón frá fram að áramótum Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR, verður frá keppni fram að áramótum vegna nárameiðsla sem hann hefur átt við að stríða I allan vetur. Ólafur Jón hefur aðeins leikið fjórar mínútur það sem af er þessu keppnistímabili en spilaði níu mínútur I undan- úrslitum Kjörísbikarsins gegn Njarðvík áður en hann þurfti að fara af velli meiddur. -ósk Varnarmaður á leið til Stoke Allt bendir nú til þess að varnarmaðurinn Sam Okikiolu, sem er á mála hjá Wimbledon, verði lánaður til íslendingaliðs- ins Stoke. Okikiolu, sem er tví- tugur, mun að öllum líkindum fara til Stoke í næstu viku en Terry Burton, knattspyrnustjóri Wimbledon, vill sjá hvernig hann stendur sig í hinni hörðu 2. deild. -ósk Di Canio fékk háttvísiverð- laun FIFA ítalski framherjinn Paolo di Canio fær háttvísiverðlaun Al- þjóða knattspyrnusambandsins fyrir árið 2001 eftir að hafa grip- ið bolta sem hann hefði getað sett í mark Everton til að hægt væri að huga að meiddum mark- verði Everton í leik liðanna á Goodison Park í desember á sið- asta ári. Það er af sem áður var þegar Di Canio komst fréttirnar fyrir að hrinda dómaranum Paul Alcock og uppskar fyrir vikið 11 leikja bann. -ósk Kostner söm við sig Isolde Kostner frá Ítalíu hóf tit- ilvörn sína í bruni kvenna vel en hún vann fyrsta mót vetrarins sem fór fram i Lake Louise í Kanada. Þetta var þriðja árið í röð sem hún vann brunið á þeim stað ásamt því að vera 10. heimsbikarsigur hennar á ferlinum. Michaela Dorfmeister frá Aust- urríki varð önnur og Corinne Rey- Bellet frá Sviss þriðja. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.