Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2001, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 Shaquille O'Neal. Shaq á leið í lögguna Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O’Neal, sem leikur með Los Angeles Lakers, er með það á hreinu hvað hann ætlar að gera eftir að körfuknatt- leiksferlinum lýkur. Sestur á skólabekk Hann ætlar sér að verða lögreglu- stjóri og er þegar sestur á skólabekk í þeim tilgangi. „Lögreglumenn hafa alltaf verið mínar hetjur," sagði Shaquille O’Neal og bætti við að hann myndi gjaman vilja vera lögreglustjóri í Flórída. Lögreglumenn víðs vegar um Banda- ríkin eru kampakátir með þennan ný- liða í lögreglunni. -ósk Kristinn Björns son, i nyja skiöa gallanum, og Juli us Vífill Ingvars kvæmdastjóri Bíl Helgason Skautahöllinni i Gyifi Orrason, miliirikjadomari i knattspyrnu er mikiil ábugamaður um enska knattspyrnu. Hann er einn margra hér a íandi sem halda með West Ham United og hefur haldið með liðinu í gegnum súrt og ■; -.sáeít nánast frá því hann man eftir sér. Getraunaspekingur JJW fSjpmíi spair i leiki helgarinnar í enska boltanum Gylfi Orrason, milliríkjadómari í knattspyrnu og aðdáandi West Ham: Byrjaði þegar Hammers urðu „heimsmeistarar landsliða" Paulo di Canio, bestur. Að mati Gylfi Orrason, milliríkjadómari í knattspyrnu, hefur fylgst með enska bolt- anum um langt árabil. Hann er mikill stuðningsmaður West Ham United og hefur haldið með liðinu frá því hann fór að fylgjast með knattspyrnu. „Ég hef haldið með þessu stórmerka liði frá 1966. Þá má segja að West Ham hafi orðið „heimsmeistari landsliða". Geoff Hurst skoraði þá þrennu í úrslitaleiknum fyrir Englendinga og Martin Peters eitt, báðir vita- skuld leikmenn West Ham. Síðan var það Bobby Moore, fyrirliði enska landsliðsins, sem tók við dollunni, líka West Ham-maður. Eftir þessa frammistöðu var varla hægt annað en halda með þessu frábæra liði og það hef ég gert síðan,“ sagði Gylfi Orrason í samtali við DV-Sport. Spá Gylfa Orrasonar um leiki helgarinnar er þessi: Aston Villa - Leicester „Hér verður um öruggan heimasigur að ræða. Einfaldlega vegna þess að líð Leicester getur ekki neitt. Lið Aston Villa hefur hins vegar verið að braggast og John Gregory er að fít/IfH" búa til býsna gott lið úr þeim mannskap sem Wy 11 Ha hann hefur yfir að ráða.“ Blackburn - Middlesborough „Lið Middlesborough er afar slakt á útivelli og þess vegna er fyrirhafnarlítið að spá Blackburn sigri. Mér finnst Blackburn hafa verið að sýna mikinn styrk í deildinni miðað við að þeir komu upp úr 1. deild í vor.“ Charlton - Newcastle „Hér gæti orðið um markaleik að ræða. Newcastle hefur ekki unnið í London í 19 síð- ustu heimsóknum og það verður engin breyt- ing á því núna.“ Derby - Liverpool „Jafiitefli. Liverpool verður í erfiðleikum með að skora eftir að Fowler er farinn til Leeds. Það býr meira í liði Derby en það hefur verið að sýna og það vinnur ekkert lið auðvelda sigra á heima- velli Derby." Besta liðið: West Ham. í hvaða sæti í vor: 5. sæti. Bestur í West Ham: Paulo di Canio. Hvem viltu helst selja: Shaka Hislop. Hvaða leikmann viltu helst kaupa: Myndi vilja leikmann eins og Helgueira og Makelele hjá Real Madrid. Styrkur liðsins: Spila skemmtilegan sóknarleik. Veikasti hlekkurinn í liðinu: Vamarleikurinn í heild. Ipswich - Arsenal „Arsenal vinnur góðan útisigur. Lið Ipswich hefur átt annríkt undanfarnar vikumar og leikmannahópur liðsins er einfaldlega of lítill til að standaast slík átök. Þá hafa mikil meiðsli hrjáð liðið og ég held að leikmenn Arsenal mæti fuil- ir af sjálfstrausti og vinni öruggan sigur.“ Manchester United - Chelsea „Manchester United vinnur þennan leik. Leikmenn iiðsins koma til leiks eins og sært dýr og það, er aldrei erfiðara að eiga við United en eftir slæman tapleik. United hefur ávallt komið sterkt til baka eftir slæmt tap eins og gegn Arsenal um síðustu helgi. Hins vegar vona ég að Eiður Smári standi sig vel. Hann átti góðan leik gegn Leeds á dögunum og sýndi þar vel hvers hann er megnugur. Það er mikil hugsun í öllu sem hann gerir og áð því leyti er hann á hærra plani en margir aðrir sóknarmenn. Og stundum skilja samherjar alls ekki hvað hann er að gera.“ Sunderland - West Ham „Eigum við ekki að spá útisigri hér þrátt fyrir að sterka leikmenn muni vanta í lið West Ham, þar á meðal Di Canio. Því verður trúað og treyst í blindni að leik- menn West Ham leggi sig alla fram í þessum leik og skili þremur stigum í höfn. Til þess þarf Trevor Sinclair að eiga góðan leik. Og kannski ýtir það við honum að andstæðingur- inn er Sunderland þar sem félagið hefur áhuga á að kaupa hann en vill lítið borga. Hér hefur Sinclair svo sannarlega tækifæri til að hækka sig í verði.“ Everton - Southampton „Eftir mikla yfirlegu og djúpar pælingar er niðurstaðan jafntefli. Everton er ekki með skemmtilegustu liðum deildarinnar og hefur lið- inu gengið afleitlega að skora. Lið Southampton hefur aðeins verið að braggast og því er jafntefli ekki vitlausara en hvað annað.“ Fulham - Leeds „Þetta verður spennandi leikur og getur far- ið hvemig sem er. Fulham er með mjög skemmtilegt lið og greinilegt að Tigana þjálf- ari er að búa til mjög gott knattspyrnulið. Leeds er líka sterkt þó að það sé ekki eins sterkt og margir halda.“ -SK Stórsigur Juventus Færri áhorfendur en venjulega leggja leið sína á Alpaleikvanginn til að fylgjast með Juventus í meistara- deild Evrópu en sáu sína menn valta yfir toppliðið í Þýskalandi, Bayer Leverkusen, í tvífrestuðum leik lið- anna í D-riðli. Leiknum var aftur frestað í gær vegna þoku, eins og fyrir viku, en ekkert bar á slíku í blíðskaparveðrinu í Tórínó í gær. Leverkusen hefur ekki tapaði í 14 leikjum í röð heima fyrir en að sama skapi hefur Juventus aðeins unnið 1 af síðustu 6 leikjum sínum í itölsku deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir stórsigur Juventus, 4-0, þó svo að leikurinn hafi verið jafnari en tölurn- ar gefa til kynna. David Trezeguet kom sínum mönn- um yfir snemma í leiknum og á næsta hálftíma fengu Þjóðverjarnir fjölda tækifæra til að jafna leikinn og það var gegn gangi leiksins þegar annað markið kom. Juventus komst svo í 3-0 rétt fyrir hlé með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu og sló það Þjóðverjana al- gerlega út af laginu. Síðari hálfleikur var aðeins formsatriði fyrir ítalina og bættu þeir einu marki við. -esá Oflugt starf SKÍ Á blaðamannafundi Skiðasam- bands íslands sem haldinn var á svell- inu í Skautahöllinni í Laugardalnum var greint frá vetrarstarfi sambands- ins, keppendum íslands á Heimsibik- ars- og Evrópukeppnum og að síðustu voru undirritaðir samstarfssamning- ar við fjöida styrktaraðila. Aðalstyrktaraðilar SKÍ þetta keppnistímabilið eru Landssíminn, Samskip, Bakkavör, Flugleiðir, Domino’s Pizza og Halti en siðastnefnda fyrirtækið umannaðist hönnun nýja keppnisgalla íslenska liösins. Er búningurinn sérsniðinn af hverjum keppanda og er hann í fánalitum íslands ásamt því að samspO elds og íss var ein forsendan fyrir útliti búningsins. Aðrir styrktaraðilar eru Nanoq, Everest, Ingvar Helgason og Úrval Útsýn. Vetrarstarfið framundan er fjölbreytt og ásamt því að kynna íþróttina verður haldinn fjöldi móta, farið verður í hópferð til Austurrikis og bókin „Á skíðum 2002“ verður gefin út. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.