Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Qupperneq 2
22
i
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001
I>V
Sport
Ef þetta er rangt verða eftirmál
„Þetta eru vissulega vonbrigði,"
sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals,
eftir leikinn, en Geir kom inn á um
miðjan seinni hálfleik og lék í vörn-
inni hjá sínum mönnum. „f mínum
huga var það aldrei spurning um
hvort þetta væri hægt heldur hvern-
ig við ættum að gera þetta. Við stóð-
um vaktina vel í vörninni en feng-
um á okkur —5 hraðaupphlaups-
mörk strax í upphafi. En frá þeim
tímapunkti er ég mjög sáttur við
okkar leik. Fyrir utan erfiðan upp-
hafskafla þar sem við vorum bæði of
ragir og of hægir þá follum við á því
af misnota of mikið af góðum fær-
um. Ég vil meina að við höfum ekki
verið að tapa fyrir betra liði heldur
einfaldlega á eigin mistökum. Við
fóllum í raun á tvennu, við nýttum
það illa að vera einum fleiri og mis-
notum of mikið af vitaköstum."
Um rauða spjaldið á Eradze sagði
Geir. „Þetta gerist auðvitað í hita
leiksins en eins og þetta atvik sneri
að mér frá bekknum þá var maður-
inn einfaldlega að hlífa sér. Ég ætla
rétt að vona það þeirra vegna að
þeir hafi haft rétt fyrir sér. Ég á eft-
ir að skoða þetta atvik aftur en ég
get lofað því að ef þeir hafa haft
rangt fyrir sér verða eftirmál af
þessu af minni hálfu,“ sagði Geir að
lokum.
Yndislegt
„Þetta var alveg yndislegt,“ sagði
Bjarni Frostason, markvörður
Hauka, eftir leikinn en hann varði
frábærlega í leiknum. „Bikarúrslit
er það skemmtilegasta sem hægt er
að hugsa sér og það er frábært að
vera kominn þangað. Við byrjuðum
vel en svo tvíeflast þeir við að
missa Eradze útaf á meðan við slök-
um á. Við skutum varla á markið
það sem eftir var fyrri hálfleiks."
Um vítið sem Bjarni varði undir
lok leiksins sagði hann. „Maður
hefur ákveðna tilfmningu og svo
reynir maður líka að veiða aðeins.
En það var alveg ljóst að það þurfti
að verja þetta víti og því kom ekk-
ert annað til greina."
Um úrslitaleikinn segir Bjarni.
„Ég hefði helst viljað hafa þennan
leik sem bikarúrslitaleik. Við spil-
uðum í bikarúrslitaleik 1997 á móti
KA þar sem við áttum að vera litla
liðið en við komum þá vel stemmd-
ir og unnum. í fyrra var það öfugt,
við áttum að vinna og það var bar-
átta við að ná upp stemningu og
passa sig á að vanmeta ekki and-
stæðinginn. Nú er að sjá hvort við
getum ekki mætt með réttu hugar-
fari í leikinn þó að við eigum að
vinna.“
-HI
Bjarni Frostason átti stórleik í
marki Hauka í gærkvöidi.
Margir hafa talað um að leikur
Hauka og Vals í undanúrslitum bik-
arkeppninnar hafi verið raunveru-
legur úrslitaleikur keppninnar í
þeim skilningi að sigurliðið ætti
bikarinn næsta vísan. Hvort sem
það mun reynast rétt eða ekki er
það þó staðreynd að það var sann-
kölluð bikarstemning aö Ásvöllum í
gærkvöldi þegar þessi lið áttust við.
Spenna, dramatík og umdeild atvik,
þetta var allt að flnna i þessum leik,
en það voru Haukar sem stóðu uppi
sem sigurvegarar, 30-27.
Það var jafnræði með liðunum
framan af en í stöðunni 4-4 fékk Sig-
fús tveggja mínútna brottvísun og
Haukar nýttu sér það, skoruðu þrjú
mörk í röð meðan hann var utan
vallar og síðan þrjú í viðbót eftir að
hann kom inná. En í stöðunni 9-4
gerðist umdeilt atvik. Jón Karl
Björnsson brunaði upp í hraðaupp-
hlaup en Roland Eradze markvörð-
ur hljóp úr teignum og fyrir Jón
Karl sem lenti beint á honum á
fullri ferð, enda horfði hann ekki
fram fyrir sig og sá Roland ekki.
Góðir dómarar leiksins, þeir Guð- ,
jón L. Sigurðsson og Ólafur Haralds- '
son, sýndu Roland rauða spjaldið og
varð hann, sem og aðrir Valsmenn,
ósáttur mjög. En að mati undirrit-
aðs gerðu dómararnir það eina rétta
í stöðunni því þetta athæfi Rolands
var stórhættulegt og hafði þann til-
gang einan að stöðva manninn sem
var á fullri ferð.
Við þetta atvik tvíefldust Vals-
menn og breyttu stöðunni úr 11-5 í
11-10 þegar þeir skelltu í lás í vörn-
inni og þar með var komin spenna í
leikinn aftur. Staðan í leikhléi var
13-12 Haukum í vil.
í síðari hálfleik var það reynslan
og frábær leikur Rúnars Sigtryggs-
sonar sem tryggði Haukum sigur
umfram annað. Hafnfirðingar voru
með 1-3 marka forskot mestallan
leikinn og þó að Valsmönnum tæk-
■ist einstaka sinnum að jafna leikinn
.vantaði þá herslumuninn til að
komast yfir. Reyndar fengu þeir
nokkur tækifæri til þess en nýttu
þau ekki og því fór sem fór. Spenn-
an hélst allan síðari hálfleikinn
þrátt fyrir að Haukar væru yfir all-
an tímann en úrslitin réðust þegar
mínúta var til leiksloka er Bjarni
Frostason kórónaði stórleik sinn
með þvi að verja vítakast frá Bjarka
Sigurðssyni.
Þegar á heildina er litið eru
Haukar vel að þessum sigri komnir.
Þeir höfðu frumkvæðið nánast allan
leikinn og þrátt fyrir að Valsmenn
hefðu afltaf átt möguleika á sigri
gerðu Haukarnir alltaf nóg til að
þeir kæmust ekki yfir. Bjarni
Frostason átti stórleik í markinu og
Rúnar Sigtryggsson fór hamförum í
síðari hálfleik og gerði þá átta
mörk. Þá átti Jón Karl einnig góðan
leik.
Valsmenn átti sína möguleika á
að fá meira úr þessum leik og til
marks um það þá misnotuðu þeir
íjögur vítaköst í leiknum. Slikt
gengur ekki á móti liði eins og
Haukum. Sigfús Sigurðsson lék best
Valsmanna og Pálmar Pétursson
markvörður stóð sig vel við erfið
skilyrði.
Mörk Hauka: Rúnar Sigtryggsson 9, Jón
Karl Björnsson 8/1, Halldór Ingólfsson
5/3, Aron Kristjánsson 3, Aliaksandr
Shamkuts 2, Einar Örn Jónsson 2,
Sigurður Þórðarson 1.
Varin skot: Bjarni Frostason 28/3.
Mörk Vals: Snorri Steinn Guðjónsson
7/1, Sigfús Sigurðsson 6, Freyr
Brynjarsson 4, Markús Máni
Michaelsson 4 /1, Bjarki Sigurðsson 4/2,
Einar Gunnarsson 2.
Varin skot: Roland Eradze 5/1, Pálmar
Pétursson 8.
-HI
Eins og sjá má var ekkert gefið eftir að Ásvöllum í gærkvöldi. Hér sést Halldór Ingólfsson reyna að komast í gegnum Valsvörnina og það er engu líkara en aö hann ætli að taka Markús Mána
Michaelsson með sér í gegn. DV-mynd Pjetur
Bikarstemning
- aö Ásvöllum þegar Haukar tryggðu sér sæti í bikarúrslitunum með sigri á Val, 30-27