Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 27 DV Sport Þýski handboltinn: Essen skellti Kiel Essen með þá Patrek Jóhann- esson og Guðjón Val Sigurðsson innanborðs gerði sér lítið fyrir og lagði Kiel að velli í þýska handboltanum í gærkvöld. Leik- ið var í Kiel að viðstöddum 10500 áhorfendum og sigraði Essen í æsispennandi leik, 32-33, en í hálfleik leiddi Kiel, 17-16. Patrekur skoraði fimm mörk fyrir Essen og Guðjón Valur eitt mark. Úkraínumaðurinn Veyky gerði 10 mörk fyrir Essen. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg sem sigr- aði Flensburg, 33-29, á heima- velli en í hálfleik var staðan jöfn, 14-14. Júgóslavinn Nenad Perun- icic skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Willstatt tapaði á heima- velli fyrir Nordhorn, 22-33,: Post Schwerin tapaði fyrir Lerhgo, 27-34, á heimavelli, GummerS' bach og Bad Schwartau gerðu jafnteíli, 24-24, og Eisenach sigr- aði Wallau Masenheim, 21-17. Kiel er í efsta sætinu með 24 stig að loknum 15 leikjum. Lemgo og Essen er í 2.-3. sæti en eiga bæði leik inni á Kiel. Flens- burg er í flórða sæti með 21 stig og Magdeburg í því fimmta með 19 stig eftir 15 leiki. -JKS HM kvenna: Stærsti sigur Norðmanna Norska kvennalandsliðið í handknattleik vann sinn stærsta sigur i sögunni þegar liðiö sigr- aði Úrúgvæ, 48-11, í riðlakeppni heimsmeistaramóts landsliöa á Ítalíu í gærkvöld. Úrslit leikja í gærkvöld: A-riðill: Holland-Frakkland...........21-22 Kína-Úkraína . .............32-29 Makedónía-Danmörk ..........22-31 B-riðill: Angóla-Rúmenía..............28-27 Kongó-Ungverjaland..........15-35 Spánn-Sviþjóð ..............24-27 C-riðill: Austurríki-Rússland.........20-27 Japan-Júgóslavía............18-35 Grikkland-Kórea ............12-27 D-riðiU: Brasilía-Slóvenía ..........23-36 Úíúgvæ-Noregur .............11-48 Túnis-Ítalía ...............20-25 -JKS NBA-DEILDIN Úrslit í nótt: Denver-Boston............. 8095 Johnson 16, Van Exel 16, Lenard 14 - Pierce 35, Walker 28, Johnson 10 Chicago-Orlando..........74-102 Mercer 15, Fizer 11, Anthony 10 - Miller 21, Hunter 17, McGrady 14 San Antonio-Atlanta .... 120-112 Smith 29, Duncan 21, Bowen 21 - Terry 22, Kukoc 22, Rahim 18 Seattle-Detroit...........91-95 Lewis 21, Payton 21, Barry 17 - Atkins 23, Stackhouse 19, Williamson 17 Phoenix-New Jersey.......87-106 Marion 22, Marbury 15, Delk 14 - Kittles 24, Martin 22, Van Horn 19 DaUas-LA Lakers...........94-98 Nowitzki 33, Griffin 23, Nash 13 - O'Neal 46, Bryant 19, Fox 8 Philadelphia-Golden State . 87-93 Harpring 25, Iverson 23, Coleman 14 - Hughes 22, Jamison 19, Dampier 12 Örn Arnarson, fremsti sundmaður landsins. Sundkppinn Örn Arnarson: „Langar mest í eitthvað í búið í jólagjöf" Örn Arnarson sundkappi er þessa dagana að hefja æfingar að nýju eftir þrálát meiðsli. Hann sýnir á sér hina hliðina í DV- Sporti í dag. Fullt nafn: Örn Arnarson. Aldur: 20 ára. Maki: Á lausu eins og er. Bifreið: Toyota Celica, árgerð 2000. Atvinna: Sundið og vinn með í Speedo-umboðinu. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur kemur upp í hugann. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þossi á Radio. Uppáhaldsmatur: Nautasteik, eins og pabbi grillar hana. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fri- ends. Bíð spenntur eftir nýju serí- unni. Fallegasta kona sem þú hefur séð: Sara Michelle Gellar, leikur í Blóðsugubaninn Buffy. Uppáhaldstímarit: Swimming World. Uppáhaldsleikari íslenskur: Laddi. Uppáhaldsleikari erlendur: Bruce Willis. Uppáhaldssöngvari íslenskur: Páll Rósinkrans. Uppáhaldssöngvari erlendur: Bob Marley. Uppáhaldshljómsveit íslensk: Sál- in hans Jóns míns og Botnieðja. Uppáhaldshljómsveit erlend: U2. Hlynntur eða andvígur rlkis- stjórninni: Frekar hlynntur en ekki. Hlynntur eða andvígur meiri- hluta R-listans í borgarstjóm: Mjög hlynntur öllu sem viðkemur bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem gert heíúr mikið fyrir sundið. Hlynntur eða andvígur því að ís- land gangi í ESB: Hlutlaus. Uppáhaldsstjórnmálamaður ís- lenskur: Enginn þar sem ég fylgist ekki með stjórnmálum. Uppáhaldsstjórnmálamaður er- lendur: Sama svar. Uppáhaldstónlistarmaður ís- lenskur: Magnús Kjartansson. Uppáhaldstónlistarmaður erlend- ur: Bono. Uppáhaldsfélag í enska boltan- um: Manchester United. Kemur illa út í augnablikinu en stendur til bóta. Uppáhaldsleikmaður í NBA- deildinni: Juan Sebastian Veron. Eftirminnilegur samherji í íþróttunum: Allir sem ég hef æft með undanfarin ár. Eftirminnilegur andstæðingur í íþróttunum: Eðvarð Þór Eðvarðs- son. Besti íþróttamaður á íslandi í dag: Þeir eru margir hérlendis og erlendis. Treysti mér ekki til að gera upp á milli. Hvað langar þig mest að fá í jóla- gjöf: Mig langar í eitthvað í búið þar sem ég er að flytja í kjallarann heima hjá mér. -SK Bruce Willis er uppáhaldsleikari Páll Rósinkrans er uppáhalds- sundkappans. söngvari Arnar. Hin hlidin Stærri en nokkru sinni fyrr, 192 blaðsíður. Allt sem gerðist á árinu: íslandsmótið, bikarkeppnin, landsleikirnir, Evrópuleikirnir, atvinnumennimir erlendis og fjölmargt fleira. Lifandi frásagnir af leikjum. Fjöldi mynda af leikmönnum og liðum. Viðtöl við Gunnlaug Jónsson, Ásgeir Sigurvinsson og Margréti Ákadóttur. Samvinna við Knattspyrnusamband (slands um birtingu allra úrslita í öllum KSÍ-mótum á árinu. Fjölbreytt tölfræði um lið og leikmenn. Besta heimild sem völ er á um íslenska knattspyrnu. >) Skjaldborg BÓKAÚTGÁFA Gænsásvegi 14 • 108 Reykjavík • Sími586-2400 • Fax: 588 8994 íslensk knattspyrna 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.