Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Side 3
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 23 I>V Sport Framarar komnir í gang Fram er komið í úrslitaleikinn í SS-bikarnum eftir góðan sigur á Stjörnunni i Garðabænum í gær- kvöld. Stjarnan hafði eins marks for- skot í hálfleik, 13-12, en vörn Framara lét til sín taka í seinni hálfleik með Sebastian Alexandersson í ham fyrir aftan og skoruðu heimamenn aðeins sex mörk í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 19-26 en sjö marka sigur gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var spennandi þar til þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá sigu gestirnir fram úr og skoruðu hvert markið á eftir öðru. Hjálmar skoraði grimmt Stjarnan brá á það ráð að taka Björgvin Björgvinsson úr umferð i byrjun leiks þar sem hann hafði verið að leika vel að undanfórnu. Vörnin virtist hins vegar hafa litlar áhyggjur af Hjálmari Vilhjálmssyni sem skor- aði fyrstu þrjú mörk Fram i leiknum. Hinum megin var Sæþór Ólafsson að fmna David Smedsvik á línunni og Smedsvik brást ekki bogalistin. Birk- ir fvar Guðmundsson varði mjög vel framan af í fyrri hálfleik sem varð til þess að Stjaman leiddi með 1-3 mörk- um. í stöðunni 7M fóru varnarmenn Fram að týnast útaf í tvær mínútur og útlitið ekki gott. Þeir bitu þó í skjald- arrendurnar og með mikilli baráttu tókst þeim að jafna, 8-8, þrátt fyrir að vera einum færri. David Kekelia sá þó til þess að Stjarnan var yfir í hálfleik, 13-12, með tveimur góðum mörkum. Vörnin small saman Framarar ná aftur að jafna, 14-14, og var nánast jafnt á öllum tölum þar til 10 mínútur voru eftir. Þá lokaði vörn Fram algjörlega á heimamenn, sem ásamt ráðleysi í sóknarleik Stjömunar gerði út um leikinn. í kjöl- farið fengu Framarar hraðaupphlaup og Róbert 'Gunnarsson og Hjálmar fóru á kostum í sókninni. Þeir Róbert og Hjálmar áttu frábær- an leik og getur Róbert þakkað félaga sínum Björgvini fyrir mörg mörkin en Björgvin var duglegur að mata Ró- bert allan leikinn. Hjálmar skoraði mörg falleg mörk fyrir utan og var að spila einn sinn bestá leik í vetur. Þrátt fyrir að skora „aðeins" fjögur mörk þá átti Björgvin stóran þátt í sigri Fram og er hann að sýna mikinn stöðuleika í nýju hlutverki sem skytta. Þá átti Sebastian góðan leik í markinu og varði góða bolta. Framliðið hefur verið að koma til að undanfórnu eftir slaka byrjun í haust. Mikill stígandi er í leik liðsins og ekki ósennlegt að liðið sé komið í gang og allt saman byrjar þetta í vörn- inni. Eftir að hafa spilað ágætan sóknar- leik í fyrri hálfleik þá var ráðleysi allsráðandi í þeim seinni. Framarar lokuðu á Smedsvik á línunni og að- eins fjögur mörk komu utan af velli. Þá var Stjarnan einum færri í 10 mín- útur í seinni hálfleik og hjálpaði það ekki. Mörk Stjörnunar: Ronnie Smeds- vik 5, Zoltan Belany 5/2, Vilhjálmur Halldórsson 4/1, David Kekelia 3, Sæ- þór Ólafsson 2. Varin skot: Birkir ívar Guðmunds- son 17/2, Árni Þorvarðarson 2. Mörk Fram: Hjálmar Vilhjálmsson 10, Róbert Gunnarsson 9/2, Björgvin Þór Björgvinsson 4/1, Þorri Bjöm Gunnarsson 1, Hafsteinn Ingason 1, Maxim Fedieovkine 1. Varin skot: Sebastian Alexanders- son 21/1. -Ben Liðsmenn Manchester United fagna hér einu marka sinna gegn Boavista i gærkvöldi. Reuters Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi: United og Bayern í góðum málum - Barcelona slapp vel gegn Galatasaray Þorri Björn Gunnarsson reynir hér að komast fram hjá Bjarna Gunnarssyni. Þorri Björn og félagar hans í Fram höfðu betur í leiknum og eru komnir í úrslitaleikinn. DV-mynd Pjetur Vörnin small í seinni hálfleik Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram. Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með að vera kominn í úrslitaleikinn og einnig með þann stiganda sem hef- ur veriö hjá liðinu að undanfómu. „Það er framar björtustu vonum að vera kominn í úrslitaleikinn. Þetta er samstilltur hópur sem ég er með. Það eru margir nýir leikmenn en menn hjálpast allir að og allir leggja sig vel fram. Við lentum í vandræð- um vamarlega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik small vömin saman. Vörnin hefur verið góð að undan- förnu og þegar Sebastian er í ham fáum við nokkur hraðaupphlaup. Það hefur verið mikill stígandi í okkar leik frá því þegar við spiluð- um við Paris SG þó svo að allir leik- ir hafi ekki unnist. Við höfum gam- an af því sem við erum að gera og ætlum að gera það áfram. Við feng- um frábæran stuðning frá áhorfend- um sem fjölmenntu á leikinn og er- um við þakklátir fyrir það,“ sagði Heimir við DV-Sport eftir leikinn. Viss um aö þetta sé komið hjá okkur Róbert Gunnarsson hefur verið að leika einstaklega vel að undan- fomu og gerði enga undantekningu í þessum leik. „Þetta var virkilega sætt og hjálpar án efa upp á fram- haldið. Björgvin var að fmna mig vel á línunni og hann sýndi það að hann er frábær leikmaður. Þá small vömin vel saman í seinni hálfleik og Sebastian varði vel. Ég var alltaf að bíða eftir að við myndum ná góð- um kafla og ég var farinn að halda að hann kæmi ekki. Lokatölurnar gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum og var Stjaman að berj- ast vel. Ég er viss um að þetta sé komið hjá okkur núna og við erum á réttri leið,“ sagði Róbert. En hverjir eru möguleikar Fram í sjálfum úrslitaleiknum gegn sterku liði Hauka? „Leikurinn byrj- ar 0-0 og fyrir fram eigum við jafnmikla möguleika og þeir.“ -Ben Man. Utd og Bayern Munchen eru í góðri stöðu eftir leiki gærdagsins i A-riðli meistaradeildarinnar og bendir flest til þess að þessi tvö lið fari áfram í átta liða úrslit. Man. Utd svaraði gagnrýnendum sínum fullum hálsi með frábærum leik og sannfærandi sigri gegn Boavista. Portúgalarnir voru reyndar líflegri framan af en síðan ekki söguna meir og tvö mörk frá Ruud van Ni- stelrooy og eitt frá Laurent Blanc tryggðu sigurinn. Þá vann væng- botið lið Bayern góðan útisigur á Nantes, 0-1. I B-riðli er Barcelona í góðri stöðu eftir leiki gærdagsins en komst þó í hann krappan gegn Galatasaray sem komst 2-0 yflr á Nou Camp. Þeir hresstust hins vegar töluvert í síðari hálfleik og náðu að bjarga stigi með tveimur mörkum frá Javier Daviola. ÍRóm gerðu AS-Roma og Liverpool markalaust jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem Liverpool var betri aðil- inn í fyrri hálfleik en Roma í þeim síðari og því verða jafntefli að teljast sanngjörn úrslit. Sókn Roma var bit- laus og sterk vörn Liverpool átti I litlum vandræðum með sóknartil- burði þeirra auk þess sem Jerzy Dudek markvörður varði vel þegar reyndi á hann. -HI Xf meistarapeildin A-riðill: Man. Utd-Boavista .....3-0 1-0 van Nistelrooy (31.), 2-0 Blanc (55.), 3-0 van Nistelrooy (62.) Nanets-Bayem Miinchen . . . O-l 0-1 Pauolo Sergio (65.) Staðan: Man. Utd 2 11 0 4-1 4 Bayern 211 0 2-1 4 Boavista 2 10 1 1-3 3 Nantes 2 0 0 2 0-2 0 B-riðiU: AS Roma-Liverpool . . 0-0 Barcelona-Galatasaray . 2-2 0-1 Karan (5.), 0-2 Flerquin (41. Saviola (49.), 2-2 Saviola (66.) ), 1-2 Staðan: Barcelona 2 11 0 5-3 4 Galatasaray 2 0 2 0 3-3 2 AS Roma 2 0 2 0 1-1 2 Liverpool 201 1 1-3 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.