Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Síða 4
24 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 25 Sport DV DV Sport Menn fengu uppvakningu - sagði Friðrik Stefánsson, leikmaður DV-Sport í nóvember Tryggði sætið í úrslitaleiknum Friðrik Stefánsson var lykil- rnaðurinn á bak við frábæran nóvembermánuð Njarðvikinga en liðið vann alla níu leiki mánaðar- ins og tryggði félaginu fyrsta Kjörísbikarinn frá upphafi. Frið- rik tryggði liði sínu sæti í úrslita- leiknum með sigurkörfu í úrslita- leiknum og tók síðan 20 fráköst í úrslitaleiknum gegn Keflavík, þar af níu í sókn. í átta deildar- og Kjörísbikarleikjum nýtti Friðrik 56% skota sinna, tók 12,8 fráköst að meðaltali í leik, þar af 4,8 i sókn og skoraði 11,9 stig i leik. Friðrik Stefánsson, Njarðvik, var besti leikmaður nóvembermánaðar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik að mati blaðamanna DV-Sport. „Það hefur gengið vel bæði hjá mér og Njarðvíkurliðinu í nóvember og við erum á ágætissiglingu eftir að byrjunin hafði ekki verið eins góð og við höfum vonast eftir.“ Friðrik telur að tapið gegn Kefl- víkingum hafi verið það sem til þurfti til að snúa blaðinu við. „Sá leikur var góður prófsteinn á karakterinn í liðinu. Þarna fengu menn smá-uppvakningu og menn fóru að spila betur eftir þetta.“ Njarðvíkingar unnu Kjörísbik- arinn í síðasta mánuði í fyrsta sinn í sögu félagsins og kom Frið- rik þar nokkuð við sögu. Hann skoraði m.a. sigurkörfuna i undan- úrslitaleiknum á móti KR. „Ég var réttur maður á réttum stað á rétt- um tíma. Það var alltaf stefnan að taka titilinn en maður bjóst kannski ekki við að úrslitaleikur- inn yrði jafn óspennandi og raunin varð, þ.e. að við skyldum vinna Keflavik með 40 stigum." Friðrik segir að framhaldið legg- ist vel í sig. „Við vorum dálítið værukærir í byrjun tímabilsins og töpuðum m.a. fyrir Hamri í Hvera- gerði og Keflavík heima. Nóvember- mánuður er hins vegar búinn að vera frábær hjá okkur og stefnan er að halda okkar róli og vera í öðru af tveimur efstu sætunum um jólin.“ -HI Friðrik Ragnarsson, besti þjálfarinn í nóvember hjá DV-Sport í 1. deild karla í körfuknattleik: Spark í rassinn að tapa stórt Njarðvíkurliðið undir stjórn Frið- riks Ragnarssonar hefur verið á mikilli siglingu í nóvembermánuði. Ekki nóg með að liðið hafi unniö alla leiki sína í úrvalsdeildinni heldur vann liðið fyrirtækjabikar- inn, sem nú heitir Kjörísbikar, í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Nóvembermánuður er búinn að vera mjög góður og við höfum unn- ið tíu leiki í röð,“ segir Friðrik. „Við höktum dálitið strax í byrjun og urðum hreinlega að fara að spýta í lófana áður en þetta færi hreinlega að lita illa út. Menn hafa hins vegar svarað kallinu mjög vel og ég er ánægður með hvemig þeir hafa spil- að í nóvembermánuði." Friðrik nefnir að tapið stóra fyrir Keflavík hafi sviðið sárt. „Það var kannski það spark í rassinn sem við þurftum. Og það var kannski gott mál fyrst við þurftum að tapa á ann- að borð að fá alvöru rassskell til að koma mönnum alveg niður á jörð- ina.“ Um deildina almennt sagði Frið- rik: „Þau þrjú lið sem nú eru efst og jöfn, Keflavík, Njarðvik og KR, skera sig úr að mínu mati. Þau hafa verið áberandi sterkust framan af en það gæti þó alltaf breyst. Ég hafði aldrei áhyggjur af því að KR myndi stinga af þrátt fyrir góða byrjun. Öll þessi lið geta misst fót- anna á slæmum degi og það hefur reyndar verið að gerast í vetur. En þessi þrjú lið munu berjast um deildarmeistaratitilinn. Svo getur alltaf allt gerst í úrslitakeppninni. ÍR-ingar hafa hins vegar komið mér á óvart því ég átti von á þeim sterk- ari. Þá eru Þórsarar með mjög skemmtilegt lið og Hjörtur er að gera góða hluti með liðið,“ segir Friðrik að lokum. -HI | .ZfKSKETBALE í i Nafnarnir og Njarðvíkingarnir Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson, besti þjálfari og besti leikmaður nóvembermánaðar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. DV-mynd Halldór farnjí mtinnn ; jTríTýTt f t y Á Ragnheiður Stephensen Ragnheiður gerði 14 mörk að meðaltali í tveimur deildarleikjum Stjömunnar í nóvember og var í báðum leikjunum kosin best á vellinum af blaðamanni DV-Sport, útnefning sem hún hefur alls hlotið fjórum sinnum í átta leikjum vetrarins. Ragnheiður nýtti 17 af 26 skotum utan af velli og 11 af 12 vítum i deildarleikjunum sem gerir 65% skotnýtingu og 92% vítanýtingu. Leikmaður nóvember í 1. deild kvenna: Mitt hlutverk er að skora - segir Ragnheiður Stephensen hjá Stjörnunni „Jú, því er ekki að neita að okkur gekk flest í haginn í sl. mánuði og það er bara vonandi að liðið haldi áfram á sömu braut það sem eftir er mótsins. Það er mikið eftir enn og við þurfum að hafa fyrir því að halda okkur í því sæti sem við erum í núna. Við erum samt að leika vonum framar,“ sagði Ragnheiður Steph- ensen, leikmaður Stjörnunnar I Garðabæ, en hún var valin leik- maður nóvembermánaðar í 1. deild kvenna. Hún var innt eftir þvi hverju hún þakkaði þetta góða gengi liðsins fram að þessu í deildinni. Hún sagði hópinn vera einfald- lega góðan og það væri engin drottning í liðinu. Það væri bara sterk liðsheild sem skilaði liðinu í toppsætið. Markmiöiö alltaf aö vera í toppbaráttunni „Markmiðið hjá okkur eins og reyndar alltaf er að vera í topp- baráttunni. Við settum markið fyrir mótið að vera í toppbaráttu en bjuggumst allt eins við því að það tæki lengra tíma að slípa lið- ið saman og stilla saman strengi. Deildin er enn fremur sterkari en ég átti von á. Ég held eins og mál- in líta út i dag að það verði auk okkar Haukar, Grótta/KR og ÍBV sem berjast um íslandsmeistara- titilinn," sagði Ragnheiður. Bjartsýn á framhaldið í deildinni Hún sagði að ef ekkert kæmi upp á hjá framangreindum liðum væri það sín sannfæring að þessi fjögur lið eigi eftir að berjast hat- rammri baráttu um titilinn. - Ert þú sjálf ánægð með þína spilamennsku til þessa? „Svona á heildina litið er ég ánægð með hana. Auðvitað koma upp atvik og leikir sem ég er ekki sátt með eins og gengur og gerist hjá öllum. Mitt hlutverk í liðinu er að skora mörk og ég hef verið dugleg við það. Það er alltaf gam- an að skora en það sem skiptir þó öllu máli er að leikirnir vinnist. Markmiðið er að halda liðinu á sömu braut og ef við komumst í gegnum deildina áfallalaust hvað meiðsli og annað áhrærir get ég ekki annað en verið bjartsýn á að við förum alla leið,“ sagði Ragn- heiður Stephensen. -JKS — Siggeir Magnússon, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik, ánægður með viðurkenningu sína fyrir nóvember. DV-mynd Pjetur Siggeir Magnússon: Þetta hefur smollið vel saman „Ef leikurinn við ÍBV er und- anskilinn hefur liðið verið að leika vel og ég er mjög ánægður með stelpurnar. Það væri bara hræsni ef ég viðurkenndi það ekki. Þetta hefur smollið vel saman en hræddur er ég um að róðurinn verði þyngri eftir sem á mótið líður. Mér sýnist að önn- ur lið séu að bæta sig vel og get ég í þvi sambandi bent á ÍBV og einnig á Haukana og Gróttu/KR. Mótið á eftir að verða mjög spennandi og skemtilegt," sagði Siggeir Magnússon. Hann var út- nefndur þjálfari nóvembermán- aðar í 1. deild kvenna en Siggeir þjálfar Stjörnuna sem trónir í toppsætinu í deildinni. Nýta pásuna eins og kostur er - Mannskapurinn er til staðar til að gera góða hluti í vetur ... „Það má segja það og liðið er góð blanda af efnilegum og reyndari leikmönnum. Nú stytt- ist í pásuna og hana ætlum við að nýta eins og kostur er. Það fer samt í hönd erfiður tími þar sem leikmenn eru margir hverj- ir í prófum. Það verður umfram allt að hafa þetta skemmtilegt og það er markmiðið hjá okkur að liðið mæti öflugt til leiks eftir áramótin," sagði Siggeir Magn- ússon. -JKS Höfum haldið okkar striki „Þetta hefur gengið vel hjá okkur, við höfum haldið okkar striki og ætlum að gera það áfram. Það er góð liðsheild og góður andi í lið- inu,“ sagði Halldór Ingólfsson, leik- maður nóvembermánaðar að mati blaðamanna DV-Sport. Hann segir það síðan hafa verið toppinn á tímabilinu að leika gegn Barcelona. „Það var frábært að fá að spila við eitt besta félagslið í heimi og gera það sem maður gerði þar. Maður þurfti að taka af skarið og tókst það vel. Það var bara leiðin- legt að við skyldum ekki vinna seinni leikinn." Halldór hefur ekki áhyggjur af að þessi langa sigurganga sé á enda. „Á meðan við hugsum bara um næsta leik og látum aðra leiki ekki skipta máli strax þá á okkur eftir að ganga vel. Við ætlum okkur að standa okk- ur vel, fara alla leið í deildinni og taka hvem leik fyrir sig.“ -HI Halldór með 26 mörk í tveimur Evrópuleikjum Halldór Ingólfsson skoraði 23 mörk í þremur deildarleikjum (7,7 að meðaltali) og 26 mörk i tveimur Evrópuleikjum gegn Barcelona (13 að meðaltali) í mánuðinum. Halldór gerði meðal annars 14 mörk í útileikjum í Barcelona. Halldór nýtti 13 af 21 skoti utan af velli og 10 af 12 vítum í deildarleikjunum sem gerir 62% skotnýtingu og 83% vítanýtingu. -ÓÓJ Halldór Ingólfsson, leikmaöur nóvembermánaöar hjá Viggó Sigurösson, besti þjálfari nóvembermánaöar. DV-Sport í 1. deild karla í handknattleik. DV-mynd Pjetur DV-mynd Pjetur Viggó Sigurðsson, besti þjálfarinn í nóv- ember hjá DV-Sport í 1. deild karla: Evrópuleikurinn toppaði allt Viggó Sigurðsson hefur náð frá- bærum árangri með Haukaliðið i vetur, rétt eins og í fyrra. Liðið hef- ur enn ekki tapað leik í deildinni og þó að liðið hafl ekki komist eins langt i Evrópukeppninni og í fyrra var framganga liðsins þar mjög góð. Viggó er því vel að þessum verð- launum kominn. „Það hefur gengið mjög vel i nóv- ember og reyndar í allan vetur. Ég held að megi þakka það fyrst og fremst því að leikmenn hafa lagt mjög hart að sér og við komum vel undirbúnir til leiks. Hjá Haukum æfa allir á fullu og það vantar aldrei neinn á æfingar. Þetta skilar sér.“ Haukarnir léku í síðasta mánuði við Barcelona í Evrópukeppni fé- lagsliða og sagði Viggó það hafa ver- ið skemmtilega upplifun. „Það fer í sarpinn hjá okkur að hafa farið í gegnum skemmtilegt prógramm í Evrópukeppninni í fyrra og þetta toppaði það allt þó að við hefðum viljað fara lengra. En það er mjög erfitt gegn svona liði auk þess sem við megum ekki við því að lykil- menn eins og Aron Kristjánsson vanti i svona keppni. Því er hins vegar ekki að leyna að við ætluðum okkur að fara lengra í keppninni. Það er samt ótrúlega dýrmæt reynsla að etja kappi við eitt besta lið Evrópu og sjá um leið hvar við stöndum getulega séð. Ég held að menn geti alveg borið höfuðu hátt og menn sjá að það er möguleiki að ná mjög góðum árangri áfram í Evr- ópukeppninni." Setur svona sigurganga ekki aukna pressu á ykkur? „Jú, vissulega. Þetta er náttúrlega ótrúleg velgengni, m.a. með því að vinna í fyrra fleiri leiki í röð en hafði nokkru sinni gerst áður hjá Haukum. Við erum ekki að spila síður núna og ég er að sjálfsögðu stoltur af því. Við misstum menn eins og Óskar Ármannsson og Petr Bamruk út úr hópnum en fengum Aron Kristjánsson í staðinn og það tekur tíma fyrir nýja leikmenn að komast inn í hópinn, sérstaklega leikstjórnanda. Það hefur hins veg- ar gengið mjög vel. Ég held hins vegar að við þurfum ekki að setja á okkur pressu þó að við séum að vinna. Pressan hlýtur líka að fara yfir á hin liðin.“ Hvernig hefur deildin komiö þér fyrir sjónir í vetur? „Leikirnir hafa verið misjafnir, sumir hafa verið ágætir og sumir slakir. Það var kannski við því að búast þegar fjölgað var í deildinni. En það eru margir ungir leikmenn að koma upp og það skilar sér síðar. Ég sakna KA-manna úr toppbarátt- unni en þeir hafa orðið fyrir gífur- legum áföllum í vetur. Valsmenn hafa komið mjög á óvart þvi þeir misstu marga reynda leikmenn úr hópnum og fengu í raun lítið í stað- inn. Ég bjóst því ekki við þeim svona öflugum fyrir fram og þeir eru í mínum huga spútniklið deild- arinnar. Þórsarar hafa einnig kom- ið gífurlega á óvart. Þeir eru gífuleg- ar seigir og duglegir, spila hraðan handbolta og skora mikið, og það er óhætt að segja að þeir hafi verið vinningur fyrir deildina." Verður ekki sífellt erfiðara að halda þessari velgengni til streitu? „Ég tek nú bara fyrir einn leik í einu og er ekki að horfa mikið á heildardæmið. Við höfum ekki unn- ið neitt enn þá og verðum að halda okkur á jörðinni til að geta innbyrt þá titla sem eru i boði. Við munum þurfa að hafa mikið fyrir þvi. Ég sé okkur alls ekki taplausa í vetur en ætla heldur ekki að tapa leik fyrir fram af því við höfum unnið svo mikið. Við eigum að geta hampað einhverjum titlum í vetur en það er slegist um þá og þá má lítið út af bregða til að illa fari. Það má t.d. ekki missa lykilmenn í meiðsli eins og gerst hefur hjá KA. Það er því ekkert sjálfgefið. Við vinnum bara okkar vinnu fyrir hvern leik, stefn- um þar á sigur og sjáum svo hver staðan verður þegar upp verður staðið," sagði Viggó Sigurðsson að lokum. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.