Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001
27
Sport
Þeir John O’Shea, Gary Neville, Paul Scholes og Roy Keane daufir í bragöi eftir tapleikinn gegn West Ham. Manchester United tapaöi þar með öðrum
heimaleik sínum í röö í fyrsta sinn í 11 ár. Reuters
Enska knattspyrnan á laugardaginn:
Liverpool blómstrar en
United sekkur dýpra
- 3 stiga forysta Liverpool á toppnum en 6. tap Manchest-
er United á leiktíðinni sem hefur ekki byrjað verr í 11 ár
4. tap Manchester United
á Old Trafford í öllum
keppnum leit dagsins Ijós á
laugardaginn þegar United
tók á móti West Ham. Það
var hinn ungi og mark-
sækni Jarmaine Defoe sem
skoraði sigurmarkið. Á
meðan vann Liverpool góð-
an sigur á Middlesbrough
og hefur þægilega forystu á
toppi ensku deildarinnar
sem og einn leik til góða.
Liverpool hefur 11 stiga for-
ystu á Manchester United.
„Það er draumi líkast að
koma á stað sem þennan og
skora sigurmarkið,“ sagði
Jermain Defoe, hetja West
Ham, um helgina. Félagi
hans, David James, sem átti
hreint út sagt frábæran
leik, var í skýjunum vegna
sigursins en benti á að það
sem gerði sigurinn enn sæt-
ari væri að United hafi spil-
að sæmilega í leiknum.
Þurfum kraftaverk
Á hinum endanum var
þyngra hljóðið í mönnum og
viðurkenndi Alex Ferguson,
stjóri United, að nú þyrfti
ekkert minna en kraftaverk
til að vinna deildina og lik-
lega tækist það ekki.
„Það voru nokkrir sem
stóðu sig illa i dag og þurf-
um við að gera eitthvað í
því,“ sagði Ferguson um
frammistöðu sinna manna
en hann hvíldi bæði Ruud
van Nistelrooy og Juan
Sebastian Veron. David
Beckham kom aðeins inn á
sem varamaður.
Tvö mörk af um 25 metra
færi tryggði Liverpool sig-
urinn gegn Middlesbrough
á Anfield. Þetta var 10. sig-
ur Liverpool í deildinni í
vetur i 14 leikjum og var
Phil Thompson, stjóri liðs-
ins í ijarveru Gerrard
Houllier, hæstánægður með
vinnubrögð leikmanna
sinna.
„Afköst okkar í dag voru
mikil. Ef við höldum svip-
uðu áfram það sem eftir er
tímabilsins verðum við
áfram í góðum málum. En
það er enn langur vegur til
loka tímabilsins."
Tottenham, sem var í 5.
sæti fyrir leiki helgarinnar,
tápaði frekar óvænt fyrir
Charlton sem hefur nú unn-
ið tvö Lundúnaliðin á
nokkrum dögum en 0-1 sig-
ur vannst á Chelsea fyrr í
vikunni. Kevin Lisbie skor-
aði tvö marka Charlton en
hann tryggði sigurinn gegn
Chelsea.
Þá fóru Southampton
menn illa með Dave Bassett
og félaga í Leicester á Fil-
bert Street. Gestirnir skor-
uðu 4 mörk gegn engu hjá
Leicester. Bassett var æva-
reiður eftir leikinn.
Hræöileg frammistaða
„Ég vildi óska þess að
einn leikmanna minna
hefði staðið sig vel í leikn-
um en sú varð ekki raunin.
Það má segja að Trevor
Benjamin, sem sat á bekkn-
um allan leikinn, hafi verið
maður leiksins.
Leikmennirnir munu
sýna mér það á æfingu
hvort þeir eru tilbúnir að
taka sig saman í andlitinu,"
sagði Bassett.
Guðni Bergsson lék allan
leikinn fyrir Bolton sem
tapaði fyrir Derby á útivelli
og Fulham vann góðan sig-
ur á Everton sem féll þó í
skuggann á uppþotinu um
miðjan síðari hálfleik sem
varð til þess að David Weir,
Everton og Luis Boa Morte,
Fulham, fengu að líta rauða
spjaldið. -esá
David James átti stórleik í marki West Ham. Reuters
Bland í nokcs
Stoke gerði jafntefli gegn Halifax, 1-1, í
2. umferð ensku bikarkeppninnar. Andy
Cooke kom Stoke yfrr á 27. mínútu en
Harsley jafnaði metin fyrir Halifax á 85.
mínútu. Liðin þurfa því að mætast aö
nýju á Brittania-leikvanginum. Brynjar
Björn Gunnarsson og Bjarni Gud-
jónsson léku allan leikinn fyrir Stoke.
Annað íslendingalið, Brentford, er úr
leik í kepninni eftir tap gegn Scun-
thorpe, 3-2. ívar Ingimarsson og Ólaf-
ur Gottskálksson voru báðir í liði.
Brentford.
nældi sér í guit spjald í leiknum en
Watford komst upp í 12. sæti deildarinn-
ar með sigrinum.
Helgi Valur skor-
aði sigurmarkið
Helgi Valur Daníelsson skor-
aði sigurmark Peterborough
gegn Bournemouth í enska bik-
arnum um helgina. Þetta er
fyrsta mark Helga Vals fyrir Pet-
erborough og var með betri
mönnum leiksins. Mark hans
kom á 37. mínútu leiksins. -ósk
Lárus Orri Sigurösson
lék með WBA sem tapaði
á heimaveili fyrir Shef-
fleld United í ensku 1.
deildinni um helgina.
Heióar Helgason (til
hægri) lék allan leikinn
með Watford sem vann
góðan útisigur á
Coventry, 2-0. Heiöar
Markahrókurinn Peter Thorne,
sem lék áður með Stoke en var
seldur til Cardiíf fyrr á þessu
keppnistímabili, verður frá
næstu þrjá mánuðina eftir að
hann meiddist illa á ökkla.
Thorne er dýrasti leikmaður Car-
diff frá upphafi en félagið borgaði
Stoke um 300 milljónir fyrir
kappann.
-ósk/esá
ENGLAND
Úrvalsdeild
Charlton-Tottenham .........3-1
1-0 Graham Stuart (4.), 2-0 Kevin
Lisbie (19.), 3-0 Kevin Lisbie (78.), 3-1
Gustavo Poyet (85.).
Derby-Bolton.................1-0
1-0 Malcolm Christie (66.).
Fulham-Everton ..............2-0
1-0 Barry Hayles (36.), 2-0 Barry
Hayles (50.).
Leicester-Southampton .......0-3
0-1 Andreas Svensson (12.), 0-2 James
Beattie (63.), 0-3 Andreas Svensson
(74.), 0-4 Marian Pahars (89.).
Liverpool-Middlesbrough . . . 2-0
1-0 Michael Owen (27), 2-0 Patrick
Berger (45.).
Manchester United-West Ham 0-1
0-1 Jermain Defoe (64.).
Staðan
Liverpool 14 10 2 2 25-11 32
Arsenal 15 8 5 2 33-17 29
Leeds 15 7 7 1 18-9 28
Newcastle 15 8 3 4 25-18 27
Chelsea 16 5 9 2 19-12 24
Aston Villa 16 6 6 4 21-18 24
Tottenham 16 7 3 6 25-23 24
Fulham 15 5 7 3 17-13 22
Man. Utd. 15 6 3 6 31-27 21
Charlton 16 5 6 5 21-20 21
Sunderland 16 5 6 6 13-15 20
Everton 15 5 5 5 20-19 20
Bolton 16 5 5 6 20-21 20
Blackburn 16 4 7 5 22-19 19
Middlesborol6 5 4 7 17-22 19
West Ham 16 5 4 7 18-28 19
Southampt. 15 4 1 10 15-24 13
Derby 15 3 4 8 11-24 13
Leicester 16 3 4 9 9-29 13
Ipswich 16 1 6 9 14-25 9
1. deild
Grimsby-Wolverhampton.......1-1
Barnsley-Walsall...............4-1
Birmingham-Norwich.............4-0
Bradford-Rotherham.............3-1
Crystal Palace-Manchester City . 2-1
Nottingham Forest-GiUingham . 2-2
Portsmouth-Crewe............2 -4
Sheflield Wednesday-Millwall .. 1-1
Stockport-Wimbledon .............1-2
WBA-Sheffield United...........0-1
Staðan
Burnley 23 14 4 5 45-31 46
Wolves 22 12 6 4 34-17 42
Man. City 22 12 3 7 51-33 39
Norwic 23 12 3 8 31-32 39
WBA 22 12 2 8 25-19 38
Crystal P. 22 12 1 9 45-33 37
Coventry 22 11 4 7 27-21 37
Preston 23 9 9 5 39-30 36
Millwall 22 10 5 7 38-28 35
Birmingh. 22 9 6 7 36-29 33
Portsmouth 23 9 6 8 36-35 33
Watford 22 9 5 8 35-26 32
Bradford 23 9 5 9 43-41 32
Notting. F. 23 7 9 7 26-23 30
Gillingham 23 8 6 9 34-32 30
Sheff. Utd. 23 7 9 7 25-27 30
Wimbledon 23 7 8 8 38-37 29
Crewe 23 7 7 9 24-36 28
Rotherham 23 6 7 10 29-37 25
Sheff. Wed. 23 5 8 10 25-36 23
Barnsley 23 5 6 12 30-48 21
Grimsby 23 5 6 12 22-42 21
Walsall 23 5 5 13 24-40 20
Stockport 23 2 6 15 22-51 12
Enska bikarkeppnin, 2. umferð
Altrincham (U)-Darlington (III) . 1-2
Blackpool (II)-Rochdale (III) .... 2-0
Brighton (II)-Rushd. & Diam. (III) . 2-1
Cardiff (II)-Port Vale (II)....3-0
Chesterfield (II)-Southend (III) . . 1-1
Halifax (III)—Stoke (II) ............1-1
Hinckley (U)-Cheltenham (U). . . 0-2
Hull (Ill)-Oldham (II).............2-3
Leyton Orient (III)-Lincoln (III) . 2-1
Macclesfield (III)-Swansea (III) . 4-1
Mansfíeld (III)-Huddersfield (II) . 4-0
Peterboro (II)-Bournemouth (II) . 1-0
Plymouth (III)-Bristol R. (III) ... 1-1
Scunthorpe (III)-Brentford (II) . . 3-2
Swindon (II)-Hereford (U) .........3-2
Tranmere (II)-Carlisle (III)......6-1
Wycombe (II)-Notts County (II) . 3-0
York (IID-Reading (II) ............2-0
Exeter (III)-Dagenh. & Redbr. (III). 0-0
Canvey Isl. (U)-Northampt. (II) ... 1-0
Rómversku tölustafinir, sem eru innan
sviga fyrir aftan liðin, gefa til kynna í
hvaða deild liðið leikur. U stendur fyrir
utandeildarlið.