Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 Glæsilegt hjá Björgvini Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, náði frábærum árangri á sterku Evrópubikarmóti í stórsvigi í Damiils i Austurriki í gær. Björgvin hafnaði í 29. sæti og fékk tvö Evrópu- bikarstig fyrir árangur sinn. Fyrstu Evrópustigin Þetta eru fyrstu stig Björgvins i Evrópubik- amum og sýnir það að hann er á réttri leið. Björgvin var í 36. sæti eft- ir fyrri ferð en var með 16. besta tímann í seinni ferð og vann sig upp i 29. sæti. Björgvin keppir í svigi á morgun i Lech í Aust- urríki. Emma Furuvik, Ár- manni, hafnaði i 12. sæti á alþjóðlegu stórsvigs- móti í Tarnaby í Svíþjóð um helgina. Emma hafn- aði í 11. sæti á stórsvigs- móti í gær á sama stað -ósk NBA-DEILDIN Aðfaranótt föstudags Indtana-Chicago...........98-83 O'Neal 22 (11 frák.), Tinsley 18 (10 stoös.), Miller 15, Rose 15, Harr- ington 15 - Fizer 19, Miller 13, Ollie 12, Mercer 10, Anthony 10. Toronto-Denver............98-96 Carter 42 (15 frák.), Williams 17, Clark 16 (12 frák.), Olajuwon 11 - Van Exel 27, LaFrentz 16 (8 frák.), Williams 16, Lenard 11. New Jersey-Cleveland . . . 96-84 Kittles 23, Martin 19 (9 frák.), Van Horn 17 (8 frák.), MacCulloch 12 (10 frák.), Kidd 11 (9 stoðs.) - Murray 24, Ilgauskas 19, Person 13. Boston-Phoenix..........109-102 Pierce 26, Walker 17 (15 frák.), Willi- ams 17, Battie 14, Palacio 12 - Mar- bury 24 (13 stoðs.), Delk 20, Marion 17 (13 frák.), Rogers 17 (8 frák.), Hardaway 13 (8 stoðs.). Orlando-Atlanta.........129-94 McGrady 32, Miller 22, Hudson 18 - Terry 21. Sacramento-LA Lakers . . . 97-91 Stojakovic 25 (8 frák.), Bibby 21, Christie 15 (7 frák., 7 stoðs.) - O’Neal 31 (16 frák.), Bryant 23, Fisher 13. San Antonio-Philadelphia . 86-76 Smith 20, Duncan 18 (9 frák.), Robin- son 12 (9 frák.), Daniels 12 - Claxton 19, Mutombo 14 (10 frák.), Harpring 14 (9 frák.), McKie 11. Miami-Seattle.............98-94 Mourning 21 (12 frák.), Jones 17 (9 frák.), Grant 15, Strickland 15 - Payton 25 (11 stoðs., 9 frák.), Lewis 22 (12 frák.), Barry 18. LA Clippers-Utah Jazz . . 86-102 Brand 25 (10 frák.), Odom 15 (9 frák.), Maggette 14, Mclnnes 14 - Malone 29 (9 frák.), Marshall 29, Stockton 13, Kirilenko 11, Padget 10. Golden State-Charlotte . . 89-106 Murphy 17 (13 frák.), Jamison 13, Sura 13, Fortson 12, Hughes 11, Mills 10 - Wesley 25, Campbell 21, Davis 20 (14 stoðs.), Bullard 11. Aðfaranótt laugardags Atlanta-Orlando........107-104 Terry 28, Mohammed 21 (13 frák.), Kukoc 18 (10 stoðs.) - McGrady 40 (11 frák.), Miller 16 (9 frák.), Grant 11. Cleveland-Denver.......109-99 Murray 33, Person 24, Davis 24 - Lenard 17, Posey 15 (9 frák.), LaFrentz 15. New York-Indiana Pacers 101-99 Sprewell 25, Camby 18 (22 frák.), Houston 18 - O'Neal 22 (12 frák.), Harrington 19 (11 frák.), Rose 18. Minnesota-Houston.......107-97 Garnett 21 (9 frák., 8 stoðs.), Szczer- biak 18, Smith 18 - Williams 23, Cuttino Mobley 21, Cato 14. Memphis-Philadelphia . . . 92-85 Gasol 24 (8 frák.), Williams 23 (8 stoðs.), Battier 15 - Cummings 28, Harpring 23, Mutombo 13 (17 frák.). Chicago-Boston .........87-84 Miiler 20 (16 frák.), Anthony 14, Fiz- er 13 (9 frák.) - Walker 27 (10 frák.), Pierce 12, Williams 10. Dallas-Washington.......95-102 Finley 32, Hardaway 15, Nash 10 (10 stoðs.) - Jordan 21 (12 frák.), Hamilton 19, Haywood 19. Milwaukee-New Jersey . . . 95-79 Cassell 28, Allen 21 (8 frák.), Robin- son, 13 - Van Horn 15, Kidd 14, MacCulloch 13. Utah Jazz-Golden State . 111-101 Malone 39, Marshall 21 (9 frák.), Stockton 15 (13 stoðs.) - Hughes 26, Richardson 18, Jamison 14. Portland-Seattle........113-92 Wallace 28, Wells 27, Patterson 19 - Payton 21, Baker 20 (8 frák.), Rad- manovic 15. fvrir skíðaheiminn Þegar hörmulegt dauðaslys Régine Cavagnoud er mönnum enn í fersku minni dynur yfir skíðaheiminn enn eitt áfallið. Ungi svissneski skíða- kappinn, Silvano Beltrametti, sem er einungis 22 ára gamall, missti stjórn á ferðinni þegar hann keppti á heimsbik- armóti í bruni í Val d’Isére í Frakk- landi. Hann flaug út úr brautinni með skíðin á undan sér þannig að öryggis- netið rifnaði undan skíðunum. Hann hafnaði á steini og hryggbrotnaði milli 6. og 7. hryggjarliðs. Hann var enn á gjörgæsludeild spít- alans í Grenoble í gær en læknir hans sagði að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir lömun fyrir neðan mitti. Hann sagði enn fremur að björgun- arliðið í brekkum Val d’Isére hefði unnið fullkomið starf og liðkað mjög fyrir því að Beltrametti væri fluttur á spítalann, fljótt og örugglega. Beltrametti var með fullri meðvitund þegar komið var að honum og hafði einn björgunarstarfsmann- anna orð á því að hann hefði undrast rólegheit kappans sem kveinkaði sér aðeins öðru hverju en tók annars að- stæðunum með mikiu æðruleysi. Hann var talinn eitt allra mesta efni Svisslendinga i skíðaíþróttinni og er mikill missir af honum. -esá Silvano Beltrametti er hér fluttur frá skiðabrekkum Val d'lsére eftir að hafa keyrt úr brunbrautinni á 120 km hraöa. Minni myndin er lýsandi fyrir þá stóísku ró sem Beltrametti sýndi eftir slysið en hann er aöeins 22 ára gamall. Reuters Hinn ungi og stórefnilegi Silvano Beltrametti er lamaður fyrir neðan mitti: Enn eitt áfallið Jón Oddur sigursæll á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi: Gull, silfur og met Jón Oddur Sigurðsson, sundmað- ur átti glæsilega helgi á Norður- landameistaramóti unglinga í sundi í Frederrikshavn í Dan- mörku en hann vann gufl og silfur og setti eitt íslandsmet og tvö pilta- met. Jón Oddur setti nýtt íslandsmet í 50 metra bringusundi á laugardag og tryggði íslendingum jafnframt fyrstu gullverðlaunin á mótinu. Jón synti á timanum 28,47 sekúndum og bætti met Hjalta Guðmundsonar. Hann synti síðan 100 metra bringusundið á tímanum 1:03,07 mínútum í gær sem er piltamet og dugði hinum til silfurverðlauna en félagi Jóns Odds frá ÍBR, Gunnlaug- ur Már Guðmundsson, varð sjötti í sama sundi á tímanum 1:05,34 mín- útum. Anja Ríkey Jakobsdóttir úr SH varð í 4. sæti I bæði 50m baksundi og 100 m baksundi. • -ÓÓJ 18 ára bið Bandaríkja- manna á enda Bode Miller var fyrstur Banda- ríkjamanna i 18 ár til að vinna heimsbikarmót í stórsvigi í gær í Val d’Isére. Þar með gerði hann sig afar líklegan kandídat um Ólympíugull í greininni á heima- velli í Salt Lake City í vetur. Annar varð Frakkinn Frederic Covili og svo Stefan Eberharter frá Austurríki sem var annars maður helgarinnar. Hann vann bæði brun- og risasvigskeppnina sem fór fram í Val d’Isére um helgina og hefði hann unnið í gær hefði hann orðið fyrstur manna til að vinna allar þrjár keppnirnar á sama árinu á þessum stað. Eberharter er efstur í saman- lagðri stigakeppni alpagreina með 340 stig, Miller er annar með 230. Párson vann svig kvenna Heimsmeistari í svigi kvenna, hin tvítuga Anja Párson, vann annað heimsbikarmót sitt á ferlin- um þegar hún fagnaði sigri í svigi kvenna í Val d’Isére i gær. Tanja Poutianien frá Finnlandi varð önnur og Sonja Nef frá Sviss þriðja. Heimsbikarmeistari síðasta árs, Króatinn Janica Kostelic, sneri aftur í brekkurnar eftir að hafa gengist undir 3 aðgerðir á hné síð- an í mars i vor en fór sér varlega og náði sér ekki á strik. -esá Ólafur marka- hæstur í sigri Magdeburg Ólafur Stefánsson var marka- hæstur hjá Magdeburg með sjö mörk þegar liðið bar sigurorð af franska liðinu Chambery, 31-23, á heimavelli í meistaradeild Evrópu í handknattleik. Þar með er ljóst að Magdeburg kemst áfram upp úr riðlinum en tvö efstu liðin komast áfram. Ung- verska liðið Fotex Veszprem er einnig komið áfram. Minden, lið Gústafs Bjarnason- ar, vann í kvöld stóran sigur á Hameln, 38-25, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gústaf skoraði tvö mörk fyrir Minden sem er í 7. sæti deildarinnar. Sigurður Bjarnason átti góðan leik með liði sínu Wetzlar um helgina þegar liðið gerði jafntefli gegn Grosswallstadt, 24-24, á heimavelli. Sigurður var marka- hæstur hjá sínum mönnum með fimm mörk. Wetzlar er nú í 11. sæti deildarinnar með 13 stig. Þá lék Essen við Nordhom í gær og vann, 24-27, og gerði Patrekur Jóhannesson 2 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson 4 fyrir Essen. -ósk/esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.