Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 11
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 29 ' Sport Ný kynslóð - þegar farin að ryðja sér til rúms í körfuboltanum og er framtíðin björt Það er engum blöðum um það að fletta að það er að koma upp kynslóð í körfu- boltanum sem býr yflr mikl- um hæfileikum. Margir strákar um tvítugt eru komn- ir í A-landslið íslands og þeg- ar búnar að slá eldri og reyndari menn út úr liðinu. Þessi nýja kynslóð hefur yfir að ráða meiri tækni en sést hefur i körfuboltanum hér á landi áður og ekki ósennilegt að margir drengirnir fari út í atvinnu- mennsku áður en langt um líður. Þessi kynslóð er af- rakstur markvissari þjálf- unar í yngri flokkum og und- irstrikar mikilvægi yngri flokkanna en þeir eiga til að gleymast þar sem mikið púð- ur fer í að halda meistara- flokkunum gangandi hjá fé- lögunum. Hér til vinstri er listi yfir 20 efnilegustu drengina á aldrinum 18-19 ára og um- sögn um fyrstu tiu á listan- um. KR-ingar eru fyrir- ferðarmiklir á listanum enda ‘82 árgangurinn haft nokkra yfirhurði upp alla yngri flokkana. Þá er ‘82 árgangur- inn sterkur á landsvísu og því erfitt fyrir stráka fædda ‘83 að komast á listann. Fimm efstu á listanum hafa allir spilað með A-lands- liðinu og er Jón Arnór nán- ast undantekningalaust í byrjunarliðinu. Helgi Magnússon, KR 20 efnilegustu - drengirnir í körfuboltanum á aldrinum 18-19 ára 1. Jón Arnór Stefánsson, KR (1982 - 195 cm, bakvörður) Jón Arnór er að margra mati besti leikmaður landsins og þvi gæti einhverj- um fundist fáranlagt að hann sé á lista yfir efnilegustu leikmenn íslands. Hann er samt bara nýorðinn 19 ára og á margt eftir ólært þrátt fyrir þá hæfi- leika sem hann býr nú þegar yfir. Jón Arnór er sér meðvitandi um það og er á séræfingum tvisvar í viku. Hann hefur alla burði til að ná griðarlega langt og spurning hvort hann sé ekki að leika sitt síðasta tímabil hér á landi í bili. 2. Helgi Magnússon, KR (1982 - 195 cm, framherji) Helgi er gríðarlega duglegur leikmaður sem er tilbúinn að gera hvað sem er til að ná langt. Eins og Jón stundar Helgi séræfingar utan æfingatíma og er að vinna í veikleikum eins og snerpu og sprengikrafti. Hann hefur þurft að vinna fyrir öllu sínu og hefur ekki meðfædda hæfileika eins og sumir. Frábær karakter og liðsspilari sem setur hagsmuni liösins ofar öllu. Hefur spilað vel með KR í vetur og spilaði sina fyrstu landsleiki í sumar. 3. Jakob Sigurðsson, KR (1982 - 190 cm, bakvörður) Jakob er mjög hæfileikaríkur bakvörður sem nú leikur i háskólaboltanum i Bandaríkjunum. Frábær skotmaður og getur leikið bæði sem skotbakvörður og leikstjómandi. Mjög yfirvegaður á velli. Er mjög góður alhliða bakvörður með góða boltatækni sem og sendingatækni. Getur bæði spilað hraðan og hæg- an leik. Á stundum til að vera of hlédrægur á velli. Er með mikla reynslu í yngri landsliðum íslands og hefur einnig spilað með A-landsliðinu á Norður- landamótinu sem fram fór hér á landi. 4. Hreggviður Magnússon, ÍR (1982 - 198 cm, framherji) Hreggviður er meiddur eins og er og spilar ekki meira þetta tímabilið. Hann er mikill iþróttamaður og mjög íjölhæfur. hann kemur úr sterku ‘82 liði ÍR sem varð Norðurlandameistari félagsliða og var Hreggviður valinn maður mótsins. Getur bætt tæknina hjá sér en hún hefur lagast undanfarin ár. Framtiðar landsliðsmaður sem með meiri vinnu í tækninni á alla möguleika á að fara í atvinnumennsku og gera það gott. 5. Hlynur Bæringsson, Skallagrímur (1982 - 200 cm, framherji) Hlynur kemur úr hinum alkunna ‘82 árgangi KR sem var mjög sigursæll á ár- um áður. Hann flutti upp í Borgarnes og hefur blómstrað þar. Hann var ungur farinn að leika með meistaraflokki og fékk því dýrmæta reynslu sem jafnaldrar hans fengu ekki eins snemma. Hann er mikill stríðsmaður sem ber ekki virðingu fyrir einum né neinum á velli og kallar ekki allt ömmu sina. Frábær frákastari á báðum endum vallarins. Hefur margoft þurft að kljást við mun stærri og sterk- ari leikmenn, sérstaklega með unglingalandsliðinu, en leikur aldrei betur en einmitt þá. 6. Helgi Margeirsson, Tindastóli (1982 - 187 cm, bakvörður) Helgi er líkamlega sterkur bakvörður sem er bæði með ágæt skot og einnig sterkur að fara að körfu. Helgi lék í Bandaríkjunum í fyrravetur en er nú kom- inn aftur á Krókinn. Hann getur bæði leikið sem leikstjórnandi og skotbak- vörður. Helgi lék ekki með unglingalandsliðinu í sumar á Spáni en hefur leik- ið með '82 landsliðinu þar á undan. Getur tekið af skarið og hefur getað það lengi þar sem hann bar oft sinn flokk hjá Tindastóli á sínum herðum á sínum yngri árum. 7. Erlendur Ottesen, ÍA (1983 - 200 cm, miðherji) Stór strákur með góðan skrokk. Á margt eftir ólært en er þrælefnilegur ef hann leggur mikið á sig. Mjög hreyfanlegur á velli og hleypur völlinn vel fyr- ir stóran mann. Leikur með ÍA i 1. deildinni. Þrátt fyrir að vera fæddur 1983 hefur hann ávallt verið i hinu gríðarkega sterka ‘82 landsliði og hefur verið að leysa Hlyn Bæringsson af. Það er undir honum sjáifum komið hversu langt hann nær en hann þarf að bæta ýmislegt og er því efnilegur í bili. 8. Hjalti Kristinsson, KR (1982 - 192 cm ,framherji) Hjalti er mikill keppnismaður sem leikur með meistaraflokki KR. Hann kemur þar af bekknum og ekki ósennilegt að styttist í að hans tími komi. Er með fínt skot af færi og veit hvar karfan er. Góður frákastari miðað við hæð. Getur spilað virkilega vel þegar skapið er vel stillt og með þolinmæði getur hann gert fina hluti í úrvalsdeildinni. Þarf að vinna í ýmsum hlutum en hef- ur metnaðinn sem þarf. 9. Ómar Sævarsson, Breiöabliki (1982 - 197 cm, framherji) Mikill baráttuhundur. Lék með ÍR upp yngri flokkana en lék með Blikum i 1. deildinni í fyrra. Mjög grannur og þarf að vera duglegur að lyfta. Góður frá- kastari í vörn og sókn og hefur átt nokkra mjög góða leiki með Breiðabliki í vetur. Vantar enn meiri stöðugleika sem er ekkert óeðlilegt á þessum aldri. Gefur ekki tommu eftir á velli og er erfitt fyrir andstæðingana að stíga hann út þar sem hann fer ákveðið á eftir öllum boltum. 10. Níels Dungal, KR (1983 - 190 cm, bakvöröur) Hæfileikaríkur bakvörður sem nú leikur með grunnskóla í Bandaríkjunum. Spilaði upp fyrir sig með ‘82 liði KR. Fékk nokkur tækifæri með meistara- flokki KR í fyrra. Er hávaxinn bakvörður sem hefur aðallega leikið sem leik- stjórnandi en getur einnig brugðiö sér i skyttuhlutverkið og skorað. Hann hef- ur oft vantað meiri grimmd á vellinum til að nýta hæfileika sína til fulls. Er að leika vel meö liöi sínu í Washingtonríki það sem af er tímabili. Þeir sem koma næstir inn, 11 - 20: ll. Ólafur Sigurðsson, ÍR (1982, bakvörður, 12. Valdimar Öm Helgason, KR (1982, framherji), 13. Helgi Rafn Viggósson, Tindastóli (1983, framherji, 14. Amar Freyr Jónsson, Keflavík (bakvörður), 15. Ágúst Georgsson, Grindavik (1982, bakvörður), 16. Hjalti Vilhjálmsson, Fjölni (1983, bakvörður), 17. Axel Kárason, Tinda- stól (1983, bakvörður), 18. Sigurður Einarsson, Njarðvík (1982, bakvörður), 19. Amar Smára- son, Njarðvík (1982, bakvörður), 20. Sigurður Tómasson, ÍR (1982, bakvöröur). Jólagjöf knattspyrnumannsins Manchester . _ United, trfiTqn ®pucrsÁQn M kr. 6.990. kr" 6-490* kr- 6.990. Chelsea, 6.990, Newcastle, kr, 6.990, Liverpool myndbönd Leods, kr. 6,490 Liðaklukkur, kr. 2.990-3.990 Handklæði, kr. 2.990-3.990 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ánnúla 36 • sími 588 1560 wwwjoíuthcrji.is t-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.