Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 Utlönd REUTER-MYND Musharraf í Nepal Sher Bahadur Deuba, forseti Nepals, tekur á móti Pervez Mus- harraf Pakistansforseta. Pakistanar njóta stuðnings Kína Stjórnvöld í Pakistan geta átt von á stuðningi Kínverja reynist slíkt nauðsynlegt í deilunni við erkióvin- inn Indland, að því er Rashid Qures- hi, helsti talsmaður pakistanska hersins, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær. „Kína hefur staðið við hlið Pakistans og gerir enn. Kínverjar hafa sagt að þeir muni styöja Pakistana gerist þess þörf,“ sagði Qureshi í Kathmandu, höfuðborg Nepals, þar sem fram fer fundur leiðtoga ríkja í sunnanverðri Asíu. Leiðtogar Pakistans og Indlands búa á sama hótelinu í Kathmandu en þeir hafa ekki enn gert neinar til- raunir til að hittast og leysa deil- una. Hundruð þúsunda indverskra og pakistanskra hermanna eru við landamæri ríkjanna og talin er hætta á að stríð brjótist út. Þrætu- epli landanna er sem fyrr Kasmír- hérað. Fleiri blaðamenn drepnir við störf Fleiri blaðamenn voru drepnir við skyldustörf sín á nýliðnu ári en á árinu á undan. Aö sögn varnar- nefndar blaðamanna (CPJ) féllu 37 fréttamenn á síðasta ári, þar af átta í átökunum í Afganistan. Árið 2000 féllu 24 blaðamenn við skyldustörf. Af blaðamönnunum 37 sem féllu við störf sin í fyrra voru að minnsta kosti 25 myrtir. Blaðamenn voru drepnir í Afganistan, Kólumbíu, Filippseyj- um, Kína, Bandaríkjunum og sautján löndum til viðbótar, að sögn forráðamanna CPJ. Sænskur fréttamaður var meðal þeirra sem féllu í Afganistan. Dolly með liöagigt Fyrsta klónaða ærin hefur hugsan- lega fengið erfðagalla í kaupbæti meö einræktuninni. Klónaða ærin Dolly með gigt Skoska ærin Dolly, fyrst allra ein- ræktaðra áa, er komin með liðagigt i vinstri afturlöppina, að því er einn skapara hennar upplýsti í gær. Ótt- ast er að við klónunina hafi Dolly fengið erfðagalla í kaupbæti. Fréttin um gigtina er nokkurt áfall fyrir þá sem halda því fram að klónun geti verið bæði árangursrík og ábátasöm fyrir læknavísindin. Þeir sem hafa haldiö því fram að klónun sé bæði óábyrg og hættuleg fá hins vegar uppreisn æru. Gigt er ekki óþekkt fyrirbæri í kindum en Dolly er óvenju ung, fædd 1996, og hefur fengið meinið í tvenn liðamót sem gigt hleypur alla jafna ekki í. I>V Hringurinn þrengist enn um leiðtoga talibana: Ómars múlla leit- að í öllum húsum Svo virðist sem afganskar og bandarískar hersveitir þrengi enn hringinn um Muhammad Ómar múlla, leiðtoga talibana, í fjalllendi í sunnanverðu Afganistan. Hermennirnir gengu hús úr húsi í grennd við Baghran, um 160 kíló- metra norðvestur af borginni Kandahar, í gær þar sem embættis- menn í Kabúl sögðust vera nokkuð vissir um að Ómar væri í felum. Afganskir og bandarískir embætt- ismenn gerðu lítið úr fregnum þess efnis að þegar væri búið að hand- taka Ómar sem hrökklaðist frá höf- uðvígi sínu í Kandahar fyrir einum mánuði. „Ég held ekki að búið sé að ná honum. Ef svo væri myndi ég vita það,“ sagði Hamid Karzai, forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnar Afganistans, í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina ABC. Karzai lofaði jafnframt að fram- REUTER-MYND Undirrltun í Kabúl Yunis Qanuni, innanríkisráöherra Afganistans, undirritar samkomulag um myndun alþjóðlegra öryggis- sveita sem veröa í Afganistan í næstu sex mánuðina að minnsta kosti. selja Ómar í hendur Bandaríkja- mönnum ef hann yrði tekinn. Abdullah Abdullah, utanrikisráö- herra Afganistans, sagðist þess full- viss að Ómar yrði brátt kominn undir manna hendur. Talið er að allt að eitt þúsund vopnaðir menn gæti Ómars. í austanverðu Afganistan, skammt frá landamærunum að Pakistan, vörpuðu bandarískar B-52 sprengjuflugvélar sprengjum á búð- ir sem talið er að al-Qaeda hryðju- verkasveitir Osama bin Ladens, hafi notað. Bin Laden er grunaður um að hafa staðið fyrir hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum í septem- ber. Bráðabirgðastjórn Afganistans undirritaði í gær formlega sam- komulag um myndun alþjóðlegrar öryggissveitar í landinu. Sveitirnar hafa umboð til sex mánaða en það kann að verða framlengt. REUTERMYND George og Laura skoöa portrettmynd George W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura eiginkona hans virða fyrir sér portrettmynd af forsetanum sem var afhjúp- uö í þinghúsi Texas í ríkishöfuöborginni Austin í gær. Bush var ríkisstjóri í Texas áður en hann varð forseti. Sendimaður Bandankjastjornar fyrir botni Miðjarðarhafs: ísraelar leggja hald á vopn í palestínsku skipi á Rauðahafi ísraelsk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu lagt hald á palestínskt skip á Rauðahafi sem var aö reyna að smygla 50 tonnum af vopnum til Palestínumanna. Vopnin komu aðallega frá íran. Tilkynningin um skipstökuna varpaði skugga á tilraunir Anthonys Zinnis, sendifuiltrúa Bandaríkjastjórnar, til að fá ísraela og Palestínumenn til að bera klæði á vopnin. Nabil Abu Rdainah, háttsettur ráð- gjafi Yassers Arafats, forseta Palest- ínumanna, neitaði í gær allri vit- neskju um skipið sem ísraelskur her- foringi, Shaul Mofaz, sagði að hefði verið tekið á fimmtudagskvöld. Mofaz sagði að skipið væri í eigu palestínsku heimastjórnarinnar og 'að skipstjórinn og sumir úr áhöfn- inni væru foringjar í sjólögreglu Palestínumanna. REUTER-MYND Hríöskotarlfflar á skipi Hér má sjá hluta þeirra 50 tonna af vopnum sem ísraelar segjast hafa fundið um borð í palestínsku skipi sem þeir stöövuöu á Rauðahafi. Anthony Zinni hitti Arafat í borg- inni Ramallah á Vesturbakkanum til að reyna að koma á vopnahléi í fimmtán mánaða átökum Palestínu- manna og ísraela. Zinni sagði eftir fundinn að ákveðiö hefði verið að heíja að nýju fundi deilenda um ör- yggismál, undir forsæti fulltrúa Bandaríkjanna. „Ég er bjartsýnn og vongóður og mér finnst aðstæður vera þess eðlis að við ættum aö þokast í rétta átt,“ sagöi Zinni sem hraðaði sér heim úr fyrstu ferð sinni til átakasvæðanna í síðasta mánuði í kjölfar öldu sjálfs- morðsárása Palestínumanna. Arafat sagðist binda vonir við að áætlun Bandarikjamanna um vopnahlé og friðarviðræður í kjölfar þess yrði hrundið i framkvæmd þeg- ar í stað. Hann bætti við að markmiðið væri varanlegur friður. Meira hataður en Hitler Osama bin Laden hefur velt Adolf Hitler úr sessi sem mest hataði maður í heimi. Vesalings Saddam Hussein þarf að gera sér að góðu þriðja sætið. Þetta kom fram í könnun sem gerð var meðal fimmt- án hundruð gesta vaxmyndasafns Madame Tussaud í London. Lífræn mjólk vinsælii Töluverð aukning varð í sölu lif- rænnar mjólkur í Danmörku á síð- asta ári, að því er fram kom í blað- inu Information. Evrur fyrir nurliö Sextíu og níu ára gömul frönsk kona gekk inn í banka í borginnni Amiens í vikunni með andvirði 25 milljóna króna í tösku og vildi skipta þeim í evrur. Konan sagðist hafa geymt féð í kassa heima. Óbreytt evru-stefna Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ítrekaði í gær að stefna stjórnar hans um aðild að evrunni, sameiginlegum gjaldmiöli ESB, væri óbreytt, eftir að haft var eftir embættismanni að málið væri póli- tískt en ekki efnahagslegt. Fimm fórust i flugslysi Fimm manns týndu lífi þegar lítil einkaþota fórst í flugtaki frá flug- vellinum í Birmingham á Englandi í gær. Vélin var að leggja upp í ferð til Bandarikjanna. Drottning fjarri veislu Margrét Þórhild- ur Danadrottning var fjarri góðu gamni í gær, annan daginn í röð, þegar hún missti af stærstu nýársveislu hirðarinnar í Krist- jánsborgarhöll. Drottning varð nefnilega fyrir því óhappi á jóladag að detta í Marselís- borgarhöll og brjóta tvö rifbein. Skuldir niðurfærðar Ný ríkisstjórn Argentínu upplýsti í gær að hún ætlaði að breyta skuld- um í dollurum í skuldir í pesum sem lið í aðgerðum til að endurreisa efnahagslífið. Þá veröur gengi pes- ans fellt um tugi prósenta. Hittu kannski Moussaoui Lögreglan í Malasíu hefur handtekið þrett- án meinta íslamska undirróðursmenn sem talið er að hafi verið í sambandi við Zacarias Mouss-aoui, Frakkann sem hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum, á árinu 2000. ítalir taka við sér Notkun evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils ESB, hefur aukist mjög í viðskiptum á Ítalíu síöustu daga. ítalir eru þó á eftir öðrum. f Fannfergi í Grikklandi Gífurleg snjókoma, sú mesta í tíu ár, gerði Grikkjum lifið leitt í gær. Umferð á vegum landsins gekk af- leitlega og miklar truflanir urðu á öðrum samgöngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.