Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 16
16
Helgarblað
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002
I>V
DV-MYND BRINK
Vitfirrtir þýskir raffræðingar
Rafmagnsmordiö er ein af mínum eftirlætisbókum og fjaliar um vitfirrtan þýskan raffræðing sem hannar banvæna rafmagnskaffikönnu sem á aö
stuöa breska hermenn til aö ná út úr þeim mikilvægum upplýsingum, “ segir Katrín Jakobsdóttir sem hefur ritaö sögu íslenskra glæpasagna.
Óskar Jónasson kvikmyndaleik-
stjóri kom stærri hluta þjóðarinnar
til að hlæja um
áramótin en
dæmi eru um áð-
ur þegar hann
stjórnaði gerð
fyndnasta og vin-
sælasta áramóta-
skaups sem elstu
menn muna. Ósk-
ar sýnir lesend-
um DV á sér hina hliðina í dag.
Fullt nafn:_________________
Óskar Jónasson.
Fæðingardagur og ár:
30.06.1963.
Maki:_______________________
Eva María Jónsdóttir.
Bðrn:______________________
Matthildur Óskarsdóttir.
Bifreið:_____________________
Renault Scenic.
Skemmtilegast að gera?
Hitt.
Leiðinlegast að gera?_______
Þetta.
Uppáhaldsmatur:_____________
Pitsa.
Uppáhaldsdrykkur:___________
Campari.
Fremstur íþróttamanna?
Bíddu, er keppt í því að standa?
Fallegasti karl utan maka?
Gísli Marteinn.
Katrín Jakobsdóttir hefur skrifað sögu íslenskra glæpasagna:
Banvænar rafmagnskaffikönn-
ur og íslenskir glæpamenn
íslenskir glæpamenn og glæpa-
mannaveiðimenn hafa ekki verið vin-
sælar söguhetjur í íslenskum bók-
menntum og hafi verið tjallað um
þessar persónur þá hefur það vana-
lega ekki verið í formi glæpasögu
heldur undir formerkjum fagurbók-
mennta. Á síðustu árum hefur glæpa-
sagan þó hlotið uppreisn æru og út
hafa komið nokkrar góðar glæpasögur
og höfundar eins og Arnaldur Indriða-
son, Árni Þórarinsson og Stella Blóm-
kvist hafa náð að byggja upp íslensk-
an glæpasagnaheim.
Vegna þess hve lítið hefur verið
skrifað af glæpasögum á íslandi hefur
auðvitað lítiö verið íjallað um íslensk-
ar glæpasögur. Það markar þvi tíma-
mót að út er komin hjá Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla íslands bókin
Glæpurinn sem ekki fannst eftir
Katrínu Jakobsdóttur. Þar fer Katrín
yfir sögu og þróun íslenskra glæpa-
sagna.
Engin uppreisn
„Ég hef alltaf haft áhuga á glæpa-
sögum," segir Katrín. „Ég las Agöthu
Christie á unglingsaldri og þótti hún
ótrúlega skemmtileg. Uppáhalds-
bamabækurnar voru Dularfullu-bæk-
urnar og Fimm-bækurnar.“ Þegar
kom að því að skrifa BA-ritgerð gafst
Katrín upp á hefðbundnum ritgerðar-
yrkisefnum og tók að sér að skrifa
sögu íslenskra glæpasagna. Upplýs-
ingarnar sem lágu fyrir um verkefnið
voru um það bil fimm línur í íslensku
bókmenntasögunni. Hún segir að
rannsóknarvinnan hafi verið ótrúlega
skemmtileg. „Ég gekk um bæinn og
spurði fólk sem komið var til vits og
ára hvort það myndi eftir glæpasög-
um. Þessar gömlu íslensku glæpasög-
ur voru mjög víölesnar. Eldra fólk las
þær og hafði gaman af. Það er því
nægur markaður fyrir glæpasögur á
íslandi." Katrín viðurkennir þó að á
lokasprettinum hafi rannsóknin verið
eins og önnur BA-verkefni - frekar
þreytandi.
„Mér finnst þessar sögur geigvæn-
lega skemmtilegar og það var mjög
gaman að lesa þær og stúdera. Þær
segja mikið um ráðandi viðhorf.
Glæpasögur brjótast ekki gegn ríkj-
andi hefðum; þær gera enga upp-
reisn.“
Vor glæpasagnanna
Katrín kemst að því í bók sinni að
elsta islenska glæpasagan sé smásag-
an íslenzkur Sherlock Holmes eftir
Jóhann Magnús Bjarnason, þann
sama og skrifaði Brazilíufarana. Síö-
an hefur mikið vatn runnið til sjávar
og það er ekki fyrr en á síðustu árum
sem hægt er að tala um „vorið í ís-
lenskum glæpasögum". „Glæpasögur
eru viðurkenndar núna. Áður skrif-
uðu höfundar undir dulnefnum;
glæpasögur voru eitthvað sem þeir
fengust við í hjáverkum. Það sem
áður var regla er nú undantekning
eins og sést með Stellu Blómkvist. í
hennar tilfelli er aðalleyndardómur-
inn hver hún er, það gerir bækurnar
hennar meira spennandi. Leitin að
höfundinum er hluti af aðdráttarafli
bóka Stellu."
Leyndardómur glæpasögunnar
í bók Katrínar kemur fram að tvær
kenningar hafa verið ríkjandi varð-
andi glæpasögur og uppruna þeirra.
Annars vegar eru þeir fræðimenn
sem telja að uppruni glæpasagna sé á
nítjándu öldinni og tengist iðnbylt-
ingu og borgarmenningu. Hins vegar
eru fræðimenn sem túlka grískar goð-
sögur sem glæpasögur þar sem ráðgát-
an sé til staðar í sögum um Ödipus
konung alveg eins og í sögum um
Morse lögreglufulltrúa. Katrín fylgir
fyrrnefndu línunni og telur að glæpa-
sögurnar séu mjög tengdar samfélag-
inu.
Margir hafa velt því fyrir sér hvar
mörkin milli fagurbókmennta og
glæpasagna liggi. „Lesandinn finnur
hvort hann er að lesa glæpasögu eða
bókmenntir um glæp og refsingu,"
segir Katrín, „enda eru ýmsar staðlað-
ar formúlur til fyrir slíkar sögur. í
glæpasögu þarf að vera spæjari.
Leyndardómur glæpasögunnar er
byggður upp á mjög ákveðinn hátt;
sagt er frá rannsókn málsins en ekki
fjallað mikið um tilfinningar eða sál-
arlíf glæpamanns og fórnarlambs.
Fléttan skiptir mestu máli.“
Katrín segir að í þeim löndum sem
glæpasagnahefðin sé sterk sé lestur
þeirra ekki stéttbundinn. „Þar er lest-
ur glæpasagna jafnvel hálfgert gáfu-
mannasport. Það hafa allir þörf fyrir
afþreyingu, jafnvel gáfuðustu menn. í
Bretlandi er einkar sterk hefð fyrir
því að tengja sögumar aðalsmönnum
sem gerast áhugaspæjarar. Einka-
spæjarinn hefur verið ríkjandi í
Bandaríkjunum og lögreglan verður
mjög áberandi í bandarískum sögum
upp úr miðri síðustu öld. Sumir telja
að Bretum hafi þótt lítið til lögregl-
unnar koma og frekar viljað hafa
greindan aðalsmann eða háskóla-
mann í hlutverki rannsakandans.
Gjarnan gera breskir höfundar grín
aö löggunni eins og sést vel í sögunum
um Sherlock Holmes."
Innri trúverðugleiki
í bókinni Dauðarósir eftir Arnald
Indriðason veltir sagnfræðingur því
fyrir sér í samtali við lögreglumenn-
ina Erlend og Sigurð Óla hvers vegna
séu ekki til neinar íslenskar spennu-
bókmenntir. Hann heldur því fram að
það sé lögreglumönnunum að kenna.
„Bara nöfnin erufáránleg i þessu sam-
hengi. Finnst ykkur þaó ekki sjálfum?
Og glœpaflóran hérna er sérstaklega
óspennandi“ segir sagnfræðingurinn í
sögu Arnalds. Katrín segir að þegar
hún hafi verið að skrifa ritgerðina
fyrir þrennum jólum hafi hún verið
nokkuð sammála sagnfræðingi Arn-
alds. „Síðan hafa verið mjög hraðar
breytingar og þróun á þessu sviði.
Fleiri íslenskar glæpasögur styrkja
innri trúverðugleika sagnanna. Mað-
ur þarf ekki að trúa því að hlutir geti
átt sér stað heldur verður sagan að
vera trúverðug innra með sér. Spurn-
ingin er því hvort höfundurinn sé það
vel ritfær að honum takist að búa til
trúverðugan heim.“
„Bókmennta-madhouse"
„Stundum verða íslenskar glæpa-
sögur mjög absúrd,“ segir Katrín og
nefnir sérstaklega til sögunnar Val
Vestan sem skrifaði bókina Raf-
magnsmorðið um áhugaspæjarann og
jarðfræðinginn Krumma. „Það er
mjög gaman að lesa margar þessara
bóka en það er ekki víst að plottin
væru viðurkennd i dag. Rafmagns-
morðið er ein af mínum eftirlætisbók-
um og fjallar um vitfirrtan þýskan
raífræðing sem hannar banvæna raf-
magnskaffikönnu sem á að stuða
breska hermenn til að ná út úr þeim
mikilvægum upplýsingum. Ég gerði
smá-leikgerð upp úr sögunni og þegar
við sýndum hana héldu allir að við
værum bara að bulla.
Húmorinn í bókunum er oft mikill.
Húsið við Norðurá, sem var skrifuð
árið 1926, átti að sýna kosti amerískra
aðferða og gert var grín að íslenskum
yfirvöldum. Þar kemur fram Good-
mann Johnson sem er hrikalega
ruddalegur karakter."
í bók sirrni birtir Katrín dæmi um
fúkyrðaflaum Goodmanns þar sem
hann hellir sér yfir sýslumann sem
ætlar að lesa fyrir hann kvæði: „ ‘God
damn, old boy’! Haldió þér, aö ég sé
kominn hingaó til að hlusta á kvœöa-
bull. Þaó er ekki mín ‘hobby’, - er ekki
með þá skrúfu lausa. Ég er kominn
hingaó til að ransaka jsicj morömáliö,
en ekki til aó lenda í bókmennta-’mad-
house, you see’".
Katrín lýsti þvi yfir í viðtali nýlega
aö hún œtlaói að skrifa glœpasögu,
Moröiö í háskólanum, þar sem rektor-
inn veröi drepinn! „Ég veit ekki alveg
hvort af því veróur," segir Katrín. „Ég
er ekki mikiö skáld í mér!“ -sm
Ertu hlynntur eða andvigur
ríkisstjórninni?
Já.
Hvern viltu helst hitta?
Osama bin Laden (á milli augn-
anna).
Uppáhaldsleikari:______________
Kjartan Gunnarsson í Myrkrahöfð-
ingjanum.
Uppáhaldsleikkona:__________
Kylie Minogue.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Herbert Guðmundsson.
Uppáhaldsrithöfundur:_______
Ingvar Þórðarson.
Uppáhaldsbók:_______________
Bankarán aldarinnar eftir Ingvar
Þórðarson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Guðni Ágústsson.
Besta teiknimyndapersónan:
Ólafur Jóhann Ólafsson (hann er al-
veg eins og Woody, kúrekinn í Toy
Story).
Eftirlætissjónvarpsefni:
Tónlistarmyndbönd og breskir
sakamálaþættir.
Uppáhaldsútvarpsstöð:
Rás 1.
Uppáhaldssjónvarpsstöð:
RÚV og Popp Tíví.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Magnús Hlynur, fréttaritari RÚV á
Suðurlandi.
Uppáhaldsskemmtístaður:
Mokka.
Framtíðaráform?______________
Að eignast meiri pening.
Hvað óttastu mest?__________
Að geta ekki eignast meiri pening.
Hvaða eftirmæli viltu fá?
Hann átti mjög mikinn pening.