Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 27
27 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 30 "V_______________________________________________________________________________________________Helgarblað Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir leikur aðalhlutverkiö í Regínu: Eg er hálfgerð Regína í gærkvöld var frumsýnd ný ís- lensk dans- og söngvamynd eftir Maríu Sigurðardóttur. Handritið er eftir Margréti Örnólfsdóttur og ósk- arsverðlaunahátíðarmanninn Sjón en tónlistin er eftir Margréti. Með aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk Regínu, fer ellefu ára stúlka úr Grafarvoginum, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir. „Ég er hálfgerð Regína,“ segir að- alleikkonan unga. „Það var mjög gaman að leika hana, hún er skemmtileg týpa, bjartsýn og heldur að allt geti gerst. Það er hins vegar ekki alltaf hægt. Hún er líka svolít- ið frek.“ Regína er hálfgöldrótt og getur fengið fólk til að gera hvað sem hún vill með þvi að syngja óskir sínar. „Það er auðvitað galdur í góðum söng,“ segir Sigurbjörg, „en ég er ekki alveg viss um að það sé hægt að galdra fólk með söng til að kaupa eitthvert drasl.“ En ef hægt væri að galdra með söng þá myndi Sigurbjörg Alma vilja galdra „stórt hús með inni- sundlaug og nuddurum og óteljandi óskum í viðbót.“ Ein af hundraö „Ég hef aldrei leikið í bíómynd eða leikhúsi,“ segir Sigurbjörg Alma. „Ég hef sungið mikið og með- al annars unnið söngvakeppni, leik- ið í þættinum Milli himins og jarð- ar hjá Steinunni Ólínu og sungið inn á geisladisk." Söngvakeppnin var á vegum Skífunnar í tilefni af útgáfu disksins Jabbadabadú og í keppninni söng hún Síamskattalag- ið. í Sjónvarpinu lék hún ungan kvótaeiganda. Þegar María leikstjóri byrjaði undirbúning myndarinnar auglýsti hún eftir leikurum. „Ég las auglýs- inguna í Mogganum og sendi inn umsókn,“ segir Sigurbjörg Alma. Um eitt hundrað börn sóttu um og fór Sigurbjörg í inntökupróf þar sem hún komst áfram. „Eftir aðra prufu var mér sagt að við værum þrjár eftir sem kæmum til greina í hlutverkið. Gerð myndarinnar var síðan frestað um ár og sumariö eft- ir var hringt í mig og mér sagt að ég hefði fengið hlutverkið.“ Sjónvarpið skemmtilegt Myndin var tekin upp siðasta sumar eftir miklar æfingar i söng og dansi. „Við þurftum auðvitað að læra handritið utan að á ensku og íslensku," segir Sigurbjörg Alma en það vafðist ekkert fyrir henni að leika á ensku. „Ég kunni alveg ensku áður en ég byrjaði að leika í myndinni þótt ég hefði aldrei lært hana í skóla. Ég horfi svo mikið á sjónvarp og hef lært mikla ensku á því.“ Sigurbjörg segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á kvikmyndum. „Ef ég ætti frídag og mætti ráða full- komlega hvað ég gerði myndi ég glápa allan daginn á sjónvarpið, á einhverja ofboðslega skemmtilega mynd. Uppáhaldsmyndin mín þegar ég var flmm ára var Grease og ég hlustaði mikið á geisladiskinn." Þakin í ógeðslegu kremi „Það skemmtilegasta við að leika í svona kvikmynd er að upplifa þetta allt, fá að hitta svona mikið af frægu fólki og vinna með yndislegu fólki,“ segir Sigurbjörg Alma og við- urkennir að það hafi líka stundum verið erfitt. „Ég þurfti að fara að sofa klukkan níu og tíu á kvöldin og vakna klukkan sjö, vinna tólf tíma á dag og bíða helminginn af tímanum. Það var svolítið erfitt." Erfiðasta atriðið segir Sigurbjörg Alma að hafi verið „kökuatriðið“ en í því fer bakstur Regínu og Péturs, sem leikinn er af Benedikt Clausen, úr böndunum. „Við vorum þakin í ógeöslegu kremi sem var vont á bragðið. Við vorum klístruð og vot og útötuð í súkkulaði. Ég var rosa- lega þreytt eftir að hafa verið í þessu allan daginn. Svo festist hárið „Regína er hálfgerð ég,“ segir aðalleikkonan unga „Þaö var mjög gaman að leika hana, hún er skemmtileg týpa, bjartsýn og heldur aö allt geti gerst. Þaö er hins vegar ekki alltaf hægt. Hún er líka svolítiö frek. “ mín er Julia Roberts en uppáhalds- leikarinn minn er Daniel Radcliffe sem leikur Harry Potter. Daniel er ógeðslega sætur. Hann er einu ári eldri en ég.“ Þegar ég segi að kannski muni þau einhvern tíma leika saman í kvikmynd segir Sig- urbjörg: „Já, eftir svona milljón ár.“ Leiklist er eitthvað sem Sigur- björg Alma vill leggja fyrir sig. „Mér finnst alveg svakalega gaman að syngja, leika og dansa. Það er áhugamál mitt. Ég tek öllum tæki- færum opnum örmum.“ Eftir margra mánaða vinnu við myndina segir Sigurbjörg Alma að þaö hafi verið dálítið sérstakt að sjá sig á hvíta tjaldinu. „Það var dálítið skrýtið. Fyrir sum atriðin skamm- ast maður sín svolitið,“ segir Sigur- björg Alma. „Ég fór með pabba og mömmu á forsýninguna fyrir ára- mótin og pabbi var í hláturskasti allan tímann!“ Þegar ég talaði við Sigurbjörgu Ölmu var frumsýningu ekki lokið. „Það verður gaman að hitta alla aft- ur,“ segir Sigurbjörg. „Það verður skrýtið en ofboðslega gaman. Svo verður partí á eftir.“ Og nýir leikarar fá alltaf mikla at- hygli. „Mér finnst svolítið óþægilegt að fá alla þessa athygli því ég er ekkert vön þessu.“ -sm „Rúrik er alveg frábær. Hann er eins og afí, “ segir Sigurbjörg Alma. „Hann er of- boöslega skemmtilegur og hefur góöan húmor. Hann er svakalega góöur leikari. “ á mér i písk og það tók heillangan tíma að losa flækjuna, þvo það og greiða það aftur.“ Pabbi var í hláturskasti Rúrik Haraldsson er orðinn hálf- gerð goðsögn í íslenskum leikhús- heimi og hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Sigurbjörg Alma leik- ur töluvert á móti honum. „Rúrik er alveg frábær. Hann er eins og afi,“ segir Sigurbjörg Alma. „Hann er of- boðslega skemmtilegur og hefur góðan húmor. Hann er svakalega góður leikari." Þegar Sigurbjörg Alma er spurð hverjir séu uppáhaldsleikarar henn- ar segir hún: „uppáhaldsleikkonan Höfuðstafir Umsjón Ragnar tngi Aöalsteinsson Norpa hér við norðurpólinn Síðustu tveir þættir voru meira og minna helgaðir jólunum, sá síð- asti fyrir jól var hátíðlegur eins og vera bar, sá sem kom milli hátíð- anna var svolítið galgopalegri enda liðið á helgihaldið og lands- menn mættir aftur í vinnuna margir hverjir, saddir og sællegir. Að þessu sinni höldum við okkur enn við jólin, enda þrettándinn ekki fyrr en á morgun, það eru jú enn jól. Þessi þáttur er sérstakur að því leyti að fyrstu níu vísurnar eru allar eftir sama manninn. Þeg- ar mér bárust þessar vísur sá ég að þær gætu verið prýðilegt upp- gjör við hátíðina og jólatilstandið. Höfundur þeirra er Hjálmar Frey- steinsson, læknir á Akureyri. Þær eru að þvi leyti til merkilegar að ýmist hefur seinni hluti þeirra verið ortur áður eða þar kemur fram gömul hugmynd eða minni sem állir kannast við og fyrripart- ur Hjálmars kallast á við eitthvað sem lesandinn þekkir. í samræmi við það kallar Hjálmar þetta „Hálf- kveðnar vísur". Norpa hér vió nordurpólinn ég naumast öllu lengur vil. Bráóum koma blessuð jólin börnin fara aö hlakka til. Lítinn flsk aó fá úr sjónum, - fýsir marga á valdastól. Nú er Gunna á nýju skónum nú eru aö koma litlu-jól. Öllum stundum þingmenn þrátta þunnir eru í sköllunum. Jólasveinar einn og átta ofan komu af flöllunum. Veróbólgan er versta áþján, verkföll tíö til sjós og lands. Adam átti syni sautján suma utan hjónabands. Krónan gerist gengissigin, greiösluhallinn ekki smár. Dátt er jóladansinn stiginn dunar ísinn fagurblár. Menn sem óttast miltisbranda martröö allar nœtur fá. Á boröinu ótal bögglar standa bannað er aö skoöa í þá. Týnd er flestum trúarvissa, taumleysið er þjóöarmein. Alltof margar mömmur kyssa á munninn einhvern jólasvein. Fœrt er allt ífinni skrúöa ferlegt stress í sveit og borg. Grýlu konu Leppalúöa langar aö koma á Glerártorg. í janúar svo Jón og Geröur jóla- VISA-reikning fá. Ekki vist hvort alltaf veröur afskaplega gaman þá. Það rifjaðist upp á dögunum nokkurra ára gömul ,jóla“vísa sem ort var þegar heimsbyggðin öll var meira og minna með böggum hildar út af kynlífi Clintons, forseta Bandaríkjanna. Höfundurinn er Höskuldur Þráinsson prófessor: Þaö er hátíö heims um ból er haldiö veröur upp á jól. Mjakast hœrra morgunsól og Monica fœr nýjan kjól. Við endum á einni eftir Björgúlf Þorvarðarson á Hellu. Þetta er ekki jólavísa heldur almenn andvöku- stemning. Líflö oft mig leikur grátt um langar nœtur. Síöan fœ ég sinadrátt í sárabœtur. ria@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.