Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 5. JANUAR 2002 47 DV Helgarblað - daunninn brýst út með fjögurra eða fimm alda millibili, segir Matthías Viðar Sæmundsson sautjándualdarfræðingur rúnir. Þaö kom líka í ljós að ræturn- ar voru enn dýpri en mig óraði fyr- ir því finna mátti hliðstæðu við rúnafléttu Jóns í sænskum rúna- minjum frá elleftu og fimmtu öld.“ Nóg boöiö Matthías segir að þegar hér var komið við sögu hafi honum verið nóg boðið, sem vonlegt er. Ekki er annað að sjá en daunninn brjótist út með fjögurra eða fimm alda milli- bili, en þögn ríkir um hann þess á milli. „Ég hafði lítinn áhuga á að ganga i eldspor Jóns yngra en setti samt fram skýringar á kukli hans í bókunum Göldrum á íslandi (1993) og Galdri á brennuöld (1996). Þar fullyrði ég að rúnum ása og þursa sé núið saman fyrir tilstilli níu Nauðrúna og að hugsunin sem ligg- ur þar að baki sé rökrétt. Stafirnir áttu að tengja saman tíma goðsagn- ar og samtíð þess sem galdrar. Reynt var að endurskapa viðureign guöa og jötna í ragnarökum með dulúðugri samsömun þar sem ör- lagarúnin Nauð gegndi lykilhlut- verki.“ Að sögn Matthíasar var galdraskrift sautjándu aldar rökvís- leg í sinu trúarlega samhengi. „Und- ir niðri býr kerfi goðsagna og merk- ingartengsla þegar betur er að gáð.“ Rúnir og heiönar særingar „Merkasta galdrakverið sem varðveist hefur á íslensku er frá sautjándu öld og kallast íslensk galdrabók eða Galdrabókin. í bók- inni er að flnna töframyndir af krist- og gyðinglegum toga, marg- brotna stafagerð, rúnir og heiðnar særingar sem eiga sér marvísleg markmið. Sumir þessara galdra snúast um vörn, endurreisn og varðveislu, en öðrum er ætlað aö vinna mein, valda skaða, sótt og bana. Brjóta niöur og eyðileggja. Bókin er að mörgu leyti einstæð á meðal norður-evrópskra galdra- bóka, sem varðveist hafa frá sext- ándu og sautjándu öld, því þær inni- halda ekki jafn fjölbreytt galdratæki og þessi.“ Matthías segir að ritið bendi eindregið til að gömul galdra- þekking hafi varðveist hérlendis því meginstofn hennar eigi sér rætur í norrænni táknmálshefö. Með því er átt við rúnamyndir, galdratákn og margslungna stafagerð sem tengist formi og tölugildi rúnastafa. „Táknagaldrar eins og þessir eiga sér ekki augljósar hliðstæður í evr- ópskum galdraritum jafnvel þótt vitað sé að íslenskir lærdómsmenn lögðu stund á stjornuspeki að er- lendri fyrirmynd, náttúrutöfra og launspeki, auk þess sem kunnar dulkrafta- og töfrabækur hafa borist til landsins. íslenska galdrabókin byggist á annars konar þekkingu - goðsögum og talnafræði sem varð- veist hafði í munnlegri geymd frá kynslóð til kynslóðar.“ Merkingarheimur rúna „Nýja bókin fjallar fyrst og fremst um merkingarheim íslenskra rúna, en hin forna heimsmynd birtist með ýmsum hætti í þeim. Ég huga einnig að fræðum hverrar rúnar um sig og táknaslóðum sem liggja um fornrit og rúnasteina. Það skal tek- ið fram að aðferðin er oft vörðuð til- gátum sem sprotið hafa af öðrum tilgátum. Hið eina sem túlkandinn getur gert sér vonir um er aö skýr- ingar hans búi yfir samhengi raka og ályktana. í bókinni er getið gagna um hverja rún, vitnað í uppástungur fræðimanna og rúnaspekinga, en þess gætt að lesendur geti skilið á milli fróðleiks og skoðana - hvenær vikið er af fjölfarinni þjóðbraut út á skógarstíga tengsla og túlkana.“ Matthias segir að mörk rúnaspeki og dulspeki kunni stundum að verða óljós en nauðsynlegt sé að leyfa huganum að leika á hvörfum og skyggnast um. „Ég hafna brigðu- lausri trúartryggð, hvort heldur dulspeki eða visinda, enda eru heimildir iðulega af skornum skammti. 1 bókinni verður rýnt í form, nöfn og tengsl, lögð áhersla á þrenndir eða þrí- undir sem virðast oft og tíð- um hafa mótað töfraaðferð rúna. Kraftur Svefnþorns fólst til dæmis i tengslum Sólrúnar, Mannsrúnar og Þursrúnar, en í kvenna- galdri var Nauð, Óss og Þurs nuddað saman með óskaplegum afleiðingum." Að laugast í lindum Þegar Matthías er spurður hvers eðlis rúnir og rúnafræði séu segir hann að heimsmynd rúna sé að sínum dómi vistfræði- legs eðlis. „Lífið streymir eins og af sjálfu sér og er sjálfu sér líkt, hvort sem er í hvínandi brjálæði norð- lægra vetra eða grænloga suðræns sumars. Bændur hafa alltaf vitað að mönnum er óhollt að mæða jörðina með offrekju, láta sér þrútna metn- að og níðast á eða fleyga hana stál- um í ofstopa. Náttúran elur af sér, eyðir upp, deyðir og fæðir í ævar- andi hringrás; vex og gildnar, visn- ar og blæs út á nýjan leik. Rúnirnar kenna að maðurinn sé hvorki aflmiðja alheimsins né mæli- kvarði allra hluta heldur hluti af ævarandi heild. Rúnameistarinn átti sér varla draum um dagskímu handan við allt, líkt og kristnir meinlætamenn. Hann kaus að laug- ast í lindum eftir funaskírn ragn- araka, þá töflur finnast í grasi. Þetta er ekki nýr heimur heldur sá gamli, eldi efldur til öflugra lífs, hinn nífaldi heimur guðsins sem skapað- ur var hinn níundi á leið tilverunn- ar upp úr óskópni; sá heimur sem maðurinn á sér þá þrá æðsta að líkj- ast.“ mariafuþorkhniastbmly Á snældusnúö frá fjórtándu öld má glöggt sjá samruna heiöni og kristni. Meö Maríu er án efa átt viö Maríu mey en rúnarööin er hugsuö sem stafrófsgaidur. í víðáttumiklum skógi „Trúarbragðafræðingurinn E.M. Butler sagði að sá sem skoðaði trú- . arbrögð heimsins hyrfi inn í víð- - áttumikinn skóg fíkjutrjáa sem eru þeirrar náttúru að skjóta rót- arsprotum niður á við og mynda nýja stofna þannig að eitt tré getur breiðst út um margar ekrur lands. íslensk galdramenning ber vitni um slíka flækju þótt hún hafi haft nokkra sérstöðu í töfraflórunni. Myndmál fikjuskógar kann aö fela í sér of mikla einföldun en þaö má nota hana um sinn því íslensk galdramenning sver sig að minnsta kosti í ætt við slíkan skóg, enda erfitt að greina frum- . stofn hennar. Hugmyndirnar hafa ,'1 vaxið líkt í ofgnótt óteljandi frá- vika og nýmyndana. Að baki þeim býr óbreytanleg frumhvöt sem lík- ist náttúrlegu ferli fæðingar, lífs, dauða og endurfæðingar; vaxtar- hring sem tekið hefur sér ólík sniðmót innan trúar, töfra og lista.“ i allt öðrum skógi Að lokum segir Matthías aö auðvelt sé að rekja hlið- stæður með íslenskri galdramenningu og öðrum menningarheildum. „Það er hægt að reika fram og aftur um skógarþykkni töfrasögunnar, frá gyðing- > legri launspeki, um arabísk og býsantísk fornrit, til anda- bóka síðmiðalda og galdrakvera árnýjaldar, - tengslaflókinn er slíkur að nær útilokað er að ákvarða orsakir og afleiðingar. Við vitum sjaldnast hvort við erum stödd í námunda við frum- stofn hugmyndaskógarins, í jöðr- um hans, við afleidda útstofna, eða jafnvel í allt öðrum skógum." -kip@dv.is <sg) TOYOTA ...í NÝJUM COROLLA Nýr Corolla byggir á þeim gildum sem geröu Corolla aö mest selda bíl í heimi. Cæði hafa ávallt veriö aöalsmerki Corolla og frá því er hvergi kvikað. Corolla hefur lægstu bilanatíðni bíla í sínum flokki og rekstrarkostnaður hans er meöal þess lægsta sem þekkist. Nýr Corolia uppfyllir ströngustu kröfur sem fjölskyldufólk gerir til öryggis bíla. Gerðu miklar kröfur til nýs Corolla - komdu og reynsluaktu strax í dag. Tilfinningin er góð. www.corolla.is Opið 12-17 í dag, laugardag og 13-17 á morgun, sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.