Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 20
r i TVÆR SÝNINOAR Á KJARVALSTÖPUM Tvær sýningar eru í gangi i Listasafnl Reykjavikur, Kjar- vaisstóöum. i Miörýminu er i gangi 30 ára afmælis- sýnlng Myndhöggvarfélagslns í Reykjavík og í Vest- ursalnum er sýningin Hús í hús eftir Hannes Lárus- son. Hannes hefur á undanfömum árum notað hús sem eins konar miöil fyrir verk sin og með |teim spit- að á hin ðljðsu mörk milli nytjalistar og myndlistar. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum notar Hannes ýmis minni úr eldri verkum svo sem sérblandaða liti, drýsildjöfla, gerningatengt athæfi og orðabrugg svo eitthvað sé nefnt. í ■ SJÓNAUKI 3 Á AKUREYRI í Ustasafninu á Ak- ureyri er I gangi sýningin Sjónauki III, frá poppi til fjölhyggju. Komin er nokkur hefð á jtematiskar „Sjónauka-sýningar" Listasafnsins á Akureyri, þar sem aðilar sem tengjast Islensku myndlistarlífi draga saman myndverk út frá eigin forsendum og rökstuðningi. í þetta sinn var Aöalsteini Ingölfssyni, listfræðingi og forstöðumanni Hönnunarsafns ís- lands, boðið að bregöa sýn sinni á þróun myndlistar i landinu á árunum 1965-2000, með vísun til verka í eigu Listasafns Reykjavikur og Listasafns Islands. Á sýningunni i Listasafninu á Akureyri ergerö tilraun til að varpa Ijósi á þessi viðburðarríku ár I íslenskri myndlist-Sýningunni lýkur sunnudaginn 24. febrúar. Listasafnið á Akureyri er opið þriðjudaga til sunnu- daga kl. 13-18. Rugfélag íslands, Penninn-Bðkval, blóðmabúðin Kransinn og Kaffi Karólína eru styrkt- araðilar safnsins áriö 2002. ■ BÁTAR í NORRÆNA HÚSINU \feflistarkonan Annette Holdensen er með sýniningu i gangi í andyri Norræna hússins en hún er búsett I Óðinsvéum. Annette hefur notaðbátsförmiö sem viöfangsefni í all margar sýningar, sem hún hefur haldið ÍDap mörku, Noregi, Svíþjóð og nú síðast í Noröurlanda- húsinu í Færeyjum.Efniviðurinn sem Annette notar I bátana er mjög fjölbreyttur; grindin eroftast gerð úr trélistum, en hún formar lika grindina með þvi að binda hanasaman, líma eða flétta úr pílviðargrein- um. Nokkrir bátanna eru steyptiryfir form úr pappír, gips, grisju, léreft og svo framvegis. Likanið ersíðan klætt með efnum af ýmsum toga og má m.a. nefna fílt, þakrör, þang.laufblöö, trjábörk, álaroð, fjaðrir, þarma, kindavambir, leður og svo mættilengi telja.Upphaflega voru bátslíkönin 71, og voru þau fyrst til sýnis 1994 i nýjumsýningarsal, Rlosoffen i Óðinsvéum.Á sýningunni í Norræna húsinu verður sýnt úrval af þessum bátslikönum. Sýningin verður opin daglega kl. 8-17 mánudaga til laugardaga.á sunnudögum er opiö frá kl. 12-17. Aögangur er ókeypis. ■ RNNSKIR SKÚLPTÚRAR i GAIXERÍ18 Fmnska myndlistarkonan Helena Hletanen sýnir verk sín í galleri 18. Helena er fædd 1963 og útskrifaðist árið 1991 frá teiknkfeild háskólans i Helslnki og 1992 frá UIAH I Helsinki. Hún er I hópi þeirra ungu, upp rennandi samtímalistamanna frá Rnnlandi sem hafa vakið athygli I Evrópu siðastliðin ár, Hún var full- trúi Rnnlands á Feneyjartviæringnum 1997 og árið 2000 hlaut hún ríkisverölaun Rnnlands fyrir list sína.Á sýningu hennar I i8 mun hún sýna skúlptúrar geröa úr Ijósleiöurum, efni sem hún hefur mikið not- að I verk sín á undanförnum árum. ■ LEIRUST í GERPASAFNI Félagar i Leirlistarfé- laglnu eru með sýningu í Geiðasafni Kópavogi sem ber nafnið Tvísklpt. Eins og nafnið gefur til kynna er sýningin tvískipt, þar sem listamennimir sýna ýmist nytjalist eða frjáls form.l tilefni af 20 ára afmæli fé- lagsins hefur verið gefin út bók sem ber yfirskriftina íslenskt keramik 2002. í henni eru upplýsingar um félagsmenn með litprentuðum myndum af verkum þeirra. Leirlistarfélagið var stofnað árið 1981 af elf- efu framsæknum leiriistarmönnum. Óhætt er að fullyrða aö uppgangur leirlistar á íslandi hafi verið mikill enda félagsmönnum fjölgað úr ellefu í fimm- tíu.Safnið er opið frá kl.11-17 alla daga nema mánu- daga. ■ CARÐAR JÖKULS í USTHÚSINU Listmálarinn Garðar Jökulsson er fæddur árið 1935 i Reykjavík og hefur alla tið búiö á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi hans á myndlist, sér í lagi landslagsmálverkinu, vaknaði snemma og hefur hann sótt flestar mál- verkasýningar og fylgst með þróun myndlistar frá því i kringum 1950 eða ríflega hálfa öld. Ekki eru þó nema 17-18 ár síðan hann fór sjálfur að mála I fri- stundum og er algjörlega sjálmenntaður í þeim fræð- um Garöar sækir efnivið í landslag og náttúru ís- lands. ■ BERND KOBERUNG j HAFNARHÚSINU Þýski listamaðurinn og íslandsvinurinn Bernd Koberling er með opnar stóra sýningu á olíu- og vatnslitamyndum sem hann hefur unnið frá árinu 1988 í Listasafnl Reykjavíkur, Hafnarhúslnu. Sýningin kemur hingað frá Malmö Konsthall I Sviþjóð, sem Bera Nordal veit- ir forstöðu og fer héðan til Saarbrucken, í Þýska- landi. Bernd Koberiing er þýskur málari fæddur 1938 og býri Beriín. Tengsl hans við ísland eru mjög sterk en I tæpan aldarfjórðung hefur hann dvalið reglulega á íslandi ekki aðeins til að vinna að list sinni, heldur einnig til að veiða á stöng, kynnast is- lenskum listamönnum, njóta náttúrunnar og fræð- 1 ast um íslenskar bókmenntir, sem hann hefur síðan stutt dyggilega og haldið fram í heimalandi sínu. Eft- ir langdvalir hér á hann stðrpan hóp vina um allt land en þetta er i fyrsta sinn sem Bernd Koberling held- ur einkasýningu á íslandi. ■ ÞÝSKAR TÍSKUUÓSMYNDIR Þýskar tiskuljós- myndir teknar á árunum 1945 og 1995 eru til sýrv is í Menningarmlðstöölnnl Gerðubergí til 17. febrú- ar. Á sýningunni má sjá verk framsækinna Ijósmynd- ara sem voru áhrifavaldar á stíl og framsetningu tiskuljósmyndarinnar. Ljósmyndarar sem brugðust við breyttum samfélagsaðstæðum um leið og þeir ýttu undir þær og tóku m.a. þátt í sköpun nýrrar kvenimyndar með því að koma á framfæri ákveönu útliti eða framkomu. Þegar litið er á tískuljósmyndir I menningarsögulegu samhengi eru þær merkilega áreiðanlegur vitnisburður um þann tíma sem þær eru teknar úr.þótt þær sýni drauma og þrár frekar en raunveruleikann. Þannig endurspeglaþær hið eftir- sótta á hverjum tíma. Á sýningunni eru verk eftir 39 Ijósmyndara og þvi kemur flölbreytileikinn iþýskri tískuljósmyndun þessi fimmtíu árin skýrt fram. I myndum Regi Relangfrá sjötta áratugnum eru mód- elin elegant og líkari marmarastyttum en lifandikon- um. Á sjöunda áratugnum leita myndir Will McBride í æ rikari mæli útfyrir fötin sem þær sýna, gefa til kynna lífsstíl sem er eftirsóknarverður.Undir lok síö- ustu aldar daðra Ijósmyndarar eins og Wolfgang Tillman, ThomasRusch og Ellen von Unwerth við eró- tík/klám í tískuljósmyndum sinum, tískan(fötin) verður æ minna sýnileg en ímyndin sem tískan veit- ir verðurfyrirferðameiri. Meðal annarra Ijósmyndara sem eiga verk á sýningunni erHelmut Newton, Christian von Alvensleben, Sibylle Bergemann, Ute Mahlerjúrgen Teller og Chariotte Rohrbach. Itunm *gur »6/i •K 1ú b b a r ■ DJ. SESAR Á SPOTLIGHT Spotlight minnir á að það er flutt í Hafnarstræti 17. Staðurinn er einnig kominn með nýjan af- greiðslutíma en nú er opið alla daga frá kl. 17. Dj. Sesar verður í búrinu alla helgina. • Kr ár ■ CATALÍNA í KÓPAVOGI Þotuliðiö leikur ■ RfTUST j GERÐASAFNI í tilefni af útgáfu Ijóða- bókarinnar SKÖPUN opnaði Rrtlistarhópur Kópa- vogs sýningu á Ijóðum og myndverkum í Listasafni KópavogsGerðarsafni laugardaginn 12. janúar. Rit- listarhópur Kópavogs varð til árið 1995, á fjörutíu ára afmælisári bæjarins. Þá var haldinn upplestur Kópavogsskálda, annarsvegar I Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni og hinsvegar I Bókasafni Kópa- vogs. Þá kom í Ijós að fleiri skáld voru búsett í Kópa- vogi en menn hafði órað fyrir. Vaknaði strax áhugi meðal nokkurra skálda aö hittast reglulega til skrafs og ráðagerða í kaffistofu Gerðarsafns. Um haustiö var síðan farið i að skipuleggja upplestra í kaffistof- unni. Félagar í Ritlistarhópnum eru nú 30 talsins og hittast vikulega á Catalínu til skrafs og ráðagerða. Upplestur er þar einu sinni í mánuði. Ritlistarhópur Kópavogs hefur gefið út tvö Ijóðasöfn. Hið fyrra, Gluggi, vorið 1996 og hið síöara, Ljósmál, sem kom út 1997. Hún er samvinnuverkefni við Ijósmyndara úr Kópavogi. Rmm lögðu fram myndir og skáldin ortu Ijóð sín við þær og varö úr hin myndarlegasta Ijóðabók með myndum við hvert Ijóð. Gluggi er því sem næst uppseldur en Ljósmál fæst enn hjá félög- um í Ritlistarhópi Kópavogs.Bókin SKÖPUN er sam- vinnuverkefni við myndlistarmenn úr Kópavogi og hefur verið í undirbúningi síðastliðin tvö ár. I bókinni eru Ijóð eftir 24 félaga úr hópnum við myndverk eft- ir 24 myndlistarmenn úr Kópavogi, auk myndverks sem er utan á kápu. Mikil vinna var lögð í bókina og til hennar vandað í pappír og hún prentuð í flóriit. Bókin er unnin og prentuð í Ásprenti á Akureyri og kom út í október 2001.Safniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 11. ■ MARKMIÐ í GALLERÍ HLEMMUR Sýningin Markmiö sem er í gangi í gaHeri@hlemmur.is er samvinnuverkefni Helga Eyjólfssonar og Péturs ArnarFriðrikssonar. Markmið er samsett úr margþættum verkefnum sem unnin erutil sýningar, skrásett til birtingar á sjónrænan hátt og meö öðrumheimildum. Markmiö er það sem það er hver- ju sinni; spunaverkefni. Hver sýning ermillistig síöus- tu sýningar og þeirrar næstu.Þessi sýning í gal- leri@hlemmur.is er sjötta sýningin undiryfirskriftinni Markmið en það hefur sýnt áður á vegum Listamannsins á horninu iseptember 2001, í Galleri Sævars Karls I júlí 2001, Galeria Wyspa í Gdansk.Pöllandi I mars 2001, Audio visual art gallerí Deiglunnar á Akureyri i júlí 2000og í gal- leri@hlemmur.is I febrúar 2000. Galleriið er opið frá fmmtudegi til sunnudags milli kl. 14 og 18. fyrir dansi á Catalínu Hamraborg, en sveit- in ætti aö vera Kópavogsbúum vel kunn. ■ PISKÓ Á GAUKNUM Hljómsveitin Moon- boots spilar diskó á Gauki á Stöng. Bestu perlur þessa fráþæra tímabils lita og gleði teknar. Dragðu fram bleiku jakkafötin og lakkrísbindið og skelltu þér á ball. Miöaverð er 1000 kr. og húsiö opnað kl. 23.30. ■ DJ. BENNI Á 22 í kvöld mun Dj. Benni sjá um djamm og framúrskarandi tjútt úr búrinu alla nóttina og fram undir morgun. Frítt inn til kl. 2, frítt inn alla nóttina fyrir handhafa stúdentaskírteina. ■ DJ. TOMMI Á VEGAMÓTUM Dj Tommi sér um tónlistina á Vegamótum fram á rauða nótt. ■ G&G Á VÍDALÍN Hinir rómuðu plötusnúð- ar Gullfoss&Geysir mæta með tónasafniö sitt á Vídalín og spila gæðatónlist af ýms- um toga. ■ GLEÐI Á KAFFI REYKJAVÍK Eyjólfur Kristjáns og félagar hans f Hálft í hvoru sjá um gleði og glaum á Kaffi Reykjavík. ■ GULLÓLPIN 1 kvöld mun Stórsveit Ás- geirs Páls skemmta gestum Gullaldarinnar. Sveitina skipa hinn landsþekkti útvarps- maður Ásgeir Páll og Hjalti sem verður hans hægri hönd. Nú eru allir komnir í þorrafíl- Inginn og láta gamminn geisa. Það er ekki spurning stelpur að bjóða sínum heittel- skaöa á Gullöldina um helgina. Já, ölið á til- boði til kl. 11.30 og svo kostar ekkert inn. ■ LÚPÓ OG STEFÁN I KRINGLUNNI Hinir knáu herrar í bandinu Lúdó og Stefán leika fyrir dansi á Kringlukránni. ■ PLAST Á AMSTERDAM Hljómsveitin Plast mætir fersk á Café Amsterdam og rokkar þétt og fast fyrir gesti. ■ PÍANÓBARINN DJ Geir Flóvent verður í betri skónum í kvöld á Planóbarnum. Tilboð á barnum. ■ LJÓSMVNDIR í GALLERÍ FOLP yósmyndir eftir Inger Helene Böasson.eru til sýnis t Baksalnum i Gallerii Fold, Rauðarárstíg 14 til 16.Sýninguria nefn- ir listakonan Utiö um öxl. Á sýningunni eru Ijós- myndir frá árunum 1972 til 1975, en á þeim árum bjó Inger á íslandi og starfaði fyrir Mats Wibe Lund.Sýningin stendur til 3. febrúar.Gallerl Fold er opiö daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl.10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. ■ UÓSMYNPIR AF EYÐIBÝLUM í Galleri Skugga stendur yfir Ijósmyndasýningin Eyöibýli eftir Orra Jónsson. Vterkin vann Orri á árunum 1999 til 2001, oger um að ræða litmyndir teknar inni I eyðibýlum á ólíkum stöðum á landinu.en hann ferðaðist hinn hefðbundna hringveg, auk Vestfjarðanna, við gerö- verka sinna. í myndum Orra er fönguð fegurð hins hnignandi og gleymda, en einnigfortíðar og sögu yf- irgefinna sveitabýla á fáförnum stöðum. Myndefnið sembirtist m.a. I flagnandi veggjum, eldhússkápum með fuglshreiðrum, og leifumfomrar málningar á þilj- uðum veggjum, veröur Ijósmyndaranum viðfangs- efnirikrar fagurfræðilegrar miðlunar. hlutlægni og djúprar tilfinningalegrar næmni.l klefa Gallerís Skugga sýnir Ragna Hermannsdóttir myndlistar- maðurbókverkin „Vofur", „Gular rósir" og „Lifs- háski". Þar gefur að líta þijárbækur með tölvuunn- um myndum og textum, sem límdar eru beint á veggiKlefans. Verk Rögnu segja Ijúfar sögur um aft- urgöngur, dauða oglifshættulegar ógnirOrri Jónsson er fæddur árið 1970. Hann nam Ijósmyndun við School of VisualArts, í New York og lauk BFA-gráðu árið 1996. Orri hefur slðan búið ogstarfað beggja vegna Atlantsála I New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík.Hann er jafnframt tónlistarmaður og vann hann á þessu ári að þvi að semjatðnlist fyrir kvik- myndina Nói Albinói í samvinnu við Dag Kára, leik- stjóramyndarinnar og heimildarmynd Grétu Ólafs- dóttur og Susan Muska um konur ogBalkanstriðin. Orri Jónsson hefur haldið þijár einkasýningar og tek- ið þáttí fjölmörgum samstarfsverkefnum á íslandi, í Danmörku og Bandarikjunum.Menningarborgarsjóð- ur styrkti Eyðibýlaverkefni Orra árið 2001,Sýningar Orra Jðnssonar og Rögnu Hermannsdóttur standa til sunnudagsins 3.febrúar. Galleri Skuggi er opið frá kl. 13 til 17 alla daga nema mánudaga. ■ VEGG$KÚLPTÚRAR_HJÁ SÆVÁRIKARU Helga Krlstrúnu Hjálmarsdóttir sýnir veggskúlptúra sina í Gallerii Sævars Karls í Bankastræti.Helga, sem er af „ungu og óræönu" kynslóð myndlistarmanna, eins og hún orðar það sjálf sýnir verk sem hún vann á síðasta ári. Helga Kristrún er liklega eini íslenski myndlisstarmaðurinn sem á verk í eigu hins viðkun- na Tate Gallery í London. ■ ÁSMUNDUR FYRIR BÓRNIN Nú stendur yfir sýn- ■ SÓLDÖGG Á PLAYERS Stórpoppararnir í Sóldögg halda uppi stuðinu á Players. ■ ÁRSLISTI CHRONIC í dag æltar Hip Hop þátturinn Chronlc að fara yfir það besta sem gerðist áriö 2001. Farið veröur yfir bestu lögin, bestu plöturnar, bestu tónleik- ana og margt fleira. Við munum einnig spila Chronic Freestyles feat, Sage Francis, Freestyle & Shabazz, Akrobatik, Loop Troop, Lone Catalysts, Guru & Krumb Snatcha o.fl. Þessu öllu verður svo fagnað ærlega á Prikinu seinna um kvöldið þar sem Dj Rampage og Dj Figaprint mun skemmta lýönum frameftir morgni. Ekki missa af Chronic laugard. kvöldið 26 Janú- ar frá 8-10 á Rás 2. ■ ÍRSK ÞJÓPLÖG í HAFNARFIRÐI irski þjóölagasöngvarinn Leon Gillple skemmtir gestum á Kaffi Læk í Hafnarfirði ásamt djass og blússöngkonunni írisi Jónsdóttur. Dagskráin hefst kl. 22.30. • K1a s s í k ■ TÓNLEIKAR í ÝMI Hljómkórinn heldur tónleika í tónlistarhúsinu Ými kl. 17.00. Á dagskrá tónleikanna er verkið Captain Noah and his floating zoo eftir Michael Flanders og Joseph Horovitz og er þetta í fyrsta skipti sem það er flutt hér á landi. • S v eit i n ■ FJÖR í BORGARNESI Finnur Jónsson skemmtir á Búöarkletti, Borgarnesi. ■ SIGLFIRÐINGAR SKEMMTA Á AKUR- EYRI Hljómsveitin Plan-B leikur á Oddvitan- um á Akureyri en sveitina skipa fjórir ein- staklingar frá Siglufirði. ■ SKUGGABALPUR í EYJUM Diskórokk- tekiö og plötusnúöurlnn Skuggabaldur verður í fyrsta sinn á þessu ári í Vestmann- eyjum eftir fimm gigg þar á síðasta ári! Aö þessu sinni er það Lundinn sem tekur á móti Skuggabaldri og kostar 500kall inn fyr- ir alla þá sem mæta e. miönætti. Stans- laust og skuggalegt stuð til kl.4. ■ SVÖRT FÖT j SJALLANUM Gleðiboltarn- ir í í svörtum fötum mæta galvaskir á Sjall- ann, Akureyri. ing á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjatrikur - Ásmundarsafnl. Rakinn er ferill meist- arans frá aó og sýnt hvaða þróun varð í listsköpun hans á ferlinum. í anddyri safnsins er að finna teikn- ingar Halldórs Baldurssonar sem eru innblásnar af verkum Ásmundar. Halldór ættu allir að þekkja en hann teiknar hina margfrægu Ömmu fífi hér I Fókus. Sýningin er opin alla daga frá 10-16 og stendur til 10. febrúar 2002. ■ VIP POLLINN Á AKUREYRI Söngkonan Margot Kiis og hljómsveit leikur fyrir dansi á skemmtistaðnum Viö pollinn á Akureyri. ■ ÞÚSOLP j KEFLAVÍK Hljómsveiton Þús- öld verður á Ránni Keflavík og spilar frá kl. 23 til 3. • L eik h ú s ■ JÓN GNARR í kvöld kl. 21 00 sýnir Borg- arleikhúsiö sýningu sem ber heitið Jón Gnarr og er sjálfstætt framhald á hinni geysivinsælu sýningu Ég var einu sinni nörd sem sýnd var við miklar vinsældir leikárið 1999-2000.1 sýningunni fjallar Jón m.a. um ýmsar umbreytingar í lífi sínu, samskipti kynjanna, fallega fólkið, hvernig best sé að borða rækjur, erfiðleika sem fylgja því að vera frægur meöal dýrategunda og ýmislegt fleira, Með Jóni kemur fram ung stúlka sem segir sðgur úr reynsluheimi kvenna. ■ LEIKUR Á BORÐI íslenska leikhúsgrúpp- an sýnir I kvöld leikverkið Leikur á boröi - gómsætur gamanleikur en sýnt er f ís- lensku óperunnl og hefst sýningin kl. 20. ■ MEP VÍFIP í LÚKUNUM Borgarleikhúsiö sýnir í kvöld'leikritið Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Coone. Leikritið hefur veriö til sýn- ingar lengi vel og við miklar vinsældir. Sýn- ingin ! kvöld hefst kl. 20 og eru örfá sæti laus. Jón Jónsson leigubílstjóri lifir ham- ingjusamlega tvöföldu lifi. Hann býr á einum stað með Maríu og í öðrum bæjarhluta með Barböru, en sveigjanlegur vinnutími leigubíl- stjórans gerir honum kleift að sinna báðum heimilum eftir nákvæmri stundatöflu. Einn daginn gerir góðverk það að verkum að hann fær högg á höfuðið og tímaáætlunin riðlast svo um munar. Með aðstoö ná- granna síns og góðvinar reynir hann aö bjar- ga því sem bjargað verður og forða frá því að eiginkonurnar komist að hinu sanna. Þegar lögreglan og blöðin fara að hnýsast í einkalíf hans flækist málið til muna. ■ PÍKUSÖGUR Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elías- dóttir fara með aðalhlutverkin f þessari sýn- ingu sem sett verður upp i kvöld kl. 20 i Borgarleikhúsinu. Pikusögur eða The Vag- ina Monologues er eftir bandaríska leik- skáldið Eve Ensler og er byggt á viðtölum leikskáldsins við konur, gamlar konur og ungar, um þeirra leyndustu parta, pfkuna. Viðfangsefnið er óvenjulegt, en höfundur setur hugsanir viðmælenda sinna fram á einstakan hátt og lýsir með þessu safni ein- tala lifi og lífsviðhorfum ólíkra kvenna. Sum þessara eintala eru nokkurn veginn orðrétt viðtöl, önnur eru skálduð upp úr ótal viðtöl- um. Píkusögurnar voru fyrst settar á sviö árið 1996 og hlaut sú uppfærsla hin eftir- sóttur Obie-verðlaun ári seinna. Siðan hefur verkið verið sýnt um öll Bandarikin, í London, Berlín, Aþenu, Jerúsalem og víðar. ■ SKUGGLEIKHÚS ÓFELÍU í dag kl. 15 sýnir íslenska óperan verkiö Skuggleikhús Ófelíu en þaö er barnaópera eftir Lárus H. Grímsson og Messíönu Tómasdóttur. ■ SKUGGLEIKHÚS ÓFELÍU í kvöld sýnir ís- lenska óperan verkiö Skuggleikhús Ófelíu en það er barnaópera eftir Lárus H. Gríms- son og Messíönnu Tómasdóttur. Sýningin hefst kl. 15 í dag. ■ SLAVAR í kvöld frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar verkið Slavar eftir Tony Kushner. Leik- stjórn, leikmynd og búningar eru i höndum Halldórs E. Laxness en sýningin hefst kl. 20 í kvöld. ■ ÍSLANPS ÞÚSUND TÁR í NEMENDA- LEIKHÚSINU Nemendalelkhúslb frumsýnir nýtt íslenskt lelkrit eftir Elísabetu Jökuls- dóttur kl. 20 í kvöld. Verkið nefnist íslands þúsund tár og er sýnt í Smiðjunni við Sölv- hólsgötu. í blokk í Breiðholtinu býr sama fjölskyldan i öllum ibúðunum, öllum bæn- um, öllu landinu. Saga um ísland í dag og alla daga. Leikstjóri er Steinunn Knútsdótt- ir, dramatúrg er Magnús Þór Þorbergs- son.um leikmynd og búninga sjá Finnur Arn- ar Arnarson og Þórunn Sveinsdóttir ásamt nemendum úr Myndlistardeild Listaháskól- ans. Lýsing og tæknistjórn er i höndum Eg- ils. ■ ÞIP MUNIÐ HANN JÓRUND Leikfélag Húsavíkur frumsýnir hið sívinsæla leikrit Þiö munið hann Jörund eftir Jónas Árnason, í leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar, í dag kl. 16 í Samkomuhúsi bæjarins. Þátttakendur i sýningunni eru fjölmargir, bæði innan sviðs og utan, og mikiö líf og fjör í Samkomuhús- inu á Húsavík þessa dagana. Þetta er í ann- að skipti sem Jörundur er á fjölunum á Húsavík, i fyrra skiptið var hann leikinn leik- árið 1969-1970 og til gamans má geta þess að nokkrir af þeim sem tóku þátt í sýn- ingunni þá eru lika þátttakendur nú. Það er von þeirra sem að sýningunni'standa að sem flestir sjái sér fært að koma við i Sam- komuhúsinu á Húsavík og eiga skemmti- lega kvöldstund með félögum i Leikfélag- inu. • K abarett ■ ENPUHTEKNIR AFMÆLISTÓNLEIKAR Tónleikarnir Meb sykrl og rjóma eru endur- teknir i Borgarlelkhúslnu kl. 16 sakir fjölda áskorana. Þeir voru haldnir i tilefni af 105 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur fyrir skömmu. Þar bregða þær söng- og leikkon- urnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir á leik með söng og dans með heilli hátíðardagskrá á Stóra sviði Borgar- leikhússins. Auk þeirra stíga félagar úr ís- lenska dansflokknumÝnokkur vel valin spor og undirleik annast fjögurra manna hljóm- sveit, skipuð þeim Óskari Einarssyni á pi- anó, Siguröi Flosasyni á saxófón o.fl., Jó- hanni Ásmundssyni á bassa og Halldóri Gunnlaugssynl á trommur. Á dagskránni eru lög úr söngleikjum, gömul og ný, ein- söngslög og dúettar. Það er sungið á ensku og íslensku. Má nefna söngleikina: Annie get your gun, Chicago, Fame, Grease, Chess o.fl. ■ SÓNGVAKEPPNI 1 LAUGARPALSHÓLL Söngvakeppni félagsmibstóðvanna verður haldin á vegum Samfés i Laugardalshóll milli kl. 15 og 19.30. • 0 pnanir ■ KRISTINN PÁLMASPN í GALLERÍI SÆVARS KARLS Kristinn Pálmason opnar málverkasýningu í galleríi Sævars Karls kl. 14 í dag en þetta er þriðja einkasýning Kristins í galleríinu. Á sýningunni veröa óhlutbundin málverk og tölvuunnar svib- settar Ijósmyndir.Málverkin eru bæði unnin í olíu og akrýl með mismunandi aðferðum. ■ TVÆR SÝNINGAR Á KJARVALSSTÓP- UM Tvær sýningar verða opnaðar í Lista- safni Reykjavíkur, Kjarvalsstóöum, i dag kl. 16. í vestursal opnar sýningin Hús í hús eftir Hannes Lárusson og í miörými opnar sýningin Félagar sem er 30 ára afmælissýn- ing Myndhóggvarafélagsins í Reykja- vík.Hannes Lárusson hefur á undanförnum árum notað hús sem eins konar miðil fyrir verk sín og með þeim spilað á hin óljósu mörk milli nytjalistar og myndlistar. Á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum notar Hannes ýmis minni úr eldri verkum svo sem sér- blandaða liti, drísildjöfla, gerningatengt at- hæfi og orðabrugg svo eitthvað sé nefnt. í tengslum við sýninguna verður gefin út sýn- ingarskrá með yfirliti um feril listamannsins eftir Gunnar J. Árnason og einnig hefti um sýninguna sjálfa, sem Nina Möntmann ritar. Við opnun sýningarinnar mun Hannes flytja gjörning. Sýningin stendur til 1. apríl surmudagur ■ II »7/1 •Djass ■ JAZZ Á VÍPALÍN Ein efnilegasta söng- kona landsins í dag, Ragga Gröndal.mætir á Vídalin ásamt hljómsveit og heldur flotta djassi tónleika. • K1a s s í k ■ AFMÆLISTÓNLEIKAR MOZART Kl. 17 verða tónleikar I Geröubergi i tilefni af fæð- ingardegi Wolfgangs Amadeus Mozarts en þar verða að sjálfsögðu einungis flutt verk eftir meistarann sjálfan. Á efnisskrá eru m.a. píanótríó í E-dúr, píanósónata í B-dúr, dúó fyrir fiðlu og víólu í G-dúr og æskuverk Mozarts fyrir fiðlu og selló. Flytjendur eru: Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Richard Talkowsky, selló, og Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanó. Anna Áslaug er búsett í Þýskalandi og er þetta í fyrsta sinn i fjölda ára sem hún kem- ur fram í Reykjavik. ■ NÝÁRSTÓNLEIKAR í HAFNARBORG Þriðju tónleikar í tónleikaröð Tríós Reykja- víkur og Hafnarborgar, menningar og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, eru haldnir í Hafn- arborg kl. 20.00. Tónleikar þessir verða með ððru sniði en venjulega og slegið á léttari strengi. Með tríóinu koma fram hinir ástsælu söngvarar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson. Á efnisskránni verður Vínartónlist, sígaunatónlist, tónlist úr þekktum söngleikjum, s.s. Porgy og Bess og Kysstu mig Kata og aríur eftir m.a. Moz- art, Donizetti, Lehar og Strauss. Einnig verður flutt hljóðfæratónlist af léttara tag- inu eftir Wieniawski, Haydn, Rachmaninoff og Brahms. Meölimir Triós Reykjavikur eru þau Guöný Guömundsdóttir fiöluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Áskriftarkort gilda en einnig verða seldir stakir miðar við innganginn. ■ ÍSLENSK MIPALPATÓNLIST Nýstárlegir tónleikar eru haldnir í Hallgrímskirkju kl. 17 þar sem sönghópurinn Voces Thules, Matthías Hemstock slagverksleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari flytja ís- lenska tónlist frá miðöldum, spuna með uppmögnuðum slagverkshljóðum og nýtt tónverk eftir Huga Gubmundsson. Forsala aðgöngumiða er í 12 tónum við Skólavörðu- stíg og i Hallgrimskirkju. Miöaverð er kr. 1500 en kr. 1000 fyrir námsmenn og ellilíf- eyrisþega. •L e i k h ú s ■ BEPIP EFTIR GOPOT í kvöld verður leik- verkiö Beðib eftir Godot sýnt á fjölum nýja sviösins i Borgarleikhúsinu en höfundur þess er Samuel Beckett. Meö aðalhlutverk fara þeir Hilmir Snær Guðnason og Bene- dikt Erlingsson. Beðið eftir Godot er eitt merkasta leikverk síöustu aldar og olli straumhvörfum í sögu leikritunar. Leikritið lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leið- sögn og er áleitin lýsing á hlutskipti og getuleysi mannanna á tímum tækni og framfara, á tímum guðleysis, á tímum trúar- þarfar. Fallegu fólki er hér lýst á skemmti- legan hátt, en eftir höfundinum er haft: „Ég viðurkenni aö ekkert er fyndnara en óham- ingjan." ■ BLÍPFINNUR Barnaleikritið Blíðfinnur eftir Þorvald Þorsteinsson i leikgerö Hörpu Arnardóttur verður sýnt á fjölum Borgarleik- hússins í dag kl. 14. Sagan segir frá Blíð- 25. janúar 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.