Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 17 Óskiljanlegur styrkur Þýskir blaöamenn segjast ekk- ert botna í árangri íslenska lands- liðsins á Evrópumótinu í hand- knattleik og segja hann ofar skiln- ingi þeirra. Þýskir blaðamenn hafa hópast hingað til Vasterás og þeim fjölgaði til muna eftir að þýska liðið fór að leika í milliriðl- unum. Þjóðverjarnir hafa ekki enn tapað leik í kepninni en þeir mæta íslendingum í kvöld sem einnig eru taplausir. Þýsku blaðamennirnir áttu fund með Guömundi Guðmunds- syni í gærmorgun á hóteli, því sama og íslendingar búa á. Þar voru blaðamenn frá stærstu dag- blöðum Þýskalands svo sem Fran- furter Algemeiner og lögðu nokkr- ar spurningar fyrir landsliðsþjálf- arann. Þar kom fram undrun þeirra hver styrkur íslenska liðs- ins er þegar haft er í huga að á ís- landi er leikið aðeins í einni deild og liðin fá. Þessari staðreynd veltu þeir mikið fyrir sér. Ólafur Stefánsson gerði tíu mörk í leiknum gegn Júgóslövum í gær og alls eru mörkin hjá hon- um í keppninni orðin 41 í flmm leikjum. Hann sagði eftir leikinn að liðið hefði að sínu mati ekki leikið sinn besta leik í keppninni. „Fyrri hálfleikur var fullur af tæknivillum og vitleysu. Við vor- um svolítið neikvæðir og komum inn í búningsherbergi i leikhléi sárir. Eftir að hafa talað vel sam- an í hálfleik náðum við að snúa dæminu við, kysstum hver annan og urðum jákvæðir. Við vissum að við ættum fullt inni og náðum að byrja síðari hálfleikinn vel. Júgóslavarnir eru þannig að þeir brotna við minnsta mótlæti og það gerðist einmitt í leiknum,” sagði Ólafur Stefánsson eftir leikinn. Nú þekkir þú þýska liöið vel. Hverja telur þú möguleika ís- lenska lidsins gegn þeim? „Við eigum hiklaust helmings möguleika gegn þeim. Þeir leika ekki ósvipað okkur, leika sterka vörn, beita hraðaupphlaupum mikið og leika frekar hægan sókn- arleik. Það lið sem fær fleiri hraðaupphlaup vinnur leikinn.” Hvaó hefur breyst i íslenska lidinu á einu ári, frá því á HM i Frakklandi fyrir ári? „Ég hef verið spurður að þessu og gef tvær skýringar á því. í fyrsta lagi er kominn nýr þjálfari og nýtt lið í kringum liðið sjálft og ailt mjög jákvætt með það. í öðru lagi leika Sigfús og Rúnar stórt hlutverk í varnarleiknum. Það hefur vantað menn til að fylla í þessar stöður síðan að Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson hættu að leika með landsliðinu, en núna hefur verið ráðin bót á því. Með þessari breytingu getum við Patrekur sparað mikla orku og keyrt hraðaupphlaupin af full- um þunga. Vörnin er allt önnur en áður, markverðimir fá blokkir fyrir framan sig, lesa skotin betur og fyrir vikið verja þeir betur. Þetta helst allt í hendur.” Erum viö komnir lengra i keppninni en þú þoröir að vona? „Já, svei mér þá, og þar á vörn- in stóran þátt í en varnarleikur- inn er mikilvægrai en ég hélt af því að við eru góðir að hlaupa hraðaupphlaupin,” sagði Ólafur Stefánsson. -JKS „Nýr þjálfari og sterkari vörn“ Guömundur Guömunds- son og Ólafur Stefans- son sitja her fyrir svörum blaða- og fréttamanna aö loknum leik Islendinga og Jugóslava í gær. ^ DV-mynd Pjetur Þjalfari Spánverja: Rúnar er einn besti varnar- maöur mótsins DV.Vesterás Það verður ekki fram hjá því litið að varnarleikur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik hef- ur verið einn sterkasti hlekkur liðs- ins og hafa þjálfarar annarra liða í mótinu hriflst mjög að honum. Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari hefur lagt þunga áherslu á þennan þátt síðan hann tók við liö- inu í fyrra og hefur hann svo sannar- lega skilað sér. Þeir Rúnar Sigtryggsson og Sigfús Sigurðsson hafa leikið afburðavel vel í miðju varnarinnar og hafa þeir fé- lagar varið hvern boltann á fætur öðrum og verið andstæðingum sin- um mjög erfiðir. Óhætt er að fullyrða að íslenskt landslið hefur ekki leikið jafnsterkan varnarleik í háa herrans tíð en í síðustu tveimur stórkeppnum hefur hann á stundum verið dragbít- ur liðsins og höfuðverkur á margan hátt. Cesar Argiles, þjálfari Spánverj- anna, er einn þeirra sem hrifist hafa af varnarleik íslenska liðsins og í samtali við DV var hann ekki að liggja á skoðun sinni í þeim efnum. Hann sagði að sér fyndist Rúnar Sig- tryggsson var einn sterkasti vamar- maður sem hann hefði séð lengi og tók svo djúpt í árinni að segja hann í hópi þriggja bestu varnarmanna Evr- ópukeppninnar. Argiles sagði eftir leik íslands og Spánverja að varnarleikur íslenska liðsins hefði leikið sókn síns liðs grátt og Spánverjar hefðu ekki átt svar við henni. Argiles sagði að hann hefði lengi fylgst með íslenska liðinu og þekkti til margra leikmanna þess og aldrei áður hefði hann séð liðið leika jafhöflugan varnarleik. -JKS — Elías Þór Rafnsson og Ingibjörg Ragnarsdóttir hlúa hér aö Rúnari Sigtryggssyni. DV-myndir Pjetur Rúnar var hetja DV.Vásterás Ákvörðun um að láta Rúnar Sig- tryggsson leika var tekin á elleftu stundu fyrir leikinn á móti Júgóslöv- um í gær. Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, sagði að Rúnar hefði veriö hetja að taka þátt í leiknum en hann hefði hangið á bláþræði vegna meiðsla sinna. Taug var klemmd í bakinu og leiddi niður í fótinn og hefur hann verið í stöðugri meðferð hjá sérfræð- ingum landsliðsins í þessum málum. „Ég sagði rétt fyrir leikinn að ég gæti leikið vörn en gæti væntanlega ekki komist yfir miðju. Þjálfarinn tók þá ákvörðun að láta mig spila og það var líka minn vilji upp á fram- haldið hjá okkur. Ég hékk á blá- þræði enda þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var ég búinn að fá nóg. Ég býst við að ég verði orðinn betri á morgun (í dag) af því að þetta versnaöi ekki svo mikið. Ég er með verk í kálfanum og get af þeim sök- um ekkert hoppað eða spymt mikið í fótinn. Að leika leikinn var engin fórn en ég gefst ekki upp fyrr en í fúlla hnefana. Núna er þetta í okkar höndum að klára dæmið og vinna Þjóðverjana. Það er gaman þegar vel gengur en þetta eru einmitt stund- irnar sem við lifum fyrir sem sport- ið stundum,” sagði Rúnar Sigtryggs— son við DV. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.