Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 2
18 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 Sport DV Sjúkraþjálfarinn Elías Rafnsson og Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari gerðu sér bæjarferð fyrir leikinn í gær til að finna eitthvað sem hægt væri að nota sem þrýsting á kálfameiðsli leikmanna liðsins. Sú hugmynd kviknaði hjá þeim að fá tjalddýnu, búta hana niður og nota sem þrýsting á vöðva. Þessi lækningameöferð hitti beint í mark. DV-mynd Pjetur Svíar fara alla leið - segir Per Carlen Per Carlen, fyrrum fyrirliði Svía í handknattleik, segir í við- tali við blað sem gefið er út á vegum mótshaldara að hann sjái ekki mörg lið úr þessu sem standist sænska liðinu snúning. Carlen þekkir sænska liðið inn og út en hann lék á sínum tíma yfir 300 landsleiki með Svíum og var lengi vel talinn einn sterkasti línumaður i heimi. Hann lýsir leikjum Svía á einni útvarpsstöðinni. „Sænska liðið leikur betur og betur með hverjum leik og ég er að vona að framhald verði á því. Ég held ég sé nokkum veginn viss um að sænska liðinu takist að verja Evrópumeistaratitilinn sem liðið vann í Króatíu fyrir tveimur árum. Gömlu leikmenn- irnir á borð við Wislander, Lind- gren og Olson eru þrátt fyrir ald- ur enn leikmenn í heimsklassa. Undir pressu leika þeir frábær- an handbolta,” segir Per Carlen. JKS íslendingar betri á öllum sviðum - sagði Zoran Zivkovic, þjálfari Júgóslava DV.Vásterás „Ég vil í byrjun óska íslend- ingum til hamningju með sigur- inn. Þeir verðskulduðu sigur í leiknum, þeir voru betri á öllum sviðum og léku mjög góðan handbolta og þá alveg sérstak- lega í fyrri hálíleik. Ég er ekki að afsaka ósigurinn í þessum leik en við söknum nokkurra sterkra leikmanna sem ekki eru með okkur í keppninni, ýmist vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þetta veikir óneitan- lega lið okkar,” sagði Zoran Zi- vkovic, landsliðsþjálfari Júgó- slava, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Viö gerðum mörg tæknileg mistök og það nýttu íslending- amir sér til fulls. Við fórum illa að ráði okkar í sóknarleiknum, bæði í skotum og eins misstum við boltann allt of oft. Ég óska ís- lenska liðinu alls góðs það sem eftir er í keppninni,” sagöi Zivkovic enn fremur. -JKS Spánverjar unnu Frakka önnur úrslit í milliriðli okkar á EM urðu bæði hagstæð og óhag- stæð. Þjóðverjar unnu Slóvena, 31-28, eftir að hafa lent í töluverðum vandræðum með þá. Slóvenar höfðu yfirhöndina framan af og voru með 2-3 marka forskot fram í miðjan seinni hálfleik þegar Þjóðverjar náðu að jafna og tryggðu sér síðan sigur á enda- sprettinum. Þessi sigur tryggði Þjóðverjum sæti í undanúrslitum keppninnar. Þá unnu Spánverjar nokkuð óvæntan sigur á Frökkum, 27-24, og var sá sigur nokkuð örúggur því þeir höföu yfirhöndina allan leikinn. Þetta verða að teljast hag- stæð úrslit fyrir ísland þar sem þau gera vonir Frakka að engu um að komast í undanúrslit. Spánverjar hafa hins vegar mögu- leika á að komast þangað ef ís- lendingar tapa fyrir Þjóðverjum. Svíar hafa einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum eftir aö hafa sigrað Portúgala í gær, 27-22. Úr- slit og staða í riðlunum er á bls. 21. -HI Ólafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR, vegur og metur leiki íslands á EM: Margir leggja hönd á plóginn Þegar svo langt er liðið á loka- keppni Evrópumótsins fer ekki hjá því að þreytu fari að gæta hjá leik- mönnum sem spilað hafa 90-100% leiktímans. Við slíkar kringum- stæður er gott að hafa tvo leikmenn i hverri stöðu til að geta hvílt lykil- menn. íslenska liðið hefur yfir mik- illi breidd að ráða og þjálfaramir geta því dreift álaginu án þess að það komi niður á leik liðsins. Leikurinn gegn Júgóslövum byrj- aði frekar rólega en síðan jókst hrað- inn jafnt og þétt. Byrjunin var hefð- bundin 6:0 vörn með Rúnar haltr- andi á miðsvæðinu og er ljóst að við komum til með sakna Sigga Bjarna sem leysti þessa sömu stöðu mjög vel í undankeppninni gegn Hvít-Rúss- um. Hvílíkt klúður að hafa ekki til- kynnt hann inn í hópinn. Þrátt fyrir þetta náðum við að skora 10 mörk úr hraðaupphlaupum i f.h. og var það bæði vegna mistaka Júgóslava í sókninni sem og góðs varnarleiks. Við fengum á okkur 14 mörk í fyrri hálfleik en markverðimir vörðu varla bolta. Bjarni Frosta kom inn á en náði sér ekki á strik frekar en Guðmundur. Sóknarleikurinn var W' Aron Kristjánsson brýst í gegnum vörn Júgóslava í. leiknum í gær. Hann stjórnaöi sóknarleiknum af röggsemi aö mati Ólafs Lárussonar. DV-myndir Pjetur dálítið brösóttur en Júgóslavar hurfu frá 3:2:1 vöm sinni á 10. mín. og bökkuðu aftur á sex metra. Patt leysti vel inn á línuna fyrstu mínúturnar og við spiluðum 4:2 sókn sem Júgóslavar réðu ekki við og bökkuðu því en allt kom fyrir ekki, íslendingar héldu sínu striki og enduðu í hálfleik með þann mun sem varð til á fyrstu mínútunum. Ótrúlegur fjöldi hraðaupphlaupa leit dagsins ljós í fyrri hálfleik og ekki færri í þeim seinni en alls skoruðum við rúmlega 20 mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum. 20 af 34 mörkum úr hröðum sóknum hlýtur að vera nánast einsdæmi. Markvarslan hjá Bjama, sem og vömin, í seinni hálfleik var góð. Frjáls sóknarleikur í bland við taktískt spil var þemað í seinni hálfleik og hefur sóknarnýtingin oft verið betri en það kom ekki að sök. Sem fyrr lögðu margir hönd á plóginn. Einar Örn slúttaði vel í horninu og var með heimsklassa leik, Óli skoraði grimmt en hefur oft verið með betri nýtingu, Sigfús og Guðjón Valur með flnan leik og Aron stjómaði sóknarleiknum af röggsemi í seinni hálfleik og dró okkur að landi þegar við vorum einum færri. Liðið rúllaði vel og var þjálfarinn óhræddur við að skipta ört inn á og er það vel enda hefur hann úr miklu að moða. Ánægjulegt var að sjá liðið koma til baka eftir erfiðan endi á síðasta leik og sýnir það enn einu sinni hvílíkan karakter liðið hefur að geyma. Sigurviljinn er mikill og eft- ir að hafa náð að stilla spennustig- ið af þá héldu liðinu engin bönd og nú er bara að bíða fram á kvöldið og vona að þetta ævintýri engan enda taki. Ólafur Lárusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.