Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Side 3
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002
19
DV
Sport
Umdeilt atvik í
leik Slóvena og
Júgóslava:
Nefbrotnaöi
og missti
tvær fram-
tennur
Mjög umdeilt atvik átti sér
stað í leik Júgóslava og Slóvena
í fyrrakvöld. Um miðjan síðari
hálfleik gekk Júgóslavinn
Nedeljko Jovanovic í skrokk á
Uros Zorman með þeim
afleiðingum að hann nefbrotnaði
og missti tvær framtennur. Á
myndbandsupptökum kemur
greinilega fram að Jovanovic
gefur Zorman hreint og beint
hnefahögg með fyrrgreindum
afleiðingum. Jovanovic fékk
umsvifalaust að sjá rauða
spjaldið og kom þessi
brottrekstur verulega niður á
júgóslavneska liðinu enda leikur
Jovanovic stærsta hlutverkið í
liðinu.
Dómarar leiksins sendu
umsögn um atvikið til
aganefndar mótsins og er ekki
vitað hvernig hún bregst við
þessu atviki. -JKS
Allt annað
íslenskt lið
en fyrir ári
- segir Nedelijko Jovanovic
„Þessi úrslit eru áfall fyrir okk-
ur. Við vissum að við ramman
reip yrði að draga en við fórum í
milliriðilinn með ekkert stig á
bakinu. Við gerðum okkur seka
um mörg tæknileg mistök i sókn-
arleiknum og fyrir vikið fengu ís-
lendingar hraðaupphlaup. Ég vil
bara nota tækifærið og óska ís-
lendingum til hamingju með sig-
urinn, þeir léku vel og unnu góð-
an sigur,” sagði Nedelijko
Jovanovic einn sterkasti leikmað-
ur júgóslaVneska liðsins í samtali
við DV eftir leikinn. Jovanovic
hafði leikið ágætlega í kepninni
en náði sér ekki á strik frekar en
aðrir leikmenn liðsins.
Jovanovich leikur með spænska
liðinu Portland en liðið er núver-
andi Evrópumeistari. Hann var
einnig félagi Patreks Jóhannsson-
ar hjá Essen.
Ágætir möguleikar íslenska
liösins
Aðspurður um möguleika ís-
lenska liðsins gegn Þjóðverjum í
kvöld sagði hann að hann teldi þá
ágæta. íslenska liðið hefur yfir að
ráða sterkum einstaklingum sem
leika með þýskum félagsliðum og
annars staðar í Evrópu en reynsla
manna þaðan skilar sér inn í
landsliðið sagði Jovanovic.
„Mér flnnst allt annað að sjá til
íslenska liðsins nú en fyrir ári síð-
an. Það er allt annað skipulag á
leik liðsins og einnig sýnist mér
andinn í liðinu allur annar en áð-
ur,” sagði Jovanovic. -JKS
Nedelijko Jovanovic var að vonum svekktur eins og aörir Júgóslavar eftir
leikinn gegn íslendingum.
Guömundur Guömundsson landsliösþjálfari svalar þorstanum í hita leiksins gegn Júgóslövum. DV-myndir Pjetur
Erfitt að lýsa tilfinningum mínum
- sagöi Guömundur Guömundsson eftir sigurinn á Júgóslövum
kvennaíiðs Stabæk í Noregi, brá
sér til Vasterás í gær og horfði á
íslendinga leggja Júgóslava.
Hann kom akandi frá Ósló og
hyggst fylgjast með leikjum ís-
lenska liðsins sem eftir eru í
keppninni. Um 100 íslendingar
voru á leiknum í gær.
Guðmundur Guðmundsson var
að vonum í skýjunum með Sigurinn
á Júgóslövum í Vásterás í gær. Að-
spurður hvort íslenska liðið hefði
leikiö sinn besta leik gegn Júgóslöv-
um sagði Guðmundur erfitt að meta
það hvernig andstæðingurinn léki
hverju sinni.
„Ég tel hins vegar að viö höfum
verið að leika vel en við vorum
samt ekki nægilega ánægðir með
fyrri hálfleikinn. Ég sagði viö strák-
ana í hálfleik að kalla fram gleðina
og jákvæðnina sem hefur einkennt
okkur og fara brosa meira og hafa
gaman af þessu. Mér fannst and-
rúmsloftið breytast við þetta, menn
ætluðu sér þetta og það var það sem
við framkvæmdum. Við fórum að
leika okkar handbolta, bæði hvað
varðar sóknina og vörnina og nýtt-
um okkur veikleika andstæðingsins
út í ystu æsar,” sagði Guðmundur
Guðmundsson.
- Hvernig er þér innanbrjósts
með liðið ú þessum tímapunkti?
„Ég á erfitt með að lýsa tilfinn-
ingum mínum vegna þess að það
gefst svo lítill tími á milli leikja að
ég er strax núna farinn að hugsa
um næsta leik. Það er i raun alveg
óskaplega lítill tími til að velta
þessu eitthvaö fyrir sér. Þetta er svo
ofboðslega erflð og ströng keppni að
ég er bara að hugsa næsta leik og
þannig er þetta búið að vera í allri
keppninni. Ég held að þetta sé sama
með strákana, viö erum glaðir með
þetta núna en það bíður okkar erfitt
verkefni gegn Þjóðverjum. Það verk-
efni er mjög spennandi og skemmti-
legt og við hlökkum allir til að takast
á við það.”
- Er liðió komið lengra en þú
gerðir þér i hugarlund fyrir
keppnina?
„Maður fór að gera sér ákveðnar
hugmyndir um styrleika liðsins þeg-
ar við fórum að leika þessa æfinga-
leiki fyrir mótið. Þessir leikir gáfu
mér tækifæri til að kynnast þessum
leikmönnum sem núna eru að leika
og enn fremur að dreifa álaginu á
milli manna. Þegar æfingaleikjunum
lauk var ég farinn að átta mig á því
hvar við stæðum, þeir færðu mér
heim sanninn um það. Smám saman
hefur sjálfstraustið í liðinu aukist,
menn eru klárir á sínum hlutverk-
um, sátt er um það sem við er að
gera og það er gríðarlega mikilvægt.
Ég tel að þetta lið geti bætt sig veru-
lega enda eigum eftir að útfæra fullt
af atriðum í okkar leik, bæði vamar-
og sóknarlega. Þetta er bara vinna
sem tekur sinn tíma og vitum hvert
við erum að stefna,” sagði Guðmund-
ur. -JKS
Pólverjinn Januz Czerwinsky,
fyrrum landsliðsþjálfari íslend-
inga í handknattleik, var tíma-
vörður á leik íslendinga og
Júgóslava í gær.
Norðmenn eru orðnir þyrstir
að fá að sjá leiki frá Evrópu-
keppninni í handknattleik. Tek-
in hefur veriö ákvörðun um að
sýna frá leikjunum sem fram
fara um helgina. Norska lands-
liðiö náöi ekki að tryggja sér
sæti i keppninni og er það ástæð-
an fyrir aö ekki hefur verið sýnt
fyrr frá leikjum í keppninni.