Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 4
20 21 Sport FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 DV DV Sport Hraðaupphlaupsmörk íslenska landsliðsins á EM: Tvöfalt fleiri en á HM í Frakklandi - 46 islensk hraðaupphlaupsmörk í fimm leikjum Margir nefna hina geysisterku vörn íslenska handboltalandsliðsins sem eina að aðalástðeðum fyrir frábærum árangri íslenska liðsins á Evrópumót- inu í Svíþjóð en íslenska liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum mótsins og er enn taplaust. Það er líka margt i tölfræðinni sem sýnir fram á að vörnin og helsta afurð hennar, hraðaupphlaupin, eru orðin mun sterkara vopn hjá liðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar en þau voru undir stjórn Þorbjörns Jenssonar á Evrópumótinu í Króatíu fyrir tveimur árum sem og á heimsmeistaramótinu í fyrra. íslenska vörnin ver fleiri skot í þessari keppni en hinum tveimur og auk þess hafa íslensku strákarnir sloppið með að dúsa jafnlengi í skammarkróknum og mótherjar þeirra en voru 10 mínútum lengur út af í Frakklandi og 24 mínútur lengur út af en mótherjar þeirra í Króatíu. Hraðaupphlaupsmörkin voru 5,5 að meðaltali í Króatíu sem er kannski ásættanlegt en þau voru aðeins 3,8 að meðaltali á HM í Frakklandi eða 23 alls í sex leikjum. Þegar Einar Örn Jónsson skoraði 33. mark íslenska liðsins gegn Júgóslövum í gær höfðu hann og félagar hans í íslenska liðinu tvöfaldað fjölda hraðaupphlaupa frá því árinu áður og það þótt þeir ættu enn leik inni. Landsliðið hefur gert 9,2 hraðaupphlaupsmörk að meðaltali i leik í Evrópumótinu í Svíþjóð sem er Þáttur Oiafs og Patreks Guðmundur Guðmundsson hefur útfært hraðaupphlaupin afskaplega vel. Markverðirnir eiga ekki að kasta fram en í stað þess finna þá Ólaf Stef- ánsson og Patrek Jóhannesson sem fyrst og það er þeir sem eru mennim- ir á bak við flest hraða- upphlaupsmörk liðsins á mótinu. Ólafur hefur komið að 22 mörkum (8 mörk + 14 stoðsendingar) og Patrekur að öðru 21 (10 mörk + 11 stoðsending- ar). Samvinna þeirra fé- laganna hefur verið frá- bær. Báðir eru þeir sterkir skotmenn í þess- um hröðu sóknum en jafnframt með frábært auga fyrir sendingum á félaga sína. Guðmundur kom greinilega auga á þetta strax og lagaði frá því á HM í fyrra þegar Ólafur og Patrekur komu að- eins að 11 mörkum sam- tals því þrátt fyrir að hafa leikið leik færra hafa þeir komið að 43 mörkum íslenska liðs- ins til þessa á Evrópu- mótinu. -ÓÓJ Hraðaupphlaupsmörk á síöustu 3 stórmótum: Evrópumótið í Króatíu 2000 . 33 Gústaf Bjamason 9, Patrekur Jó- hannesson 7, Valdimar Grímsson 7, Róbert Sighvatsson 3, Ólafur Stefáns- son 3, Róbert Julian Duranona 2, Magnús Sigurðsson 1, Guðjón Valur Sigurðsson. 5,5 aó meöaltali i sex leikjum HM í Frakklandi 2001 ..... 23 Einar Öm Jónsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Róbert Julian Dura- nona 4, Aron Kristjánsson 3, Patrek- ur Jóhannesson 2, Ólafur Stefánsson 1, Róbert Sighvatsson 1. 3,8 aó meðaltali i sex leikjum Evrópumótið í Svíþjóð 2002 . . 46 Einar Öm Jónsson 10, Patrekur Jó- hannesson 10, Ólafur Stefánsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 7, Rúnar Sigtryggsson 4, Sigfús Sigurösson 4, Gústaf Bjarnason 1, Aron Kristjáns- son 1, Dagur Sigurðsson 1. 9,2 að meðaltali ifimm leikjum Bjarni Frostason ver hér eitt tíu skota sinn í gær. Bjarni lék vel í síðari hálfleik eftir að báðir markveröirnir höfðu átt erfitt uppdráttar í þeim fyrri. DV-mynd Pjetur frábær árangur. íslendingar gera það ekki endasleppt á Evrópumótinu: - þegar Júgóslavar voru gjörsigraðir með átta mörkum í gær DV, Vásterás Hver hefði trúað því fyrir ári síðan, þegar íslendingar lágu fyrir Júgóslöv- um í 16-liða úrslitum á heimsmeistara- keppninni í Toulouse, að eftir ár myndu strákarnir okkar snúa blaðinu við og vinna síðan júgóslavneska liðið með átta marka í Evrópukeppninni. Þetta gerðist í Vasterás í gær þegar íslending- ar léku á als oddi og sigruðu, 34-26, í öðrum leik liðsins í milliriðlakeppn- inni. Leikur liðsins nú og fyrir ári er eins og svart og hvítt. Eftir frelcar jafn- an fyrri hálfleik, þar sem íslendingar leiddu í hálfleik, 14-12, sprakk liðið út eins og blóm að vori, sýndi allar sínar bestu hliðar og fór hreinlega á kostum Júgóslavar gáfust upp, játuðu sig sigraða áður en leikurinn var allur en um tíma náði íslenska liðið ellefu marka forystu. Hægt er að líkja leik ís'- lendinga í síðari hálfleik við sprengigos, krafturinn, orkan og leik- gleðin var slík að því verður varla lýst með öðrum hætti. í þessum ham stöðv- ar liðið fátt og eins og áður hefur verið sagt vex liðiö með hverri raun og verð- ur beittara með hverjum leik. Fimm leikir eru nú að baki i keppn- inni og enn hefur liöið ekki tapað leik, þrir sigrar og tvö jafntefli. Hvaða lif- andi maður hefði getað látið sér detta I hug fyrir keppnina að þetta gæti orðið staðreynd eins og nú háttar málum. Ef heppnin og réttlætið hefði verið með ís- lenska liðinu væri það komiö með fullt hús stiga og sætið í undanúrslitunum í höfn. Þau eru mörg efin þegar menn velta þessu fyrir sér en staðan er engu að siður sú að liðiö hefur hlotið sex stig og berst hatrammri baráttu um að kom- ast í undanúrslitin í Globen í Stokk- hólmi á laugardaginn kemur. Alltaf maöur í manns stað Ef við snúum okkur aftur að leiknum við Júgóslava var gaman að sjá hvaö Guðmundur Guömundsson landsliðs- þjálfari getur keyrt leikinn á mörgum leikmönnum. Það kemur alltaf maður í manns stað og i þessu liggur einn styrk- ur liösins. Að þjálfarinn hafi þennan möguleika er geysilega sterkt því álagið á leikmönnum er gífurlegt. Það er búið að leika fimm leiki á sex dögum og það geta allir gert sér það í hugarlund hvað það tekur mikla orku af hverjum og einum. í leiknum i gær var athyglisvert að íslenska liðið hefur tveggja marka for- ystu í leikhléi á sama tíma og mark- verðir liðsins verja ekki eitt einasta skot í fyrri hálfleik. Þennan veikleika vann vörnin upp, varði bolta hvað eftir annaö og keyrt var síðan á hraðaupp- hlaupum en upp úr þeim skoraði liðið tíu mörk í hálfleiknum. Júgóslavar hófu leikinn með því að skora tvö fyrstu mörkin en síðan fylgdu í kjölfar- ið sjö mörk frá íslendingum og staðan var orðin 7-2 eftir 12 mínútna leik. Júgóslavar náðu af miklu harðfylgi að minnka muninn í eitt mark, 10-9, en lengra komust þeir ekki í leiknum. Flugeldasýning í seinni hálfleik Síðari hálfleikurinn var hrein flug- eldasýning af hálfu íslenska liðsins, mörk litu dagsins ljós í öllum regnbog- ans litum og menn leyfðu sér að vera með sirkusatriði og eftir eitt slíkt atriði var skorað gullfallegt mark sem yljaði hjörtum áhorfenda sem þökkuðu fyrir leikþáttinn með löngu lófaklappi. Þegar allt lék í lyndi hrökk Bjarni Frostason i gang i markinu og varði 13 skot í síðari hálfleik. Það reyndi fyrst fyrir alvöru á Bjama í keppninni og hann svaraði kallinu með stæl, sýndi sínar bestu hliðar og lagði sitt á vogarskálamar í stórsigri á Júgóslövum. Ólafur Stefánsson sýndi oft sinar bestu hliðar og réðu Júgóslavar ekkert við hann. Einar Örn Jónsson lék örugg- lega einn sinn besta landsleik, skoraöi átta mörk úr níu skotum, ekki amaleg skotnýting það. Sigfús Sigurðsson var drjúgur á línunni en auk markanna fiskaði hann nokkur vítaköst. Það er bara sama hvert litið er, allt liðið á stóra stjömu skilið fyrir framgöngu sína. Ein stór hindrun eftir Hverri hindruninni af annarri hefur verið mtt úr vegi - en ein stór er eftir. Kljást verður við hana í kvöld þegar ís- lendingar mæta Þjóðverjum I siðasta leiknum í milliriðlunum. Þetta er án nokkurs vafa einn mikilvægasti leikur sem íslenskt landslið hefur leikið í sög- unni. íslenska liðið er ekki auðunnið og það mun berjast til síðasta blóðdropa í kvöld. Þjóðirnar áttust við í Reykjavík í janúar og sigruðu þá íslendingar I báð- um leikjunum. Þeir leikir telja ekki hér heldur orrusta þjóðanna í kvöld. -JKS Ísland-Júgóslavía 34-26 (16-14) Leikstaóur og dagur: Vásterás. 30. janúar. Dómarar (1-10): Goulao og Macau frá Portúgal (3). Gceói leiks (1-10): x. Sóknarnýting Fyrri hálfleikur: StoOsendingar Fiskuð Tapaðir Stolnir Frakðst Fiskaðar Leikmenn: Skot/Mörk 9 m Lina Hom Gbr. Hrað. vm (inn á línu) viti boltar boltar Varin (í sókn) 2 min 2 min Ólafur Stefánsson 17/10 59% 7/2 1/1 4/4 5/3 7(1) 0 5 5 0 0 0 0 Einar Örn Jónsson 9/8 89% 3/3 6/5 0 í 1 2 0 0 0 0 Sigfús Sigurðsson 6/5 83% 4/3 2/2 2 í 0 1 4 1(1) 2 0 Guöjón V. Sigurðsson 5/3 60% 2/1 3/2 2 0 0 3 0 1(1) 0 2 Aron Kristjánsson 5/3 60% 2/0 1/1 2/2 2 2 1 0 0 0 2 8 Dagur Sigurðsson 5/2 40% 3/1 1/0 1/1 4(1) 0 0 1 0 0 0 0 Patrekur Jóhannesson 8/2 25% 4/0 1/0 3/2 7(1) 1 1 1 1 5(1) 0 0 Halldór Ingólfsson 1/1 100% 1/1 1 0 0 0 0 0 0 0 Róbert Sighvatsson 1/0 0% 1/0 1 0 1 0 0 0 0 0 Ragnar Óskarsson 1/0 0% 1/0 0 0 0 0 0 0 0 0 Rúnar Sigtryggsson 0 0 0 1 0 0 0 0 Gunnar B. Viktorsson 0 0 0 0 0 0 0 0 Samtals 58/34 59% 18/4 7/4 5/4 4/3 19/16 5/3 26(3) 5 9 14 5 7(3) 4 10 Markverðir Skot/Varin 9 m Lina Hom Gbr, Hrað. Vití Skotum Skottil Stoðsendinear Tanaöir haldiö mótheria (inn á línu) boltar Stolnir boltar Fráköst (isókn) 2 min Guðmundur Hrafnkels. 8/0 0% 5/0 2/0 1/0 0 0 0 0 0 0 0 Bjami Frostason 28/10 36% 15/7 4/1 3/0 2/1 3/1 1/0 6 3 1 0 2 0 0 Markverðir, samtals 36/10 28% 20/7 6/1 3/0 - 2/1 4/1 1/0 6 3 1 0 2 0 0 0-2, 7-2, 7-3, 8-3, 8-6, 9-6, 9-7, 10-7, 10-9, 12-9, 13-10, 13-12, 14-12, 14-13, 15-14, (16-14), 17-14, 17-16, 19-16, 22-19, 25-19, ísland (32/16 - 5 tapaðir) .....50% Júgóslavía (32/14 - 13 tapaðir) . 44% Seinni hálfleikur: ísland (29/18 - 4 tapaðir) .....62% Júgóslavía (30/12 - 8 tapaðir) . . 40% Samtals: 27-21, 31-21, 31-22, fsland (61/34 - 9 tapaðir) ....56% 33- 22, 33-24, 34-24, Júgóslavía (62/26 - 21 tapaðir) . 42% 34- 26. Júsóslavía: Mörk/viti (skot/viti): Dragan Skrbic 6 (9), Blazo Lisiéic 5 (8), Nedeljko 5/1 (11/1), Zikica Milosavfjevic 2 (2), Nenad Maksic 2 (2), Vladimir Petric 2 (3), Dusko Grbic 2 (9), Vladan Matic 1 (1), Jovan Kovacevic 1 (2). Variti skot/viti (skot á sig): Arpad Sterbik 12/1 (28/1, 43%, hélt 4, 4 til mótherja), Dejan Peric 6/1 (18/3, 33%, hélt 1, 3 til mótheria), Nenad Puljezevic 0 (6/1,0%, hélt 0, 0 til mótherja). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Skrbic 2, Milosavljevic). Vítanýting: Skorað úr 1 af 1. Maður leiksins hjá DV-Sporti: xxxxxxx Brosað allan hringinn - sagði Einar Örn Jónsson sem gerði 8 mörk í 9 skotum E-riðill: Tékkland-Rússland...........20-29 Úkraína-Danmörk ............17-21 Svíþjóð-Portúgal............27-22 DV, Vásterás „Okkur gekk ekki alveg nógu vel varnarlega í fyrri hálfleik, fengum að mínu mati of mörg auðveld mörk. Við fórum ekki nógu vel út í vörn- inni og tókum heldur ekki línuna nógu vel. Við náðum að setja undir þann leka í síðari hálfleik en í hálf- leik töluðum við um það vera ekki að kýtast á heldur vinna hlutina saman, sýna samstöðu og brosa. Þetta gekk eftir og ég held að flestir hafi brosað allan hringinn allan seinni hálfleik- inn. Þegar við vinnum saman, leik- um góðan vörn, fáum markvörsluna í gang, náum hraöaupphlaupum, þá stöðvar okkur enginn,” sagði Einar Örn Jónsson sem átti skínandi leik og skoraði átta mörk úr níu skotum. Gjörólíkt liö - Nú lékst þú einnig gegn Júgóslövum á HM ifyrra. í hverju liggur munurinn á liðunum i dag? „Okkar lið er bara gjörólíkt, liðið er mikið breytt f spilamennsku en það sem ég hef séð til Júgóslava hér og áður þá leika þeir einfaldlega illa. Þeir leika ekki saman sem lið, held- ur einstaklingar, hver í sínu horni. Þeir hafa yfir að ráða frábærum ein- staklingum en þá vantar hins vegar nokkra sterka leikmenn en það skýr- ir ekki andleysið og baráttuleysið sem var í þeim gegn okkur.” - Skotnýting þín var einstök í þessum leik, ekki satt? „Ég klikkaði á einu skoti þegar ég fékk erfiða sendingu. Ég hefði betur sleppt því að skjóta, færið var erfltt og mitt klúður að klúðra þvi. Það gekk hins vegar mjög vel að opna júgóslavnesku vörnina hægra megin fyrir mig. Þeir pressuðu nokkuð stíft á skyttumar, Ólaf og Patrek, og þá opnast einhvers staðar, og þá sér- staklega þegar við höfum trölliö á línunni sem Sigfús er. Þeir nenntu enn fremur ekki að hlaupa til baka þegar við keyrðum hraðaupphlaup- in.” Stefnum á undanúrslitin - Hvað segir þú um þessa stöðu sem liðið er komið i upp á fram- haldið að gera? „Framhaldið er næsti leikur gegn Þýskalandi og við erum ekki farnir að hugsa lengra en það. Við ætlum okkur auðvitað sigur í þeim leik og þá sigur um leið í þessum milliriðli. Viö stefnum á undanúrslitin, þá er þægilegri staða og þægilegri mótherjar ef við verðum efstir. Við stefnum á þetta en til þess þurfum við að vinna Þjóðverja og jafnvel að treysta á einhver önnur hagstæð úr- slit og markatölu. Við sjáum hvað setur, við unnum þá tvisvar í æfinga- leikjum heima fyrir skemmstu. Þeir telja ekki lengur og það verður mjög erfiður leikur gegn þeim í kvöld,” sagöi Einar Öm Jónsson -JKS Svíþjóö 4 4 Danmörk 4 3 Rússland 4 2 Portúgal 4 1 Tékkland 4 1 Úkraína 4 0 0 0 115-91 8 1 0 104-87 7 1 1 108-94 5 0 3 89-105 2 0 3 97-118 2 0 4 88-106 0 Ísland-Júgóslavía . Slóvenía-Þýskaland Spánn-Frakkland . Þýskaland ÍSLAND Spánn Frakkland Júgóslavía Slóvenía F-riöill: 4 3 1 4 2 2 4 2 1 4 1 2 4 0 1 4 0 1 ....... 34-26 ....... 28-31 ....... 27-24 0 92-82 7 0 115-101 6 1 94-87 5 1 87-88 4 3 91-107 1 3 97-111 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.