Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 8
24 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 Rafpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju ordi Blcmd i poket John Gregory, sem i síðustu viku sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur verið ráðinn stjóri hjá Derby County. Gregory verður þar með þriðji fram- kvaemdastjóri Derby á yfírstandandi leiktíð. Jim Smith hóf leiktíðina, síðan kom Colin Todd og nú er það John Gregory sem á að bjarga Derby frá falli í iyrstu deild. Dwight Yorke, leikmaður Manchester United, fer ekki til Middlesbrough eins og allt benti til. Búið var að semja um kaupverð en Yorke vildi fá hærri laun en Middlesbrough bauð. Þar með er það nokkuð ljóst að Dwight Yorke verður áfram hjá United út leiktíðina. Það þýð- irsvoað ekkert verður af komu Paulos Di Canio til Old Trafford. Jamie Carragher leikmaður Liverpool verður ekki ákærður af lögreglu fyrir að henda smápeningi upp í stúku í leik Liverpool og Arsenal. Carragher slapp með áminningu en enn er eftir að úr- skurða um málið hjá enska knattspyrnu- sambandinu. ,,h„ Dickinson til Njarðvíkur Kvennalið Njarðvíkur í körfuknattleik mun tefla fram er- lendum leikmanni í bikarúrslita- leiknum um aðra helgi. Þetta er Ebony Dickinson sem lék meö KFÍ tímabilið 1999-2000. Dickinson er frábær leikmaður og aö margra mati, sá besti sem hér hefur leikið. Hún skoraði 32,2 stig í leik og tók 18,7 fráköst með KFÍ og var nánast óstöðvandi. Fyrir fram er búist við öruggum sigri KR í úr- slitaleiknum en koma Dickinson gefur fyrirheit um spennandi leik. Hún mun aðeins verða á landinu í u.þ.b. viku og ekki leika með Njarð- vík út tímabilið en gæti náð leikn- um við Grindavík um næstu helgi. Grindavíkurliðið er einmitt þessa dagana að leita sér að Kana til að leysa Jessicu Gaspar af hólmi sem mun ekki leika meira þetta tímabil- ið vegna meiðsla. -Ben Dennis Bergkamp fagnar öðru marka sinna gegn Blackburn í gærkvöld. Reuters -c Enska úrvalsdeildin í gærkvöld: Glæsimark Eiðs Smára - Arsenal, Newcastle og Liverpool setja aukna pressu á Man. Utd. Arsenal, Newcastle og Liverpool settu öfl pressu á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna leiki sína í deildinni í gær. Leeds tókst hins vegar ekki að gera slíkt hið sama þar sem liðið tapaði fyrir Chelsea á Stamford Bridge og dróst því aðeins aftur úr fjórum efstu liðunum, að minnsta kosti í bili. Liðið í öðru sæti, Arsenal, hélt sínu striki og vann Blackburn á Eawood Park þrátt fyrir að missa niður tveggja marka forskot. Arsenal virtist ætia að klára leikinn strax því eftir 25 mínútur voru Dennis Bergkamp og Thierry Henry búnir að koma Arsenal í 2-0. En Matt Jansen jafnaði síðan fyrir Blackbum með tveimur mörkum og ekki bætti það svo stöðuna fyrir Arsenal að fá á sig enn eina brott- vísunina þegar Oleg Luzhny fékk rauða spjaldið snemma í seinni hálf- leik. En Blackburn náði ekki að nýta sér liðsmuninn og í staðinn tryggði Bergkamp Arsenal sigurinn eftir góða stungusendingu frá Ro- bert Pires sem átti enn einn stór- leikinn fyrir Arsenal. Lundúnaliðið er nú í góðri stöðu, stigi á eftir Manchester United og á auk þess ieik til góða. í þriðja sæti er lið Newcastle enn eftir góðan útisigur á Tottenham, 1-3. Það blés þó ekki byrlega fyrir Newcastle til að byrja með því Norðmaðurinn Steffen Iversen kom Tottenham yfír snemma leiks eftir vandræðagang í vörn Newcastle. Staðan var 1-0 í hálfleik en Newcastle-menn komu sterkir til leiks í siðari hálfleik og þrjú mörk á ellefu mínútum frá Clarence Acuna, Alan Shearer og Craig Bellamy gerðu út um leikinn. Newcastle heldur því sínu striki í toppbarátt- unni, tveimur stigum á eftir toppliði Man. Utd. og á leik til góða. Liðið í fjórða sæti, Liverpool, sneri síðan blaðinu við frá ósigrin- um gegn Arsenal í bikarkeppninni um síðustu helgi og vann 1-0 sigur á heimavelli gegn Leicester. Það var Emile Heskey sem skoraði sigur- mark Liverpool gegn sínum gömlu félögum og var þetta fyrsta mark hans í 14 leikjum fyrir Liverpool auk þess sem þetta var aðeins þriöja mark hans í úrvalsdeildinni i vetur. Leikurinn var annars ekki mikið fyrir augaö en Liverpool getur huggað sig við að vera enn aðeins tveimur stigum frá toppsætinu. Fátt annað en fall virðist hins vegar bíða Leicester eftir þessi úrslit. Sjö mörk Eiös í fimm leikjum Leeds situr áfram í fimmta sæti en dróst aftur úr hinum fjórum lið- unum við 2-0 tap fyrir Chelsea á Stamford Bridge. Leikurinn hefði reyndar ekki getað byrjað verr fyrir Leeds því Eiöur Smári Guðjohnsen kom Chelsea á bragðið eftir rúma mínútu með glæsilegu, viðstöðu- lausu vinstrifótarskoti sem hafnaði efst í markhorninu. Eiður skoraði þarna sitt sjöunda mark í síðustu fimm deildarleikjum Chelsea. Um miðjan fyrri hálfleik bætti svo Sam Dalla Bona öðru marki við, en markið var reyndar æði vafasamt þar sem boltinn fór greinilega í hönd Dalla Bona áður en hann skor- aði og mótmæltu leikmenn Leeds markinu ákaft. Fleiri ákvarðanir dómarans orkuðu reyndar tvímælis í leiknum en þegar á heildina er lit- ið var sigur Chelsea fyllflega verð- skuldaður. Ipswich heldur áfram sigurgöngu sinni og Fulham varð fyrir barðinu á þeim í gær. Ipswich lét þó eitt mark duga í þetta skiptið og kom það frá Marcus Bent sem þar með skoraði sitt sjöunda mark í átta leikjum. Með þessum sigri komst Ipswich úr fallsæti. Gott gengi Southampton undir stjórn Gordons Strachan heldur áfram og nú var það West Ham sem lá á St. Mary’s. Kevin Davis skoraði fyrra mark Southampton undir lok fyrri hálfleiks þegar David James kýldi boltann í hann og í netið en fram að þessu hafði West Ham verið sterkari aðilinn. í síðari hálfleik bætti Southampton síðan öðru marki við þegar Fernandes skoraði beint úr aukaspyrnu. Að lokum gerðu Aston Villa og Everton markalaust jafntefli í afar slökum leik. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.