Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Page 3
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
19
I>V
handler o
Olafur Stefánsson rekinn út af í 2 mínútur í gær gegn Dönum og er ekki sáttur við gang mála frekar en Sigfús Sigurðsson.
DV-mynd Pjetur
Ölafur B. Lárusson, þjálfari Gróttu/KR, um leikina gegn Svíum og Dönum:
Þrátt fyrir allt er 4. sætið
glæsilegur árangur
Globen-Halle, 13.000 Svíar og sænskt
landslið skipað leikmönnum sem hafa
nær undantekningarlaust spilað í und-
anúrslitum á öllum helstu stórmótum
sl. 10 ár. Ókleifur múr og það kom
einmitt á daginn.
Ætli við þurfum ekki að bjóða Svíum
til Islands í vináttulandsleik, bjóða
þeim á hestbak eins og Dönum hérna
um árið og reyna þannig að vinna bug
á Svíagrýlunni. Enda þótt ég hafl ekki
verið mjög trúaður á sigur þá ól ég þá
von í brjósti að við myndum spila af
sömu ákefð, sköpunargleði og virðing-
arleysi fyrir andstæðingnum eins og við
höfum gert fyrr í keppninni. Þetta tókst
íslensku leikmönnunum þvi miður
ekki. Fyrri háifleikurinn var nokkuð
jafn framan af en seinni partinn komust
Svíarnir í fjögurra marka forystu og fór
þá um landann en við komum til baka
og héldum viðunandi stöðu í leikhléi.
Það var þó þegar ljóst að þetta yrði
erfitt.
Vamarleikurinn var ekki samur. Við
náðum hvorki að stöðva langskotin né
línuspilið og var á köflum eins og Sig-
fús og Rúnar væru að slá vindhögg. Þeir
náðu ekki að tækla skytturnar og voru
oftar en ekki staðsettir þannig að línu-
maðurinn var á milli þeirra og knattar-
ins sem er alröng staðsetning. Hvort
þetta var vegna góðs sóknarleiks Sví-
anna eða óttablandinnar virðingar fyrir
einstaka leikmönnum skal ósagt látið
en alla vega þá var varnarleikurinn
ekki svipur hjá sjón. í kjölfarið var
minna um aðal okkar manna, hraðar
sóknir. Seinni hálfleikur byrjaði vel en
síðan seig jafnt og þétt á ógæfuhliðina
og við sáum í raun aldrei til sólar í
seinni hálfleiknum.
Guðmundur var að verja þó nokkuð
af dauðafærum en átti sem stundum
áður i erfiðleikum með langskotin.
Vörnin varði lítið af skotum og með-
al annars vegna þessara tveggja þátta
varð lítið úr hröðum sóknum íslenska
liðsins. Þrisvar létum við svo taka okk-
ur í landhelgi þegar Svíar tóku miðjuna
hratt og nýttu sér værukærð okkar
manna. Sóknarleikurinn var frekar ein-
hæfur og virtist sem ekki væru næg ráð
við heimavinnu Svíanna sem greinilega
höfðu lesið leik is-
lenska liðsins til
hlítar.
Það sem hefur
dugað okkur
lengstum í keppn-
inni, að miðju-
mennirnir ( Patti
og Aron) leysi upp
og síðan spili Dag-
ur og Óli á milli
sín, skapaði litla
ógnun. íslensku
útileikmennimir
sóttu ailtof mikið
inn á miðjuna í
stað þess að teygja
á sænsku vörninni
og skapa þannig
meira pláss á milli sænsku vamar-
mannanna til þess að vinna með. Óli
Stefáns hefur sótt töluvert inn á miðj-
una í undanfórnum leikjum og það lásu
Svíarnir og hefði Óli þurft meiri hjálp
til þess að komast í skotstöðu. Með þvi
að sækja meira á milli fyrsta og annars
varnarmanns í byrjun sóknar hefðum
við náð að teygja meira á vöminni sem
hefði í kjölfarið auðveldað okkur að
koma inn á miðjuna. Þrátt fyrir þetta
fengum viö mörg góð færi sem við nýtt-
um ekki og var á köflum grátlegt að
horfa upp á leikmenn sem hafa verið
með frábæra nýtingu frjósa í slúttum og
gjörbreyta fyrri venjum. Sóknarleikur-
inn, sem hefur fram til þessa verið
u.þ.b. 60%, féll niður undir 40% í þess-
um leik og sér hver heilvita maður að
ekki er hægt að sigra Svia með þvíum-
líku. Þess utan fengum við á okkur 33
mörk sem er langt umfram það sem við
eigum að venjast. Þjálfarinn virtist ráð-
þrota og þær breytingar sem gerðar
voru komu að litlu gagni.
í heild má segja að Svíarnir hafi ein-
faldlega verið betri eins og við mátti bú-
ast. Hitt er svo annað mál að það er
ekki sama hvemig
menn ganga frá töp-
uðum leik og það er
alveg kristaltært að
íslensku leikmenn-
irnir em ekki
ánægðir með
frammistöðuna í
þessum leik og það
vita þeir best sjálf-
ir. Okkur tókst ekki
að vinna bug á
spennunni enda
kannski til of mik-
ils mælst.
ísland - Dan-
mörk
Leikurinn um
bronsið fór tiltölulega rólega af stað og
vorum við ekki búnir að skora fleiri en
5 mörk um miðjan fyrri hálfleikinn.
Patrekur er meiddur og hefur það mik-
il áhrif í sókn sem vörn.
Okkur tókst aðeins að skora tvö
mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálf-
leik og er sóknarnýtingin tæplega 50%,
töluvert fyrir neðan meðaltalið. Þreyta
er eðlilega farin að segja til sín og leik-
menn eru að gera mistök sem skrifast á
hana. Enn er sótt of mikið inn á miðja
vöm Dananna í stað þess að að sækja
utanvert. í seinni hálfleik bitum við í
skjaldarrendur og náðum að jafna en
allt kom fyrir ekki. Rúnar fékk rautt
spjald fyrir þrjár brottvísanir og við
það hreinlega hrundi varnarleikurinn
enda til of mikils mælst að Aron gæti
leyst miðjustöðuna i 6-0 vörninni.
Markvörður Dananna var okkur
óþægur ljár í þúfu og var með rúmlega
50% varin skot sem verður aö teljast
frábært. Leikmenn reyndu þó að leggja
sig fram en það er augljóst að ekki tókst
að rífa liðið upp eftir tapið gegn Svíum
og hefur hópnum ekki tekist að skapa
aftur það andrúmsloft sem einkenndi
liðið í sex fyrstu leikjunum. Hverju sem
um er að kenna þá virtust Danir eiga
meira inni en við þannig að þeir hrein-
lega völtuðu yflr okkur á lokakaflanum.
Eftirtektarvert er að skoða árangur
okkar einum fleiri en einum slíkum
kafla töpuðum við 2-0 í seinni háifleikn-
um og er það ekki í fyrsta sinn sem það
gerist. Það er greinilega vafamál hvort
það skilar tilætluðum árangri að taka
einn úr umferð.
Frammistaða einstakra leikmanna
var eins og gengur og gerist upp og nið-
ur. Guömundur er að verja eina 10 bolta
og er það helmingur á við kollega hans
hinum megin á vellinum og munar um
minna. Sigfús er að skila nokkuð góð-
um leik sem og Óli Stefáns. Dagur var
með góðan fyrri hálfleik en hvarf nán-
ast í þeim seinni.
Aron átti frekar dapran dag og sömu
sögu má segja um Gunnar Berg. Ragnar
átti ágætisinnkomu í seinni hálfleik og
Einar Örn var með góða nýtingu enda
þótt mörkin væru ekki mörg. Aðrir
náðu vart að setja mark sitt á leikinn og
m.a. náði vinstra hornið ekki nema
einu marki. Úrræði skorti f sóknarleik-
inn og hefði ég t.d. viljað sjá Sigfús
sækja Óla svipað og þeir gerðu svo
glæsilega gegn Hvít-Rússum á vordög-
um sl. árs.
Guðmundur hreyföi liðið þó nokkuð
og breytti um varnarleik síðustu mínút-
urnar en þessi ráð hans dugðu skammt
og niðurstaðan varð sama sæti og á
Ólympíuleikunum 1992 sem er engu að
síður, eins og þá, glæsilegur árangur.
Ólafur B. Lárusson
Ólafur B. Lárusson.
Sport
Strákarnir
okkai
9. Guðjón Valur Sigurðsson
Spilatími 403 mín. og 32 sek.
Skot/mörk . . 38/21
Skotnýting .... . . . . 55%
Hraðaupphlaupsmörk .. . 10
Stoðsendingar . . 9
Línusendingar sem gefa mörk ... 1
Sendingar sem gefa víti .. 1
Fiskuð víti .... 3
Stolnir boltar . . 9
Tapaðir boltar . . 5
Brottvísanir ... 4 mínútur
Fiskaðar brottvísanir .... .. 6 mín.
10. Halldór Ingólfsson
Spilatími 49 mín. og 43 sek.
Skot/mörk .... 9/4
Skotnýting .... . . . 44%
Vítaskot/mörk .. 1/0 (0%)
Stoðsendingar .. 3
Sendingar sem gefa víti . . 1
Fiskuð víti .... 2
Tapaðir boltar . . 1
Fiskaðar brottvisanir ... 4 mínútur
11. Ólafur Stefánsson
Spilatími 431 mín. og 20 sek.
Skot/mörk .... . 106/58
Skotnýting .... . . . 55%
Vítaskot/mörk . 26/18 (69%)
Hraöaupphlaupsmörk .... 9
Stoðsendingar .. 54
Línusendingar sem gefa mörk . . 13
Sendingar sem gefa víti . . 7
Fiskuð víti .... 3
Varin skot í vörn 9
Stolnir boltar . . . 11
Tapaðir boltar . . 22
Brottvísanir . . . 6 mínútur
Fiskaðar brottvísanir .... . 22 min.
13. Rúnar Sigtryggsson
Spilatimi 201 mín. og 17 sek.
Skot/mörk . . 10/7
Skotnýting .... . . . 70%
Hraðaupphlaupsmörk .... 6
Stoðsendingar . . 2
Fiskuð víti .... 2
Varin skot í vörn 4
Stolnir boltar . . . 10
Tapaðir boltar . . 3
Brottvísanir ....
Fiskaðar brottvísanir .... . 4 mín.
14. Ragnar Óskarsson
Spilatími 27 min. og 35 sek.
Skot/mörk . . . 9/4
Skotnýting .... . . 44%
Stoðsendingar .. 3
Línusendingar sem gefa mörk ... 2
Tapaðir boltar . . 3
17. Gunnar Berg Viktorsson
Spilatími 70 mín. og 25 sek.
Skot/mörk . .. 9/3
Skotnýting .... . . 33%
Vítaskot/mörk . . 1/0 (0%)
Hraðaupphlaupsmörk .... 1
Stoösendingar , . 4
Fiskuð víti .... 1
Stolnir boltar .. 1
Tapaðir boltar . . 3
Skotnýting úr stöðum
Langskot ... 163 skot/60 mörk (37%)
Lína 55/35 (64%)
Horn 40/20 (50%)
Gegnumbrot .. . 32/21 (66%)
Hraðaupphlaup . 79/62 (78%)
Vítaskot ...... 34/23 (68%)
Markvarsla úr stöðum
Langskot ... 134 skot/53 varin (40%)
Lína 58/21 (36%)
Horn 38/14 (37%)
Gegnumbrot .. . 36/14 (39%)
Hraðaupphlaup . 46/18 (39%)
Vítaskot 22/5 (23%)
Sóknarnýting eftir leikjum
Spánn .... 49 sóknir/24 mörk (49%)
Slóvenía 56/31 (55%)
Sviss 53/33 (62%)
Frakkland 54/26 (48%)
Júgósiavía 61/34 (56%)
Þýskaland 50/29 (58%)
Svíþjóð 56/22 (39%)
Danmörk 53/22 (42%)