Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 4
20
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
Sport
Stór hópur íslendinga fór til Stokkhólms og lét vel í sér heyra.
DV-mynd Pjetur
F]arvera Patreks
veikti íslendinga
- sagði þjálfari Dana eftir leikinn
„Ég er með ungt lið í höndunum
og þetta er lið framtíðarinnar. Það
er frábær andi innan vallar sem
utan og það skilar sér i leikinn sjálf-
an. Minir strákar sýndu hvers þeir
voru megnugir og ég er stoltur af
þeim. Fjarvera Patreks Jóhannes-
sonar veikti íslenska liöið mikið í
þessum leik. Á því er ekki nokkur
vafi í mínum huga,“ sagði Torben
Winther, landsliðsþjálfari Dana, eft-
ir leikinn við íslendinga.
Stuðningurinn ómetanlegur
„Ég hefði að sjálfsögðu viljað fara
lengra í keppninni en á hitt ber að
líta að fjórða sætið er frábær árang-
ur. Þó þetta hafi verið endasleppt í
lokin þá má ekki gleyma því að ár-
angurinn í heildina er mjög góður.
Þessir strákar eru til sóma og mikil
fyrirmynd,“ sagði Guðmundur Á.
Ingvarsson, formaður HSÍ, í samtali
við DV-Sport eftir keppnina í gær.
„Það er mikil og björt framtíð
með þetta lið. Þessir strákar eiga
eftir að leika á alþjóðlegum mótum
næstu árin. Við erum þegar búnir
að tryggja okkur inn á Evrópumótið
2004 en nú liggja fyrir leikimir við
Makedóníu fyrir forkeppni að
heimsmeistaramótinu. Við eigum
að klára það, liðið er tiltölulega
ungt og meö mikla og dýrmæta
reynslu að baki.“
Erum hrærðir
„Við erum bara hrærðir að heyra
frá þessum mikla stuðningi að
heiman og stoltir að sjá hvað þjóðin
er búinn að styðja vel viö bakið á
handboltanum. Við höfum fengiö já-
kvæða umfjöllun og stuðningurinn
hefur verið ómetanlegur. Stuðning-
urinn gerir okkur það kleift að
styðja betur við öll landsliðin en
áður. Árangurinn og umOöllunin
hefur kveikt áhuga hjá ungviðinu
sem er stórt atriði í okkar huga,“
sagði Guðmundur Ingvarsson.
-JKS
Sigfús Sigurösson lék mjög vel í íslensku vörninni og einnig stóö hann sig
mjög vel í sókn - einn besti leikmaöur íslenska liösins í keppninni.
DV-mynd Pjetur
ái
900 þúsund
til íslands
DV, Stokkhólmi:
Frammistaða íslenska liðsins á
EM skilaði Handknattleikssam-
bandi íslands 900 þúsund krónum í
verðlaunafé.
Ekki mun af veita því fjárhagur
HSl hefur lengi verið bágborinn.
Nú sést hins vegar til sólar í fyrsta
skipti um langan tíma í fjármálun-
um. Þess má geta að Svíar fengu 3,6
milljónir króna fyrir sigurinn á
mótinu, Þjóðverjar 1,8 milljónir
króna og Danir og Islendingar 900
þúsund krónur hvor þjóð.
-SK/-JKS
„Hræðileg
tilfinning“
DV, Stokkhólmi:
„Þetta er alveg hræðileg tilfinn-
ing, að vera með þetta tækifæri og
ná því ekki,“ sagði Guðjón Valur
Sigurðsson við DV-Sport eftir leik-
inn.
- Hvaða breyting verður á lið-
inu frá leikjunum í Globen og í
riðlakeppninni þar á undan?
„Þetta er góð spurning. Við
nýttum ekki færi okkar í leikjun-
um í Stokkhólmi eins vel og í riðl-
unum. Viö létum markmennina
verja mikið frá okkur og það var
stór partur af því að við náðum
ekki að vinna leikina við Svía og
Dani. Fjórða sætið er gott en við
hefðum viljað fara lengra," sagði
Guðjón Valur.
Getum verið
mjög stoltir
„Þaö var mjög sárt að tapa þess-
um leik við Dani en mér fannst við
hænufeti frá því að ná tökum á
leiknum í síðari hálfleik eftir að við
náðum að jafna. Því miður gekk það
ekki. Menn eru eitthvað þreyttir en
hin liðin eru jafnþreytt. Sóknarleik-
ur bregst og margir aðrir þættir og
vömin er langt frá því að vera eins
sterk og áður,“ sagði Rúnar Sig-
tryggsson.
„Þegar frá líður og maður er bú-
inn að sofa eina nótt er vel hægt aö
vera stoltur með fjórða sætið. Það
segir okkur að við erum fjórða
sterkasta þjóðin i heimi í dag.
Allar bestu þjóðimar eru í Evr-
ópu og þá er ekkert annað að
gera en halda áfram á sömu
braut,“ sagði Rúnar.
-JKS
eur2o
Ísland-Danmörk 22-29 (11-13)
Leikmenn: Skot/Mörk 1 9 m Lina Hom Gbr. Hrað. Viti
Sigfús Sigurðsson 9/6 67% 8/5 1/1
Ólafur Stefánsson 14/5 36% 11/3 2/2 1/0
Einar Örn Jónsson 3/3 100% 3/3
Ragnar Óskarsson 7/3 43% 5/1 1/1 1/1
Dagur Sigurðsson 9/3 33% 7/2 1/0 1/1
Rúnar Sigtryggsson 2/1 50% 2/1
Guðjón V. Sigurðsson 4/1 25% 1/0 2/1 1/0
Gunnar B. Viktorsson 2/0 0% 2/0
Gústaf Bjamason 2/0 0% 2/0
Aron Kristjánsson Halldór Ingólfsson Róbert Sighvatsson 1/0 0% 1/0
Samtals 53/22 42% 27/6 11/7 5/1 5/4 4/4 1/0
Markverðir Skot/Varin 9 m Lina Hom Gbr. Hrað. Viti
Guðmundur Htafnkels. 37/9 24% 11/5 12/2 4/0 4/0 4/1 2/1
Bjarni Frostason 1/0 0% 1/0
Markverðir, samtals 38/9 24% 11/5 12/2 4/0 4/0 4/1 3/1
Leikstaóur og dagur: Stokkhólmur. 3. febr.
Dómarar (1-10): Vakula og Ljudowik frá
Úkraínu (7). Gœdi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 12.076
Stoflsendingar FLskuð Tapaðir Stolnir Fráköst Fiskaðar
(inn á línu) víti boltar boltar Varin (i sókn) 2 min 2 min
0
5(3)
0
2(2)
3(1)
1
1(1)
1 (0)
0
0
0
1(1)
1-0, 1-2, 2-2, 2-4, 3-4,
3-5, 5-6, 5-9, 8-9, 8-10,
9-11, 10-12, 11-12
(11-13), 12-13, 12-14,
13-15, 15-15, 15-17,
16-18, 18-19, 18-21,
19- 21, 19-23, 20-23,
20- 25, 21-25, 21-28,
22-28, 22-29.
Sóknarnýting
Fyrri hálfleikur:
ísland (25/11 - 3 tapaðir) .44%
Danmörk (24/13 - 4 tapaðir) . .. 54%
Seinni hálfleikur:
ísland (28/11 - 6 tapaðir) .39%
Danmörk (29/16 - 3 tapaðir) ... 55%
Samtals:
Island (53/22 - 9 tapaðir) .42%
Danmörk (53/29 - 7 tapaðir) . . . 55%
4(1)
0
2(2)
0
0
13 (6) 1 9 4 5 9 (5) 12 10
Skotum Skottil Stoðsendingar Tapaðir Stolnir Fráköst
haldið mótheria (inn á linu) boltar boltar (í sókn) 2 min
3 3 0 0 0 2 (0) 0
0 0 0 0 0 0 0
3 3 0 0 0 2 (0) 0
Danmörk:
Mörk/viti (skot/viti): Lars Krogh Jeppesen 7 (13), Michael Knudsen 6
(8), Lars Christiansen 4/2 (5/2), Joachim Boldsen 3 (5), Sören Stryger 2
(3), Claus Flensborg 2 (3), Lars Jargensen 1 (1), Torsten Laen 1 (2), Klavs
Bruun Jergensen 1 (4), Claus Jakobsen 1 (5), Lasse Boesen (1).
Varin skot/viti (skot á sig): Michael Bruun Pedersen 24/1 (46/1, 52%,
hélt 10, sjö til mótherja)
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Stryger 2, Jeppesen).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 3.
Maður leiksins hjá DV-Sporti:
Michael Bruun Pedersen