Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Page 5
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
21
DV
Sport
^ - bronsverðlaunin runnu úr greipum íslendinga eftir stórt ^
v tap fyrir Dönum. 4. sætið niðurstaðan og glæsilegur árangur y
einnig í Svíaleiknum, það veit eng-
inn hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Gríðarlegt álag hefur verið á
Ólafi Stefánssyni í keppninni og
var svo að sjá 'að hann væri orðinn
mjög þreyttur. Sigfús Sigurðsson
átti bestan leik í íslenska liðinu en
hann ásamt Ólafi lék stórkostlega i
mótinu.
Það er sárt að snúa ekki heim
með verðlaun um hálsinn en
fjórða sætið verður ekki tekið af
liðinu. Það er frábær árangur en
á ögurstundu brást liðið. Ef það
hefði leikið af sama krafti og í
Skövde og Vásterás er ekki nokk-
ur spurning að það hefði unnið til
verðlauna. Það verður hægt að
draga lærdóm af þessu móti sem
kemur að góðum notum fyrir
Guðmund Guðmundson landsliðs-
þjálfara í framtíðinni. Sá maður
sem spáð hefði liðinu fjórða sæti
fyrir Evrópukeppnina hefði talist
fullbjartsýnn. Það er engu að síð-
ur í höfn.
-JKS
Makedónar
mótherjar í
forkeppni HM
Dráttur í forkeppni heims-
meistarakeppninnar í Portúgal á
næsta ári fór fram í Globen í
Stokkhólmi í gær. Islendingar
drógust gegn Makedóníu og er
þetta í þriðja skiptið sem við
mætum þeim í forkeppni á fáein-
um árum.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari sagði við DV i
Stokkhólmi í gær að Makedónía
væri verðugur andstæðingur og
mjög erfið heim að sækja.
„Það er markmið okkar að
tryggja liðið inn á heimsmeist-
arakeppnina í Portúgal," sagði
Guðmundur.
Aðrir leikir í forkeppninni eru
ísrael - Slóvenía, Ungverjaland -
Úkraína, Austurríki - Spánn,
Pólland - Sviss, Noregur - Júgó-
slavía, Litháen - Rússland og
Króatía - Tékkland.
Leikið er heima og heiman og
fara leikirnir fram fyrstu og
aðra helgina í júní i sumar.
Portúgalar sem gestgjafar, Svíar,
Þjóðverjar, Danir, fyrstu þrjú
liðin á Evrópumótinu í Svíþjóð,
og Frakkar sem heimsmeistarar
fara beint á HM í Portúgal án
forkeppni.
-JKS
DV, Stokkhólmi:
íslenska landsliðið í hándknatt-
leik gekk í gegnum súrar og sæt-
ar stundir á Evrópumótinu í
handknattleik sem lauk í Globen í
Stokkhólmi í gær. Liðið mætti
Dönum í leik um bronsverðlaunin
en þau gengu íslenska liðinu úr
greipum. Danir sigruðu í leikn-
um, 29-22, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 11-13 Dönum í
hag<< íslendingar, sem léku á als
oddi í riðlakeppninni í Skövde og
síðan í milliriðlinum í Vásterás,
náðu ekki að fylgja þvi eftir í
leikjunum i Globen. Menn eiga ef-
laust eftir að velta þvi fyrir sér
hvað fór úrskeiðis í leikjunum
gegn Svíum og Dönum, þá sér-
staklega síðari hálfleiknum. Það
er sorgleg staðreynd að fá ekki i
það minnsta bronsverðlaun mið-
að við það sem á undan gekk.
Danir mættu mjög einbeittir til
leiksins gegn íslendingum í Glob-
en í gær og ætluðu ekki að tapa
fimmta leik sínum um bronsverð-
laun í stórkeppni í gegnum tíðina.
Sóknarleikur íslenska liðsins var
fálmkenndur i fyrri hálfleik og
ekki bætti úr skák að markvörður
danska liðsins fór hreinlega á
kostum. Homin voru óvirk og lið-
ið var að glopra boltanum
nokkrum sinnum. Þetta gerði ís-
lenska liðinu mjög erfitt um vik
en Dönum gekk hins vegar allt í
haginn. Sérstaklega var línuspil
þeirra sterkt og skoruðu þeir
mörg mörk þaðan.
Danir náðu í fyrri hálfleik fjög-
urra marka forskoti og útlitið var
ekki alltof bjart. Þá voru gerðar
breytingar á liðinu, Gunnar Berg
Viktorsson kom inn á og Ólafur
Stefánsson gat fyrir bragðið hvílt
sig í vörninni. Þessar breytingar
virkuðu vel og íslenska liðinu
tókst af miklu harðfylgi að
minnka muninn í eitt mark. Dan-
ir bættu við á lokakafla hálfleiks-
ins og komust aftur tveimur
mörkum yfir.
Vörnin náði sér á strik og var
mjög hreyfanleg framan af síðari
hálfleik. Liðið var inni í leiknum
og allt gat gerst. Ragnar Óskarsson
jafnaði metin, 15-15, og spennan i
hámarki. Þá í kjölfarið fengu ís-
lendingar brottvísanir i tvígang og
Danir komust aftur tveimur mörk-
um yfir. íslendingar fengu síðan
kjörið tækifæri tii að klóra í bakk-
ann þegar Danir misstu mann út af
i tvær mínútur. í stað þess að
minnka muninn skoruðu Danir tvö
mörk, einum færri, en íslendingar
ekkert. Þetta er vendipunkturinn í
leiknum og lengra varð ekki kom-
ist. Orrustan við Dani var töpuð, is-
lenska liðið gafst upp og leikurinn
leystist upp á síðustu mínútunum.
Skotnýting islenska liðsins var
afarslök í þessum leik og mark-
vörður Dana las skotin mjög vel og
hafði þau alveg í hendi sér. Patreks
Jóhannessonar var sárt saknað en
þegar hans nýtur ekki við kemur
það hart niður á sókninni og vörn-
inni. Þetta kom berlega í ljós,
■M
Olafur Stefánsson tekur aukakast eftir að venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik lauk gegn Dönum.
DV-mynd Pjetur