Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002
17
DV
Sport
Sterkari andlega
- sagði Rúnar Sigtryggsson, lykilmaður Haukanna
Varnarjaxlinn mikli, Rúnar Sigtryggs-
son, var að venju geysilega traustur í
vörninni og hann tekur alltaf af skarið í
sókninni þegar mest liggur við. „Ég
bjóst ekki við þessum miklu yfirburðum
og hélt reyndar að þetta yrði hörkuleik-
ur með öllu tilheyrandi en við leystum
þetta bara þó nokkuð vel ailir sem einn.
Ég held að við höfum verið öllu sterkari
andlega séð og þeir gerðu okkur lífið
léttara með því að stytta sínar sóknir,
sem var það sem við vonuðumst eftir að
gerðist, þvi þeirra styrkleiki liggur i því
að spila sterka vörn og langar sóknir og
við rúlluðum einfaldlega yfir þá í fram-
haldi af því enda slógmn við einfaldlega
vopnin úr höndum þeirra. Þessi bikar-
úrslitaleikur sýnir að við erum með
besta lið landsins í dag en við verðum
að vera á tánum ef við ætlum að vera
bestir í vor.“
Undir okkur sjálfum komið
Haukamennirnir Aron Kristjánsson og Einar Orn Jónsson fagna hér að ofan sigri ásamt stuðningsmönnum Hauka . Bjarni Frostason stóð sig vel í mark-
en hér fyrir neðan hlaupa þeir Halldór Ingólfsson og Rúnar Sigtryggsson sigurhringinn með bikarinn en þeir félagar inu °§ varði meöai annars flögur víta-
voru bestu menn Haukaliðsins í gær.
Halldór gerði 14 mörk og Rúnar var
skot í leiknum en hann vildi ekki gera
mikið úr leik sinum, var hógværðin
uppmáluð: „Við náðum vörninni í gott
lag sem við ákváðum að hafa dálítið
framarlega og fengum í kjölfarið talsvert
af hraðaupphlaupum og það er það sem
við viijum. Þeir voru í vandræðum
sóknarlega séð allan leikinn og mörg af
þeirra mörkum voru hálfgerð heppnis-
mörk. Mér fannst leikur minn í fyrri
hálfleik ekkert vera neitt sérstakur og
mér fannst ég á margan hátt spila betur
í síðari háiíleik þrátt fyrir vítin i fyrri
hálfleik. Suma daga liggur þetta einfald-
lega ljóst fyrir og það gerði það svo
sannarlega í dag enda langaði okkur alla
mikið til þess að endurupplifa þessa frá-
bæru tiifinningu sem fylgir slíkum sigr-
um. Hvað framhaldið varðar í deildinni
þá er þetta undir okkur sjálfum komið
og ég held að það sé engin spurning að
við erum með sterkasta liðið en við
höldum okkur á tánum og vitum að það
má ekkert ofmetnast," sagði Bjarni
Frostason í leikslok. -SMS
með fjögur.
DV-myndir E.OI.
Leikur
okkar
hrundi
Róbert Gunnarsson var besti
leikmaður Framara í leiknum og
var hann að vonum afar vonsvikinn
að honum loknum.
„Leikur okkar hrundi einfaldlega
eftir fimmtán minútur eftir mjög
góða byrjun þar sem einbeitingin
var í góðu lagi og hlutimir litu vel
út. Við klúðruðum síðan öllum
möguleikum okkar á því að komast
irm í leikinn aftur og því miður
áttum við bara ekkert svar við leik
Haukana. Þeir voru einfaldlega
miklu betri hér. í dag og ég vil bara
óska þeim innilega til hamingju
með bikarinn, þeir eiga þetta
fyllilega skilið," sagði hinn frábæri
línumaður, Róbert Gunnarsson, en
leikur Framliðsins byggist að
miklu leyti í kringum hann. -SMS
Mörkin hans
Halldors
Fyrri hálfleikur = 8 mörk
I. . . Vitakast eftir 6:03 mín. (2-1)
Aron Kristjánsson fiskaði vítið
2 .......langskot eftir 18:20 (7-6)
eftir að hafa náð sóknarfrákasti
3 .......Vítakast eftir 19:23 (8-6)
Aliaksandr Shamkuts fiskaði vítið
4 ......Vítakast eftir 20:38 (9-6)
Aron Kristjánsson fiskaði vítið
5. .. Gegnumbrot eftir 22:35 (11-7)
Aron Kristjánsson stoðsending
6. . Hraöaupphlaup eftir 23:45 (12-7)
Einar Öm Jónsson stoðsending
7. .. Gegnumbrot eftir 26:25 (14-7)
Rúnar Sigtryggsson stoðsending
8. .. Gegnumbrot eftir 27:50 (15-8)
Aron Kristjánsson stoðsending
Seinni hálfleikur = 6 mörk
9. . Mark af linu eftir 31:00 (17-9)
tók eigið sóknarfrákast
10. . . Vítakast eftir 38:24 (19-11)
fiskaði vítið sjálfur
II. .. Vítakast eftir 42:28 (21-11)
Aron Kristjánsson fiskaði
12. . . Vltakast eftir 43:47 (22-11)
Aliaksandr Shamkuts fiskaði vitið
13. . . Vítakast eftir 45:49 (23-12)
Aron Kristjánsson fiskaði
14. Gegnumbrot eftir 53:15 (26-16)
engin stoðsending
Höll Haukanna
- Halldór Ingólfsson skoraði 14 mörk og bætti markametið um þrjú mörk
Haukar fógnuðu bikarmeistaratitl-
inum annað árið í röð í karlaflokki
með stórsigri á Fram, 30-20, í Laug-
ardalshöllinni. Það má segja að þar
kunni Haukar hvað best við sig enda
hafa þeir tekið bikarinn heim í Hafn-
arflörð í öll flögur skiptin sem þeir
hafa mætt í bikarúrslitaleik í Höllina
og ekkert félag hefur unnið stærri
sigur eða gert fleiri mörk í bikarúr-
slitum en Haukarnir á laugardaginn.
Frábær leikur hjá frábæru liði gerði
það að verkum að
bikarúrslitaleikurinn í ár varð aldrei
spennandi.
Fyrirliði Haukanna, Halldór Ing-
ólfsson, átti stórleik, skoraði 14 mörk
úr 17 skotum, átti sex stoðsendingar
auk þess að vera maðurinn á bak við
forskotið sem liðið bjó til á síðustu 15
mínútum í fyrri hálfleik og lagði
gruninn að sigrinum. Halldór kom þá
að tíu Haukamörkum í röð þegar
Haukar breyttu stöðunni úr 6-6 í
9-16. Halldór skoraði sjö mörksjálfur
á þessum kafla og átti stoðsendingar
á bak við önnur þrjú. Þar á meðal
var stórglæsileg sending hans fram í
hraðaupphlaup á Einar Örn Jónsson
sem kom Haukunum í 9-16 rétt áður
en hálfleiksflautið gall. Halldór náði
þá frákasti eftir að Bjarni Frostason,
markvörður Haukaliðsins, hafði var-
ið þriðja vítið frá Frömurum en
Bjarni varði flögur fyrstu víti Safa-
mýrarpilta í leiknum, þar á meðal
tvö á 25 sekúndum í fyrri hálfleik.
Líkt og í bikarúrslitunum 1997 og
2001 voru þeir Bjarni Frostason og
Rúnar Sigtryggsson sterkir en Bjarni
hefur varið 46 skot og sex víti í þess-
um þremur leikjum og Rúnar hefur
skorað 17 mörk. Á laugardaginn stóð
Rúnar vaktina vel í vöminni auk
þess að setja mikilvæg mörk þegar
sóknin hikstaði eitthvað aðeins.
Halldór Ingólfsson bætti 1 leiknum
markamet þeirra Patreks Jóhannes-
sonar, Róberts Julian Duranona og
Gunnars Bergs Viktorssonar um heil
þrjú mörk og var ánægður í leikslok.
Náöum að brjóta þá niður
„Þetta var frábær leikur og
virkilega gaman að spila hann enda
var allt hjá okkur að virka mjög vel
bæði í vöm og sókn. Ég held að við
höfum náð að brjóta þá niður og það
var liðsheildin sem skóp þennan
sigur. Það var gott „moment" í fyrri
hálfleik þegar við bara keymm yfir
þá. Basti (Sebastian Alexandersson)
er svokallaður vítabani í markinu og
það var mjög góð tilfinning að taka
hann í nefið,“ sagði Halldór er hann
skoraði af miklu öryggi úr flómm
vítum á Sebastian og nýtti alls níu af
11 skotum gegn honum í leiknum.
Framarar komu mjög ákveðnir til
leiks og spiluð fast í upphafi og sú
leikaðferð færði þeim frumkvæðið í
upphafi leiks og loks 6-4 forastu þeg-
ar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður.
Á þeim kafla höfðu þó tvö víti Fram-
ara farið forgörðum.
Framsóknin var þó aUan tímann
mjög vandræðaleg og einkenndist oft-
ast af hnoði og hugmyndalausum
klippingum sem höfðu lítið í sterka
vörn Hauka að gera. Fjögur af fyrstu
sex mörkum liðsins komu úr hraða-
upphlaupum og þegar Haukar fóru
að nýta sóknirnar sínar og Safamýr-
arpiltar misstu tækifærin á hraða-
upphlaupum nýtti liðið aðeins þrjár
af fimmtán sóknum seinni helmings
hálfleiksins.
Róbert Gunnarsson var í strangri
gæslu Aliaksandr Shamkuts og þrátt
fyrir að Róbert hafi leikið vel og gert
níu mörk úr tíu skotum gekk honum
illa að opna fyrir félaga sfna sem síð-
an vora iðnastir að koma sér í vand-
ræði og tapa boltanum og gerðu lítið
af viti til að opna Haukavörnina.
-ÓÓJ