Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
Fréttir
Stjórn Landssímans kom saman í skyndingu vegna verktöku stjórnarformanns:
Óeölilegt að upplýsa
ekki stjórn Símans
- stjórnarformaður með 566 þúsund krónur á mánuði
Flosi Eiríksson og Sigrún Bene-
diktsdóttir, fulltrúar Samfylkingar 1
stjórn Landssímans, kröföust þess í
gær að haldinn yrði stjórnarfundur
í skyndingu vegna þeirra upplýs-
inga sem fram komu í DV í gær um
að Góðráð ehf. sem eru í eigu Frið-
riks Pálssonar stjómarformanns
hefðu innheimt rúmar 7 milljónir
króna að meðtöldum virðisauka-
skatti fyrir ráðgjafarstörf árið 2001.
Af þeirri upphæð var tæplega 5,1
milljón króna vegna útseldrar
vinnu.
Boðað var til stjómarfundarins
um miðjan dag þar sem Friðrik
Pálsson stjómarformaður staðfesti
að sú upphæð sem frétt DV greindi
frá að Góðráð ehf. hefðu þegið frá
Landssímanum væri rétt. Friðrik
útskýrði að verktakalaunin væra
vegna sérfræðivinnu sinnar í þágu
einkavæðingar Landssímans. Þá
sagðist hann innheimta kostnað
vegna ferða erlendis í gegnum fyrir-
tæki sitt. Friðrik gat ekki upplýst
hve mikið Góðráð hefðu innheimt
árin 1999 og 2000 vegna verktaka-
launa.
Eftir miklar umræður samþykkti
stjóm Landssímans að lýsa því yfir
að óeðlilegt hafl veriö að stjómar-
formaður hafi ekki upplýst um sam-
komulag sitt við samgönguráðherra
um að hann fengi sérstök laun fyrir
vinnu sina hjá Símanum. Laun
þessi voru utan við hefðbundnar
greiðslur til stjórnarformanns sem
nema um 150 þúsund krónum á
mánuði. Samanlagt var Friðrik
Pálsson með 566 þúsund krónur á
Fundaö um verktakalaun
Stjórn Landssímans var kölluö saman í skyndingu í gær vegna þeirra greiöslna sem einkafyrirtæki Friöriks Páissonar
stjórnarformanns haföi innheimt fyrir ráögjöf.
mánuði fyrir stjómarstörf og ráð-
gjöf fyrir Landssímann árið 2001.
Meirihluti stjómar féllst á skýr-
ingar Friðriks um að laun hans
vegna umræddrar vinnu væru
„sanngjöm". Þá lýsir stjómin því
yflr að hún hafi unnið kröftugt starf
og náð góðum árangri við að leiða
fyrirtækið í nýtt starfsumhverfi og
aðlaga breyttum tímum.
Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfyik-
ingar, er eini stjómarmaðurinn sem
ekki stóð að samþykktinni.
-rt
Stjórnarformaður beggja vegna borðs við kaup á ráðgjafarvinnu af sjálfum sér:
Brot á hlutafélagalögum
- hluthafi getur ekki skuldbundið félagið, segir Aslaug Björgvinsdóttir
Engar einhlítar vinnureglur eða
venjur virðast í gangi í íslenskum
fyrirtækjarekstri varðandi það
hvort stjómarformenn eða stjómar-
menn fyrirtækja taka að sér að
vinna ráðgjafarvinnu eða önnur
verk fyrir viðkomandi fyrirtæki til
viðbótar hefðbundinni stjómarfor-
mennsku. Þó er ljóst að stjórnir fyr-
irtækjanna þurfa að vera upplýstar
um málið og þannig frá samningum
gengið að sami aðili komi ekki að
samningsgerðinni frá báðum hlið-
um. Þá þarf að vera tryggt að þeim
ákvæðum sem um þessa hluti er að
finna í hlutafélagalögum sé fylgt en
svo virðist ekki hafa verið gert í
samningum Góðra ráða ehf. og
Sturlu Böðvarssonar um ráðgjafar-
vinnu fyrir Simann. Þetta er niður-
staða af samræðum DV við nokkra
íslenska forstjóra og fræöimenn í
endurskoðun, fyrirtækjarekstri og
félagarétti.
Áslaug Björgvinsdóttir, sérfræð-
ingur í félagarétti, bendir í samtali
við DV á það grundvallaratriði
hlutafélagaformsins að hluthafar í
fyrirtæki geti ekki skuldbundið
hlutafélagið eða gert samninga fyrir
þess hönd. Það geri félagsstjómin
eða framkvæmdastjómin. Þetta seg-
ir Áslaug t.d. grundvallarmuninn á
hlutafélagi og sameignarfélagi, enda
bendir hún á að hlutafi beri ekki
heldur ábyrgð á gerðum félagsins.
Þannig er ljóst að stjóm félagsins
eða framkvæmdastjóri í hennar um-
boði hefði átt að gera samninginn
við Góð ráð ehf. og samkvæmt 72.
gr. hlutafélagalaga heföi Friðrik
Pálsson þá átt að víkja sæti. Þannig
virðist sem hlutafélagalögin hafi
verið brotin
a.m.k. einu sinni
ef ekki tvisvar.
Athygli vekur að
Ríkisendurskoð-
un var beðin álits
á þessari máls-
meðferð og hefur
ríkisendurskoð-
un staðfest að
hafa mælt með
því að reikningar
Góðra ráða væru staðfestir í ráðu-
neytinu. Ríkisendurskoðun hafði
hins vegar ekkert um samnings-
gerðina sjálfa að segja né hver
samdi við hvem.
Stjómarformenn fá greitt með
afar misjöfnum hætti og er slíkt oft-
ar en ekki samkomulagsatriði milli
stjómarformanns annars vegar og
eigenda og stjórnar viðkomandi fyr-
irtækis hins vegar. Svo framarlega
sem um raunveruleg verk sé að
ræða virðast menn ekki telja óeðli-
legt að greitt sé fyrir slíkt sérstak-
lega. Það að vera stjórnarformaður
eða stjórnarmaður felur í sér að við-
komandi leggur á ráðin um stefnu-
mótun og hefur eftirlit með fram-
kvæmdastjóminni. Séu menn fyrst
og fremst að vinna slíka vinnu eigi
stjómarlaun að dekka það. Ef hins
vegar um er að ræða að menn taki
að sér einhver önnur verkefni
vegna þess að sá hinn sami hafi til
þess sérstaka kunnáttu og/eða getu
þá sé ekki hægt að ætlast til að þau
séu unnin frítt. Þannig geti sú staða
komið upp, eins og í tilfelli Friðriks
Pálssonar og Landssímans, að sami
maður sé í senn formaður stjórnar
og launaður ráðgjafi fyrirtækisins.
Viðmælendur
telja þó allir eðli-
legt og nauðsyn-
legt að stjórn fyr-
irtækisins sé í
slíkum tilfellum
upplýst um mál-
ið. í utandag-
skrárumræðum á
Alþingi í gær
kom Lúðvík
Bergvinsson ixm
á þetta mál og varpaði fram spurn-
ingu um hæfi bæði stjórnarfor-
mannsins og samgönguráðherrans,
sem gerði samninginn við Friðrik.
Vísaði Lúövík til 72. gr. hlutafélaga-
laga þar sem segir: „Stjómarfor-
maður eða framkvæmdastjóri mega
ekki taka þátt í meðferð máls um
samningsgerð milli félagsins og
þeirra, um málshöfðun gegn þeim
eða um samningsgerð milli þeirra
og þriðja manns, eða málshöfðun
gegn þriðja manni ef þeir hafa þar
verulegra hagsmuna að gæta sem
kunna að fara í bága við hagsmuni
félagsins. Skylt er stjórnarmanni og
framkvæmdastjóra að upplýsa um
slík tilvik.“ Taldi Lúðvík í samtali
við DV að skoða þyrfti hvenær og
hvort samningsgerð um greiðslur
fyrir ráðgjöf samrýmdust hagsmun-
um félagsins en ljóst væri að stjóm-
in hefði ekki verið upplýst um þetta
tilvik. Bendir hann á að i greinar-
gerð með frumvarpinu komi það
mjög skýrt fram að vanhæfisákvæð-
in gildi skilyrðislaust um samnings-
gerð milli stjómarmanns og hlutafé-
lags. ' -BG
Þórarinn Viðar Þórarinsson:
Ég var svo grænn
„Ég var svo
grænn að ég leit
þannig á að ég
væri á bíl Lands-
símans," sagði
Þórarinn Viðar
Þórarinsson, for-
stjóri Landssím-
ans, í þættinum
ísland i býtið á
Stöð 2 í morgun.
Þar var hann
spurður um úttekt
á bensíni i nafni
Landssímans sem DV greindi frá í
síðustu viku að hefði átt sér stað eft-
Jeppinn
Síminn borgaöi áfyiiinguna.
ir að starfsloka-
samningi hans við
Landssímann var
lokað þar sem hon-
um féllu í hlut 37
milljónir króna.
Þóarinn Viðar
viðurkenndi að
hafa notað við-
skiptakort Lands-
símans til að
greiða úttektina
þegar hann fyllti
tanka jeppa síns
af bensíni skömmu áður en hann
fékk afsal fyrir bílnum. -rt
Friðrik
Pálsson.
Lúðvík
Bergvlnsson.
Þingmönnum
neitaö um
upplýsingar
Steingrimur J. Sigfússon, þingmað-
ur vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs
við upphaf þingfundar í gær og gagn-
rýndi forsætisráðuneytið fyrir að neita
þingmönnum um upplýsingar sem síð-
an væra látnar fjölmiðlum i té. Þar átti
þingmaðurinn við nýlegan úrskurð úr-
skurðamefndar um upplýsingamál
þess efhis að fréttastofti Stöðvar 2
skyldu látnar í té upplýsingar er varða
greiðslur vegna einkavæðingaráforma
ríkisstjómarinnar.
Jón
Bjarnason.
Þingforseti gagnrýndur
Steingrímur
sagði þingmenn
áður hafa farið
fram á sömu upp-
lýsingar en forsæt-
isráðuneytið hafh-
að þeirri beiðni
með liðstyrk for-
seta Alþingis.
Þingmaðurinn
sagði óhjákvæmi-
legt að bæði for-
sætiráðuneytið og forsætisnefnd Al-
þingis brygðust við úrskurðinum og
settar yrðu skorður við ítrekuðum til-
raunum framkvæmdavaldsins til að
hafa þennan rétt til upplýsinga af þing-
mönnum. Aðrir þingmenn úr hópi
stjómarandstæðinga sem tóku þátt í
umræðunni tóku undir gagnrýni
Steingríms og var forseti Alþingis
meðal annars gagnrýndur fyrir að
taka afstöðu með framkvæmdavaldinu
á sínum tíma og þannig bregðast því
að standa vörð um rétt þingmanna til
upplýsinga. Jón Bjamason, þingmaður
VG, fór fram á að forsætisráðuneytið
og forsætisnefnd Alþingis bæðu þing-
menn afsökunar vegna málsins
Óeðlileg stjórnsýsla
í gögnum forsætisráðuneytisins
kemur fram að launagreiðslur einka-
væðingameftidar frá árinu 1996 hafa
numið tæpum 40 milljónum króna. Ut-
andagskrárumræða um launagreiðsl-
umar fór fram á
Alþingi í gær og
var það þingmað-
ur Samfylkingar-
innar, Kristján L.
Möller, sem hóf
umræðuna. Hann
gagnrýndi launa-
greiðslur til nefnd-
armanna harðlega
og sagði nefndar-
menn hafa keypt
þjónustu af sjálf-
um sér. Kristján sagði um grófa
sjálftöku að ræða og afar óeðlilega
stjómsýsu.
Enginn þingmaður Framsóknar-
flokks blandaði sér í umræðuna á
þingi í gær og eini fulltrúi Sjálfstæðis-
flokks var forsætisráðherra, Davíð
Oddsson. Davíð sagði það rangt að
nefndarmenn einkavæðingamefndar
hefðu samið við sjálfa sig; þetta væra
sérfræðingar sem starfsræktu eigin
fyrirtæki og fengju greitt samkvæmt
því. Að mati forsætisráðherra var ekki
um óraunhæfar launagreiðslur að
ræða. „Þettá er fyrirkomulag sem al-
mennt tíðkast um aðkeypta vinnu I
nefhdum. Þannig hafa Hreinn Lofts-
son, Jón Sveinsson og Sævar Sigur-
jónsson allir tekið þóknun með þess-
um hætti á starfstíma nefhdarinnar,"
sagði Davíð m.a. um málið.
Fleiri þingmenn stjómarandstöð-
unnar kvöddu sér hljóðs vegna máls-
ins og sagði Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingar, meðal ann-
ars að til greina hlyti að koma að
setja á sérstaka rannsóknamefnd til
að fara yfir einkavæðingu Símans og
málefni henni tengd. -aþ