Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
I>V
5
Fréttir
Uppnám vegna viðskipta Góðráða ehf. við Landssímann:
Einhver varð að
borga honum
- segir Jón Birgir Jónsson ráðuneytisstjóri sem sá um að kvitta
Viðskipti einkafyrirtækis Friðriks
Pálssonar, Góðráða ehf., við Símann
hafa vakið gríðarlega athygli. Við-
skiptin voru með leyfl Sturlu Böðvars-
sonar samgönguráðherra. Jón Birgir
Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu, hafði með höndum að
samþykkja reikninga frá Góðráðum
ehf. og senda þá síðan til forstjóra Sím-
ans. Ráðuneytisstjórinn segir að
ákvörðun um þetta fyrirkomulag hafi
verið ákveðin af Sturlu Böðvarssyni,
Þórami V. Þórarinssyni, þáverandi
forstjóra Símans, og Friðriki Pálssyni
sjálfum.
„Við Friðrik fórum reglulega yflr
þessa reikninga og ég skrifaði síðan
upp á og Síminn borgaði," segir Jón
Birgir.
Aðspurður hvort þetta fyrirkomulag
teljist eðlilegt svaraði Jón Birgir: „Ég
held það. Einhver varð að borga hon-
um. Sem eigandi Símans var eðlilegt
að við semdum við Friðrik. Sá máti að
gera þetta svona var ræddur við Ríkis-
endurskoðun sem var sammála því,“
segir hann.
Jón Birgir segir að reikningamir
hafi að sínu mati verið eðlilegir enda
hefði hann ekki kvittað að öðrum
kosti. „Ég er mjög sáttur við þetta fyr-
irkomulag," segir Jón Birgir.
Hann segist ekki vita til þess að aðr-
ir stjómarmenn í Landssímanum
fengju verktakagreiðslur til viðbótar
stjómarlaunum. Almennir stjómar-
menn era með helming þeirra launa
sem stjómarformaður hefur.
Ráðgjöf vegna @IPbell
Meðal almennra stjómarmanna
gætir undrunar
vegna þeirra yfir-
lýsinga Friðriks í
DV í gær að stjóm-
armönnum komi
ekki við þau við-
skipti sem félag
hans hefur átt við
Símann.
Svo sem DV
greindi frá í gær
var heildarvelta
viðskipta Góðráða í fyrra 7.619.900
krónur. Þar er meðtalinn virðisauka-
skattur. Meginhluti viðskiptanna er,
samkvæmt heimildum DV, fólginn í
ráðgjafarstörfum sem Friðrik hefur
unnið vegna fyrirhugaðrar einkavæð-
ingar Símans. Þær greiðslur era tO
viðbótar stjómarlaunum sem í dag era
um 150 þúsund krónur á mánuði. Sjálf-
ur segist Friðrik hafa unnið ráðgjafar-
störf fyrir Landssimann vegna einka-
væðingarinnar og fyrirtækisins
@IPbell sem Síminn tapaði hálfum
milljarði íslenskra króna á. Friðrik
Pálsson og Sturla ' Böðvarsson
samgönguráðherra hafa gert lítið úr
tapinu vegna @IPbell og segja tapið
vera um 300 miUjónir króna en ekki
500 milljónir eins og DV hefúr sagt frá.
Tap Símans vegna fjárfestingarinnar
er fólgið í þrennu. í fyrsta lagi vegna
þeirra íjögurra milljóna dollara sem
var upphafsframlag Símans. f öðra
lagi vegna kaupa IP-fjarskipta,
eignarhaldsfélags @IPbell, á
þrotabúinu þar sem reyna átti til
þrautar að bjarga fjárfestingunni. Það
brást. í þriðja lagi skulda IP-fjarskipti
Símanum verulegar upphæðir sem er
borin von að innheimtist enda félagið
eignalaust og fjárvana. Þá hefur ýmis
kostnaður fallið á Símann vegna
fyrirtækisins svo sem vinna
stjórnarformanns og lögfræðinga.
Stjómarmennimir Sigrún
Benediktsdóttir og Flosi Eiriksson,
sem bæði sitja fyrir Samfylkinguna,
kröfðust í gær stjómarfundar vegna
viðskipta stjómarformannsins.
Fundurinn var haldinn um miðjan
dag.
Innan stjómar var ekki vitneskja
um ráðgjafarstörf formannsins að þvi
undanskildu að Flosi Eiríksson og
Jónina Bjartmarz, alþingismaður
Framsóknarflokks, höfðu heyrt minnst
á Góðráð. Aðrir komu af fjöllmn eins
og ffamsóknarmaðurinn Magnús
Stefánsson orðaði það í gær.
„Fyrir tilviljun frétti ég af þessu
fyrirtæki fyrir skömmu síðan. Það
hefði verið þægilegra að stjómin vissi
af þessu en formlega séð var ekki
ástæða til að gera stjóm grein fyrir
málinu. Þama er um að ræða beina
ráðningu ráðherra í þessi
ráðgjafarstörf. Ekki þarf að vera neitt
óeðlilegt við að stjómarformaður, sem
gjörþekkir fyrirtækið, skuli ráðinn til
slíkra starfa. Þama var augljóslega um
að ræða meiri vinnu en féll beint
undir embætti stjórnarfonnanns,"
segir Jónína.
Hún segir að stjómin beri ekki
ábyrgð á ráðningu annarra en
forstjórans, „svo langt sem það nær“.
„Ég veit ekkert hvert umfang starfa
Friðriks var en ítreka að þama þarf
ekki að vera neitt óeðlilegt á ferð,“
segir Jónína. -rt
^ Stjórnarandstaðan ómyrk í máli um Símann:
Eg hef ekki undan
að trúa og er klumsa
- segir Sverrir Hermannsson. - Funheit kartafla, segir Össur
„Það er stóralvarlegt að stjómarfor-
maðurinn skuli í gegnum einkafyrir-
tæki sitt hafa tekið þóknun fyrir ráð-
gjafastörf sem hann hefur unnið fyrir
Símann án þess að stjóminni væri um
það kunnugt. Mér fmnst jafnalvarlegt
að ráðherrann skuli hafa vitað af
þessu en ekki sinnt þeirri skyldu sinni
að upplýsa stjómina um málið,“ sagði
Össur Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingar, í samtali við DV. Tilefhið
var mál Friðriks Pálssonar, stjómar-
formanns Símans, sem tók að sér ráð-
gjafarstörf fyrir fyrirtækið sem nemur
milljónum króna án þess að aðrir í
stjóminni hefðu pata af því.
Fulltrúar Samfylkingar geröu málið
að umtalsefhi á Alþingi í gær og æsktu
svara frá forsætisráðherra. „Sem
stjómmálamaður spyr ég hvar hin
pólitíska ábyrgð í þessu máli liggi. Því
er ég mjög ósáttur við að forsætisráð-
herra skuli - eftir nokkurra daga um-
þóftunartíma - hafa vísað þessu máli
frá sér. Sagt að það varðaði ekki sig
Ossur Sverrir
Skarphéöinsson. Hermannsson.
heldur samgönguráðherra. Þetta er
rangt, þvi allt sem viðvíkjandi sölu
Símans tengist einkavæðingamefnd
sem starfar í umboði forsætisráðherra.
Því er ólíkt Davíð að þora ekki að
ræða þessi mál við þingið," segir Öss-
ur.
Þá minnir Össur á þær yflrlýsingar
fyrrverandi formanns einkavæðingar-
nefndar að stjómun Símans hafi öll
verið í molum. „Það getur hafa átt sinn
þátt í þvi hversu treglega hefúr gengið
að selja fyrirtækið," segir Össur sem
telur Landsímamálið allt vera sem
heita kartöflu fyrir ríkisstjóminni.
„Ég er klumsa og spyr hvað verði
næst. Maður hefur ekki undan að
trúa,“ sagði Sverrir Hermannsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, við DV
um mál Friðriks Pálssonar. Hann seg-
ir allt klúðrið í tengslum við einka-
væðingu Landssimans vera orðið með
því móti að illa verði séð hvemig rík-
isstjómin geti bjargað sínu eigin
skinni þar. Menn virðast vera að koma
ávirðingum hver á annan. „Stjómar-
formanni Simans er fullkunnugt um
að forstjórinn veit allt um reikninga-
gjöf hans einkafyrirtækis. Og sam-
gönguráðherra virðist vera í þessu
máli miðju, rétt eins og öllu öðra. Mig
fýsir að vita hvort það sé orðið alsiða
að menn stundi svona miskunnarlaus
innherjaviðskipti en það virðist sem
menn stundi þetta og sjái ekkert at-
hugavert við það,“ segir Sverrir.
-sbs
DVJHYND HARI
Þægileg helgarferö
Þær eru æöi misjafnar heigarferöirnar sem íslendingar tóku sér um nýliðna
heigi, þá síöustu á þorra þessa árs. Snjórinn sem féil á höfuöborgarsvæöinu á
sunnudag færöi þessari litlu dömu Ijúfa hamingjustund i fyigd meö mömmu.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996 - 2016,
Bleikjukvísl nr. 10.
í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
er hér með auglýst til kynningar tillaga að
breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Tillagan lýtur að því að breyta landnotkun
lóðarinnar Bleikjukvíslar nr. 10 úr almennu
útivistarsvæði í stofnanasvæði. Breytingin er gerð
til þess að samræmi sé á milli deiliskipulags
lóðarinnar og aðalskipulags en deiliskipulag
svæðisins gerir ráð fyrir að heimilt sé að reisa á
lóðinni dagvistarstofnun / leikskóla.
Til upplýsingar skal þess getið að samhliða
breytingu þessari er í grenndarkynningu tillaga að
óverulegri breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar þar
sem m.a. er gert ráð fyrir óverulegum breytingum
á byggingarreit lóðarinnar.
Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 19. febrúartil 19. mars 2002.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að koma með ábendingar og
gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 20. mars 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 19. febrúar 2002
Skipulags- og byggingarsvið.
sm ■. s...a 3Bi ■
Verið velkomin í
sýningarsal okkar og
kynnið ykkur 2002
línuna. Fagleg ráðgjöf,
stutturafgreiðslutími og
persónuleg þjónusta.
Þú þarft ekki að leita lengra
til að fá það betra
Stuttur afgreiðslutími
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800