Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 I>V 7 Fréttir Sturla Böðvarsson segir Halldór Blöndal hafa ráðið Þórarin Viðar: Eyjafjörður ekki í eitt sveitarfélag Sameining eyflrskra sveitarfélaga er nú endanlega fyrir bí að óbreytt- um forsendum. Á fundi samstarfs- nefndar um sameiningu sveitarfé- laga á Eyjafjarðarsvæðinu, sem haldinn var 29. janúar sl. á Akur- eyri, var tilraunum til sameiningar formlega slitið. Tillaga um að sameina öll sveitarfé- lögin sem aðild áttu að nefhdinni í eitt sveitarfélag nýtur ekki trausts eða fylg- is í öllum sveitarfélögunum. Umboð nefndarinnar var því fallið niður. Við Eyjafjörð eru í dag 11 sveitarfélög.-GG Hækkandi verð á fiski- ■ •• ■■ mjoli Verð á fiskimjöli og lýsi hefur farið hækkandi að nýju eftir verðfaíl í árs- byijun 1999. Samkvæmt fréttum „Oil World“ er mjölverðið í janúar 2002 á um 61 þúsund krónur tonnið og lýsið á um 64 þúsund krónur tonnið. Þrátt fyrir vissa verðstöðvun að und- anfomu á sjávarafurðum, bæði unnum og óunnum, ferskum og frystum, fer verð á mjöli hækkandi. Það er hvetjandi fyrir loðnuflotann sem nú er í bullandi veiði suðaustur af landinu. -GG DV-MYND: HARI Skeitari Þeir stunda mikla loftfimieika, unglingarnir sem hafa hjólabrettatæknina á valdi sínu. Hér sést einn slíkur ieika listirnar á Ingólfstorgi sem er miðstöð slíkrar menningar. áform um ráðningu - ekkert bindandi samkomulag, segir Þórarinn Viðar „Það er rétt að Halldór Blöndal hafði uppi áform um að ég tæki við forstjórastarfi hjá Símanum en ég leit ekki svo á að um það væri eitt- hvert bindandi samkomulag við stjórnarskiptin," sagði Þórarinn Viðar Þórarinsson, fyrrverandi for- stjóri Landssímans, við DV. Hann segir það koma sér á óvart ef menn líti svo á að fastmælum hafi verið bundið af Halldóri Blöndal að hann skyldi taka við starfi forstjóra Landssímans sumarið 1999. í blaðaviðtali um helgina segir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra að þegar hann tók við því embætti hafl verið búið að ganga frá þvi að Þórarinn yrði ráðinn for- stjóri. Sitt hafl verið að efna sam- komulagið. í samtali við DV sagði Þórarinn að forstjóramál hefði borið á góma í samtölum sínum við Halldór Blön- dal fyrir ríkisstjórnarskipti vorið 1999. Á þessum tíma var Þórarinn stjómarformaður Símans og á út- leið úr starfi framkvæmdastjóra VSÍ. „Fyrir lá það mat eigandans að það væri nauðsyn að fá utanaðkom- andi forstjóra. í annan stað hafði komið til tals milli okkar Halldórs að til álita kæmi að ég tæki að mér starfið. - Nú þekki ég ekki baksvið mála og hvernig til hefur talast milli manna. En það kemur mér á óvart að litið hafi verið svo á að málið væri afgreitt af fyrri ráð- herra. Þegar stjómarskipti urðu leit ég ekki svo á að neinar ákvarðanir Halldór Sturla Blöndal. Böövarsson. lægju uppi,“ sagði Þórarinn. í viðtalinu segir Sturla að Þórarinn hafi gert miklar launakröfur. Kveðst ráðherrann hafa gert stjómarfor- manni Símans ljóst að hann teldi ekki eðlilegt að verða við þessum kröfum, meðal annars í ljósi þess að starfssamningur Þórarins skyldi verða til fimm ára. Niðurstaðan hafi svo orðið fimm ára samningur en á hinn bóginn hafi Þórarinn fengið lægri laun en hann gerði kröfur um. Þórar- inn sagðist í samtali ekki ’ætla að tjá sig um hverjar þessar launakröfur hefðu verið, en „... það væri óskaplega rangt að ég hafi verið ósáttur með ein- hverja hluti í þeim efnum“. í umræðum síðustu daga hefur víð- ar verið gagnrýnt, m.a. af forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra, að gerður skyldi fimm ára starfssamn- ingur við Þórarin Viðar. Forstjórinn fyrrverandi segir hins vegar að sér hafi þótt slíkt ráðslag vera eðlilegt, meðal annars út frá söluáformum. „Ég trúi að alls staðar þar sem verið er að selja fyrirtæki af þessum toga, sérdeilis til útlendinga eins og að var Þverpólitískt framboð Halldór Jónsson, fyrrum bæjarfull- trúi í ísafiarðarbæ, er í hópi fólks sem vinnur að undirbúningi nýs þverpóli- tísks framboðs við bæjarstjómarkosn- ingamar í vor. Hann segir það nú full- víst að af framboðinu verði. „Það er fast- ur kjami sem hefur unnið í vetur að undirbúningi þessa máls og núna erum við að byrja að kynna það fyrir fleira fólki. Við munum taka okkur nokkum tíma til þess en síðan verður væntan- lega haldinn opinn kynningarfundur og þá mun koma fram hveijir fleiri standa að þessu. Okkur flnnst staðan vera þannig að við trúum ekki öðm en að þetta komi upp i fleiri sveitarfélögum og fólkiö beini kröftum sínum í þessa átt. Þetta er ekkert einkamál okkar hér í ísafjarðarbæ." En af hverju þverpólitískt framboð? „Ætli mörgum hafi ekki brugðið í brún um daginn þegar byggðaáætlun var kyrrnt og þar sagt að ekki væri væn- legt að byggja hér á Vestfjörðum. Síðan má nefna samskipti ríkis og sveitar- stjóma og í þriðja lagi stöðu landsbyggð- arinnar. Fólki fínnst kominn tími til að vekja stjórnmálaflokkana af þessum svefni. Það er því nánast borin von að vera að fara í gegnum stjórnmálaflokk- ana ef þessu á að breyta. Ég hef starfað innan Sjálfstæðisflokksins alla mina tíð og þekki þar innviði en get illa talað um aðra, en það segja allir sömu söguna. Það þarf ekki að framleiða skýrslu eftir skýrslu i byggðamálum, það þarf að verða hugarfarsbreyting og þess vegna erum við að stefna að þessu framboði. Að þessu stendur fólk sem ofbýður sú sóun, eignaupptaka og skilningsleysi sem átt hefur sér stað í byggðamálum mörg undanfarin ár. Við trúum því að fólk um allt land sé tilbúið til þess að láta nú frnna fyrir óánægju sinni og styðji þverpólitíska lista. Það væri mik- ið skapleysi ef það yrði ekki. Með þverpólitísku framboði er einnig verið að viðurkenna að oft eru ekki mikil pólitísk ágreiningsefni milli hefðbundnu flokkanna," segir Halldór Jónsson. -GG stefnt þama og hugmyndir voru uppi um, að slíkt sé gert. Þá var ljóst að það myndi skipta erlendan kaupanda máli að innlent stjórnun- arteymi myndi ekki geta hlaupið frá borði við eig- endaskipti. Hann myndi örugglega ráða hvernig hann styrkti yfírstjóm fyrirtækisins eða skipti út, en hefði val á því sjálfur. Þórarinn Viöar Þórarinsson. Það lá fyrir að þetta yrði á einhverj- um næstu ámm. Ég hygg að hvorki ég né Sturla höfum verið í nokkrum vafa um það að nýr eigandi myndi hafa gagn af forstjóra þann tíma hvernig sem hlutverk hans þróaðist. Fyrir mína parta hafði ég ekki áhuga á að fara inn í þetta hlutverk, að leiða breytingar á Símanum, nema ég hefði fyrir um það tryggingu fyrir lág- markstíma." Ekki náðist í Halldór Blöndal, fyrr- verandi samgönguráðherra og núver- andi forseta Alþingis, í gær. -sbs Meira rými, meira afl, meira útsýni, meira öryggi, meiri gæði, meira af því sem gefur lífinu gildi.. og þar að auki fjórhjóladrif! # SUZUKt SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is Halldór Blöndal hafði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.