Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 Landið i>'Vr Urgur í starfsfólki á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar: Fékk tvo daga til að flytja yfir götuna Sauðárkrókur Starfsfólk sveitarfélagsins var óðnægt meö aö fá stuttan tíma til flutnings yfir götuna. Urgur er í starfsfólki skrif- stofu sveitarfé- lagsins Skaga- Qarðar þessa dagana vegna flutninga yfir götuna í stjórn- sýsluhúsið og það gustaði tals- vert á skrifstof- unni í síðustu viku þegar hluta starfsfólks var gert að rýma sínar skrifstofur og flytja sig um set yfir götuna. Þetta gerðist á miðvikudag og var starfs- fólki launadeildar sagt að það yrði að vera farið í síðasta lagi á föstu- dagsmorgun, en þá öðlaðist gildi leigusamningur við hugbúnaðar- fyrirtækið Element sem fær hús- næði í norðurenda annarrar hæð- ar Búnaðarbankahússins við Faxa- torgið. Starfsfólkið neitaði skyndilegum flutningi, enda mun hafa komið á daginn að þeir sem þurftu að rýma sitt vegna flutnings úr stjórnsýslu- Stieíán veröi lokiö á Guömundsson. föstudaginn kemur. Um það leyti er áætlað að húsnæði Byggða- stofunar við Ártorgið verið tilbúið, umfangsmiklum breytingum sem staðið hafa yfir frá því í nóvember- mánuði verði þá lokið, en þessi hringekja hefur farið af stað með tilkomu Byggðastofnunar á Sauð- árkrók. Flutningur og hrókeringar á að- stöðu fyrirtækja og skrifstofu sveitarfélagsins hafa verið talsvert til umræðna að undanfömu og á síðasta sveitarstjórnarfundi áttu sér stað snörp skoðanaskipti milli Gísla Gunnarssonar, fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn, og Stefáns Guðmundssonar, fulltrúa meirihlutans, sem einnig er stjórn- arformaður Kaupfélags Skagfirð- inga, en gagnrýni Gísla beindist m.a. að ofríki kaupfélagsins gagn- vart sveitarfélaginu. -ÞÁ Fárviöri á Drangsnesi: Heiti potturinn sigldi á haf út Mikil átök hafa verið í veðri á Ströndum í þessum mánuði, fyrst í byrjun mánaðar þegar HM í hand- bolta var að ljúka, þegar rafmagn hvarf og Strandamenn sáu til dæm- is ekki viðureignina við Dani sem þeir töldu að okkar menn myndu eiga létt með. Og síðan kom önnur roka sýnu verri fyrir Drangsnes- inga á dögunum sem olli þvi að heitu pottamir okkar tókust á loft og sást á eftir öðrum þeirra sigla á haf út meðan hinn tók sér bólfestu við hlið skólans. Ríkti mikil sorg hér á staönum vegna þessa atburðar og er það fyrst nú að menn eru famir að huga að endurbótum á þessari heilsulind okkar. Er nú annar potturinn kominn á sinn stað og grindverk og umhverfi pottanna hefur verið endurbætt. Menn eru því famir að taka gleði sína aftur og lífið komið í fastar skorður eftir þetta mikla áfall okkar Drangsnesinga. -EÓ DV-AAYND EINAR ÓLAFSSON Pottarnír á sinn stað Hér má sjá myndir af Drangsnesingum aö koma aöstööunni í samt lag aftur. Pottarnir tveir, fiskkör meö heitu vatni staöarins, hafa notiö mikilla vinsælda heimamanna og gesta. Óveöur setur Strandamenn ekki út af laginu og nú er aöstaöan aftur fyrir hendi. Öflugur Mýrdæl- ingur að verki Fimmtíu kerti og einn vænn, mýrdælskur blástur, og það slokkn- aði á kertunum flmmtíu á litlu af- mæliskökunni. Mýrdælingurinn og ágætur fréttaritari DV á þeim slóð- um, Sigurður K. Hjálmarsson, komst á sextugsaldurinn um helg- ina. Hann og Áslaug Einarsdóttir, kona hans, vörðu afmælisdeginum í Ásholtinu, næsta nágrenni við DV, og áttu þar góðan dag. -JBP Mýrdalsjökull: Mælingar benda til kvikuþenslu „GPS-þenslumælar benda til hreyflngar á svæðinu. Það er enn ekki komið í ljós hvar miðjan á þenslunni er en miðað við jarð- skjálftana und- anfarið er ekki ólíklegt að hún sé í Goðabung- unni,“ sagði Páll Einarsson jarð- eðlisfræðingur við DV í gær- kvöld. Stöðug jarð- skjálftavirkni hefur verið undir Mýrdalsjökli frá í haust, mest í og við Goðabungu, að meðaltali 5 á sólarhring að und- anförnu. „Menn hafa nú aldrei skilið i þessum árstíðabundnu skjálftum í Mýrdalsjökli. Þeir hafa haldið lengur áfram i vetur en gerst hefur allt frá árinu 1976, þá var virknin nánast allt árið. Þetta er því ekki einsdæmi en engu að síður eftirtektarvert," segir Páll. Hann segir að stærð skjálftanna og dýpt þeirra sé sú sama og venju- lega er í haustskjálftum. Upptök þeirra tengist að öllum líkindum kvikuhólfinu undir Goðabungu sem virðist einnig vera að þenjast út miðað við mælingar. „Þeir eiga flestallir upptök sín þar, þó að þeir séu dreifðari á frumniðurstöðum á netinu kemur í ljós við nákvæmari yfirferð að upptök skjálftanna eru í Goða- bungu,“ segir Páll. -NH Hestamiðstöðin Gauksmýri hlaut hvatningarverðlaun Invest: Kraftur og áræði, frumkvæði og þor Stjóm Iðnþróunarfélags Norður- lands vestra hefur aíhent svokölluð hvatningarverðlaun. Að þessu sinni hlutu þau aðstandendur hestamið- stöðvarinnar á Gauksmýri í Húna- þingi vestra, systkinin Sigríður Lár- usdóttir og Magnús Lárusson, ásamt mökum sinum, Jóhanni Al- bertssyni og Svanhildi Hall og föð- urnum Lárusi Þ. Valdimarssyni. Hestamiðstöðin var sett á stofn 1999 og mikil uppbygging hefur átt sér stað á Gauksmýri, m.a. byggð þar stór og mikil reiðskemma og að hluta hefur verið stuðst við banda- rískar fyrirmyndir við tilhögun og uppbyggingu miðstöðvarinnar. í greinargerð með hvatningar- verðlaununum segir: „Hér á Gauks- mýri hefur með uppbyggingu hesta- miðstöðvar verið sýndur kjarkur og áræði sem vakið hefur athygli. Það er einmitt þetta sem alltaf er verið að leita eftir, frumkvæði og þor til að framkvæma hlutina. Starfsmenn hér að Gauksmýri hafa þá menntun sem til þarf til að reka hestamiðstöð Stjórnendur og ráöamenn Þrír aöstandenda Hestamiöstöövarinnar á Gauksmýri: Svanhildur Hall, Sigríö- ur Lárusdóttir og Jóhann Albertsson. Magnús Lárusson var staddur erlendis. af því tagi sem hér er rekin. Hér hefur uppbygging verið nokkuð hröð og nú síðast var reistur veit- ingaskáli og þá gerður hringvöllur auk þess sem aðstaða er komin fyr- ir hesta og mannfólk og margt fleira. Allt hefur verið gert á þeim tiltölulega stutta tíma sem hesta- miðstöðin hefur starfaö. Þeir sem hér standa að málum eru öðrum gott fordæmi um dugnað og útsjón- arsemi." Verðlaunagripurinn er gerður af leirlistarkonunni Bjarnheiði Jó- hannsdóttur á Blönduósi. Gripurinn er úr postulíni sem listakonan kall- ar Afl og þar er skírskotað til þess að í vindinum búi ógnarafl sem hreyft getur við miklu og gerbreytt umhverfi. Sigríður Lárusdóttir gat þess einmitt þegar hún tók við gripnum að þetta ætti ágætlega við. Á Gauksmýri gæti vindur gnauðað og þegar hann færi að hvessa væru oft höfð snör handtök við að loka gluggum, svo vindurinn næði ekki tangarhaldi sínu inn í hús. -ÞÁ Elsti karlakór landsins níræður Karlakórinn Þrestir í Hafnar- firði, elsti starfandi karlakór landsins, veröur 90 ára 19. febrúar nk. í tilefni þess hélt karlakórinn tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði sl. laugardag og með honum komu fram tenórarnir Þorgeir J. Andrés- son og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Einnig kom fram kór eldri félaga. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, undirleikari Hólmfríður Sigurðardóttir, en eldri kórnum stjórnar Guðjón Halldór Óskars- son. í tilefni afmælisins var opnuð sýning í Hafnarborg á ljósmyndum og munum úr starfi kórsins og á þessu ári verður opnað nýtt og glæsilegt bókasafn í hjarta Hafnar- fjarðar og þar mun tónlistardeild safnsins, Friðriksstofa, hljóta verð- ugan sess, en hún er að stofni til gjöf þeirra Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur, en Frið- rik stofnaði Þresti árið 1912. Karla- kórinn stendur fyrir heimsókn heimsfrægra karlakóra til landsins i tilefni afmælisins og heldur síðan í söngför til Ítalíu í ágústmánuði nk. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.