Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Qupperneq 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002_____________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Eftirlitsmenn með kosningum á förum: ESB refsar valda- kíku Simbabves KosningaeftMitsmenn Evrópusambandsins eru á fórum frá Simbabve eft- ir að sambandið ákvað að beita refsiaögeröum gegn Robert Mugabe forseta og valdaklíku hans fyrir að neita þeim um að sinna störfum sínum. Búist er við að fyrstu eftMitsmennimir fari frá Simbabve í dag. Þeir áttu að fylgjast með forseta- kosningunrun í næsta mánuði þar sem fram- bjóðandi stjómarandstöö- unnar, Morgan Tsvangirai, þykir eiga góða möguleika á að fara með sigur af hólmi, ef Mugabe svindlar ekki. Stjómvöld í Simbabve bmgðust ókvæða við refsiaögerö- um ESB og kölluðu þær „efnahagslega hryðju- verkastarfsemi". Stjórnvöld í Suður- Afriku, áhrifamesta rík- isins í þessum hluta Afríku, hörmuðu ákvörðun ESB. Þau sögðust myndu senda fleiri eftMitsmenn til Simbabve þar sem fyrir eru margir eftMits- menn frá öðrum Afríku- ríkjum. Utanríkisráðherrar ESB bönnuðu Mugabe og nítján samverka- mönnum hans að koma til landa sambandsins og frystu jafnframt bankainnistæður þeirra. Robert Mugabe ESB velgir Simbavefor- seta undir uggum. REUTER-MYND Ekkert bítur á Blair Breski forsætisráöherrann hefur ver- /ð sakaöur um spillingu í starfí. Ásakanir um spillingu bíta ekki á Tony Blair Staðhæfingar um spillingu þar sem samband Tonys Blairs, forsæt- isráðherra Bretlands, og indversks kaupsýslumanns er annars vegar virðast ekki hafa haft nein áhrif á vinsældir breska leiðtogans, ef marka má skoðanakönnun sem blaðið Guardian bMi í morgun. Samkvæmt könnuninni hefur fylgi við Verkamannaflokk Blairs aukist um tvö prósent, þrátt fyrir illt umtal, og er það nú sautján pró- sentustigum meira en fylgið við íhaldsflokkinn. Blair hefur verið sakaður um að hafa skrifað bréf til að liðka fyrir því að stálfyrMæki indverska kaup- sýslumannsins næði samningum í Rúmeníu. Indverski kaupsýslumað- urinn gaf hátt i tuttugu milljónir króna í sjóði Verkamannaflokksins. Blair segist ekkert hafa vitað um fjárgjafir Indverjans og segist ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt. Englandsdrottning á Jamaíku Elísabet Englandsdrottning kannar heiöursvörö eftir komuna til Jamaíku þar sem hún veröur f opinberri heimsókn næstu þrjá daga. Harkan aldrei meiri í 16 mánaða löngu ófriðarferli fyrir botni Miðjarðarhafs: Tala fallinna í blóðsút- hellingun komin í 1121 ísraelskir hermenn skutu i bítið í morgun palestínskan byssumann til bana i nágrenni Netzer Hazani- landnemabyggðarinnar í suður- hluta Gaza og er tala látinna eftir blóðsúthellingar síðustu sextán mánaða þar með komin í 1121, þar af 854 Palestínumenn. Að sögn palestínskra öryggisyfir- valda var Palestínumaðurinn skot- inn við hveitimyllu sem ísraelski herinn hafði lagt undir sig og notuð var sem eftMitsstöð við þjóðveginn til Netzer Hazai, en Palestínumað- urinn hafði hafið skothríð á myll- una áöur en hann var skotinn til bana. Áður hafði ísraelsk skriðdreka- sveit drepið þrjá Palestínumenn, þegar skotið var á þá úr skriðdreka í Khan Younis-flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu, en að sögn palest- insku öryggissveitanna var þar um að ræða fjórtán ára stúlku, 37 ára gamla konu og nítján ára pilt, sem Sundursþrengdur bíll palestínsks byssumanns í nágrenni Jerúsalem Liösmenn al-Aqsa-herdeildanna stóðu fyrir tveimur sjálfsmorðsárásum í gær þar sem fjórir ísraelskir hermenn létu lífiö. öll létust þegar heimili þeirra varð fyrir skotárás skriðdrekasveitarinnar. Að sögn ísraelskra heryfirvalda hafði annar palestínskur byssumaður verið drepinn fyrr um nóttina við Morag-landnemabyggðina á Gaza- svæðinu þar sem hann reyndi ásamt félaga sínum að ráðast inn á svæðið. Þá sögðust palestínskir sjónarvottar hafa séð ísraelska hermenn skjóta tvo palestínska byssumenn til bana og særa níu í skotbardaga viö Balata- flóttamannabúðirnar nálægt bæn- um Nablus á Vesturbakkanum, þeg- ar ísraelsk herdeild gerði tilraun tO að ráðast inn í búðirnar i morgun. Síðustu blóðsúthellingar fylgja í kjölfar tveggja sjálfsmorðsárása Palestínumanna í gær, en þá fórust fjórir ísraelskir hermenn auk þriggja sjálfsmorðsliða. Fyrri sjálfs- morðsárásin átti sér stað við ísra- elska eftMitsstöð við bæinn Maale Adumim í nágrenni Jerúsalem, en þar féll ísraselskur herlögreglumað- ur auk sjálfsmorðsliðans. Al-Aqsa- herdeildin, einn vopnaður armur Fatah-hreyfingar Yassers Arafats hefur lýst ábyrgð á árásinni, auk þess sem þeir stóðu fyrir árás palestínsks byssumanns á ísraelska herflutningalest við bæinn Kissu- fim á Gaza-svæðinu, þar sem þrír ísraelskir hermenn féllu og að minnsta kosti fjórir aðrir særðust lífshættulega áður en byssumaður- inn sprengdi sjálfan sig í loft upp. Viðbrögð ísraelsmanna viö árás- unum var að hefja áðurnefiida skrið- drekaárás á Morag-flóttamannabúð- imar, þar sem þrír létu lífið og í framhaldi af því voru gerðar loft- árásir á bækistöðvar palestínsku öryggissveitanna í Ramallah og var ein bygging lögreglunnar lögð í rúst. Einnig voru gerðar loftárásir á önnur skotmörk á Gaza-svæðinu og Vestur- bakkanum, þar á meðal stöðvar palestinsku lögreglunnar í Balata- flóttamannabúðunum. sgSgiiMr j^SMSAeÍKur; Tv. _ A _ .... .. Svona gerir þu: Veldu þér tölu rnitli 10 og 1100. Skrifaðu síBan "lukka (oglukkunúmerið þitt, t.d. "lukka 999")" ogsendu á 1848 (Síminn, ekki Frelsi), 1415 (Tal) e8a farðu í "Glugginn" og "Nýtt" hjá Íslandssíma. Nú ert þú skráB/ur íLukkuleikinn*. A hverjum degi, næstu 5 vikur, i þættinum 70 mínútur á PoppTíví er dregiB út eitt lukkunúmer og sá sem valdi þaö lukkunúmer fær vinninginn. I pottinum eru: 25 stk. 5210 Nokia GSM súnar. 5 helgarferðir með FlugleiBum til Evrópu fyrir tvo 5 X 10.000 kr. inneign í 10-11. Þannig aB þaB er til mikils að vinna. Þú getur endurtekiB teikinn eins oft og þúvllt, og aukiB líkurnar með hverju tukkunúmeri. Hvert SMS skilaboB kostar 79 kr. _____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.